Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 37 hlutafjár er skattfrjáls, en allt það sem þar er umfram er skattskylt hjá hlutafélagi. — Hinsvegar er samvinnufélagi heimilað að greiða 36Vi% vexti af stofnsjóði og er slík greiðsla skattfrjáls hjá samvinnufélag- inu! 2. Hlutafjáraður er skattfrjáls upp að kr. 250 þús., en ef arður er hærri en 10% er allt það sem þar er umfram skattskylt hjá hluthafa. — Hinsvegar eru 36 Vé % vextir „eiganda" stofn- sjóðs í samvinnufélagi skatt- frjálsir! 3. Hlutafjáreign einstaklinga í hlutafélagi er eignaskattskyld hjá hluthafa. — Hinsvegar er stofnsjóðs-„eign“ félagsmanns í samvinnufélagi eignarskatts- frjáls! Og er þar allt í einu komin í dagsljósið staðfesting löggjafans á eðli þessarar „eignar" félagsmannsins, — en samvinnufélagið sleppur engu að síður einnig við þennan eignarskatt (að sjálfsögðu!) Ef H. Kr. vildi vekja athygli á fleiri skattfríðindafyrirbærum samvinnufélaga, þá verður það að teljast þakkarvert. En þetta fer nú raunar að verða nokkuð löng upptalning fyrir þig að birta, Velvakandi góður! • Á að banna fríðindin? H. Kr. spyr hvort undirritað- ur vilji banna þessi fríðindi sam- vinnufélaga. — Því fer víðs fjarri! — ég vil endilega að samvinnufé- lög haldi öllum sínum fríðindum alveg óskertum, nóg er nú skatt- píningin samt! — En ég vil jafnframt að fundin sé leið til þess að losa önnur rekstrarform við þrefalda skattpíningu á við sam- vinnufélögin. — En sjái hin al- vitru yfirvöld íslands ekki leið til að ná þessu marki — hvað er þá til ráða? — Væri þá kannski eina færa leiðin, eftir allt saman, að láta samvinnufélög einfaldlega greiða skatta eins og önnur rekstrarform á íslandi? Ég skrifa þér aftur seinna Velvakandi góður, útaf málefninu „norðanvörur — sunnanvörur — það er ekki nærri útrætt mál. — Ég ætla þó að hinkra aðeins við, hvort H. Kr. eða aðrir ranka eitthvað við sér í þessu efni. — En ég hef orðið var við að málefnið hefur orðið umræðuefni og ihug- unarefni fólks hérna „fyrir sunn- an“, en mig skortir fregnir af viðbrögðum „fyrir norðan". Með beztu kveðjum. Þessir hringdu . . • Hæpin auglýsing „óstundvís“ hringdi og kvartaði yfir biluðum auglýsinga- klukkum við búðir úrsmiða. — Þetta getur komið sér bölvanlega fyrir mann stundum, ef tíminn er nærri því að vera í samræmi við það sem þessar maskinur sýna. Ég geng oft um Skólavörðustíginn, þar er ein svona, og önnur niðri á Hverfisgötu. Mér finnst þetta nú vera í meira lagi hæpin auglýsing fyrir viðkomandi fyrirtæki. • Hrein ósvifni Tónlistarunnandi hringdi og sagðist vilja taka af öllum mætti undir kvörtun K.J. í Velvakanda- þættinum á miðvikudag fyrir mis- notkun tískuverslana á tón- listarflutningi . — Þetta er ekkert annað en hrein ósvífni að hella svona glymjandi yfir saklausa vegfarendur, jafnvel sæmilegasta tónlist þolir ekki svona meðferð og verður óþægileg í eyrum. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Lettlands í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Shuravlevs, sem hafði hvítt og átti leik, og Voitkevichs. 41. Bxe5+! - Dxe5 (41. ... - f6 væri mögulegt að svara með 42. Bxf6+ — Dxf6, 43. Re8+ eða 42 ... Kxf6, 43. Dxh8+), 42. Dxh8+ - Kxh8, 43. Rxf7+ - Kg7, 44. Rxe5 - Rc5, 45. Rc6 - Rxa4, 46. Kd2 og svartur gafst upp. • Botninn var fyrripartur Laufey Júliusdóttir Hólm- garði 60, hringdi og leiðrétti mis- skilning hjá Velvakanda í gær. Þá birtist vísubotn við fyrripart sem Óli Þórðarson hjá Úmferðarráði var sagður hafa varpað til hlust- enda. Hið rétta er að fyrripartur þessi var raunar alls enginn fyrri- partur, heldur botn á vísu sem Laufey Júlíusdóttir hringdi til Óla í miðstöð hans um verslunar- mannahelgina. Vísan er svona: Við akulum muna þetta þrennt. þettnarnir aA sér gæti: btllinn I lagi. beltin spennt, börnin i aitursœti. HÖGNI HREKKVÍSI „þRTTA M08 RÞ5TAOM iOO.OOO.. ..O<x þA-0 fifeÓFLfifiA 'AJGtlAO..- Atvinnulaus- um fjölgar SAMKVÆMT þeim tölum. sem nú liggja fyrir um skráningu atvinnulausra um land allt hinn 31. júli sl., var fjöldi þeirra sem skráðir voru atvinnulausir sam- tals 544, — 158 karlar og 386 konur. Svarar þetta til þess að um 0,5% af mannafla sé skráður atvinnulaus. Hér er um nokkra fjölgun at- vinnulausra að ræða frá næstu skráningu á undan eða um 257 manns. Mest er aukning atvinnu- leysis meðal kvenna, en skráðum atvinnulausum konum hefur fjölg- að, miðað við síðustu skráningu, um 220. Hins vegar eru skráðir karlar aðeins 31 fleiri. Ástæðurnar til þessarar aukn- ingar er eingöngu að rekja til rekstrarstöðvunar frystihúsa víðs- vegar um land en mörg þeirra voru lokuð hluta af júlímánuði vegna sumarleyfa starfsfólks. Það starfsfólk frystihúsanna, sem áður hafði lokið sumarleyfi sínu og ekki fékk vinnu við önnur störf, hefur af eðlilegum ástæðum látið skrá sig atvinnulaust. Sama gildir um lausráðið fólk og þá sem áformuðu að taka orlof á öðrum tíma. Þá voru nokkur frystihús lokuð vegna hráefnisskorts, eða að ekki þótti hagkvæmt að vinna þann afla sem í boði var. í þessu sambandi má geta þess að sölur togara á afla erlendis voru með meira móti í júlímánuði, en alls munu togarar hafa selt 56 sinnum erlendis í mánuðinum. Eftir landshlutum skiptist skráð atvinnuleysi 31. júlí 1980 þannig: (Svigatölur er frá 30. júní 1980): Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Reykjanes Samtals Skráðir atvinnuleysisdagar í júlímánuði voru 7.239 á móti 3.610 í júní. Það er aukning um 3.629 atvinnuleysisdaga á landinu öllu. — Athygli skal vakin á því að þessar tölur eru ekki sambæri- legar við niðurstöðu skráningar síðasta dag mánaðarins. Hins veg- ar gefa þær gleggri mynd af raunverulegu atvinnuástandi í mánuðinum í heild. (Fréttatilkynning.) Landbúnaðar- ráðuneytið: Lítið til af I. verðflokki dilkakjöts i Reykjavik í FRÉTTATILKYNNINGU frá Landhúnaðarráðuncytinu, sem blaðinu barst i gær, er tekið fram. að litið muni nú vera til af I. verðflokki dilkakjöts á Reykja- vikursvæðinu, en á hinn bóginn nóg af II. og III. verðflokki og kjöti af fullorðnu. Þá segir í fréttatilkynningunni, að ekki liggi enn fyrir skýrsla um kjötbirgðir í landinu 1. ágúst s.l., en 1. júlí voru hins vegar óseld 1997 tonn af dilkakjöti eða sem svarar þriggja mánaða meðal- neyslu á þessu ári. Af þessum kjötbirgðum voru 1046 tonn af 1. verðflokki en 951 tonn af II. og III. verðflokki. Allt dilkakjöt í I., II. og •III. verðflokki lækkaði þann 5. ágúst sl. í verði vegna aukinna niðurgreiðslna um 250 krónur hvert kíló og kjöt af fullorðnu hlutfallslega. 139 (160) 70 ( 8) 14 ( 3) 79 ( 44) 104 ( 45) 50 ( 4) 41 ( 13) 47 ( 10) 544 (287) Fjörutíu ár frá hernámi Iceland Review minnist þess sérstaklega í nýju hefti NYTT hefti Iceland Review kom út fyrir skemmstu. Með greinum og myndum er þess minnst að í ár eru liðin 40 ár frá hernámi íslands. Birt er grein, sem Pétur Ólafsson skrif- aði í Morgunblaðið daginn eftir hernámið, Björn Bjarnason skrifar um þær breytingar, sem urðu á alþjóðlegri stöðu landsins við þessa atburði — og Björn Tryggvason á þarna grein um Reykjavíkurflugvöll og það hlutverk, sem völlurinn gegndi í stríðsmyndinni. Þá er og fjallað um brezku hermennina — og talað við nokkra, sem ílentust hér og búa enn á íslandi. Myndaefni frá þessum tíma er eftir Þorstein Jósepsson, Svavar Hjaltested, Ólaf K. Magnússon, og frá The Imperial War Museum í London. Þá er og í þessu hefti sagt frá kvikmyndinni Land og synir og fjðlmargar litmyndir úr kvikmynd- inni. Bandarískur ljósmyndari/ blaðamaður, Randy Hyman, fylgir Hjálparsveit skáta í jöklaferð — og svissneskur ljósmyndari, Max Schmid, á hér myndröð af íslenzkri náttúru. Listaverkin í Hótel Holti og Þorvaldur Guðmundsson eru tilefni sérstakrar umfjöllunar. Myndirnar eru teknar af Guðmundi Ingólfs- syni, en texti eftir Aðalstein Ing- ólfsson. Of margir læknar fyrir heilbrigð- isþjónustuna er grein, sem Sonja Diego á í þessu hefti, Árni Björns- son skrifar um Jónsmessunótt og Krossmessu á hausti í íslenzkri þjóðtrú — og Bill Holm, vesturís- lenzkt skáld, ræðir um áhuga ís- lendinga, jafnt hér sem vestan hafs, á ættfræði. Ritstjóri og útgefandi er Harald- ur J. Hamar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.