Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 21 Mjólkur- bað Sífellt eykst áhugi fólks á snyrtivörum sem unnar eru úr náttúrulegum efnum. Margar verksmiðjur sem framleiða snyrtivörur hafa á ný uppgötvað mjólkurbaðið og framleiða nú „mjólkur- baðsduft", að því er segir í þætti fyrir konur í færeysku dagblaði. En mjólkin sem í duftinu er er blönduð ýmsum efnum, þar á meðal ilmefnum. Því þá ekki að kaupa venjulega mjólk og hella út í baðvatnið. Blaðið segir að ef einum og hálfum lítra af mjólk er hellt út í baðkarið mýki það upp húðina og auki á vellíðan auk þess sem það er ódýrt „bað- salt“. Pierrot látbragðs- dúkkur Franski látbragðsleikarinn Pierrot er heimsfrægur og hefur áhrifa listar hans gætt víðs vegar í veröldinni. Hér- lendis hafa dúkkur, sem gerð- ar eru í listsköpunarstíl Pier- rots náð nokkrum vinsældum og eru að sögn notaðar til skrauts á stóla, í sófa og eiginlega hvar sem fólk kýs að hafa þær. Dúkkurnar hafa höfuð, hendur og fætur úr postulíni, en búkurinn er eins og á tuskudúkku. Hægt er að velja um hvít- og svartklæddar dúkkur, með möttu eða gljá- andi postulíni og eru þær í tveimur stærðum. Dúkkurn- ar eru franskar að uppruna og fást --í verzluninni Corus, Hafnarstræti, og kostar stærri gerðin um 20 þús. kr. stk., en þær minni um 13 þús. kr. Látbragðsfjölskyldan. Ef myndin prentast vel má sjá tárin, sem teiknuð eru á andlit brúðanna. I.jÓHin. Mbl. Emllia. Garðhúsgögn Þegar gott er veður vilja flestir eyða deginum úti við eins mikið og kostur er. Ekki dregur það úr ánægjunni að hafa þá góð húsgögn í garðin- um eða á svölunum, ef slíkt er fyrir hendi. Þær voru ekki margar hús- gagnaverslanirnar, sem Dag- legt líf hafði samband við, sem höfðu haft garðhúsgögn á boðstólum í sumar. En þær sem höfðu haft þau höfðu annað hvort selt þau öll eða áttu lítið eftir. Stólar þessir kosta 56.200 krónur stykkið. Þeir eru úr járni og áii og eiga ekki að ryðga að sögn þeirra sem til þekkja. Þeir fást hjá Bólstrun Ingólfs. Þægmdaauki á góðviðrisdögum Til að mynda hafði hús- gagnadeild Vörumarkaðsins fyrr í sumar haft sett af garðhúsgögnum úr furu, bekk, borð og tvo stóla, á 120 þúsund krónur. Verslunin átti hins vegar aðeins eftir sett úr eik á 419.000 krónur. Hins vegar á Vörumarkað- urinn til þrjár tegundir af sólbekkjum. Sá ódýrasti kost- ar 21.800 krónur en sá dýrasti 69.800. Er það þýskur bekkur sem er merktur TUV sem er þýskur gæðastimpill á hús- gögnum. Bólstrun Ingólfs í Austur- stræti selur ensk húsgögn úr járni og áli og eru þau hvít að lit. Til eru þrjár tegundir af stólum og tvær af borðum. Fyrir helgina voru stólarnir til í versluninni og kostuðu 56.200 krónur stykkið en borð- in voru væntanleg í þessari viku. Síðast þegar þau fengust kostuðu þau 97.300 og 187.000 krónur. Nokkrar sportvöruverslanir áttu til nóg af garðhúsgögnum er haft var samband við þær fyrir helgi. Þau húsgögn sem þær hafa á boðstólum hefur fólk ýmist kallað sólhúsgögn eða tjaldhúsgögn þar sem oftast má leggja þau saman, og taka því lítið rúm í geymslu. I Útilífi í Glæsibæ eru til ýmsar tegundir af stólum sem kosta frá 5.700 krónum upp í 38.500 krónur. Sólbekkir eru til á 19.200 og 23.500 krónur. Þá eru til barnastólar á 4.500. Það sem gerir stólana mis- munandi eru helst dýnurnar. Sumir eru með bólstruðum dýnum og aðrir ekki. Enn aðrir eru með eins konar áföstu fótaskammeli. Tvær tegundir eru til af borðum. Ferkantað borð á 15.700 og hringlótt á 29.500 krónur. Þá er þar til ferðasett sem inniheldur borð og fjóra kolla. Það kostar 23.700 krónur. Settið má brjóta saman og rúmast það í lítilli ferðatösku. t Vörumarkaðnum fæst þetta eikarsett á 419.000 krónur. Aðeins þetta eina sett kom til landsins en fyrr i sumar hafði vershinin á boðstólum garðhúsgagnasett úr furu á 120.000 krónur. Sóistólar með áföstu skammelt eru meðal þeirra garðhúsgagna sem fást í Útiiifi. Þeir kosta frá 26.500 upp i 38.500 krónur. Þrjár tegundir af sólbekkjum. sem fást i Vörumarkaðnum. Þeim i miðjunni má breyta i stól eins og sést og bekkinn til vinstri má stilla að vild. KERRUBEISLI HÖGGDEYFAÚRVAL FJAÐRIR FJAÐRIR FYRIR LAND ROVER KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSPRESSUR SPINDILKÚLUR STÝRISENDAR VIFTUREIMAR KVEIKJUHLUTIR FLEST í RAFKERFID HELLA aðalluktir, lukta- gler, luktaspeglar og margs konar raf- magnsv. BOSCH luktir o.fl. S.E.V. MARCHALL lukt. CIBIE luktir. LJÓSASAMLOKUR BÍLAPERUR allar geröir RAFMAGNSVÍR FLAUTUR 6—24 volt ÞURRKUMÓTOR 6—24v ÞURRKUBLÖD ANCO ÞURRKUARMAR BREMSUBORÐAR BREMSUKLOSSAR ÚTVARPSSTENGUR HÁTALARAR SPEGLAR í úrvali MOTTUR HJÓLKOPPAR AURHLÍFAR MÆLAR alls konar ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM HOSUR + KLEMMUR RÚÐUSPRAUTUR FELGULYKLAR LOFTPUMPUR STÝRISHLÍFAR KRÓMLISTAR BENSÍNLOK DRAGHNOÐ VERKSTÆÐISTJAKKAR HNAKKAPUÐAR ÖSKUBAKKAR FARANGURSGRINDUR BÖGGLABÖND PÚSTRÖRAKLEMMUR RAFKERTI LOFTFLAUTUR BENZÍNSÍUR EIRRÖR+FITTINGS BRETTAKRÓM SLÍPIPAPPÍR VATNSDÆLUR ÞVOTTAKÚSTAR SMURKOPPAR SÆTAAKLÆDI MIÐSTOÐVAR 12 og 24 DRÁTTARKÚLUR VAGNTENGI, KRÓKAR HLJOÐKUTAR — THRUSH HOLLEY BLÖNDUNGAR F. U.S.A. BÍLA SETTí BLÖNDUNGA LOFTHREINSARAR LOFTHREINSARA VERKFÆRI úrval MÆLITÆKI f. rafgeyma NOACK sænskir úrvals rafgeymar ISOPON OG P-38 beztu viðgerða- og fylliefnin PLASTI-KOTE sprey- lökkin til blettunar o.fl. Athugið allt úrvalið Sími 82722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.