Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 32
TVeir slitu úr sér Laxá i Aðaldal hefur oft verið nefnd perla íslenskra laxveiðiáa ok víst er áin fallex þar sem hún liðast um Aðaldalinn. Áin er fræK fyrir margar sakir og ekki síst þær, að hún er ein Kjöfulasta laxveiðiá landsins. I>ar renna veiðimenn færum sinum sumar- langt <>k þar er mesta vonin um að setja i „þann stóra“. t>ar hafa mörg ævintýri gerst, þar er sögusvið margra mersjaðra veiðisaKna <>k hafa menn sett þar i svo stóra laxa, aö með ólikind- um er. Stærsti lax, sem veiðst hefur i Laxá, vó 36 pund og auðvitað hafa menn misst þar stærri laxa, „þann stóra“, sem alla veiðimenn dreymir um að ná. MorKunhlaðsmenn voru á ferð i Aðaldalnum <>k veittu veiði- menn þeim KÓðfúsleKa leyfi til að fylKjast með veiðunum eina daKstund <>k verður reynt að lýsa þeim deKÍ í máli ok myndum. Sprækur lax á Skriðuklöpp Við Skriðuklöpp var Ólafur Johnson að veiðum ásamt Guð- rúnu konu sinni og ekki höfðu Morgunblaðsmenn fylgst lengi með veiðunum, er Ólafur setti í fallegan fisk. Viðureignin tók um 15 mínútur og var laxinn hinn fjörugasti. Fiskurinn var rúm 10 pund og tók svartan Toby. „Ég er nú ekki alltof ánægður með að þið séuð að taka af mér myndir, strákar," sagði Ólafur, og rotaði laxinn, „því ég veiði helst á flugu. Annars höfum við veitt hér í Laxá í tíu ár, og hér er dásamlegt að vera, fallegt umhverfi og skemmtileg á. Þetta er fimmti laxinn, sem ég fæ hér að þessu sinni, hinir veiddust allir á flugu. og sá þriðji fór með alla línuna Veiðin hefur ekki gengið neitt sérlega vel hjá okkur nú, síðasta hópi gekk betur." Ékki vildu menn tefja Ólaf lengur frá veiðinni, svo við fylgd- umst með honum af bakkanum. Ekki ginu þó fleiri fiskar við agninu að þessu sinni, svo leitað var á önnur mið. Alltaf von á þeim stóra Næst lá leiðin niður að Æðar- fossum, en fyrir ofan fossana voru hjónin Borghildur og Hilmar Fenger að landa fallegum fiski í sameiningu. Þegar laxinn var kominn á land, áræddu menn að kasta kveðju á þau hjón og spjalla stuttlega við þau. „Þetta er fjórði fiskurinn, sem við veiðum nú,“ sagði Hilmar, „en sá stærsti var 17 pund. Fyrsta fiskinn fékk ég á Efra Hólmavaði á flugu, þá fékk ég tvo á maðk og loks þennan á spón hér í Mjósundi. Það eru liðin tíu ár síðan þetta veiðiholl var stofnað, en frum- kvöðull að stofnun þess var Sig- urður Samúelssön. Þetta er þann- ig hjá okkur, að það eru maður og kona með stöng, enda best, að alltaf sé einn til aðstoðar við löndunina, því bakkarnir eru oft háir. Annars er þetta ákaflega ynd- isleg og skemmtileg á og svo er alltaf von á þeim stóra," sagði Hilmar, og kastaði út á ný. Við notuðum tækifærið og spjölluðum stuttlega við Borg- hildi, konu hans. „Ég reyni alltaf að veiða svolítið og fæ svona einn og einn,“ sagði Borghildur. „Hins vegar er samstarfið i hávegum haft hér, þegar Hilmar er búinn áð setja í hann, þá hjálpa ég honum við löndunina. Ég hef ekki veitt neinn enn, en það er aldrei að vita, það er jú einn og hálfur dagur eftir," sagði Borghildur. Þau Elín Kaaber og Gunnar J. Friöriksson með einn spriklandi í háfnum. Mikill fiskur Við Brúarstreng voru þau Elín Kaaber og Gunnar J. Friðriksson að veiðum og var Gunnar með hann á, þegar Morgunblaðsmenn komu þar að. Skömmu síðar land- aði hann fallegum laxi, nálægt tíu pundum að þyngd. „Ég var ekki lengi með hann þennan," sagði Gunnar og losaði fluguna úr laxinum. „Ég reyni að halda frekar stíft við þá, mér finnst betra að missa þá strax ef þeir eru illa teknir. Svo er líka betra að landa þeim fljótt, því annars getur slýið hlaðist á línuna og aukið hættuna á því, að laxinn tapist. Laxá er geysilega fjölbreytileg og skemmtileg á og hafa fiskarnir veiðst um alla ána að þessu sinni. Fossarnir hafa venjulega gefið mestan afla, en þeir hafa brugðist núna. Það er mikill fiskur í ánni, mér sýnist, að það sé mun meira en í fyrra. Vegna hvers það er, er ekki nokkur leið að segja um, en það er líklegt, að þessi árgangur sé einfaldlega mjög sterkur. Það gerir manni oft erfitt fyrir, hve mikið slý er í ánni og þess vegna notar maður flotlínuna mikið, því hún tekur á sig minna slý en línur sem sökkva. Veiðin hjá okkur hefur gengið þokkalega, ég hef fengið fjóra fiska á fluguna og konan einn á minnow," sagði Gunnar J. Friðriksson. Nú var Gunnar búinn að gera klárt á ný og kastaði flugunni út í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.