Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 31 Miklar framkvæmd- ir á vegum U.M.F.B. Borgarfirði eystri. 15. júll, 1980. NÚ STANDA yfir fram- kvæmdir við gerð íþrótta- vallar á vegum Ungmennafé- lags Borgarfjarðar (U.M.F.B.) Framkvæmdir hófust í byrj- un júlí 1979 og var unnið fyrir 8,5 millj. í fyrra. Aftur var hafist handa í vor og heildar- kostnaður nú er orðinn ca. 19,5 millj. Þá er aðeins lokafrá- gangur eftir, þ.e.a.s. að leggja lokaslitlagið og girða svæðið, auk þess sem eftir er að ganga frá stökkgryfjum o.fl. Aætlað er að ganga að fullu frá svæðinu í haust, þar með talin girðing um svæðið og bílastæði. Þá er einungis eftir að gera handboltavöllinn, en hann kemur við hlið knatt- spyrnuvallarins. U.M.F.B. sér að öllu leyti um framkvæmdir við völlinn, en heildarkostnaður er áætlaður 25—30 millj. Veruleg vinna hefur verið gefin við þessar framkvæmdir og nemur gjafa- vinnan nú tæpum 5 millj. enda hefur engin vinna verið keypt nema vinna stórvirkra tækja, svo sem vörubíla, ámoksturs- tækja og jarðýtna. Ungmennafélagið fjár- magnar sjálft 40% af fram- kvæmdunum og hefur það nú þegar greitt talsvert meira en sinn hlut í áföllnum kostnaði. v Forráðamenn félagsins eru mjög bjartsýnir með fram- haldið, því að enn hefur ekki verið hafist handa með tvær stórar fjáraflanir, sem ráðast á í. Önnur er sú, að ungmenna- félagar ætla að róa til fiskjar og leggja andvirðið inn á reikning félagsins og hin fjár- öflunarleiðin er boðhlaup, sem ráðist verður í um miðjan ágúst nk. Er það ca. 350 km. hringur um Austurland og verður gefið út auglýsingablað í tengslum við það. Að undanförnu hafa félag- inu borist margar peninga- gjafir frá einstaklingum hér heima og lýsa þær best þeim áhuga sem staðarbúar hafa á því að ljúka þessum fram- kvæmdum, enda ætti slíkur völlur að verða lyftistöng fyrir íþróttaiíf á staðnum og jafn- framt metnaðarmál byggðar- lagsins að gera slíkt átak. U.M.F.B. gefur út blað, sem nefnist Gusa og dregur það nafn af sérkennilegum stað hér í Borgarfirði. Eru þetta myndarleg hefti, sem koma út tvisvar á ári. Efni þeirra er fjölbreytt, íþróttafréttir og önnur tíðindi úr byggðarlag- inu, ásamt margvíslegum fróðleik og gamanmálum. Má þar t.d. nefna fróðlega og skemmtilega lýsingu á ná- grenni Borgarfjarðar, hinum svokölluðu Víkum, ásamt ítar- legri örnefnaskrá, myndum og uppdráttum Málf ar og f ramburður Islendinga kannaður Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Vísindasjóð- ur úthlutað fimm milljónum króna til rannsóknar á íslenzkum framburði. Það eru þeir Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason málfræðingar og málvisindamenn sem að rannsókninni standa. Þeir eru skólabræður og stúdentar frá Akureyfi, luku báðir kandidatsprófi í íslenzku frá Háskóla íslands og héldu síðan til framhalds- náms erlendis, Höskuldur til Boston, en Kristján til Edinborgar. Þeir hafa síðan kennt nokkuð við Háskól- ann og stundað önnur fræðistörf. „Árnagarður okkar annað heimili“ Blaðamaður Mbl. heimsótti þá félagana á Árnagarði, þar sem þeir sögðust eiga sitt annað heimili, og bað þá um nánari upplýsingar um framburð ís- lendinga og rannsóknina sem fram undan er. Þeir sögðu í fyrstu að helzt vildu þeir ekkert segja. „Við viljum ekki ljóstra upp neinum hernaðarleyndar- málum", sögðu þeir, en svo sáu þeir aumur á blaðamanninum og öðrum landsmönnum, sem ekki þekkja þessi mál gjörla og leystu aðeins frá skjoðunni. „Við höfum alltaf haft áhuga á íslenzkri málfræði og málvísind- um, hvað veldur því er ekki gott að segja, en það eru kannski helzt góðir kennarar okkar við Menntaskólann á Akureyri, sem hafa hrundið okkur út á þessa braut:“ „Björn Guðfinns- son brautryðjandi framburðarrann- sókna“ Kristján: „Björn Guðfinnsson er eiginlega sá eini, sem kannað hefur íslenzkan frambúrð ítar- lega. Á árunum 1941 til 43 ferðaðist hann um landið og kannaði framburð um tíu þús- und einstaklinga úr öllum lands- hlutum. Hann studdist að mestu við skólabörn. Hann skráði niðurstöður sínar og hafa þær síðan verið gefnar út á prenti, en því miður eru ekki til segul- bandsupptökur frá þessari rann- sókn. Þetta voru mjög nákvæm- ar rannsóknir og verulegt brautryðjandastarf, en eins og ljóst er, eru nær fjörtíu ár síðan og því miklar líkur á að fram- burðurinn hafi breytzt nokkuð síðan, en slíkt er ekki hægt að fullyrða án vísindalegrar könn- unar. Þó hafa nokkrir aðiljar fengizt nokkuð við framburðar- rannsóknir nú á seinni árum og má þar nefna Jón Aðalstein Jónsson og Ingólf Pálmason, sem kannað hafa skaftfellskan fram- burð og Jónas B. Jónsson fyrr- verandi fræðslustjóri hefur at- hugað mál skólabarna í Reykja- vík. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á íslenzkri málfræði og íslenzku máli, en nútíðarmál- ið hefur mikið til setið á hakan- um og okkur finnst ærin ástæða til að kanna það einnig." „Könnum fram- burð, orðafar og setningaskipan“ Höskuldur: „Við fengum einn- ig styrk í fyrra, eins konar undirbúningsstyrk, og fórum þá aðeins af stað, aðallega til að reyna tilvonandi rannsóknarað- ferðir. Þar hafa nemendur í málvísindum við Háskólann ver- ið okkur mjög innan handar, hafa bæði unnið verkefni fyrir okkur og einnig verið einskonar tilraunadýr. Við munum tala við fólk, og tökum þá allt upp á segulband, og þá erum við að leita eftir framburði, orðafari og setningaskipan. Framburðar- rannsóknin skiptist að nokkru leyti í tvennt, annars vegar könnun á einstökum framburð- areinkennum og hins vegar könnun á samruna og slappmæli í samfelldu máli.“ „Dæmum fólk ekki eftir málfari“ Kristján: „Við erum ekki að prófa hverjir tali rétt eða ekki, málfræði er ekki málvöndun í sjálfri sér og við munum ekki dæma menn eftir málfari, enda erfitt að segja til um hvað sé rétt og hvað rangt. Yfirleitt eru staðbundin mállýzkueinkenni talin jafnrétthá því, sem al- mennara er. Einhver einn fram- burður þarf ekki að vera verri en einhver annar, svo lengi sem menn gera sig skiljanlega. Fræðilegt hlutverk málfræðinga er að kanna málið, ekki dæma það, en þeir geta svo að sjálf- sögðu haft sínar skoðanir á því hvað sé réttast, en það er venjulega leyndarmál. „Athugum hvort einstaklingar breyti framburði sinum“ Höskuldur: „Við ætlum ekki aðeins að kanna landshlutamál- lýzkur, heldur einnig aldurshópa og stéttir. Menn hafa oft treyst sér til að fullyrða ýmislegt um þessa hluti, án þess að hafa kannað þá nægilega vel. Ef um einhvern mun er að ræða á mállýzkum þessara hópa, ætti hann að koma fram í þessari rannsókn. Við ætlum því að tala við fólk úr öllum stéttum og sem flestum aldurshópum og leggj- um því ekki eins mikla áherzlu á Málvisindamennirnir Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason á vinnu- stofu Höskuldar í Árna- garði. skólabörnin og Björn Guðfinns- son gerði. Við munum þó einnig reyna að hafa tal af sem flestum þeim sem Björn kannaði, til að sjá hvort framburður þeirra hefur breytzt, til að kanna hvort einstaklingar breyti framburði sínum og hvórt hann breytist með kynslóðum." „Munum tala við þúsundir manna“ Kristján: „Þegar við ræðum við fólk þurfum við að fá alia til að segja sömu orðin og setn- ingarnar til að fá samanburð. Þetta er oft erfitt, því það kemur stundum fyrir að fólki er mjög illa við að tala inn á segulband, það er hrætt við að verða dæmt fyrir málfar sitt, og oft kemur það fyrir, að fólk reynir að vanda sig og talar þá annað mál, en því er tamt. Slíkt er auðvitað heldur óheppilegt fyrir rann- sóknina og helzt þyrfti að taka samtölin upp, án þess að við- mælendur okkar vissu af því. Þetta er mikil vinna og ekki séð fyrir endann á rannsókninni þó að hún sé að hefjast. Við þurfum að fara um allt landið og helzt þyrftum við að tala við þúsundir manna. Það má því reikna með, að þetta taki nokkuð langan tíma.“ „Aukinn áhugi á nútímamálinu“ Höskuldur: „Við erum auðvit- að mjög ánægðir með að hafa hlotið þennan styrk, það sýnir að vaxandi áhugi er á þessum athugunum. Ymsir aðiljar hafa sýnt þessum málum áhuga, með- al annarra fræðslustjórinn í Reykjavík, Kristján J. Gunn- arsson, og væntanlega má notast við niðurstöður rannsóknarinnar við kennslu og ýmislegt af því taginu." H.G. EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GI.YSINGA- SÍMINN EK: 22480 Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.