Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
Frá Karúinum aú Hntcholt.sbraut 18 som valinn var ÍCKursti Kardur KópavoKs 1980.
ÁslauK Pétursdóttir ok Jón llaukur Jóelsson i Karóhúsinu. l»ar soKja þau að sumarið byrji í marz.
Frá Karóinum ád ÞinKholtsbraut 18. Steinbekkurinn á miðri mynd er Keróur úr tilhöKKnu Krjóti sem áöur var KluKKatóft i torfbæ i
Haukadal.
Strætisvagnar Reykjavíkur:
Samkeppni um
hönnun biðskýla
ÞAÐ voru margir, sem
ráku upp stór augu í
gærmorgun, er þeir sáu
strætisvagn, fullan af
fólki í Pósthússtrætinu, og
héldu líklega að búið væri
að taka nýtt leiðakerfi í
notkun. Sumir brugðust
einnig ókvæða við er þessi
sami vagn stoppaði ekki
fyrir þeim á biðstöðvun-
um. En það voru einmitt
biðstöðvar, sem málið
snérist um. Stjórn S.V.R.
ætlar nú að gera stórátak i
því að bæta aðstöðu far-
þega á biðstöðvum, sem
mjög aðkallandi er. í því
tilefni boðaði hún blaða-
menn á sinn fund til að
kynna stöðuna og sam-
keppni meðal hönnuða um
gerð uppdrátta af gang-
Sýnishorn af tillögum farþega
S.V.R. um tilhögun biðskýla.
LJfemyndir Emilia BJðrg.
stéttabiðskýlum fyrir far-
þega S.V.R. því næst var
blaðamönnum boðið í
skoðunarferð með strætó
og olli sú ferð almenningi
nokkrum heilabrotum.
Það kom fram hjá forsvars-
mönnum S.V.R. að það vaeri alltaf
lögð á það mikil áherzla að bæta
þjónustu við farþega, meðal ann-
ars með fjölgun og endurnýjun
vagna og bótum á leiðakerfinu.
Eitt af þeim vandamálum, sem
glímt hefur verið við undanfarin
ár, er að bæta aðstöðu farþega við
biðstöðvar. Nú eru í Reykjavík 350
biðstöðvar, en aðeins 110 biðskýli.
Eitt aðalvandamálið varðandi
þetta er að finna góða lausn á
aðstöðu þeirra farþega, sem bíða
eftir vögnum á biðstöðvum, sem
eru á þröngum gangstéttum.
Stjórn S.V.R. hefur í því skini
ákveðið að efna til samkeppni
meðal hönnuða um gangstétta-
biðskýli. Dómnefnd hefur verið
skipuð og eiga sæti í henni eftir-
taldir menn: Finnur Björgvinsson,
arkitekt, formaður, Guðrún
Ágiístsdóttir, formaður stjórnar
S.V.R., Hjörtur Kolsöe, vagnstjóri
hjá S.V.R., Reynir Adamsson,
arkitekt og örn Sigurðsson, arki-
tekt. Trúnaðarmaður dómnefndar
er Ólafur Jensson, framkvæmda-
stjóri.
Dómnefndin efndi á síðastliðnu
vori til forkönnunar meðal far-
þega S.V.R. um hvernig þeir vildu,
að biðskýlin væru og hvaða til-
gangi þau ættu að þjóna. Sex
tillögur bárust og eru þær nú til
sýnis hjá Byggingaþjónustunni að
Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, kl.
10—18 mánudaga til föstudaga.
Allar þessar tillögur voru áhuga-
verðar og komu þar fram margar
mjög góðar hugmyndir. Dóm-
nefndin veitti þeim öllum viður-
kenningu fyrir þátttökuna og við
gerð útboðslýsingar hefur verið
stuðst við margar af þeim ágætu
hugmyndum, sem bárust í for-
könnuninni.
Tilgangur keppninnar er að fá
fram verulega góðar tillögur um
gerð og lögun gangstéttabiðskýla
við mismunandi aðstæður, meðan
beðið er eftir vagni.
Verðlaunafé er samtals fjórar
milljónir og þar af verða fyrstu
verðlaun ekki lægri en ein og hálf
milljón. Heimild til þátttöku í
keppninni hafa þeir, sem rétt hafa
til að leggja uppdrætti að húsum
fyrir byggingarnefnd Reykjavík-
ur.
Skila skal tillögum til trúnað-
armanns dómnefndar hjá Bygg-
ingaþjónustunni að Hallveigarstíg
1, í síðasta lagi 12. nóvember kl.
18, 1980, en hann afhendir jafn-
framt keppnisgögn.
Að fengnum úrslitum verður
haldin opinber sýning. Að sýningu
lokinni verða tillögur, sem ekki
hafa hlotið verðlaun, sendar til-
löguhöfundum ásamt álitsgerð
dómnefndar til þess heimilisfangs,
sem tiltekið er á nafnmiða. Tillög-
ur verða þó ekki sendar á heimilis-
föng erlendis.