Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 21 ands Eyjafjarðar, sem haldinn var í Freyvangi 5. ágúst sl. ályktun um fóðurbætisskattinn, þar sem álagning ormanna nokkurra búnaðarsambanda í landinu á ályktun Eyfirðinga og álagningu fóðurbætisskattsins fyrr skapast skilyrði til að afnema verðjöfnunargjald á mjólkinni vegna útflutnings, sem nemur nú 28 krónum á hvern lítra. Hér kemur og til að fóðurbætisskatt- urinn hlýtur að hafa veruleg áhrif á viðhorf bænda til bættrar hey- verkunar. Hins vegar verður vegna hugsanlegs mjólkurskorts í vetur annað hvort að iækka kjarn- fóðurgjaldið, til dæmis þegar kem- ur fram í október, eða að Stéttar- sambandsfundurinn ákveði að nota heimildir í lögum til endur- greiðslu á skattinum eða skömmt- un á kjarnfóðri. í þriðja lagi tel ég að hugsanlegt sé að nota það fé, sem kemur inn með kjarnfóður- skattinum til að greiða hærra verð fyrir mjólkina yfir vetrarmánuð- ina. í kindakjötsframleiðslunni hef- ur fóðurbætisskatturinn lítil sem engin áhrif og því tel ég eðlilegt að kvótakerfið komi til fullrar fram- kvæmdar í sauðfjárræktinni og í nautgripakjötsframleiðslunni. Hins vegar er ég ákaflega óánægð- ur með það sem ég kalla hringl- andahátt um framkvæmd kvóta- kerfisins og seinagang við út- reikning og afhendingu hans. Hér í Austur-Húnavatnssýslu hefur bændum verið sagt að búið sé að senda þeim kvótann sinn en engir slíkir seðlar hafa sést hér ennþá. Annað dæmi um hringlandahátt- inn eru ákvarðanir Framleiðslu- ráðs um útborgunarhlutfall á mjólk og einnig má nefna þær hugmyndir, sem verið hafa uppi um að aðlaga kvótakerfið að verðlagsárinu. Menn þurfa að fá vitneskju um slíkar stjórnunarað- gerðir með góðum fyrirvara, þannig að þeir geti aðlagað sig að breyttum aðstæðum," sagði Jó- hannes. „Skattlagn- ingin orðin æði há til að borga okkur sjálfum laun“ • „Við Eyfirðingar höfum viljað takmarka framleiðsluna með kvótakerfinu en enn teljum við að það sé ekki sýnt hvaða árangur getur náðst í stjórnun framleiðsl- unnar með því, þar sem þetta er fyrsta árið, sem kvótinn átti að virka og margt hefur verið í óvissu með hann. Við teljum augljóst að í þessu héraði hafa bændur farið eftir kvótakerfinu og dregið fram- leiðslu sína saman og það sést á tölum um innlagðar afurðir hjá afurðasölufélögunum," sagði Sveinn Jónsson, bóndi á Ytra- Kálfskinni og formaður Búnaðar- sambands Eyjafjarðar. Sveinn sagði, að í apríl sl. hefði innvegin mjólk hjá mjólkurbúinu á Akureyri verið 9% minni en sama mánuð 1979, í maí var samdrátturinn 8% og í júní 2% “ Þetta var áður en fóðurbætis- skatturinn kom til en við höfum alltaf lagt á það áherslu að bændur þyrftu tíma til að aðlaga sig að þessum stjórnunaraðgerð- um. í júlí var samdrátturinn í mjólkinni 13,7% hér í Eyjafirði og það er enginn að mótmæla því að skatturinn hafi ekki áhrif á fram- leiðsluna. Okkur finnst hins vegar óeðlilegt að þetta hár fóðurbætis- skattur skuli lagður á, andstætt samþykktum aðalfundar Stéttar- sambands bænda síðast liðið haust. Samþykkt fundarins gerði að vísu ráð fyrir heimild til álagningar fóðurbætisskatts en með bráðabirgðalögunum er geng- ið lengra. Stéttarsambandsfund- urinn samþykkti að bændur fengju gjaldfrítt ákveðið magn af kjarnfóðri en umframmagn yrði skattlagt. Það má vissulega benda á að fóðurbætisskatturinn kunni að hafa verið nauðsynlegur gagnvart þeim bændum, sem ekki höfðu lagað framleiðslu sína að kvóta- fyrirkomulaginu. Varðandi okkur Eyfirðinga teljum við þetta rang- látt. Við vorum búnir að fá grófa útreikninga á kvótanum í vor og margir bændur hér hafa gengið á móts við væntanlegt kvótakerfi. Við erum aðallega óánægðir með að fá yfir okkur tvöfaldar aðgerð- ir. Samhliða þessum aðgerðum er útborgunarverð til bænda nú lægra en nokkurn tíma hefur verið og mjólkurframleiðendur verða að greiða sérstakt innvigtunargjald. Þetta á að vera til að jafna verð á mjólkinni milli sumars og veturs. Með þessu er skattlagningin orðin æði há til að borga okkur sjálfum laun. Aðalatriðið í þeirri umræðu, sem hlýtur að fara fram næstu vikur um framhald aðgerða til stjórnunar á framleiðslu landbún- aðarins, hlýtur að verða á hvern hátt bændur geti stjórnað fram- leiðslu sinni sjálfir, þannig að tekjuskerðing þeirra verði sem allra minnst," sagði Sveinn. „Hámark að setja á 100% fóður- bætisskatt“ • „Ég álít að það hefði verið hámark að setja á 100% fóðurbæt- isskatt er ekki 200%, og í öðru lagi vil ég benda á að fóðurbætisskatt- urinn kemur ákaflega illa og ósanngjarnt niður á þeim bænd- um, sem tóku mark á tilkynningu Framleiðsluráðs um kvótakerfið og hafa þegar miðað framleiðslu sína við að halda sér innan þeirra marka. Álagning fóðurþætis- skattsins kemur i bakið á þessum mönnum," sagði Helgi Jónasson, bóndi á Grænavatni og formaður Búnaðarsambands Suður-Þingey- inga. „Það er verst að fá þennan hringlandahátt í þessar stjórnun- araðgerðir,“ sagði Helgi, „en ég vil ekki láta í ljósi endanlega and- stöðu gegn öllum fóðurbætis- skatti. Það er vitað að einhvers staðar þurfti að afla fjár til að mæta þeim vanda, sem við er að fást í markaðsmálum landbúnað- arins. Ég tel hins vegar að álagn- ing 200% skattsins hafi verið alltof harkaleg aðgerð." Helgi sagði, að á næstu vikum yrðu haldnir kjörmannafundir til undirbúnings aðalfundi Stéttar- sambands bænda, sem haldinn yrði í lok mánaðarins og á þessum fundi yrði álagning aðgerða innan landbúnaðarins." Það er ekki ólíklegt að þetta mál verði tölu- vert hitamál á aðalfundi Stéttar- sambandsins, því núverandi að- gerðir eiga aðeins að vera í gildi fram að fundinum. Framhaldið ræðst því mikið á fundinum á Kirkjubæjarklaustri," sagði Helgi. „Þrátt fyrir kaldasta ár aldarinnar er vandamálið of mikil framleiðsla á góðum mat“ • „Við bændur á suðurlandi höf- um verið á kafi í heyskap fram að þessu og höfum ekki getað rætt álagningu fóðurbætisskattsins enn. Ég heyri hins vegar að bændur líta hann misjöfnum aug- um en allir sjá að það þarf eitthvað að gera. Ég tel að kvóta- kerfið sé skynsamlegt en auðvitað er endalaust hægt að deila um hver sé besta lausnin," sagði Stefán Jasonarson, bóndi í Vosa- bæ og formaður Búnaðarsam- bands Suðurlands. „Menn sjá að það getur ekki gengið endalaust að framleiða lítt seljanlegar mjólkurvörur á inn- fluttu kjarnfóðri. Ef við lítum á tölur um innvegna mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna frá ára- mótum kemur í ljós að í janúar var um að ræða 2.37% aukningu miðað við sama mánuð í fyrra, í febrúar var aukningin 10.05% og í marz var aukningin 4,32%, en í apríl var 1.27% samdráttur, í maí var samdrátturinn 5.54%, í júní var samdrátturinn 1,09% og í júlí, þegar fóðurbætisskatturinn byrj- aði að segja til sín var samdrátt- urinn 11,82%. í heild var því samdrátturi í innveginni mjólk hjá Flóabúinu 1.71% frá áramót- um til siðustu mánaðamóta. Þetta getur ekki talist mikill samdrátt- ur og því eðlilegt að gripið sé til einhverra aðgerða til að spyrna við fótum. Aðstaða Eyfirðinga er um margt sérstæð en við verðum að gera okkur grein fyrir því að það geta ekki allir bændur verið með 100 kýr í fjósi eins og sumir bændur í Eyjafirði eru með. Tæknin er líka orðin það mikil að þrátt fyrir kaldasta ár aldarinnar, var vandamálið í íslenskum land- búnaði í fyrra að of mikið var framleitt af góðum mat. Við þurfum hins vegar ekki að fara langt aftur í tímann til að finna dæmi um að bændur væru hvattir til að auka framleiðslu sína. Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands samþykkti fyrir nokkrum árum tillögu þess efnis að tekin yrði upp stjórnun á búvöruframleiðslunni og þá reynt að stuðla því að mjólkurfram- leiðslan yrði á þeim svæðum, sem best hentuðu til slíkrar fram- leiðslu og væru næst markaðnum eins og suðurland. Sauðfjárræktin yrði hins vegar á þeim svæðum, sem væru fjær markaðnum fyrir neyslumjólk og mjólkurvörur. Ég hygg að ef farið hefði verið að þessum tillögum á sínum tíma væri vandinn ekki jafn mikill. Nú er því miður of seint að grípa til aðgerða í þessa veru. Við bændur viljum vera frjálsir menn í frjálsu landi og eigum erfitt með að sætta okkur við að okkur sé stjórnað. Því hefur reynst erfitt að koma á stjórnun á framleiðslumálum landbúnaðarins samfara því, sem öll tækni í landbúnaði hefur stór- aukist," sagði Stefán að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.