Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
13
Flestir voru hvíldinni fegnir, er náö var upp í Almenningaskarð á leiö til Látravíkur. i bak má sjá Skófnaberg og
Forvaói. Skarðió á milli er ýmist nefnt Forvaöisskarð eóa Fárviörisskarö.
Hann heitir Ásbjörn, er Sigurósson
og varó sjö ára daginn sem við
gengum f Látravík. í Innstadal
fundum við þennan hrossagauks-
unga og haföi Ási nokkrar áhyggjur
af velferö hans.
Frá brún Forvaös blasti vió þetta fagra útsýni. i Látravíkinni má sjá vitann
og tilheyrandi byggingar. Þar á bak við skagar öxin fram í sjó og ber hún
heiti af axarmynduóu lagi sínu. Þar yfir Axarfjall.
Nokkuð var dregió af mannskapnum um kvöldió, en enginn lát bilbug á sér finna. Fremstur á myndinni er Stefán Teitsson Akranesi, þá Guórún
Jóhannsdóttir Akranesi og fyrir aftan hana Fríða Lárusdóttir, einnig frá Akranesi.
áfangastað að Horni í Hornvík um
klukkan hálf níu að morgni, eftir
fimm tíma siglingu, en að Horni
hafði hópurinn fengið að láni
svonefnt Stígshús til sólarhrings-
dvalar.
Á Horn-
bjargsbrún
Eftir nokkurra klukkustunda
hvíld var haldið í gönguferð upp á
Hornbjarg. Farið var upp hlíðina
fyrir ofan Hornbæina, inn Miðdal
og komið á brún þverhnípts
bjargsins eftir rúmlega einnar
klukkustundar gang, sem ekki
reyndist erfiður, enda enginn far-
angur meðferðis. Veður var fagurt
og útsýnið stórkostlegt — þó varð
ekki komist hjá þeirri hugsun, er
staðið var á bjargbrúninni, að
varhugavert væri að spranga þar
um í þoku eða slæmu skyggni.
Jörundur trónaði á hægri hönd en
Miðfell á vinstri. Mikið fuglalíf er
í bjarginu og sambýlishættir, at-
ferli og sér í lagi fjöldi íbúa
bjargsins drógu óneitanlega að sér
óskipta athygli gesta.
Snemma var gengið til náða í
Stígshúsi þetta kvöldið, því erfið-
ur dagur var framundan og ekki
lengur hjá því komist að axla
þungar byrðar farangurs og vista.
Áður höfðu þó hjónin Hulda
Eggertsdóttir og Þorkell Sig-
mundsson í Frímannshúsi, sem er
við hlið Stígshúss að Horni, verið
heimsótt og verður viðtal við þau
birt sérstaklega síðar, en þau voru
síðustu ábúendur í Hornvík.
Á hádegi sunnudags voru byrð-
arnar axlaðar í sól og blíðu og
haldið af stað frá Hornbæjum upp
Innstadal í átt að Látravík. Eftir
örstuttan gang með þunga bak-
pokana var ekki laust við að sumir
örvæntu um framhald ferðarinn-
ar, en í neðri hlíðum Innstadals
var byrðum létt af öxlum ferða-
langa og hafurtaskið skilið þar
eftir því ákveðið var að fara sömu
leið til baka og þaðan í átt að
næsta næturdvalarstað, sem var
Höfn í Hornvík. Menn voru létt-
stígir fyrst eftir að byrðum var
létt af, en hægðu þó á sér, er
komið var í efstu hlíðar Innsta-
dals og blésu menn vel úr nös,
enda hiti mikill, er náð var upp í
Almenningaskarð og komið á brú
Forvaðs. Þó hafði oft verið gert
stanz á leiðinni til að kasta
mæðinni.
Ein fallegasta
gönguleiðin
Þreytan gleymdist þó fljótt, er
fyrir augu bar útsýnið af bjarginu,
því víðsýnt var og heiðskírt. Geng-
ið var eftir bjargbrúninni og lá
leið nú öll niður í móti. Að sögn
fararstjórans er þetta ein falleg-
asta gönguleiðin þarna í norðri, en
skilyrði, að heiðskírt sé til að þess
verði notið. Framundan blasti við
Látravíkin og Fjalirnar. öxin,
Axarbjarg og Axarfjall voru tign-
arleg ásýndar og voru ferðalangar
léttstígir síðasta spölinn að Látra-
vík, en gangan þangað frá Horn-
bæjum hafði þá tekið nærfellt
þrjár klukkustundir.
Jóhann vitavörður Pétursson í
Hornbjargsvita tók á móti hópn-
um eins og hann er sagður taka á
móti öllum gestum, þ.e. með því að
bjóða öllum til bæjar upp á kaffi
og meðlæti meðan birgðir endast.
Jóhann sagði að um 200 manns
hefðu heimsótt hann það sem af
var júlímánaðar sem væri venju-
leg tala, en aðeins hefðu komið
örfáir í júnímánuði og væri það
óvenjulegt. Hann hafði þó skýr-
ingar á reiðum höndum, s.s. for-
setakosningar o.fl. Viðtal við Jó-
hann verður birt í blaðinu síðar.
Hópurinn dvaldi í góðu yfirlæti
hjá Jóhanni á aðra klukkustund
og hélt síðan endurnærður sömu
leið til baka. Er við lögðum úr
hlaði birtist átta manna hópur á
vegum ferðaskrifstofu Dick Phil-
ips í hlaði og fékk hann sömu góðu
móttökurnar og við höfðum notið
nokkru fyrr.
Klifur eða
kalt sjóbað
Nú lá leiðin á brattann, en
þegar hér var komið hafði hópur-
inn hlotið nokkra þjálfun, sem
kom fram í færri hvíldartímum og
að nokkru hraðara var farið yfir.
Er komið var að farangrinum í
Innstadal var á ný hlaðið á
mannskapinn og haldið inn Horn-
vík að Skipaklettum, en þá leið
verður að fara á fjöru. Nokkuð
vorum við sein fyrir þannig að
fljótlega komum við að torfæru og
var þar um tvennt að velja, annað
hvort að. demba sér í kaldan
sjóinn, sem náði flestum í mitti,
eða klífa þverhnípta klettana. Var
það ráð tekið að handlanga far-
angurinn yfir klettana og láta þá,
er treystu sér til þess, klífa, en
hinir fengu kalt sjóbað, sem eng-
um varð þó meint af.
Nú lá gönguleiðin eftir sendinni
fjöru inn að Hafnarós, en til að
komast yfir hann þarf að ganga
nokkuð langa Ieið inn með ósnum
að vaði, sem er skammt frá Kýrá.
Vað þetta er merkt með stöngum
og ætti því að vera auðvelt að
finna það. Ekki var vaðið tiltakan-
lega djúpt, en náði þó vel upp fyrir
mið læri á meðalmanneskju þar
sem það var dýpst. Þegar lagt var
út í klukkan u.þ.b. níu að kvöldi
voru margir orðnir slæptir og
þreyttir eftir erfiði dagsins. Þeir
hraustustu tóku að sér að bera
börn, farangur og þreytta sam-
ferðamenn yfir, en sökum sand-
bleytu varð mönnum vart stætt
með slíkar byrðar og urðu nokkrir
sem af sundi dregnir, er í land var
komið.
Er tekist hafði að heimta alla í
land var enn á ný haldið af stað og
gengið yfir Háumela, sem eru
hrjóstugir sandmelar. Komið var
að slysavarnarskýlinu í Höfn um
klukkan tíu um kvöldið, en það er
gamalt íbúðarhús, sem Sumarliði
Betúelsson, síðasti ábúandi í
Höfn, smíðaði með eigin handafli
og við erfiðar aðstæður. Voru það
þreyttir ferðamenn sem drifu
tjöldin upp, rifu af sér blautan
fatnað, gleyptu í sig matarbita og
tróðu sér í svefnpokana. Sagan
segir, að sumir hafi orðið undr-
andi, er þeir vöknuðu daginn eftir
og sáu hvar þeir höfðu valið sér
tjaldstæði, en allir sváfu þó sem
steinar og vöknuðu endurnærðir
að morgni, enda löng og erfið
gönguleið sem beið þeirra, þ.e. frá
Höfn, fyrir Tröllakamb, yfir Atla-
skarð, niður Skálakamb að Búðum
í Hlöðuvík.