Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 17 Þegar blaðamaður gekk inn ásamt Brian og Betu litlu tók Guðrún Friðriksdóttir, kona Brians á móti okkur. Húsið er hreinn ævintýraheimur innan veggja. Þau hjónin hafa gert sér far um að hafa allt sem uppruna- legast. Þau hafa safnað um sig ógrynnum gamalla hluta, sem prýða innanveggja. Segja má, að Hafliðahús sé nú sérkennilega blanda ensks sveitaseturs, og ís- lenzks heimilis og ekki laust við danskan brag. Blaðamaður hafði orð á þessu við Brian. „Jú,“ svaraði hann, „það var danskur maður sem byggði þetta hús, Rasmus Hansen að nafni. Hann kom hingað til lands, var farmað- ur en ílengdist hér. Varð síðar búðarþjónn í Flensborg og fékk síðar leyfi til að reka vindlaverzl- un. Hansen átti ekki húsið lengi og Guðrún Bjarnadóttir frá Engey keypti húsið. Hún féll frá á bezta aldri og Sigríður Sigurðardóttir, frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi erfði það eftir hana. Hún var kornung þegar hún eignaðist hús- ið og átti það um 10 ára skeið. Hún lést ung, innan við þrítugt. Var þá trúlofuð Pétri Kristinssyni, afa Bjarna heitins Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra." „Það var svo 1874 að Hafliði Guðmundsson, frá Engey, langafi minn, keypti húsið,“ og nú var það Guðrún sem hafði orðið. „Húsið er kennt við Hafliða. Hann dó til- tölulega ungur og ekkja hans, Friðrikka Lúðvíksdóttir Knudsen, langamma mín bjó hér með bðrn sín. Lúðvík Hafliðason, afi minn fæddist ári áður en þau fluttu hingað, í Kjartanshúsi. Faðir minn, Friðrik Lúðvíksson fæddist hér uppi á lofti árið 1901. Það var svo árið 1907 að húsið fór úr fjölskyldunni. Afi, Lúðvík Hafliðason seldi húsið til þess að flytja í miðbæinn! Hann flutti sig um set um 700 metra, á Vestur- götu 11 til að geta verzlað og þar er ég fædd. Vesturgata 11 var í eigu fjölskyldunnar þar til fyrir 7 árum að húsið var selt Reykjavík- urborg." „Þess má geta,“ skaut Brian inní, „að Haraldur Á. Sigurðsson er alinn upp í þessu húsi. Hann var systursonur Luðvíks, sonur Þórdísar Hafliðadóttur og Ásgeirs Sigurðssonar. Haraldur er guðfað- ir konu minnar, sonar okkar Antons og barnabarnsins Elísa- bethar. Hann er því guðfaðir þriggja ættliða hér.“ KFUM á íslandi stofnað í setustofunni „Þorsteinn nokkur keypti Haf- liðahús og Helgi Hjörvar eignaðist það siðar. Hann bjó ekki í húsinu fyrstu árin, bjó í Fjalakettinum en á stríðsárunum flutti hann hingað og stækkaði húsið. Færði inngang- inn af austurhliðinni vestur fyrir. Helgi leigði húsið framan af og meðal leigjenda var séra Friðrik Friðriksson og hér í forstofunni er KFUM á íslandi stofnað. Þá leigði meðal annarra prófessor ólafur Hansson hér á námsárum sínum. Eftir fráfall Helga Hjörvar bjó ekkja hans, Rósa, í húsinu. Hún lézt fyrir þremur árum og þá keyptum við húsið og fluttum inn rétt fyrir jólin ’77.“ „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum flytja hingað," sagði Guðrún, „þess vegna meðal annars höfum við safnað að okkur gömlum hlutum. Þeir hafa sann- arlega komið að notum hér.“ Þið hafið lagt mikla vinnu í húsið og garðinn eftir að þið fluttuð, er ekki svo? „Jú, þau eru orðin mörg hand- tökin og öll jafn ánægjuleg, og sjálfsagt verðum við aldrei búin. Við höfum lagt áherzlu á, að hafa allt sem upprunalegast. Rafmagn hefur verið dregið í húsið, nýtt hitakerfi lagt og húsið málað. Þá hefur okkur tekizt að koma garð- inum í lag — og eitt höfum við haft að leiðarljósi. Frá byggingar- legu sjónarmiði höfum við engu breytt, þó margir munir hafi komið með okkur. Þannig höfum við sett handföng á hurðir, — gömul handföng, frá því fyrir aldamótin, og fleira mætti nefna. En í öll herbergi höfum við sett brunavara og hrafntinna er í öllum herbergjum. Það er gömul hjátrú, að ekki brenni þar sem hrafntinna er.“ Þá benti Brian Holt á forláta spjald fyrir ofan barinn, — þar stendur „Licensed for Music and Dancing". „Það er saga frá því að segja. Þegar ég var í flughernum á stríðsárunum þá komum við oft saman á lítilli krá í North Wiald í Essex. Þar hékk þessi tilkynning og kráareigandinn hafði lofað að gefa mér þetta, þar sem rífa átti húsið. En kvöld nokkurt skömmu áður en húsið var rifið hvarf spjaldið. Þrjátíu árum síðar hitti ég sendiráðsritara í brezka sendi- ráðinu hér í Reykjavík. Hann hafði þessa tilkynningu í fórum sínum. Að hugsa sér, — þrjátíu árum síðar finn ég þetta hér í Reykjavík. Hann gaf mér þessa tilkynningu og nú hangir hún hér.“ Sagan af garðinum — hvar bjó Ingólfur? Svo vildi til, að vatn lak í kjallarann og hafði það verið leitt í niðurfall. Eg fór að kanna þetta og hóf mikinn mokstur til að finna út úr þessu. Hvort hér væri um skólp frá Rússunum að ræða, en þeir búa hér fyrir ofan okkur. Úr þessu varð heilmikill mokstur og þrjá metra gróf ég niður. Það kom á daginn að hér var um ferskvatn að ræða, — þarna var uppspretta. Nú er það alkunna að hér beint á móti var grafið í leit að bæ Ingólfs Arnarsonar. í skurðinum, sem ég gróf kom ég niður á leir frá miðöldum. Hann var harður eins og steypa — þó ég reyndi að brjóta gat á leirinn til að hleypa vatninu framhjá safnaðist vatn í og tví- vegis á sólarhring þurfti ég að ausa leirstæðið. Þarna söfnuðust um 300 lítrar á sólarhring. Þá má geta þess, að þegar við vorum að grafa í tröðinni fyrir framan húsið, þar sem garðurinn er nú, fundum við perlu sennilega frá 13. eða 14. öld. I ljósi þessa er ekki fjarlægt að álykta að bær Ingólfs hafi verið hér, alla vega mjög nærri. Hann hefur þá sótt vatn í uppsprettuna. Kertastjaki frá 17. öld Þau hjónin hafa varðveitt marga gamla muni og þeir setja ákaflega skemmtilegan svip á heimilið. Meðal hluta er gamall kertahjálmur frá 1635. Á honum stendur: „Þennan kiertastiaka gef jeg Þórunn Jónsdóttir, kirkjunni á Reikhólum ano 1635“. Hér er um að ræða kirkjuna á Reykhólum í Reykhólasveit á Barðaströnd. Einnig er þaðan skírnarfontur. Þá má nefna ruggustól sem Guðrún á. Móðir hennar gaf hann norður í land fyrir mörgum árum. Brian gaf Guðrúnu ruggustól en ein- hvern veginn vildi hún heldur frá ruggustólinn, sem eitt sinn hafði verið í ættinni og var frá því á síðustu öld. Það var svo, að þau hjónin skiptu á nýja ruggustóln- um og þeim g amla. Fengu hann norðan úr Vatnsdal. Það var kominn tími til að halda af stað og við gengum út í sólskinið. Ég hélt áleiðis niður í Aðalstræti frá Hafliðahúsinu — þar sem KFUM á íslandi var 3tofnað af séra Friðriki Friðriks- syni og þar sem faðir Guðrúnar Friðriksdóttur fæddist fyrir tæp- um 80 árum. Og, hver veit, — þar sem Ingólfur Arnarson reisti bæ sin og sótti tært uppsprettuvatnið. Já, hver veit — hver veit. H. Halls. Séð inn eftir stofunni. Guðrún ásamt Betu i ruggustólnum. Gamlar hestvagnsluktir, sem notaðar voru í Reykjavík fyrir tíð rafmagns. Beta litla í setustofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.