Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 + Hjartkær elginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON, fré Lýtingastööum, Safamýri 46, Raykjavfk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 29. júlí kl. 3 e.h. Kristfn M. Jónsdóttir, Guömunda Siguróardóttir, Kristján Steindórsson, Sfgurleif Siguróardóttir, Siguróur Njálsson, Jón Sigurósson, Tove Sigurósson, Einer S. Sigurðsson, Svanhvft Kjartansdóttir, og barnabörn. Í Litli sonur okkar og bróöir, SÓLMUNDUR ARNAR HARALDSSON, Belgsholti, veröur jarösunginn frá Leirárkirkju þrlöjudaginn 29. júlí kl. 14.00. Sigrún Sólmundardóttir, Haraldur Magnússon, og systkini. t Bróöir okkar, STEINGRÍMUR WELDING bifvólavirki veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. júlí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Elfn Snorradóttir, Þorvaldur Snorrason, Snorri S. Welding, Ágúst Snorrason, Friörik S. Welding. Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug jaröarför móöur okkar, MÁLFRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Bjalla Landssveit. viö andlát og Systkinin. t Þökkum auösýnda samúö viö fráfall PÉTURSJÓNSSONAR Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks st. Fransiskusspítala. Vilborg Lérusdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigikonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU ÓLAFSDÓTTUR, Hjallaveg 2. Hjörtur Wium Vilhjálmsson, Olafur Hjartarsson, Herborg Olafsdóttir, Vithjálmur Hjartarsson, Harpa Jónsdóttir, Guóbjörn Hjartarsson, Bára Benediktsdóttir, Sigríður Hjartardóttir, Hreióar Gíslason, Snvar Hjartarsson, Dagbjört Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað á þriðjudag 29. júlí vegna jaröarfarar SIGURÐAR JÓNSSONAR frá 12—4. Hlíóarkjör Eskihlíö 10. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Vigdís Óskars- dóttir - Minning P«dd 7. september 1930. Dáin 29. mai 1980. Að morgni hins 29. maí sl. bárust mér þau sorgartíðindi að mín kæra mágkona, Vigdís Ósk- arsdóttir, hefði andast þá um nóttina á Borgarspítalanum, hún var búin að þola langa og erfiða sjúkdómslegu og vera á spítölum langtímum saman. Söknuður er mér efst í huga og minningarnar sækja á um þessa hressu, góðu og fórnfúsu konu sem átti svo létt með að gleðja aðra. Vigdís fæddist í Varmadal á Rangárvöllum 7. september 1930, dóttir hjónanna Guðbjargar Sig- urgeirsdóttur og Óskars Bogason- ar og ólst hún upp hjá þeim. Um tvítugt kynntist Vigdís eft- irlifandi manni sínum, Ingvari P. Þorsteinssyni í Markarskarði, og bjuggu þau þar. Það var mikill kærleikur með þeim og féll aldrei skuggi þar á. Vigdísi og Ingvari varð 6 barna auðið, þau eru: Óskar Sveinbjörn, búsettur í Reykjavík, Guðrún Sig- ríður, búsett austur í Mýrdal, Guðbjörn Svavar, fór að búa í Markarskarði sl. sumar, Þorsteinn og Jón Brúnó, farnir að vinna að heiman en eiga heimili hjá föður sínum, og yngst er síðan Guðlaug Hallfríður, sem hugsar um heimil- ið hjá föður sínum. Heimilið var stórt hjá Vigdísi og oft bættist við að þau voru beðin að taka aðkomubörn á sumrin. Tvö af mínum börnum nutu góðs af hjartahlýju þeirra Vigdísar og Ingvars og voru þar í mörg sumur. Það var alltaf gaman að koma að Markarskarði og manni vel fagnað þar. Vigdís unni mjög sveit sinni og heimabyggð og þar var hugurinn ætíð bundinn. Eg sendi þér, Ingvar minn, börnum þínum og tengdabörnum, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið góðan guð að styrkja ykkur á raunastund. Innilega þakka ég Vigdísi fyrir tryggð hennar og vináttu við mig og fjölskyldu mína. Guð blessi hana. Heiða. Hefnir Polu ófar- anna árið 1977? Fyrir viku hófst í Buenos Aires i Argentinu einvigi þeirra Vikt- ors Korchnoi og Lev Polugaj- evsky i undanúrslitum áskor- endakeppninnar i skák. Sigur- vegarinn i einviginu teflir við þann sem verður hlutskarpari í einvigi þeirra Roberts Hubner og Lajos Portisch, sem hefst innan skamms. Af flestum er Korchnoi talinn mun liklegri til sigurs en Polu- gajevsky. Siðast er þeir mættust i einvígi, árið 1977 sigraði Korchn- oi með miklum yfirburðum. Á timabili var staðan jafnvel 6—1 honum í vil og hann vann þrjár fyrstu skákirnar. Undir lokin tók Polugajevsky sig aðeins á og lokatölurnar urðu 8—4. Þegar þeir hafa nú teflt þrjár skákir litur út fyrir að bardag- inn verði mun meira spennandi en 1977. Öllum skákunum hefur lokið mcð jafntefli og Polugaj- Legsteinn er varanlegt minnismerhl Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVB3I 48 SlMI 76877 Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON evsky ber greinilega ekki jafn óttablandna virðingu fyrir and- stæðingi sínum og fyrir þremur árum. Við grípum fyrst niður í fyrstu skákina þar sem Korchnoi hafði hvítt. Staðan kom upp eftir 20. leik hvíts og sem sjá má hefur svartur óþægilega stakt peð á d5. Polugajevsky leysti þetta vanda- mál skemmtilega: Svart: Polugajevsky 20.... Re4! 21. Rxe4 - dxe4, 22. IIxd8+ - Hxd8, 23. Bxe4 - Rxa2. 24. Bxb7 — a5 (Peðið á b3 hleypur ekki burt og eftir að það er fallið er það svartur sem hefur vinningsmöguleika). 25. Rc2 - IIb8, 26. Bc6 - Bxb3. 27. Hal! (Hvítur hefst þegar handa um að stöðva framrás svarta a-peðs- ins) ... Bc4, 28. Ra3 - Be6. 29. Rb5 - f6, 30. e4 - Rb4, 31. Rd4 - Bh3, 32. Bb5 - IId8, 33. Bc4+ - Kf8, 34. Be6! (Nú leysist skákin endanlega upp) .. Hxd4 35. Bxh3 - Hxe4, 36. Hxa5 og skákinni lauk fljótlega með jafntefli. í annarri skákinni beitti Korchnoi drottningarindverskri vörn með svörtu og var ekki í neinum erfiðleikum með að jafna taflið fremur en venjulega er hann beitir þeirri byrjun. í þriðju skákinni varð uppi á teningnum byrjun, sem var tefld tvisva^ í einvíginu 1977. Einvígið nú er byrjanalega séð beint fram- hald af fyrri viðureigninni því í annarri skákinni þá beitti Korchnoi einmitt líka drottning- arindverskri vörn og vann á svart, en slíkt þykja mikil tíðindi þegar svartur vinnur í þessari friðsömu byrjun. Þriðja skákin tefldist þannig: Hvítt: Korchnoi Svart: Polugajevsky Enski leikurinn I. c4 - Rf6, 2. Rc3 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. e4 - Bb7, 5. Bd3 - c5, 6. 04) - Rc6, 7. e5 - Rg4, 8. Be4 - Dc8 (í níundu einvígisskákinni árið 1977 lék Polugajevsky hér 8.... f5 og náði að jafna taflið. 9. Hel — d6, 10. exd6 — Bxd6, II. d4 — cxd4,12. Rb5 - Bc5,13. Rfxd4 — h5 (Eftir 13. ... Rf6 var 14. Bf4 óþægilegur og í þessari stöðu var 13. ... Rxd4 alls ekki fullnægjandi vegna 14. Dxg4. Svartur varð því að skjóta 13. ... h5, 14. h3 inn fyrst.) 14. h3 — Rxd4.15. Rxd l — Bxe4, 16. Hxe4 - Rf6, 17. Hel - 04), 18. Rc2 (En alls ekki 18. Bg5 — Hd8) .. Hd8, 19. De2 - Dd7, 20. Bf4 - Dd3 (Vegna veikingarinnar á kóngs- væng er svörtum lífsnauðsyn að komast út í endatafl.) 21. Dxd3 - Hxd3, 22. Iladl - Ilxdl, 23. Hxdl - Hc8, 24. Kfl - Kf8, 25. Be5 - Ke8, 26. b3 - Be7, 27. Rd4 - a6, 28. Rf3 - g6, 29. Bd4 - Rd7, 30. Re5 - Rxe5 Polugajevsky bauð jafntefli um leið sem Korchnoi þáði, þar eð hann átti lítinn tíma eftir. Hvítur stendur örlítið betur vegna peða- meirihlutans á drottningarvæng en svartur er þó engan veginn í neinni taphættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.