Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 41 Stoltur faðir + Það mun eflaust margir eftir hljómsveitarstjóranum Kurt Herbert Adler sem stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveit íslands þegar Pavar- otti song fyrir Islendinga. Er Adler var nýkominn til landsins ól kona hans honum stúlkubarn. Það mun hafa gengið nokkuð erfiðlega að halda honum hér á landi eftir það því hann vildi óður og uppvægur komast til sinn- ar heittelskuðu og hinnar nýfæddu dóttur sinnar. Dótt- urinni var síðar gefið nafnið Sabína og íslenska nafnið Sif, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Meðfylgjandi mynd af fjöl- skyldunni birtist nýlega í erlendu tímariti. Hinn stolti 75 ára faðir heldur hér á dóttur sinni en við hlið þeirra stendur móðirin, Nancy, sem er 35 ára. Sabína Sif er fyrsta barn hjónanna en þau hafa verið gift í 15 ár. Adler á son frá fyrra hjónabandi og hafði hann eignast erfingja nokkrum dögum áður en Sabína Sif fæddist. Björgvin Halldórsson í alþjóðlega söngvakeppni ÁKVEÐIÐ hefur verið að söngvarinn Björgvin Halldórs- son verði meðal keppenda i alþjóðlegri söngvakeppni sem haldin verður i Castlebar á írlandi 6.—11. október næst- komandi. Björgvin syngur þar lagið Skýið sem er að finna á sóióplötu hans, „Ég syng fyrir þig“, með texta Vilhjálms heit- ins Vilhjálmssonar. Það hefur nú fengið enskan texta Jóhanns Helgasonar og heitir nú „Maid- en of the Morning“. Söngvakeppnin í Castlebar (Castlebar International Song Contest) er nú haldin í fimm- tánda skiptið. Einnig er haldin í tengslum við hana sérstök laga- keppni (Orchestral Competition) sem nú fer fram í fimmta skiptið. Lag Björgvins Halldórs- sonar, Dægurfluga, eða Bumble Bee eins og það heitir nú á ensku, verður meðal laga í þeirri keppni. Fyrstu verðlaun í söngva- keppninni eru 5.000 sterlings- pund, (5,8 milljónir ísl. kr.). Onnur verðlaun eru 2.500 pund (2,9 milljónir ísl. kr.) og þriðju 1.500 pund (1,7 milljón ísl. kr.). í lagakeppninni hlýtur höfundur besta lagsins 1.500 sterlings- pund. Áhuga- jafnt sem atvinnu- menn taka þátt í þessari söngva- keppni á írlandi. Hljómplötuútgáfan hf. sér um þátttöku Björgvins í keppninni en alls sendi útgáfan ellefu lög eftir íslendinga til dómnefndar keppninnar sem síðan valdi úr lög Björgvins. Björgvin er þessa dagana staddur erlendis við að leggja síðustu hönd á plötu sína og Ragnhildar Gísladóttur söng- konu. Sú plata er væntanleg á markaðinn í næsta mánuði. Ætti að heita islenzki barinn — segir John á enska barnum FLESTIR islenzkir Spánarfar- ar kannast við Jon á cnska barnum. beasi bar í Torremo- linos hefur um margra ára skeið verið samkomustaður þús- unda tslendinga, sem ieitað hafa til Costa del Sol sér til hrcssingar og heilsubótar. Þar er oft þétt setinn bekkurinn á kvöldin og ósjaldan óma þekkt- ir rútubilasöngvar frá ísiandi i kvöldkyrrðinni, Pálina með saumamaskinuna, karlarnir á Kútter Haraldi o.s.frv. —Það er eiginlega rangnefni að nefna barinn eftir Englandi, miklu nær er að kalla hann íslenzka barinn, sagði John í stuttu spjalli. Faðir minn stofn- aði þennan bar árið 1970 og ég byrjaði að vinna við hann árið 1972, kom beint úr viðskipta- háskóla í Kanada. Ég hef unnið hér síðan og eftir að pabbi dó fyrir þremur árum hef ég rekið barinn ásamt móður minni. En hvernig stendur á því að Enski barinn er svo vinsæll hjá tslendingum. —Þegar ég kom hingað 1972 voru íslendingar byrjaðir að hittast hérna. Það mun hafa verið Ottó Jónsson, sem þá var fararstjóri hjá Út- sýn, sem fyrstur beindi íslend- ingum hingað á barinn. Síðan hafa íslendingar verið hér alls- ráðandi og því til sönnunar má nefna að 75% af viðskiptamönn- um okkar eru íslendingar. John, sem heitir fullu nafni John Collins, lætur mjög vel af íslendingum. —Þeir eru léttir og skemmtilegir og ég hef aldrei lent í neinum vandræðum með íslendinga hér á barnum, segir John. Hann á einnig bar á Kanaríeyjum, helming á móti íslenzkri stúlku og þar er hann mánuðina nóvember til apríl en í Torremolinos er hann mánuðina april til október. —Ég kann því vel að vinna á bar en vinnan er ansi strembin, ég er hérna sjö daga í viku allt sumarið John hefur fjórum sinnum komið til íslands og hann ætlar að koma hingað í október n.k. og dvelja í hálfan mánuð. —Égætla að hitta vini mína á íslandi og fara í Hollywood, sem mér er sagt að sé bezti skemmtistaður- inn á íslandi. Ég hlakka virki- lega til að koma til íslands. Þrír heilbrigðisráðherrar + Fyrir skömmu var tekin fyrsta skóflustungan að sundlaug við Grensásdeild Borgarspitalans. Meðal viðstaddra voru núverandi og tveir fyrrverandi heilbrigðisráðherrar landsins. Magnús Kjartansson (lengst til vinstri) gegndi embætti heilbrigðisráðherra á árunum 1971 — 1974, Eggert G. Þorsteinsson (lengst til hægri) gegndi embættinu á árunum 1965—1971 og Svavar Gestsson (i miðjunni) tók við embættinu i ár. Doktor í málvísindum + Guðrún Kvaran lauk dokt- orsprófi í málvísindum við háskólann i Göttingen, George-August Universitat, 16. júli sl. Guðrún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, en lauk síðan kandidats- prófi í ísjenzkum fræðum frá Háskóla íslands haustið 1969. Fór hún þá til framhaldsnáms til Göttingen og lagði þar stund á samanburðarmál- fræði, auk annarra skyldra fræðigreina. Árin 1975—1977 starfaði hún jafnframt fyrir vísindaakademíuna í Mainz og tók saman heimildarskrána „Die Zuflusse zur Nord- und Ostsee von der Ems bis zur Trave", sem út var gefin í ritröðinni „Hydronymia Ger- rnaniae" í Wiesbaden árið 1979. Þessi heimildarskrá varð síðan undirstaða doktorsrit- gerðarinnar, sem fjallar um fljóta- og vatnanöfn í Slésvík- Holstein og á Jótlandi, aldur þeirra og uppruna og mögu- leika á að ákvarða elztu heim- kynni Norður- og Vestur- Germana. Heiti ritgerðarinnar er: „Untersuchungen zu den Ge- wassernamen in Jútland und Schleswig-Holstein." Dr. Guðrún hefur starfað sem sérfræðingur við Orðabók Háskólans frá árinu 1977. Hún er gift dr. Jakob Yngvasyni eðlisfræðingi og eiga þau einn son. Guðrún Kvarau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.