Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 SKEMMDARVARGAR unnu í fyrrinótt spjöll á Austurvelli, rifu niður varnarKÍrðinKar um blómabeð <>k tröðkuðu blómin niður. I'ví miður telst það til undantekninxa ef blómin á Austurvelli fá að vera í friði um helKarnar. að því er löKreKlan tjáði Mbl. i Ka r. Flestar hcluar eru skemmdarverk unnin <>k fyrsta verk starfsmanna Karð- yrkjustjóra á mánudaKsmorKn- um er venjuleKa að laga það sem borKararnir hafa fært úr laKÍ. Ljósm. Mbl. 01. K. M. Skúli Skúlason níræður í dag SKÚLI Skúlason, elsti núlifandi blaðamaður landsins, er níræður í daK- Hann er fæddur að Odda á Rangárvöllum, 27. júlí 1890, sonur Jkúla Skúlasonar prófasts og Sig- ríðar Helgadóttur, konu hans. Skúli varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1910, en lagði síðan stund á náttúrufræði, aðallega jarðfræði, við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann var skrif- ari í íslensku stjórnardeildinni í Höfn á árunum 1912—1914 og þá jafnframt fréttaritari Morgun- blaðsins. Árið 1915 kom Skúli heim og dvaldist í Odda til 1918. Vann hann þau ár m.a. við mælingu túna í Rangárvallasýslu á sumr- um. En haustið 1918 gerðist hann blaðamaður við Morgunblaðið og starfaði þar til ársloka 1923. Árið 1924 var Skúli svo forstöðumaður Fréttastofu Blaðamannafélagsins um tíma, en fluttist seint á því ári til Noregs og átti þar heima til 1927. Starfaði hann þar að blaða- mennsku, einkum við Dagbladet í Oslo og Bergens Tidende, en skrif- aði einnig talsvert í Vísi. Árið 1928 gerðist Skúli með- stofnandi vikublaðsins Fálkans og var ritstjóri blaðsins til 1960. Einnig var hann um tima frétta- ritari fyrir erlend blöð, m.a. Poli- tiken og The Times. Skúli fluttist aftur til Noregs 1936 og átti þar heima síðan, nema á stríðsárunum, er hann dvaldi hér á landi. Ritstýrði hann Fálk- anum frá Noregi og vann auk þess fyrir norsk, sænsk og íslensk blöð. M.a. skrifaði hann í mörg ár Fréttabréf frá Noregi, sem birtust í Morgunblaðinu. Skúli Skúlason átti um tíma sæti í stjórn Blaðamannafélags íslands og var m.a. formaður þess. Ennfremur átti hann sæti í stjórn Ferðafélags íslands í mörg ár. Hefur Skúli verið kjörinn heiðurs- félagi þeirra beggja. Þá var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar 1965 og nú nýlega stór- riddarakrossi. Einnig hefur hann verið sæmdur Frelsiskrossi Há- konar konungs VII fyrir frábær störf í þágu Noregs á stríðsárun- um. Skúli hefur verið mjög afkasta- mikill blaðamaður, en auk þess komið út eftir hann ritgerðasafn um íslensk málefni á dönsku, norsku og sænsku, rit um Lýðveld- ið ísland á norsku og eina Árbók Gas 09 grillvörur Sælgætisinnflutningurinn: Gífurleg aukning varð fyrstu 5 mánuði ársins Suöurlandsbraut 4 srni 38125 Ráðherrar deila um stjórnskipunarrétt AF UMMÆLUM Ólafs Jóhann- essonar i Tímanum í gær er greinilegt. að innan rikisstjórn- arinnar er risin deila um for- ræði hans sem utanríkisráð- herra á fyrirhuguðum fram- kvæmdum i Helguvik, en þar er ráðgert að reisa tólf eldsneytis- geyma fyrir Keflavikurflugvöll. í Þjóðviljanum á föstudag segir Svavar Gestsson félags- málaráðherra að á ríkisstjórn- arfundi s.l. fimmtudag hafi ráð- herrar Alþýðubandalagsins mót- mælt því kröftuglega, „að fyrir- hugaðar væru framkvæmdir á vegum eins ráðuneytis upp á tugi milljarða án þess að um málið væri fjallað í ríkisstjórninni í heild...“ í Morgunblaðinu á föstudag segir Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra: „Þessi mál heyra undir utanríkisráðherra, en þeg- ar um svo stórfelldar fram- kvæmdir er að ræða, snerta þær allar áætlanir varðandi fjárfest- ingar og efnahagsmál og þess vegna hlýtur ríkisstjórnin að verða að fjalla um þær.“ í Tímanum á laugardag er Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra spurður að því, hvort það sé ríkisstjórnin eða utan- ríkisráðherra, sem veiti leyfi til þessara framkvæmda. Utanrík- isráðherra svarar: „Það er utan- ríkisráðherra. Ákvörðunarvaldið er hjá honum, það eru hreinar línur með það. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald, nema í undantekningatilfellum. Hitt er annað mál, að um slík mál getur verið rætt í ríkisstjórn." I stjórnskipunarrétti eru mörkin ekki aíltaf talin glögg milli þess, hvaða mál eru alfarið á valdi einstaks ráðherra og hvaða mál ríkisstjórnin fjallar um eins og nefnd. Eins og ráða má af ummælum utanríkisráð- herra í Tímanum er meginreglan sú, að ráðherra hafi úrslitavald á verkefnasviði sínu. Aðrir ráð- herrar virðast hins vegar ekki vilja sætta sig við að sú regla gildi í því tilviki, sem hér um ræðir. FRÁ þvi að innflutningshöftum var aflétt af sælgæti hefur, eins og vænta mátti, veruleg aukning átt sér stað i innflutningi á sælgæti. Er nú svo komið, að fyrstu fimm mánuði þessa árs er innflutningur sælgætis meiri í tonnum en hann var allt árið 1979, segir m.a. í greinargerð Verzlunarráðs íslands um fram- leiðslu og innflutning á sælgæti. Þá segir: Þetta ástand verður að teljast afar óeðlilegt og getur varla varað lengi. Af skiljanlegum ástæðum bera framleiðendur ugg í brjósti vegna þessarar þróunar. Eru af þessum sökum þegar farn- ar að heyrast háværar raddir um nýjar verndaraðgerðir. Hlutdeild íslenzkrar framleiðslu í heildarframleiðslu fyrir íslenzk- an markað hefur yfirleitt verið á bilinu 80—90% mælt í magni og t.d. má nefna að hlutdeildin var hin sama árið 1969 og 1979. í greinargerð Verzlunarráðsins eru leidd að því ýmis rök, að aðeins sé um tímabundið ástand að ræða og úr muni rætast, og innan skamms tíma myndaðist jafnvægisástand og innflutningur- inn nam um 30% af heildarsöl- unni. Sjónvarpið: Ólympíuefni í 7 Vi klst. SJÓNVARPINU hefur þegar bor- izt mikið efni frá ólympíuleikun- um í Moskvu. Sjónvarpsefnið kemur frá Eurovision en sovézka og danska sjónvarpið hafa séð um upptökur. Útsendingar sjónvarpsins hefj- ast að nýju á föstudaginn eftir sumarfrí. Myndir frá Ólympíu- leikunum verða það efni sem mest rúm fær í dagskránni fyrstu daga ágúst. Fyrstu þrjá dagana, föstu- dag, laugardag og sunnudag verð- nr t H nlvmnínpfni svnt. í SIÖ OCT hálfa klukkustund, þar af fjórar og hálfa klukkustund á laugardag- inn. Myndir frá setningarathöfn- inni verða fyrst á dagskrá á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.