Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1980 Hér sjást nokkrar te«undir af litlum garðáhöldum. Hvert áhald kostar 2— 3.000 krónur. Tvær tegundir mótorknúinna sláttuvéla. Sú til hægri hefur það fram yfir hina að drifa sig áfram sjálf. Tæki þau sem maðurinn heldur á eru svokailaðar kantsláttuvélar. Myndir Emtiia. Sett af garðvinnsluáhöld- um kostar 300—400 þúsund - þar með talin mótorknúin sláttuvél Með sumrinu og vexti gróðurs fá garðeigendur nóg að gera og áhugamenn um garðrækt kunna sér ekki læti þegar vel viðrar. Garðana þarf að snyrta og hirða á alla lund og til þess þarf ýmiskonar tæki og tól. Daglegt líf leit inn hjá Gunnari Ásgeirs- syni og skoðaði þar nokkur garðvinnsluáhöld. Sögðu af- greiðslumenn þar að mikil sala hefði verið í áhöldunum það sem af er þessu sumri og hún hafist mun fyrr en venjulega. Þrjár tegundir af sláttuvélum eru til í versluninni, handsláttu- vél á 56.500 krónur, sláttuvél með bensínmótor á 209.500 og sláttuvél með bensínmótor og fjórgengisvél sem drífur sig áfram sjálf á 318.000 krónur. Tvær tegundií eru til af kant- sláttuvélum sem geta verið þægilegar þar sem erfitt er að koma við stórum sláttuvélum svo sem milli hellna eða trjáa. Önnur tegundin kostar 59.400 en hin 50.000 krónur. Þær eru báðar hlaðnar með rafmagni og ganga í um það bil 50 mínútur eftir hverja hleðslu. Þá eru til hekkklippur sem nota má bæði sem kantsláttuvél- ar og til að klippa hekk. Settið kostar 69.000 krónur. En það er ekki nóg að slá og klippa grasið, það þarf líka að raka það saman og snyrta í kring. Gott sett af hrífum, sköf- um og öðru slíku kostar 15— 20.000 krónur. Hvert áhald kost- ar 2—3.000 krónur. Grasklippur eru handhægar til að klippa gras upp við hús- veggi og kringum blóm. Þær kosta allt að 17.200 krónum. Trjáklippur eru til á 22.200 og 13.500 krónur og rósaskæri á 3.400 krónur. Þegar þurrt er þarf að vökva gróðurinn og hjá Gunnari Ás- geirssyni fást þrjár tegundir af úðurum. Sá stærsti snýst í hringi og getur vökva 6000 m2 lands í einu. Hann kostar 14.000 krónur. Tveir minni fást einnig á 7.000 og 7.700 krónur. Við úðar- ana þarf slöngur en metrinn af þeim kostar 330 krónur. Til eru einnig tengi til að festa tvær eða fleiri slöngur saman og einnig til að festa þær við úðara. Tengin eru mjög mismunandi að gerð og kosta frá 800 krónum upp í 2.000 krónur. Þá er einnig handhægt að hafa brúsa til að úða á blóm og minni tré. Einfaldur brúsi, eins og þeir sem notaði eru á hárgreiðslu- stofum, kostar 3.300 krónur. Til eru tvær tegundir stærri brúsa í versluninni og kosta þeir 10.800 og 24.900. Sá dýrari er einkum ætlaður til að sprauta eitri en sá ódýrari er með þrýstilofti. Að lokum skal þess getið að ekki skaðar það að hafa hanska á höndunum þegar farið er út í garðinn. Til eru hanskar sér- staklega framleiddir fyrir garð- vinnu og kosta þeir 2.830 krónur stykkið. Meðalverð um 350.000 krónur En hvað kostar þá að koma sér upp setti af garðvinnslutækjum? Ef farinn er meðalvegurinn hvað verðið snertir kostar settið 359.730 krónur. Þá er keypt sláttuvél á 209.500 krónur, hekkklippa á 69.000, sett af litlum garðáhöldum á 20.000, grasklippur á 17.200, trjáklippur á 13.500, garðúðari á 7.000, úðunarbrúsi á 10.800, hansk- ar á 2.830 og 30 metrar af slöngu á 9.900 krónur. 1 efstu hillunni eru nokkrar tegundir af úðurum. Til hægri eru garðúðarar en til vinstri eru úðunarbrúsar fyrir blóm og minni tré. Gott getur verið að hafa við hendina tengi til að festa saman siöngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.