Morgunblaðið - 09.08.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 09.08.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 1 5 Spánn ákveður að ganga í Atlants- hafsbandalagið Carter, forseti, t.v. og Gromyko, utanríkisráðherra, t.h., eru ekki sammála um hvaða utanríkisstefna sé Spáni fyrir bestu. Carter styður inngöngu Spánar í Atlantshafsbandalagið. Gromyko hefur sagt við Suarez, forsætisráðherra Spánar, (í miðið), að Spánn skuli halda sig utan NATO eða lítaá sig annars sem hugsanlegt skotmark sovéskra eldflauga. Risaveldin hafa gefið Spánverjum algerlega andstæöar ráðleggingar um stefnu í varnarmál- um, Jimmy Carter hefur hvatt þá til aö gerast aöilar aö Atlantshafs- bandalaginu og efla þannig sameiginlegar varnir Vesturlanda. And- rei .Gromyko, utanríkis- ráðherra, sagöi hinsvegar í haust á fyrsta fundi forystumanna ríkjanna síöan fyrir borgarastríðiö, aö þeir skyldu halda sig utan NATO eöa horfast í augu við aö vera hugsan- legt skotmark sovéskra eldflauga. Valið á milli Spænska stjórnin hefur gert upp hug sinn hvorumegin hún vill standa. Fyrir tæpum mánuöi gaf Marcellino Oreja, utanríkisráö- herra Spánar, þaö ótvírætt til kynna aö Spánverjar heföu hug á aö ganga í Atlantshafsbandalag- iö og lagöi til aö viöræöur um inngönguna yrðu hafnar á næsta ári. Spænska stjórnin hefur veriö aö velta fyrir sér inngöngunni í nær þrjú ár en hefur aldrei viljaö birta opinbera viljayfirlýsingu fyrr en nú. Þetta stafar aö hluta til af óákveöni stjórnarinnar sjálfrar, en inngangan í bandalagiö þykir hafa bæöi kosti og galla og hefur veriö mikiö rædd af stjórnmála- flokkunum. Þaö sem liöiö er af þessari öld hafa Spánverjar staðiö utan formiegra hernaðarbandalaga. Þeir tóku engan þátt í fyrri heimsstyrjöldinni og þótt þeir væru hlynntir Hitler í síöari heimsstyrjöldinni og sendu sjálf- boöaliöa á austur-vígstöövarnar, var ávallt litiö svo á aö þeir fylgdu hlutleysisstefnu. Áriö 1952 geröu þeir fyrsta varnarsamning sinn viö Bandaríkin, sem síöan var endurnýjaöur 1976, en hann mun renna út 1981. Þótt Bandaríkin hafi greinilega hagnýtt sér þennan samning gagnvart Varsjárbandalaginu, hafa Spánverjar aldrei látiö, til dæmis, kalda stríðiö til sín taka og raunar aldrei litið á sig sem þátttakendur í varnarkerfi Vest- ur-Evrópu sem heildar. Gagnstætt Þjóðverjum hefur Spánverjum heldur aidrei fundist sér beinlínis ógnaö af Sovétríkj- unum. Meö Bandaríkin sem bakhjarl og í hæfilegri fjarlægö frá Sov- étríkjunum, hafa Spánverjar því hallast aö hlutleysisstefnu, en þessi afstaöa varö enn greinilegri í einræðistíö Francos, vegna einangrunarinnar sem fylgdi stjórn hans. Stjórn Spánar hefur þess í staö átt meiri samskipti viö þjóöir Rómönsku-Ameríku og Miö-Austurlanda og síöan Franco lést hafa bæöi konungur- inn, Juan Carlos, og forsætisráö- herrann, Adolfo Suarez, lagt meiri áherslu á aö treysta þessi bönd frekar en aö efla tengslin viö Evrópuríkin. Engu aö síður voru allir stjórn- málaflokkar á Spáni fylgjandi því, aö Spánn gengi í Efnahags- bandalagiö og Spánverjar hafa viljaö taka virkan þátt í fram- þróun Evrópu. Smám saman hafa Spánverjar tekiö aö sér hlutverk nokkurs- konar tengiliös milli Evrópu og vinalanda sinna í Rómönsku- Ameríku og Miö-Austurlöndum og þessari stööu fylgir ávinningur sem þeir eru tregir til aö fórna. Ef þeir gengju í formlegt hernaöar- bandalag meö Vesturlöndum yröu þeir án efa litnir hornauga af ýmsum ríkjahópum þriöja heims- ins. Af þessari ástæöu hafa stærstu stjórnarandstööuflokk- arnir veriö andvígir inngöngu í bandalagiö og leggja áherslu á aö þjóöaratkvæöagreiösla fari fram um máliö. Stjórninni naBgir hinsvegar einfaldur meirihluti á þingi til þess aö málið nái fram aö ganga. Innganga Spánar í Atlantshafsbandalagiö er án efa sá þáttur spænskra utanríkis- mála, sem veldur mestum deilum um þessar mundir. Stirðara samband Upphaflega var álitið, aö stjórnin myndi ekki skýra frá ákvöröun sinni, fyrr en aö lokn- um öörum áfanga Öryggismála- ráöstefnu Evrópu, sem verður haldinn í Madrid í haust, af ótta viö aö styggja Rússa. Taliö er aö vegna vaxandi stiröleika í sam- skiptum Spánverja viö Frakka innan Efnahagsbandalagsins, hafi Spánverjar gerst fráhverfir .sjáifstæöri" varnarmálastefnu Frakka, og hallast frekar aö því aö gerast aöilar aö varnarbanda- lagi Vesturlanda. Annað atriöi, sem hefur nú aukna þýöingu, er Gíbraltarmál- ið. Spánverjum gæti oröiö veru- legur hagur aö því, aö samhiiöa inngöngu þeirra í Atlantshafs- bandalagið yröi fundin varanleg lausn á deilum þeirra viö Breta um Gíbraltar. Án efa myndi innganga þeirra í bandalagiö greiöa fyrir viöunandi lausn á því máli. Meö inngöngu Spánverja í bandalagiö þyrftu þeir heldur ekki aö hafa lengur áhyggjur af öryggi Kanaríeyja og borgum þeirra á noröurströnd Afríku, Ceuta og Melilla. Samkvæmt samkomulaginu viö Bandaríkin frá 1976 hafa Bandaríkjamenn afnot af tveim herstöövum í landinu. Annarri í Torrejor, rétt utan viö Madrid og hinni í Saragosso. Auk þess hafa þeir aöstööu fyrir herskip í Rota viö Atlantshaf. í Rota var áöur bækistöö fyrir kjarnorkukafbáta þar til í júlí á síöasta ári, þegar samþykkt var aö leggja hana niöur. Aöstaða fyrir kafbáta er þar þó enn fyrir hendi. Á Spáni eru einnig nokkrar mikilvægar ratsjár- og eftirlits- stöðvar, en allar þessar stöövar tengjast heimsvarnarkerfi Bandaríkjanna. Spænsku stjórnarandstööu- flokkarnir telja aö hagsmunum Spánverja sé betur þjónaö meö nýjum samningi viö Bandaríkin þar sem meira jafnræöis gætir. Stjórnin álítur hinsvegar aö land- iö sé öruggara í bandalagi meö fleiri þjóöum, vegna vaxandi hættu á árekstrum í Miö-Austur- löndum, ef hagsmunum Banda- ríkjanna er ógnaö þar. Innganga Spánar í Atlants- hafsbandalagiö mun styrkja bandalagiö, en hin aðildarríkin veröa þó aö kosta verulega til enduruppbyggingar spænska hersins. Heraflinn telur samtals yfir 400.000 menn og er fimmti stærsti her Evrópu, en hann er illa vopnum búinn. Skriðdreka- flotinn stendur aö mestu leyti saman af bandarískum M-47 og M-48 skriödrekum, sem nú er veriö aö endurnýja. Franco þótti vænt um herinn. Hann var nauösynlegur til þess aö ýmsum undirróöursöflum í landinu yröi haldiö niöri. Franco skar þó fjárveitingar til hersins viö nögl og nú ver Spánn aöeins 1,5% af þjóöartekjum sínum til hernaðarmála. Ólíklegt er aö sú upphæö veröi aukin meöan efna- hagsástandiö er jafn slæmt og raun ber vitni. Herinn gegnir mjög pólitísku hlutverki á Spáni eins og sjá má af því aö varaforsætisráöherr- ann, Guterriez Melado, hershöfö- ingi, var ekki kosinn í stjórnina, heldur er þar f krafti embættis síns. Á þeim fjórum árum sem eru liöin síöan Franco dó, hafa oröið mikil mannaskipti í yfirstjórn hersins. Liösforingjar hafa verið settir á eftirlaun og ýmsir hægri öfgasinnar hafa hreinlega veriö settir af .í þeirra stöður hafa komiö yngri og frjálslyndari her- menn. Stuöningur viö inngöngu Spánar í NATO er öflugastur í flughernum og sjóhernum en ekki eins mikill í fótgönguliöinu. [ landi þar sem herinn gegnir jafnmiklu hlutverki í stjórnmálum aö tjaldabaki og herinn á Spáni getur afstaöa hans ráöiö úrslit- um, hvort Spánn gengur í Atl- antshafsbandalagiö og meö hvaða skilmáium. (Financial Times) Brimklærnar tilbúnar i slaginn. Uösmynd K.P. Á faraldsfæti í fjórða sinn BRIMKLÓ, Halli og Laddi, eru nú á „Faraldsfæti" fjórða árið í röð og eru í ofsa stuði eins og venju- lega. í þessari ferð verður hin nýja plata þeirra Björgvins Halldórssonar og Ragnhildar Gísladóttur kynnt, en hún mun koma út á næstunni. Þeir bræður eru einnig að vinna að plötu um þessar mundir og mun hún fjalla um ferðalag þeirra umhverfis jörðina í loftbelg og einnig ætlunin að kynna hana. Þá verður boðið upp á ýmislegt nýtt í þessari ferð og má þar nefna nýtt HLH númer. Ferðin hófst nú um helg- ina í Eyjafirði og Skaga- firði. Síðan munu þeir flakka vítt og breitt um landið og skemmta fólki í öllum landshlutum í tæpan mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.