Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 3 ^lrj Hvaða bækur ættum við að v | r lesa í sumarleyfinu? 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson. A rölti mínu um aðskiljanlegar bókabúðir að kíkja eftir hugnan- legri sumarleyfislesingu rakst ég á þessa bók, sem ég man að ég las á gelgjuskeiði, nánast fyrir luktum dyrum. Sú kynslóð, sem er að vaxa úr grasi hefur vænt- anlega naumast hugmynd um hvað hún kom miklu róti á hugina í denn tíð og hversu makalaust djörf hún þótti. Mér lék hugur á að vita, hvaða áhrif hún skildi eftir, lesin að aldar- fjórðungi liðnum og festi því kaup á henni. Þegar byrjenda- verk (að vísu minnir mig að Sæluvika hafi verið komin á undan) fá þennan líka hljóm- grunn og undirtektir eru kröf- urnar til höfundarins við næstu bók harla þungbærar, enda leið drjúgur tími eftir að þessi bók kom að Indriði sendi frá sér Land og syni. En ekki er að orðlengja það, að mér fannst „79 af stöðinni" bera ótvíræð einkenni þessa knappa, gagnorða stíls, sem Indriði G. Þorsteinsson hefur síðan náð á æ betri tökum, og dettur nú engum lengur að orða hann við Heming- way, eins og gert var þá. Það er ýmislegt í bókinni sem manni finnst nú harla léttvægt og dramatikin doltið skondin, og sem fyrr mislíkar mér sú billega lausn, sem bókin endar á. Þar fyrir utan, að djörfu lýsingarnar í bókinni, sem saumaklúbbar tóku andköf yfir á sínum tíma verka nú eins og sunnudaga- skólabænir. Að öðru leyti fannst mér bókin standa fyrir sínu, hún er á undan sinni samtið og ruddi brautina fyrir bækur, sem síðan hafa komið út og nú er stunið yfir í saumaklúbbum. My Wicked Wicked Ways er sjálfsævisaga leikarans og glaumgosans Errol Flynn, og kom út fyrir þó nokkrum árum. Þegar ég var með kvikmynda- stjörnudelluna á barnsaldri var þó áhuginn á Errol Flynn ekki fyrir hendi hjá mér og ég man ekki eftir að hafa sótt í að sjá kvikmyndir hans. En hann var einn harðsoðnasti Hollywood- töffarinn og kvennamaðurinn í mörg ár, og eftir andlát hans hafa eins og oft er, komist ýmsar sögur á kreik um annarlega iðju hans sem njósnara á stríðsárun- um. Hvað um það er gaman að lesa ævisögu hans. Sérstaklega var ljómandi skemmtilegt að lesa um svaðilfarir hans og ævintýri þegar hann var á flakki um heiminn fyrir og um tvítugt, frásagnir hans af kynnum hans af frumstæðum þjóðflokkum víðs vegar í Asíu eru reglulega læsilegar, þótt dálítið ýkjubragð sé stundum af þeim og lýsingar hans á kvennamálum hans beri keim af kallagrobbi. Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur SS-GB eftir Len Deighton er líflegur reyfari og segir þar frá því að í febrúar 1941 hafi brezki herinn gefizt upp fyrir nazistum. Nazistar hernema England, Churchill hefur verið líflátinn og kóngurinn í dýflissu. SS-menn ráða hvarvetna Iögum og lofum. Bretar hafa búið við hernámið í níu mánuði, þegar sagan hefst. Samt er reynt að láta lífið ganga sinn gang hjá Scotland Yard, þar sem Douglas Archer, ein aðalsöguhetjan hef- ur býsna mikið frjálsræði til orða og athafna. Síðan kemur einn mektarmaður frá Berlín, standartenfuhrer Huth með skipanir frá Himmler um að hafa yfirumsjón með morðmáli sem reynist í meira lagi dular- fullt. Síðan taka atburðir að gerast og það er ljóst að mikil togstreita og valdabarátta er milli Þjóðverjanna innbyrðis og leiðir það af sér flókna atburða- rás. Reynt er að ræna Georgi 6. úr fangelsinu, en sú aðgerð misheppnast og kóngur lætur lífið ásamt fleirum. Andspyrnu- hreyfingunni er að vaxa fiskur um hrygg, en þegar bókinni lýkur er fátt sem bendir til þess að hernámi nazista muni linna á næstunni, nema því aðeins að Bandaríkjamenn komi hressi- lega til skjalanna. LEN DEIGHTON m.mrmiMwmx SS-GB 0F BWTftJN UW0t« GERMftN RUlt ý.WýíK XMW)#* Þetta er ágætis njósna- og afþreyingalesning, enda Len Deighton kunnur fyrir bækur slíkrar tegundar og hef ég raun- ar ekki lesið nema eina þeirra áður „Twinkle, Twinkle Little Spy“. Siege fjallar um sex daga umsátrið um íranska sendiráðið í London nú á útmánuðum og hafa lagt þar hönd á plóginn allmargir blaðamenn Observer, inngang skrifar rithöfundurinn John le Carré og Donald Trelford rit- stýrði bókinni. Handritið var afhent mestallt til prentunar tveimur dögum eftir að ræningj- arnir höfðu verið yfirbugaðir og síðustu köflum hennar var lokið aðeins viku síðar. Höfundar nutu aðstoðar margra gíslanna við samningu bókarinnar, til að gera því skil hvernig andrúmsloftið var innan veggja sendiráðsins þessa sex örlagaþrungnu daga. Gerð er grein fyrir hverjum og einum gíslanna og lýst fram- komu þeirra og viðbrögðum meðan martröðin stóð yfir. Og það kemur fram, að flestir gísl- anna hafi fullt eins vel átt von á því, að ræningjarnir, sem voru arabískir íranir frá Khuzestan, myndu skjóta þá alla niður. Bókin er kunnáttusamlega skrif- uð og áhrifamáttur hennar ligg- ur fyrst og fremst í því, að lesandi gerir sér grein fyrir, að hann er hér ekki að lesa saminn reyfara, heldur frásögn af raun- verulegum atburðum. Dr. Þór Jakobsson: Alþjóðlegt vísinda- þing um dulræn efni INNAN tíðar verður haldið í Reykjavík vísindaþing, sem marg- ir Islendingar ættu að hafa áhuga á. Er hér um að ræða alþjóðlegt þing sérfræðinga í rannsóknum dulrænna fyrirbæra (Parapsycho- logical Association). Eru slíkar ráðstefnur haldnar árlega, oftast í Bandaríkjunum, en fjórða hvert ár í Evrópu. Er ánægjulegt til þess að vita, að ísland hafi orðið fyrir valinu og raunar ekki óeðlilegt, þar sem áhugi á dulrænum efnum er mikill hérlendis. Þyngra vó þó, að vís- indalegar rannsóknir á þessu sviði hafa verið stundaðar undanfarin ár við Háskóla íslands. Alþjóða- þingið í ágúst er haldið á Islandi fyrir tilstilli dr. Erlends Haralds- sonar, dósents í sálfræði, og í boði félagsvísindadeildar háskólans. Sem kunnugt er, hefur margt og mikið verið rætt og ritað um efni þessi allt frá aldamótum, orð af viti og ekki af viti, og eiga Erlendur og háskóladeild hans þakkir skildar fyrir framtak, sem boðar tímamót í umræðum um dulræn efni hérlendis. „Parapsychological Associa- tion“ er félag vísindamanna, sem gerir strangar kröfur um upptöku félaga, en þess er vænst, að þeir hafi akademíska þjálfun og hafi með vísindalegum vinnubrögðum lagt eitthvað af mörkum til skiln- ings á dulrænum fyrirbærum. Félagar eru á þriðja hundrað talsins, búsettir víða um heim, og eru nær allir þeirra starfandi við háskóla eða vísindastofnanir. Félagið sjálft var fyrir allmörg- um árum tekið í allsherjarsamtök vísindafélaga í Ameríku (Ameri- can Association for the Advance- ment of Science) og var það mikilsverð viðurkenning á starf- semi dulsálarfræðinga. Þeim fer nú fjölgandi, sem sinna vísindalegum sálarrann- sóknum einvörðungu, en flestir hafa þó þann háttinn á að hafa eldri og „ráðsettari" fræðigreinar að aðalstarfi, svo sem sálfræði, líffræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði eða heimspeki. Ráðstefnan verður haldin í Há- skóla íslands 13,—16. ágúst n.k. Um það bil 60 stuttir fyrirlestrar verða haldnir um niðurstöður til- rauna og rannsókna í dulsálar- fræði. Ennfremur verða flutt nokkur erindi um vandamál og kenningar, sem um þessar mundir eru ofarlega á baugi í fræðigrein- inni. t ir t r ií r r ...........r ir r - ~ •i r i r r r ~ r n ■ r r II .! Margir þekktir vísindamenn sækja fundina og má t.d. nefna prófessorana John Beloff frá Edinborg, Ian Stevenson frá Virg- iníuháskóla í Bandaríkjunum, Gertrude Schmeidler frá New York og Martin Johnson frá Ut- rechtháskóla í Hollandi. Enn mætti nefna Karlis Osis, fram- kvæmdastjóra bandaríska sálar- rannsóknafélagsins. Ýmsir yngri menn, sem hafa látið til sín taka og ritað mikið um rannsóknir sínar í tímarit þessara fræða, munu einnig sitja þingið, en nú þegar hafa um 75 manns boðað komu sína. Má fullyrða, að aldrei fyrr hafi verið saman komið á íslandi jafnmikið vit á þessu hugðarefni alls þorra íslendinga. Eins og áður gat, hefur dr. Erlendur Haraldsson annast und- irbúning að ráðstefnunni, en hon- um til liðsinnis eru dr. Arnór Hannibalsson og undirritaður. Veitum við þeim fúslega upplýs- ingar, sem kynnu að vilja sækja ráðstefnuna. írland: Þingmaður ákærir lögregluna fyrir morð Belfaxt 25. júli. ÍRSKUR þingmaður. Gerry Fitt, ákærði i dag irsku lögregluna fyrir „skyndiaftöku án dóms og Iaga“ á 16 ára gömlum pilti, Michael McCartan. Lögreglan skaut hann til bana i Belfast er hann var að mála slagorð irska lýðveldishersins á vegg i borg- inni. Fitt er úr lýðræðis- og verka- mannaflokknum sem er róm- versk-kaþólskur flokkur. Hann sagði að dauði drengsins myndi hafa í för með sér nöturlegar afleiðingar fyrir fjölda manna sem alls ekki væru undir það búnir að kljást við IRA. Hann sagði einnig að lögreglan hefði ekki séð það sem drengurinn málaði á vegginn áður en hún skaut hann. Hún hefði hins vegar haldið að pensillinn væri byssa. Lögreglan segist hafa kallað tvisvar til drengsins sem ekki hefði svarað. Nokkrir vinir McCartans voru með honum er þetta gerðist og segja að lögreglan hafi aldrei yrt á hann. McCartan fékk skotið í magann og lést á sjúkrahúsi eftir skamma legu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.