Morgunblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 25 Þjóðver jar virð- ast,sækja mest til íslands ÚtlendinKaeftirlitið í Reykjavik hefur gefið út mánaðaryfirlit yfir komu farþega til íslands í júlf- mánuði. Komu 14.376 útlendinsar til landsins á meðan 9.745 lslend- ingar yfirgáfu landið. Frá áramótum til 1. ágúst, komu til landsins 40.535 manns, á meðan að 35.424 íslendingar fóru af landi brott. Á sama tíma á síðasta ári komu 49.515 útlend- ingar til landsins, en 37.615 ís- lendingar fóru til útlanda. Þessar tölur sýna að bæði ís- lendingar hafa minnkað ferðir sínar til útlanda, svo og að útlend- ingastraumurinn hefur að mun dregist saman. í mánaðaryfirlitinu sem útlend- ingaeftirlitið gaf út kemur fram að Vestur-Þjóðverjar hafa komið hingað í hvað mestum mæli, eða 2969 af 14.376, en þar á eftir koma Bandaríkjamenn með 2588 manns. Eftir þetta lækkar talan mikið og þriðja landið er Danmörk með 1579 ferðamenn til íslands í júlí. Fyrsta íslenzka músíkvísindaritið: Komið út á þýzku - væntanlegt á íslenzku Dr. Hallgrimur Helgason. NÝVERIÐ kom út í Austur- ríki ritið „Das Heldenlied auf Island“ eftir dr. Hallgrim Helgason. Það er útgáfufyr- irtækið „Akademische Druck-und Verlagsanstalt“ í Graz, sem gefur verkið út. Fyrir þetta ritverk hlaut Hallgrimur doktorsgráðu í Vel heppnað Landsmót slysavarnarmanna o INNLENT SÍÐUSTU helgina í júli héldu björgunarsveitamenn SVFÍ landsmót að Lundi i Öxarfirði. Þátttakendur voru um 600, þar af um 200 björgunarsveitarmenn, en mótið var sérstaklega skipu- lagt sem fjölskyldumót. Landsmótið hófst að morgni laugardagsins 26. júli, með því að haldin voru stutt námskeið fyrir björgunarmenn í skyndihjálp, stjórn og skipulagningar leitar, sjóbjörgun, klifri og sigi, og enn- Satt-kvöld að Hótel Borg fremur í notkun áttavita og korta. Eftir hádegið fór fram leitaræfing á þessu svæði, og var fléttað inní hana ýmsum verkefnum í land- björgunarstarfi, s.s. skyndihjálp og björgun úr klettum. Jafnhliða þessu æfðu froskmenn sig og bátsstjórar á Kópaskeri. Um kvöldið var síðan kvöldvaka. Að morgni sunnudags funduðu björgunarmenn og ræddu m.a. um æfingar þær og námskeið, sem farið hefðu fram daginn áður og almennt um gagnsemi mótsins. Uppúr hádegi sunnudagsins var landsmótinu síðan slitið. Slysavarnamenn voru ánægðir mjög með mótshaldið, en undir- búningsstarfð var í höndum björg- unarsveita SVFÍ á Húsavík, í Mývatnssveit og í Kelduhverfi — undir stjórn Vilhjálms Pálssonar á Húsavík. Skólastjórinn að Lundi og landeigendur léðu alla aðstöðu og afnot að landi endurgjalds- laust, og vildu Slysavarnamenn koma á framfæri þökkum til þeirra. músikvísindum við heim- spekideild Zúrich-háskóla i Sviss. í inngangsköflum ritsins er fjallað um galdraljóð, eddu- kvæði, dróttkvæði og forna dansa, en að meginhluta til er þar greint frá upptökum rímna, samfélagslegu gildi þeirra og flutningsháttum. Lengstur þáttur ritsins er um formfræði rímna, rúmlega eitt hundrað nótuprentuð kvæða- lög eru greind niður og flokkuð eftir gerð þeirra og byggingu. „Das Heldenlied auf Island" (Hetjusöngvakvæði íslend- inga) mun vera fyrsta íslenzka músíkvísindaritið, og er ís- lenzk útgáfa væntanleg nú í haust hjá Erni og Örlygi. Ferðamálaráð Is- lands endurskipað SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur nýverið endurskipað Ferðamáia- ráð íslands til næstu fjögurra ára. Heimir Hannesson, lögfr., er áfram formaður Ferðamálaráðs, en Ólafur S. Valdimarsson, skrifstofu- stj., er varaformaður þess. Þessir Miðvikudaginn 13. ágúst verður haldið SATT-kvöld að Hótel Borg. Þar koma fram hljúmsveitirn- ar Friðryk og Pálmi Gunnarsson, Fræbbblarnir, Kvöldverður á Nesi og söngkonurnar Ellen Kristjánsdóttir og Guðrún Hauksdóttir. Friðryk og Pálmi Gunnarsson munu flytja efni af nýútkominni plötu sinni, og Fræbbblarnir, sem eru punk hljómsveit munu vænt- anlega flytja efni af plötu sem þeir gáfu út fyrir skömmu. Hljómsveitin Kvöldverður á Nesi verður fyrsti fulltrúi hljómsveita utan af landsbyggðinni og stefnt er að því að hafa eina utanbæjar- hljómsveit á hverju SATT-kvöldi. Að síðustu munu svo Ellen Kristjánsdóttir og Guðrún Hauks- dóttir flytja nokkur lög við eigin undirleik á gítar, bæði frumsamið efni og eftir aðra. Ellenu er óþarfi að kynna. Hún er þekkt fyrir söng sinn með Ljósunum í Bænum og Mannkorni, en Guðrún Hauks- dóttir er nýtt nafn í poppbransan- um. Skýringin á því að SATT- kvöldið er haldið á Hótel Borg en ekki í Klúbbnum er sú að mönnum fannst að þessi kvöld ættu að vera hreyfanlegri en ekki einskorðuð við eitt hús. Stefnt er að því að halda SATT-kvöld þann 27.08 í Tónabæ, og þá fyrir þann aldurs- hóp sem ekki kemst inn á veit- ingastaði. Að lokum er svo fyrir- hugað að halda SATT-kvöld á Akureyri í september. Kvöldsamkomur Breiðholtsskóla / í í SUMAR hafa samtökin Ungt fólk með hlutverk verið með boðunarstarf á nokkrum stöðum á landinu. í júní var starfað I Vestmannaeyjum, í júlí I ólafsvik og nú i ágúst er ætlunin að starfa í Reykjavik. Ungt fólk með hlutverk er sjálfboðahreyfing í íslensku þjóð- kirkjunni og hefur það að mark- miði að efla kristnilíf innan henn- ar. Starf hreyfingarinnar fer fram með margvíslegum hætti. T.d. var um verslunarmannahelgina haldið stórt kristilegt mót að Heiðar- skóla í Borgarfirði. Mótið sóttu um 300 manns. Boðunarstarfið í Reykjavík fer aðllega fram í miðbænum og Breiðholtshverfi. Haldnar verða útisamkomur á Lækjartorgi. í Breiðholtsskóla verða kvöldsamkomur 13., 15. og 17. ágúst en einnig verður gengið í hús og rætt við fólk. Boðunar- starfið í Reykjavík byrjar með útimessu við Breiðholtsskóla sunnudaginn 10. ág. kl. 2 e.h. Þar talar séra Lárus Halldórsson sóknarprestur í Breiðholti og hljómsveitin I.Kor.13 leikur undir söng. tveir fulltrúar eru skipaðir af ráð- herra án tilnefningar, svo og Kon- ráð Guðmundsson, hótelstjóri. Skipaðir samkvæmt tilnefningu eru eftirtaldir aðilar: Skarphéðinn Þ. Eyþórsson, framkvstj., fyrir Fé- lag hópferðaleyfishafa; Steinn Lár- usson, forstj., fyrir Félag ísl. ferða- skrifstofa; Birna G. Bjarnleifsdótt- ir, leiðsögumaður, fyrir Félag leið- sögumanna; Ágúst Hafberg, fram- kvstj., fyrir Félag sérleyfishafa; Lárus Ottesen, framkvstj., fyrir Ferðafélag íslands; Birgir Þorgils- son, sölustjóri, fyrir Flugleiðir hf.; Árni Reynisson, framkvstj., fyrir Náttúruverndarráð; Magnús E. Guðjónsson, fyrir Samband ísl. sveitarfélaga, Bjarni I. Árnason, forstj., fyrir Samband veitinga- og gistihúsaeigenda; Magnús Gunn- arsson, framkvstj., fyrir önnur flug- félög en Flugleiðir hf.; og Hákon Sigurgrímsson, framkvstj., fyrir Stéttarsamband bænda, en sam- bandið er nýr aðili að Ferðamála- ráði. Samgönguráðherra hefur einnig endurráðið Ludvig Hjálmtýsson til að gegna starfi ferðamálastjóra. Fyrsti fundur hins nýskipaða ráðs var haldinn 31. júlí sl. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi ijboöi Keflavík Til leigu 177 ferm. iönaöar- eöa verslunarhúsnæöi vlö Hafnar- götu. Allar nánari upplýsingar eru gefnar I síma 1420, eöa 1143, Keflavík Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavlk. húsnæöi óskast Rúmgóö íbúö óskast til lelgu í Reykjavík eöa nágr. Tvennt í heimili. Fyrir- framgr. ef óskaö er. Uppl. í sima 26973. Sunnud. 10.8. Kl. 8 Þórsmörk, einsdagsferö, 4 tíma stanz í Mðrkinni. Verö 10.000 kr. Kl. 13 Hrómundartindur eöa létt ganga um Grafning. Verö 5000 kr. Fariö frá B.S.I. vestanveröu. Útivist Fíladelfía Samkoma kl. 20.30. vitnisburöur. Bsen og FERÐAFÉLAG IÍSLANDS __ ÖLDUGÖTU 3 SfMAR 11796 og 19S33. Dagsferðir sunnudag 10. ágúst: 1. kl. 10 — Hafnarfjall. Verö kr. 5000.-. 2. kl. 13 — Skálafell v/Esju kr. 3.500.-. Farmiöar v/bíl á Umferöarmlö- stööinni aö austanveröu. Miövikudagur 13. ágúst kl. 08: Þórsmörk. Allar upplýsingar á skrifstofunni Öldugötu 3. Feröafélag íslands 4 AIGLÝSINGASIMINN ER: /jljkfc 22880 JWergunblntiib raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | til sölu bílar kennsla Til sölu tvær punktsuöuvélar, vatnskældar, 14 kw amper og 5—7 kw amper. Gott verö. Uppl. í síma 82654. Vörubifreið til sölu Til sölu Volvo N-1025 1974. Tveggja strokka, St. Paul sturtur. Uppl. í síma 93-7348. Keramiknámskeið Innritun í síma 51301. Keramikhúsið h.f. (Lísa Wíum), Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.