Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 óðir nokkur haföi þaö fyrir sið aö láta dóttur sína gefa sér teikningar í afmælisgjöf ár hvert. Hélzt þessi góði siður unz dótturinni þótti nóg komið og ákvað aö binda endi á barnaskaþinn. Hún var þá reyndar orðin 37 ára gömul. Nú voru góð ráð dýr. Móðirin gat ekki sætt sig við „drottinsvik" þessi, og refsingin lét ekki á sér standa. Móðirin setti upp harmþrunginn svip, sem olli því að dóttirin kvaldist af samvizkubiti og sektartilfinningu, og var þá takmarkinu náð. Dagmar Hansen, sem er málakennari frá N-Þýzkalandi, brosir þegar hún segir frá lífsreynslu sinni, en eftirfarandi frásögn vjrðist benda til þess að Dagmar muni seint losna úr móðurviðjum. Enginn prins á hvítum fáki kom Dagmar til hjálpar eins og í ævintýrinu, heldur voru það rauðsokkurnar. Það hjálpar henni að heyra að hún er ekki ein um þessa reynslu og finnur því skilning og styrk hjá rauðsokkunum. 9 t m ■ r mJf Jr' 1 L JM i 1 íHU »i* - r r -rtri DÆTURwnMÆÐRUM Eftir Peter Briigge Dagmar er 44 ára gömul og á sjálf dóttur. Þótt hún hafi mikiö að starfa hringir hún næstum daglega til móöur sinnar. „Hvernig geturöu umboriö slíkt?“, spyrja lagskonur hennar alveg dolfallnar. Dagmar lýsir frekar hinum nánu tengslum sínum viö móður sína. Þær höfðu ætíð búiö saman, eytt sumarleyfum saman, og mátti hvorug af hinni sjá. Þaö voru aöeins eiginmennirnir sem Dagmar haföi skiliö viö, ekki aöeins einn heldur þrjá á 20 árum, og þaö jafnvel þótt allir þeir væru móöurinni velþóknanlegir. Sú staöreynd aö móðirin hreif eiginmennina undir áhrifavald sitt varö aö síöustu til þess aö Dagmar fór aö skynja aö hún vildi brjótast undan áhrifavaldi móður sinnar: Hún hætti nú að gefa móöur sinni fyrrnefnda afmælisgjöf, og dró úr heimsóknum og símtölum. Sögur hinna rauösokkanna í hópnum bera aö sama brunni. Mæörum þeirra virtist ekki hafa nægt ást og viröing dætra sinna. Þær vildu gína yfir lífi og tilveru þeirra, hlaöa á þær tilgangslausum ráöleggingum og lífsreglum, kæfa sjálfstæöar skoöanir og síöast en ekki sízt láta þær lifa viö stööuga sektartilfinningu vegna einhverra óskilgreindra og ímyndaöra bróta viö sig. Dagmar heldur áfram sögu sinni og segir hópnum frá því hvernig móöir hennar lagöi sig fram um aö ná einnig dótturdóttur sinni á sitt vald. Til þessa beitti hún ýmsum brögöum, meöal annars því að ausa fé í barniö í blóra viö móöur- ina. Þegar Dagmar reyndi aö stemma stigu viö þessu, reyndi amman aö fremja sjálfsmorö. Nú féll Dagmar allur ketill í eld. Full sektar og sjálfsásakana leitaöi hún á náöir áfengis og deyfilyfja. Þaö varð Dagmar til bjargar aö hún komst í samband viö hóp kvenna sem höföu þaö aö markmiöi aö reisa rönd viö ofurmætti og sérhagsmunúm karlmanna í þjóö- félaginu og ná rétti sínum, þrátt fyrir það að þær voru konur. Viö umræöur sem sköþuöust vaknaöi hjá konunum sá grunur aö móðurvaldiö stuölaöi óbeint aö kúgun kvenna í þjóöfélaginu. Þeim væri kennt þaö viö móöurkné aö lúta valdi hins sterkari. Margt bend- ir til þess að „móöurvirkiö“ sé nú aö falla, eöa aö minnsta kosti aö því sé ógnaö. í kvikmynd Ingmars Bergman, „Haustsónata", gerist þaö aö dóttir ber fram ákæru á hendur móöur sinni, og Woody Allen hefur svipað aö segja í kvikmyndinni „Sálarlíf“, þar sem móöirin þrúgar og þjakar börnin sín. í Bandaríkjunum hafa sprottiö upp dætrasamtök, „Daughters Uni- ted“, sem hafa þaö á stefnuskrá sinni aö reyna að greiöa úr og skilja samband móöur og dóttur. Einnig vilja þær spyrna á móti því aö þær séu neyddar til aö taka aö sér móðurhlutverkiö í þeim skilningi sem þaö hefur verið túlkað til þessa. Breytingin er hægfara. Hún á upphaflega rætur aö rekja til kvennahreyfingarinnar í Bandaríkj- unum, og hefur hún komið róti á hugi manna á Vesturlöndum. En sannindi þau sem eru nú fyrst aö renna upp fyrir mönnum voru boðuð fyrir 75 árum af ekki ómerk- ari manni en Sigmund Freud. ímynd móðurinnar var ætíö sterkari og djúpstæöari í hugar- heimi barnsins en föðurmyndin, sem hingaö til hefur verið ofmetin. Þessu halda nútímasálfræðingar frám, og bæta viö aö stallur móöurinnar sé farinn að molna. Drengir veröa sjaldnast jafnþrúgaö- ir af almætti móöurinnar og stúlkur, og jafnar sálfræöingurinn Erich Fromm móöur í afstööu sinni til dóttur viö indversku gyöjuna Kalí. Franski sálfræöingurinn Maria Torok heldur því fram að mæöur þröngvi „brúöuhlutverki" á dætur sínar. Þegar tímar líöa, veröi dæt- urnar brúöur eiginmanna sinna, og sanni þetta kenninguna um aö þaö séu mæöurnar sem ali á veldi karlmannsins og skeröi hlut kvenna. Hinn raunverulegi and- stæöingur viröist því móðirin sjálf. Hin fjórtán ára Anne Frank reit í dagbók sína þegar hún var í felum frá nazistum: „... ást okkar er kólnuö. Ég verö nú aö vera sjálfri mér móðir“. Karin Struk lýsir móöurhlut- verkinu á þann veg aö vald móöur yfir afkvæmi sé algert og ótvírætt: „Barniö er líkt og húsdýr sem hlýöir hverri skipun. Freklegri valdbeit- ingu er vart hægt aö hugsa sér". Sumar mæöur beita valdi sínu þannig aö þær ala börnin upp í taumlausu eftirlæti til þess eins aö gera þau háö sér. Börn þessi læra aldrei aö hemja óskir sínar eða hvatir, eins og eiturlyfjaneyzla barna og unglinga, til dæmis ber vitni um. Aörar mæður ganga svo langt aö gera börnin algerlega háö sér. Gott dæmi voru mæögin ein sem flutt voru á háskólasjúkrahúsiö í Giessen. Drengurinn var 11 ára gamall og svo sílspikaöur aö hann mátti sig vart hreyfa. Höföu heil- brigöisyfirvöld hvaö eftir annaö skorizt í leikinn og skikkaö móöur- ina til þess aö setja drenginn í megrun. Haföi móöirin reynt aö sporna viö þessu meö þeim um- mælum aö veriö væri aö reyna aö brjóta vald hennar yfir afkvæminu á bak aftur. En þó brást aldrei, aö stráksi var ekki fyrr kominn heim úr megrunarkúrnum en móöirin byrj- aöi aftur aö fóöra hann eins og aligrís. Ekki var drengnum heldur kennt aö lesa á bók, því móöirin las honum ævintýri og sögur milli þess sem hún tróð í hann. Hér vildi móöirin hafa drenginn aö leikfangi, og var svo komiö aö hann vildi þaö sjálfur, og sýndi engin merki þess aö vilja brjóta gegn ofurvaldi móöurinnar. Drengnum var því farið eins og mörgum sem ganga í sértrúarsöfn- uö. Þeim er heitið vernd gegn öllum utanaðkomandi áhrifum sýni þeir algera hlýöni viö einhverja mann- eskju eöa kenningu Nú, á tímum jafnréttis, einstakl- ingshyggju og þjóöfélagsbreytinga, er æ mikilvægara aö fólk hugsi sjálfstætt. Ann Dally, sem fengizt hefur viö rannsóknir á fjölskyldu- tengslum, hvetur til þess aö mæöur og börn taki höndum saman og þrói meö sér sjálfstæöa hugsun. Sann- leikurinn er sá aö mæöur eru ekki einfærar um aö hrinda þessari hugafarsbreytingu af staö. Sam- band móöur og barna veröur því óbreytt. Þetta segir m.a. sálfræð- ingurinn Moeller. Bendir hann á þá úrlausn aö ýta viö feörunum og láta þá taka þátt í umræðum kvenna- hópa sem beita sér fyrir málefnum af þessu tagi. Sálfræöingar segja algengt aö mæörum, sem hafi gert sér fulla grein fyrir ábyrgð sinni, finnist sem uppeldishlutverkiö beri þær ofurliöi. Kona, nokkur, híbýlafræöingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.