Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1980 Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Rabarbari og fennel Rabarbari <>k fennel eru ekki skyldar jurtir, svo vitað sé, en um þær tvær ætla ég að rabba i dag. Góða skemmtun! Rabarbarasulta Það er tilvalið að byrja að sulta rabarbara, því hann sprettur vel um þessar mundir. Það eru ýmsir möguleikar í sultumálum. Einn er að blanda saman fleiri en einni tegund, eins og hér verður gert. Rabarbari er fremur súr, eins og allir vita. Sveskjur eru dísætar. Þetta tvennt fer því mjög vel saman. í staðinn fyrir sveskjur getið þið einnig notað döðlur eða rúsínur, en allir þessir ávextir eru vel sætir. Krydd í sultu er smekksatriði, en mér finnst það býsna gott. Þið farið auðvitað ykkar eigin leiðir í kryddmálunum. Púður- sykur og hunang er ekki mjóg algengt í sultur, en gerir þeim býsna gott. Á miðöldum og lengi fram eftir var rabarbari vinsæll í lyf. Þá var hunang gjarnan notað með. Hvort sem við trúum á lækningamátt rabarbara eða ekki, þá er fyrirtak að taka upp þennan gamla sið, og nota hunang með rabarbara. '/2 1 þunnar rabarbarasneið- *r. 250 gr púðursykur. 250 gr sveskjur. 2 sultuð engiferhnýði. 1 dl hunang. 1. Skerið rabarbarann litla bita, þar til þið hafið um 1V4 1. Skerið sveskjurnar í þunn- ar ræmur, og engiferhnýðin í litla bita. Setjið allt í skál og látið standa til næsta dags. Á þessum tíma saftar rabarbarinn sig, og því þarf ekki að nota vatn í sultuna. 2. Daginn eftir er sultan soðin. Um það er ekki margt að HÖfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 27. júlí 1980 Kaupgengi pr. kr. 100.- 1968 1. flokkur 1968 2. flokkur 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1- flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. 1976 1. 1976 2 1977 1 1977 2 flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur 6.010,06 5.245,49 4.339,60 3.973,83 2.867,08 2.638,25 2.300,16 1.968,30 1.474,49 1.358,40 937,53 764,99 578,50 548,73 445,63 413,87 346,67 Innlausnarvero Seolabankans m.v. 1 árs timabil frá: 25/1 '80 4.711.25 Yfir- 25/2 '80 20/2 '80 25/9 '79 5/2 '80 15/9 '79 25/1 '80 15/9 '79 15/9 '79 25/1 '80 15/9 '79 10/1'80 4.455,83 3.303,02 2.284,80 2.163,32 1.539,05 1.758,15 1.148,11 866,82 1.042,73 550,84 585,35 27 21 31, 73, 32, 71, 30, 71, 70, 30 70 30 6% 8% 4% 9% 5% 4'/ 8% 4% 1% 3% 2% 7% VEÐSKULDA- BRÉF:* 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 12% 65 54 46 40 35 14% 66 56 48 42 37 Kaupgengi m.v. nafnvexti 16% 18% 20% 67 57 49 43 39 69 59 51 45 41 70 60 53 47 43 38% 81 75 70 66 63 *) Miöao er við auötel/anlega fatteign. Höfum seljendur aö eftirtöldum veröbréfum: 1978 1. flokkur 282.53 1978 2. flokkur 222,98 1979 Lflokkur 188,56 1979 2. flokkur 146,30 1980 1. flokkur 113,72 HLUTABREF: Arnarflug hf. kauptilboö óskast. PjáRPCTinGARrélAG ÍAAftÐI Hfc VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaöarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Vegna sumarleyfa 7/7—6/8, veröur opiö alla vlrka daga frá kl. 13—16. segja. Þið setjið allt saman í pott og sjóðið á vægum hita. Hrær- ið í öðru hverju, svo ekkert brenni við. Þegar sultan hefur soðið í um 30 mín., getið þið athugað hvort nóg er að gert. Setjið slettu á disk og kælið. Kælingin gengur fljótt í kæli- skápnum. Að því búnu dragið þið hníf í gegnum slettuna. Ef slutan flýtur saman, er hún tæplega nógu soðin. Ef slettan helzt aðskilin, er nóg að gert. Setjið fullsoðna sultuna á vendilega hreinsuð glös. Bezt er að hita þau góða stund við 100° í ofninum, eftir að hafa þvegið þau vel. Lokið glösun- um. Bezt er að geyma sultuna á köldum stað, svo hún fari ekki að mygla. Ég nota ekki rotvarnarefni, en slíkt er smekksatriði. Mér finnst ein- mitt mikill kostur að sulta sjálf og losna þannig við öll aðskotaefni í sultuna, rétt eins og annan mat, sem er eldaður heima. Rabarbarasulta með víni Mér finnst sultan hér að ofan vera hátíðasulta, en þessi er þá sérstök hátíðasulta, því í hana er sett vín. Þið lagið sultuna eins og sagt er fyrir um hér að ofan. í volga sultuna bætið þið svo víni og hrærið í. Vínið er ekki látið sjóða, því þá gufar vínandinn upp, en það á hann ekki að gera. Það eru ýmsar víntegundir, sem koma til greina. Fyrst eru það brennd vín. Þar má nefna ljóst og dökkt romm, gin, brennivín, kirsch (kirsuberjabrennivín), og önnur berja- eða ávaxtabrenni- vín. Sérrí, portvín og madeira eru allt góðir kostir. Magnið er smekksatriði. Reynið t.d. allt að 1 dl., en 1—3 msk. gera vissu- lega sitt gagn. Galdurinn við að nota vín í mat er ekki að ausa ótæpilega, heldur að nota vínið eins og krydd. Það á að gefa ljúfan keim. Sultan, með eða án víns, er f rábær með pönnukökum, vöfflum og eins í t.d. rúllutertur og aðrar tertur. Úr því að ég er farin að tala um vín í mat, er ekki úr vegi að ræða það mál nánar. Sumum finnst e.t.v. illa farið með góðan drykk að nota vín mat. Öðrum finnst það kannski óhóflega dýrt. Sannleik- urinn er sá, að það þarf yfirleitt sáralítið til að gefa matnum býsna gott og sérstakt bragð. Því dugir ein flaska vel og lengi, ef hún er aðeins notuð í mat. Það þykir ekki ríflegur skammtur að bjóða upp á 1—3 msk. af víni, ef því er hellt eintómu í glas. En ef þið notið sama magn í mat, dugir það e.t.v. handa fjórum eða fimm. Þetta hljómar rétt eins og sagan um naglasúpuna, en svona er það nú samt. Nú er það svo að styrkt vín eins og sérrí, verm- út, portvín og madeira geymast vel í opnuðum flöskum. Slíkar flöskur er því hægt að eiga lengi, ekki sízt er þær eru geymdar á köldum stað. Hvítvín og rauðvín súrna hins vegar fljótt eftir að flöskurnar eru opnaðar. Þó geymast þær viku til 10 daga í kæliskáp, a.m.k. nógu vel til að hægt sé að nota vínið í mat. En þið getið fryst léttvínsafganga í klakaboxi, og notað teningana í mat. Oft hægt að nota styrkt vín í stað léttra. Árangurinn verð- ur ekki sá sami, en oftast alls ekki lakari. I staðinn fyrir þurrt hvítvín í fisk- og skel- , dýrarétti, getið þið notað þurrt sérrí og þurrt vermút, ekki sízt f ranskt vermút. Notið þá minna en gefið er upp af hvítvíninu, og bætið upp það sem á vantar á vínskammtinn með vatni eða fisksoði. Þið þurfið því alls ekki að hætta við uppskriftir, sem mæla fyrir um 1—2 dl. af hvítvíni, heldur getið þið notað styrktu vínin í staðinn. I staðinn fyrir rauð- vín í kjötrétti er varla hægt að nota nokkurt annað yín. En þið getið notað kjötsoð. í staðinn fyrir rauðvín í ábætisrétti getið þið t.d. notað portvín eða madeira og þynnt það með vatni. Sterk vín eru yfirleitt notuð í litlum skömmtum, nokkrar msk. eða svo. Því getið þið sleppt, eða notað aðrar tegundir af brenndum vínum, eftir því sem þið eigið. Hafið því í huga að það þarf ekki mikið af víni, sér- staklega ekki af styrktum vínum og brenndum. Athugið einnig, að það er hægt að nota aðrar tegundir vína, en tiltekið er í uppskriftum og það er sjaldnast þörf á því að leggja frá sér uppskrift, þótt það sé vín í henni, ef þið viljið ekki nota það. Fennel Fennel er grænmetisteg- und, upprunnin við innanvert Miðjarðarhaf. Þetta er afbrigði af kryddjurtinni fennel, en hér eru ekki aðeins blöð og stðnglar notuð, eins og af kryddjurtinni, heldur hnýði á neðsta hluta stönglanna. Fenn- elhnýði sá ég í SS-búðinni í Háaleiti um daginn. Það er fremur sjaldséður gestur, og því datt mér í hug að spjalla svolítið um það, í þeirri von að það sæist oftar. Bragðið er eins og svolítið lakkrískennt og alveg sérdeilis- lega gott. Fennel er býsna gott hrátt, t.d. í salat og þá gjarnan með öðru grænmeti, t.d. gúrkum, tómötum, sveppum, papriku og gulrótum, svo eitt- hvað sé nefnt. Notið þá ediks- sósu, fremur en majonessósu, sem er svo býsna feit og því daufleg viðbót við frísklegt sumargrænmetið. Grænmetið stendur vel fyrir sínu, einnig sósulaust. Svo er tilvalið að bera fennel fram á ítalska vísu. ítalir skera gjarnan grænmeti, t.d. fennel og setja það í skál með ísvatni. Síðan er skálin borin fram og hver veiðir sér bita af hjartans lyst. Þetta er ljómandi forréttur, og fyrir- taks milliréttur. Grænmetinu verður geysigott af þessu baði, því það verður kalt og stökkt. Bragðið af fennel verður þá ljómandi frísklegt. Fennel er einnig gott létt- soðið sem meðlæti með kjöti, e.t.v. bakað í ofni á eftir. Einnig getiö þið látið það malla í smjöri, eftir að hafa skorið það í litla bita. Og svo er gott að láta það malla með öðru grænmeti, t.d. lauk, tómötum og papriku og bera fram, t.d. með kjöti. Kjötið getur verið glóðarsteiktir kjúklingar eða lambakjöt. En sem sagt, ég mæli eindregið með að þið prófið fennel, næst þegar þið sjáið það. Það er alltaf spennandi að reyna eitthvað nýtt, ekki sízi þegar það er bráðhollt græn metið ... Orðsending til kaupgreiðenda Þeir kaupgreiöendur sem hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Garöabæ eru beönir um að halda eftir af launagreiöslum til þeirra sömu fjárhæöum og þeir geröu á fyrri hluta ársins 1980 vegna fyriframgreiöslu útsvara og aöstöóugjalda. Innheimtustjóri. TUDO rafgeymar í alla bíla, vinnuvélar og báta .. Já —þessirmeb 9 lif!" Skipholt 35. — Sími: 37033 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL stimpildælur SHEÐINNS VELAVERZLUN-SlMI: 24260 UVGER-SÉR^NTANIR-WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.