Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 17

Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 17
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 17 Klúbbur eff ess: Hljómlist, pizzur og sjávarréttir Ákveöið hefur verið að skemmtistaðurinn Klúbbur eff ess sem er til húsa í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, verði framvegis opinn tvö kvöld í viku. Opið verður annað kvöld,, sunnudagskvöld, frá kl. 20.00—01. Þá leikur hljómsveitin Mezzoforte. Fimmtudaginn 15. ágúst mun jazzhljómsveit Reynis Sigurðssonar leika listir sínar. Skemmtistaðurinn Klúbbur eff ess hefur auk hljómlist- ar á boðstólnum pizzur og sjávarrétti. Manuela Wiesler Manuela frumflytur hér Flauto del Sole Um helgina eru á efnisskrá Sumartónleika í Skálholts- kirkju þrjú einleiksverk fyrir flautu, en umgerð efnis- skrár mynda tvö verk fyrir flautu og sembal eftir barokktónskáldin J. J. Quanty og J. S. Bach. Flytjendur eru Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Einleiksverkin sem Manuela leikur í Skálholtskirkju um þessa helgi, 9. og 10. ágústberu eftir C. Ph. E. Bach, C. Debussy og Áke Hermanson. Áke Hermanson samdi verk sitt Flauto del Sole fyrir Manuelu 1978, og flutti hún það á tónleikum í Stokkhólmi í vor, en mun á tónleikum þessum frumflytja það hér. Tónleikarnir hefjast kl. 15 á laugardag og sunnudag og að þeim loknum er hægt að fá kaffiveitingar á staðnum. Messað er í Skálholtskirkju á sunnudag kl. 17.00. Norræna húsið: Síðasta helgi sumarsýningar UM þessar mundir standa yfir fjórar sýningar í Norræna húsinu. í anddyri stendur yfir sýning á grafík eftir tvo danska listamenn, þá Svend Havsteen og Kjeld Hel- toft. Sýningin er opin frá kl. 9—19 og lýkur henni á sunnudagskvöld. í bókasafni stendur yfir sýning á munum unnum úr tré og næfri eftir Norðmanninn Johan Hop- stad, svo og sýning á íslenskum þjóðbúningum og kvensilfri. Opið er daglega frá kl- 14—19. Sýningu Johans Hopstads lýkur á sunnu- dagskvöld, en þjóðbúningasýn- ingin stendur fram í september. I kjallara stendur yfir sumar-. sýning Norræna hússins og fer nú í hönd síðasta sýningarhelgin. Þar sýna fjórir listamenn verk sín, þeir Benedikt Gunnarsson, Jó- hannes Geir, Sigurður Þ. Sigurðs- son og Guðmundur Elíasson. Sýn- ingin er opin í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 14—19. Hér láta þeir sumargleðimenn gamminn geysa á æfingu. ■ > \í: *. , f ■■ ‘W i /-æ '■p i I H ■HSj&v j Sumargleðin: Á lokasprettínum Sumargleðin er nú á lokasprettinum. Sextett Ragnars Bjarnasonar, Magnús ólafsson, Bessi Bjarnason, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson verða í Sævangi í kvöld og í Borgarnesi annað kvöld. Þetta verður næstsíðasta helgi þeirra sumargleðimanna og hin síðasta úti á landi. Þeir bjóða upp á tveggja tíma skemmtidagskrá og þrumudansleik á eftir. Lokaskemmtun Sumargleðinnar verður í Reykjavík um næstu helgi. Myndlist: Valtýr sýnir í Þrastalundi VALTÝR Pétursson er um þessar mundir með árlega málverkasýn- ingu sína í Veitingastofunni Þrastalundi við Sog. Á sýningunni eru 25 olíumálverk. Þetta er sjöunda sýning Valtýs í Þrasta- lundi og stendur hún til 17. þ.m. Gallerí Djúpið: Dagur sýnir akrýlmyndir DAGUR Sigurðsson sýnir um þessar mundir 24 myndir í Gallerí Djúpinu, Hafnarstræti 15. Flestar eru myndirnar unnar með akrýl- litum á pappír og eru frá síðustu þremur árum. Dagur sækir myndefni sitt aðal- lega í þjóðsögur, en á sýningunni gefur einnig að líta landslags- myndir og „erotískar" myndir. Sýningin stendur til 13. ágúst og er opið frá kl. 11 til 23.00 daglega. Flestar myndanna eru til sölu. Suðurgata 7: Michael Werner með samansetninga NÚ STENDUR yfir í Gallerí Suðurgötu 7, sýning á verkum Michaels Wernes, svonefndum samansetningum, en Werner er einkum þekktur sem myndhöggv- ari. . Michael Werner er fæddur árið 1912 og stundaði myndlistarnám í París. Hann hefur undanfarin ár kennt við myndlistarskólann í Watford School of Art í London. Werner hefur haldið 15 einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga víða um heim. Sýning Michaels Werners í Gallerí Suðurgötu er opin virka daga frá 4—6 og 4—10 um helgar, en henni lýkur 17. ágúst. Verkin eru öll til sölu. Listmunahúsið: Vatnslitamyndir Moy Keithleys NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Moy Keithley í Listmuna- húsinu Lækjargötu 2. Á sýning- unni eru 60 vatnslitamyndir, mál- aðar á ferð hennar um landið sumarið 1977. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 18 og stendur fram á miðvikudag, 13. ágúst. Myndlist: Páll Isaksson sýnir í Eden PÁLL Isaksson opnaði í gær myndlistarsýningu í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 28 verk, flest þeirra olíupastel- og tússpennaverk. Páll sagði í samtali við Mbl. að þetta væri önnur einkasýning sín, hann hefði verið með litla sýningu í Fossnesti á sl. ári. Flestar myndanna á sýningunni eru málaðar á þessu eða síðasta ári og eru allar til sölu. Sýningin stendur til 18. ágúst og er opin á opnunartíma Edens, frá kl. 9— 23.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.