Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST. I980
2Hov]junIiTníní> á gönguleiðum Hornstranda
Texti: Fríöa Proppé Myndir: Greinarhöfundur og Matthías G. Pétursson
„Yandfundið
í veröldinni“
„ísland er fagurt land
með óspillta náttúru og
ég vona aö það fari ekki
fyrir því eins og öðrum
löndum. Þetta landsvæði
hér á Hornströndum er
einstakt að þessu leyti —
annað eins er vandfundið
í veröldinni. Þið verðið að
varðveita það.“ Þessi orð lét Eng-
lendingurinn Paul Stevens falla, er
blaðamaður Mbl. hitti hann og ferða-
félaga hans að Hornbjargsvita í
Látravík á Hornströndum sunnudag-
inn 27. júlí sl. Ferðafélagar hans voru
frá Bretlandi, Skotlandi og Kanada
og áttu varla nógsamlega sterk
lýsingarorð til að lýsa hrifningu sinni,
enda skartaöi náttúran sínu fegursta
í blíöskaparveðri.
Að sögn Jóhanns vitavarðar á
Hornbjargsvita og Hjalta Hjaltasonar
skipstjóra Fagraness, sem annast
áætlunarferðir til Hornstranda, hefur
ferðamannastraumur verið mikill til
Hornstranda sl. sumur. Útlendingar
hafa síöustu árin verið í meirihluta,
en í sumar hefur þetta snúizt við og
landinn náð miklum meirihluta.
En hvaö er það, sem gerir Horn-
strandir svo eftirsóknarverðar?
Landslag er með því fjölbreyttasta
sem gerist, þverhnípt björg með yztu
ströndum, hrjóstrugt fjalllendi, bratt-
ar hlíöar og inn úr víkum láglendi,
sem þröngur fjallahringur veitir skjól
fyrir öðrum áttum en þeirri, sem
stendur beint inn víkurnar. Dýralíf er
fjölbreytt og má þar fyrstan telja
fuglinn, sem skiptir milljónum og
viðheldur stofni sínum á þröngum
syllum í snarbröttum björgunum, en
býr þar við mikil þrengsli, þrátt fyrir
víðáttu bjargsins. Regla og skipulag í
þessari þröngu byggð er þó undra-
gott og áreiðanlega mörgum öðrum
þéttbýlisbúum til eftirbreytni. Margar
fuglategundir, aðrar en
sjófugl, eiga sér einnig
friðland á Hornströndum.
Þá hefur silungur verið
mikill í ám og vötnum, en
því miöur virðist óvenju
lítið af honum þetta áriö
og óttast sumir um afdrif
hans. Selur er algengur
gestur á klettóttum ströndum og
strendurnar, klettóttar og sendnar á
víxl, eru hlaðnar rekaviði og öðru
sem hafiö skilar af sér.
Sökum hálendis og stöðu landsins
lengst í norðri á gróðurfar í höggi við
mislynd náttúruöfl, en athygli vekur
hvönnin, sem virðist setja sig niður á
ólíklegustu stööum. Hálendiö er víöa
mosavaxiö og lynggróöur í hlíðum og
góð berjalönd eru víða. Trjágróður er
ekki mikill, en menn gera sér vonir
um að hann geti komiö þar til með
tímanum.
Margt er því að sjá á Hornströnd-
um, sem ekki ber fyrir augu bæjar-
og borgarbúa á hverjum degi, en
mörgum vex í augum að leggja upp í
Hornstrandaferð því eftir aö þangaö
er komiö verður ferðalangur að
treysta á veðurguðina og sjálfan sig,
bæði hvað björg og aðbúnað snertir. •
Ekki veröur komizt um landsvæöið
nema fótgangandi eða á sjó með
ströndum, en sjóferð ein sér gefur
aöeins hluta af heildarmynd Horn-
stranda. Ekki sakar fyrir feröalang,
sem leggur í Hornstrandaferð, að
bæta inn í myndina smáinnsýn í sögu
þeirra, er þennan afskekkta staö
byggðu og baráttu þeirra við óblíö
náttúruöflin, en byggð lagðist endan-
lega niður á Hornströndum í byrjun
sjötta áratugarins.
Mbl. bauðst að taka þátt í ellefu
daga gönguferð um Hornstrandir og
verður í dag og næstu daga sagt frá
ferð þessari í máli og myndum.
þið verðið
að varð-
veita það
<■
Á brún Hornbjargs. Jörundur trónar sam útvörður afst i myndinni.
Við Skipakletta var byrjað að flssöa að og var um tvennt að velja, klífa
klettana eða fi sir sjðbað. Uppi í klettunum i miðri mynd er Guðmundur
Samúelsson, Akranesi, ( vinstra horninu niðri Hratnhildur Samúelsdðttir,
Hnífsdal. Krakkarnir i myndinni heita Sigga og Jðhann.
Hópurinn í ferð þessari taldi 17
manns og voru samferðamenn á
ýmsum aldri — sá yngsti varð sjö
ára í ferðinni — af báðum kynjum
og frá ýmsum stöðum á landinu.
Flestir voru í upphafi ferðar
óvanir fjallgöngum og því fyrir-
séð, að ef hópurinn næði áætlun,
sem var að ganga frá Hornbjargi
yfir í Aðalvík, væri flestum, með
sæmilega heilsu, fært að gera slíkt
hið sama. Hópurinn hafði þó mjög
góðan fararstjóra, sem er land-
vörður Náttúruverndarráðs og
þekkir gönguleiðir og landshætti
sem fingur handa sinna, en að
sögn hans má með sæmilega
góðum landakortum rata réttar
leiðir, og einnig eru allar helstu
gönguleiðir varðaðar.
Lagt var upp frá ísafirði á Erni
Í.S. 18, 20 tonna báti, aðfaranótt
laugardagsins 26. júlí s.l., en hann
hafði verið fenginn að láni til
fararinnar. Siglt var sem leið lá í
góðu veðri í lygnum sjó yfir
Isafjarðardjúp, fyrir Grænuhlíð
og Straumnes þar sem sjó gerði
fyrst ókyrran vegna strauma og
nokkrir úr hópnum þjáðust því af
hvimleiðri sjóveiki. Komið var við
í Fljótavík og vistir og klæðnaður
settur í land til að létta byrðum af
óvönu göngufólki. Áfram var síð-
an haldið sjóleiðina fyrir Kögur-
nes og Hælavíkurbjarg og komið í