Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 40
Stminn 1 á afgretðslunm er 83033 1 Jflorctmblabib wmmmmmmmmáj ^Síminn á afgreiöslunm er 83033 JM*r0unt>I«Oib LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 LÖSREal Atlantshafsflugið: Flugleiðir um 50% dýrari en British Airways „ÞETTA fargjaldastríð hefur enn ekki borizt inn á meginland Evrópu þannig að það hefur ekki haft nein bein áhrif á okkar markaðsstöðu,“ sagði Sigurður Ilelgason, forstjóri Flugleiða, er Mbl. innti hann eftir afleiðingum þess fyrir Flugleiðir, að tvö flugfélög, British Airways og TWA, hafa lækkað fargjöld sin veruicga á flugleiðinni New York til London. „Því er hins vegar ekki að leyna, að þetta fargjaldastríð getur á skömmum tíma breiðzt út og þá okkur í óhag,“ sagði Sigurður ennfremur. British Airways og TWA bjóða fargjaldið frá New York til Lond- on fyrir 82 og 84 sterlingspund, eða 164 og 168 sterlingspund fram og til baka. Það gerir um 190 þúsund krónur islenzkar. Flugleið- ir bjóða hins vegar upp á fargjald New York til Luxemborg og til baka. í sumar kostar það 599 dollara, eða um 300 þúsund krón- ur, en 15. september n.k. lækka þessi fargjöld niður í 499 dollara, eða um 250 þúsund krónur. I þessu sambandi má geta þess, að far- gjaldið Keflavík til Luxemborgar og til baka er tæplega 370 þúsund krónur, en það er um helmingi styttri flugleið. Ljósm. Mbl. Kristján. Starfsmenn sovézka sendiráðsins (t.v.) skipstjórinn á Kharovsk og tveir skipsfélagar Kovalenkos koma til fundar við hann í húsakynnum lögreglustjóraembættisins í Reykjavik um hálfþrjúleytið f gær. Samningarnir: Fundahöld í allan dag SAMNINGANEFNDIR Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins munu hittast á fundi í dag kl. 10 og er gert ráð fyrir að fundur standi í allan dag. Á fundinum mun verða reynt að ná endanlegum niður- stöðum um röðun í launaflokka innan hvers sérsambands og samræma síðan flokkana á milli sérsambandanna. Samningafundur BSRB og ríkisins heldur áfram í dag og hefur annar fundur verið boðað- ur kl. 10 í dag. Búast menn nú almennt við að viðræðurnar fari að bera árangur og hefur aðal- samninganefnd BSRB verið boð- uð til fundar á þriðjudaginn kl. 16. Rússneski flóttamaðurinn: Fékk dvalarleyfi meðan mál hans er í athugun Stálu áfengi, tóbaki og peningum INNBROT var framið í skemmti- staðinn Glæsibæ í fyrrinótt og þaðan stolið talsverðu magni af áfengi og einhverju af peningum. Sömu nótt var brotist inn í kaffistofuna Skeifuna við Tryggva- götu. Þaðan var stolið talsverðu magni af tóbaki. Bæði þessi mál eru til rannsóknar hjá RLR. FRIÐJÓN Þórðarson dómsmála- ráðherra veitti sfðdegis í gær, 24 ára Úkraniumanni, Viktor Ko- valenko, skipverja af rússneska togaranum Kharovsk frá Murm- ansk, dvalarleyfi á íslandi meðan beiðni hans um pólitískt hæli hér á landi er i athugun. Kovalenko óskaði eftir vernd meðan Khar- ovsk væri í íslenzkri höfn og heldur útlendingaeftirlitið dval- ai’stað hans leyndum. Rússneski togarinn lét úr höfn á tiunda timanum í gærkvöldi, rétt tæpum sólarhring seinna en áætlað var. Viktor Kovalenko leitaði um hádegisbilið í fyrradag í banda- ríska sendiráðið og bað um hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður. Starfsmenn sendi- Bað um vernd meðan rússneska skipið var í höfn ráðsins vísuðu honum á íslenzk stjórnvöld og höfðu samband við útlendingaeftirlitið og kom Rúss- inn til starfsmanna þess fyrir utan bandaríska sendiráðið og bað um hæli á Islandi sem pólitískur flóttamaður. Þessi fundur fór fram um klukkan 18 í fyrradag. Kharovsk átti að leggja úr höfn klukkan 22, en þegar Kovalenko var þá ókom- inn um borð frestaði skipstjórinn brottförinni. Hann tilkynnti svo lögreglunni í Reykjavík að eins skipverja væri saknað og fékk þau svör að málið yrði athugað. Skip- stjórinn ákvað þá að biða fregna af Kovalenko. Starfsmenn útlendingaeftirlits- ins tóku skýrslur af Kovalenko og féllst hann á að hitta starfsmenn sovézka sendiráðsins og skipstjór- ann á Kharovsk að máli í gær með því skilyrði, að Islendingar sætu þann fund. Fundurinn fór fram í húsakynnum lögreglustjóraemb- ættisins og stóð í um hálfa klukkustund. Hélt Kovalenko fast við þá ákvörðun sína að flýja, en hann hefur í tvö ár verið á sovézkum úthafstogurum og virð- ist flóttaákvörðun hans vera „löngu mótuð hugmynd", eins og Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu orðaði það í samtali við Mbl. í gær. Þá mun sá vilji Kovalenkos að komast til Bandarikjanna vera áfram óbreyttur. Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær, að mál sovézka sjómannsins væri „óvenjulegt hér og það verður skoðað vel og vandlega." Ekki vildi ráðherrann tiltaka neinn tíma þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Sjá: „Til bandaríska konsúlsins“ bls. 3 „Mesta síldarganga í 12 ár“ „EG HEF fylgst reglulega með sildargöngum hér í tólf ár, og þetta er það mesta sem ég hef séð á þeim tíma, og ég held að nú séu allir firðir fyrir Norðurlandi fullir af sild“ sagði Ari Jónsson, yfirfiskmatsmaður á Sauðárkróki er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann i gær. Ari kvaðst hafa lagt nokkur gömul síldarnet af rælni á um sex faðma dýpi á sandinum við kaupstaðinn, og hefði hugmynd- in verið að fá sild í soðið. Það hefði þó orðið meira, því nú kvaðst hann vera búinn að fá um fimm tonn. Sjálfur kvaðst hann hafa saltað eina tunnu fyrir sjálfan sig, en afgangurinn hefur verið frystur í beitu. Fyrst í stað kvað hann síldina ekki hafa verið búna að hrygna, en nú virtist svo sem hrygningu væri lokið. Síldina kvað hann vera fallega, 30 til 35 sm langa, en fitumagn um 18%. Kemur fitumagnið heim og saman við mælingar sem gerðar voru á síld veiddri frá Dalvík, en að sögn Gunnars Flóvenz hjá Síldarút- vegsnefnd var hún 14 til 18% feit. Ari kvað það vera merkilegt að sínu áliti, að nú væri mikil rauðáta í síldinni, en slíkt hefði hann ekki séð í mörg ár. Vitað væri að ekki væri síld þar sem ekki væri rauðáta, og væri for- vitnilegt að vita hvað ylli því að átan hyrfi árum saman. Síld er nú aftur fyrir Norðurlandi, eftir að hafa verið sjaldgæf þar síðustu ár. Ekki er þó um að ræða síldargöngur i likingu við það sem var hér áður fyrr. — Þessi síld veiddist í Eyjafirði fyrr í vikunni. Bolle samþykkir: Síldveiðistofn- inn ræddur í fiskveiðinefnd SJÁVARÚTVEGSRÁÐU- NEYTINU hefur borist svar frá Eyvind Bolle sjávarútvegs- ráðherra Noregs varðandi til- mæli íslenzkra stjórnvalda að norsk-íslenzki síldarstofninn og veiði á síld skuli ræðast í norsk-íslenzku fiskveiðinefnd- inni áður en ákveðið er um veiðimagn. Felst Eyvind Bolle á að það megi ræða síldarstofnsmálið í fiskveiðinefndinni. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður að sögn Jóns Arnalds ráðuneytisstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.