Morgunblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 GAMLA BIO Slmi 11475 Maður, kona og banki DONALD SUTHERLAND BR00KE ADAMS PAUL MAZURSKY Bráöskemmtileg ný amerísk kvik- mynd um tæknivætt bankarán. — íslenzkur textl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nessý viö Bíó Sími: 11340 Nýr stórkostiegur amer- ískur réttur fyrir alla fjöl- skylduna, aö: íslenskum hætti. Önnur hlutverk: Nessý borgari Rækjukarfa Haggis borgari Okkar tilboð 10 hl. af Vestra-kjúklingum 10.250. 20 hl. af Vestra-kjúklingum 18.200 Takið heim eða í ferðalagið, því Vestrinn er ekki síðri, kaldur. NESSY Austurstræti 22. Dansaö í kvöld frá kl. 9—3 Jón Vigfússon kynnir meðal annars nýja plötu meö Shadows „Another string of hot hits“ og Deepest Purple, nýja safnplötu meö Deep Purple. Hótel Borg sími11440. Sumartónleikar í Skálholti AÐRIR tónleikarnir í Skálholti voru framdir af Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur, en þær léku sónötur eftir Hándel, Tele- mann og Jóhann Sebastían Bach. Eitt af einkennum barokktónlistar er jafn- vægi í tónmáli og túlkun, sem bæði kom fram í samfelldri útfærslu á einu stefi og samfelldri túlkun einnrar stemningar. Skyndileg frávik í stefjum og túlkandi blæbrigðum, innan sama kaflans, voru á þeim tíma nefnd smekk- leysa. Það sem seinna fékk nafnið andstæður og varð undirstaða spennu í verk- um manna eftir 1750, var áður gefið nafn eins og „slitrótt hugsun", „jafn- vægisleysi" og „smekklaus dónaskapur". Túlkun per- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON sónulegra tilfinninga var á þeim tíma kallað „óviðeig- andi háttalag" og rudda- skapur gagnvart „öllum menntuðum hlustendum". Meistarar eins og Bach, Telemann og Hándel voru vel þjálfaðir í yfirveguðum og vandlega útfærðum hegðunarmynstrum síns tíma og tónlist þeirra vitn- ar um trú þeirra á jafn- vægi þessa lífsforms og að það væri guðlegt í gerð sinni. Tónlist þeirra er hápunktur langrar þróunnar, endastöð, sem ekki varð umflúin nema brugðið væri út af leið vanans. Þegar samfélagið hafði vanist nýungunum, gleymdist hið gamla og endastöðin beið orpin sandi, þar til hávaðaærður nútími lærði að leita sér hvíldar og huggunar í kyrrlátu jafnvægi tón- hugsunar, sem er eins og óhlutgreindur leikur, merkingalausar hugmynd- ir, sem aðeins er hægt að njóta í sátt við kyrrð og ró. Þannig finnur nútími and- stæðna og þversagna mót- vægi við miskunnarlaus- ann hávaða í ástundun listar, sem aðeins gat orðið til í kyrrð og næði. Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler eru frábærir tón- listarmenn og var leikur þeirra mjög glæsilegur og í rauninni óþarft annað en að hrópa „bravó", sem þó hlyti rjúfa kyrrðina á ónotalegan hátt. Á tónleik- unum um síðustu helgi var húsfylli og var nokkuð af gestum erlendir ferða- menn, sem í rauninni þýð- ir, að þær stöllur eru með þessu tilstandi sínu á góðri leið með að gera Skálholt að alþjóðlegu menningar- setri. Væri ekki hugsan- legt að víkka umfang þessa hátíðahalds með mál- verkasýningum, útisýning- um á myndverkum, upp- færslum á leikverkum, upplestrum sagna og ljóða og enda svo á hátíðlegri miðnæturmessu. Danski spekingurinn Martinus Einu sinni var sagt, að hver öld og hver þjóð ætti sína spámenn. Segja má samt, að í heimi nútímans og á öld hraðans og tækninnar færi svo lítið fyrir þeim, að vart sé eftir tekið, við hlið frægra leikara og lista- manna, hvað þá heldur dansara og íþróttakappa. Samt er það nú svo, að spek- ingar og spámenn hugsunar og heimsafneitunar eru fleiri en ætla mætti við andartaks athug- un. Svo hefur aðstaða fjöldans til spámanna einna breytzt býsna mikið. Þeir eru yfirleitt hvorki hataðir né dáðir sem áður og vekja því minni athygli. Einnig mætti fullyrða, að ýmsir svonefndu stjórnmála- garpar nútímans hafi tekið þeirra sæti. Séu nú tilbeðnir og grýttir eftir atvikum í þeirra stað, dýrkaðir eða ofsóttir eftir atvikum. Einn þeirra manna á Norður- löndum á þessari öld, sem geng- ur svipaðan feril og spámenn fyrri tíma, og sá mesti síðan Swedenborg leið, er spekingur- inn danski, sem nefnir sig Mart- inus og hefur skrifað Livets bog — Bók lífsins og birt í henni sína merkilegu lífsskoðun, sinn Nýal, ef við vildum telja hann eiga hliðstæðu við Helga Pjeturs hér á íslandi. Samt eru þeir eins ólfkir og fremst mætti ætla. Bók lífsins er raunar mörg þykk bindi, með myndum og teikningum og að öllu hin merki- legasta. Höfundurinn hefur einnig bætt við hana mörgum fleiri bókum hin síðari ár. Hver er þessi merkilegi mað- ur, sem vakið hefur athygli ekki einungis um Norðurlönd, heldur víðar um heim og verið lofaður og dáður af fjölda menntaðra manna og kvenna, sem telja má að standi um hann helgan vörð í heimalandinu Danmörku og raunar einnig í Svíþjóð. Hann er fæddur 11. ágúst 1890 og á því níræðisafmæli í þessum mánuði. Hann heitir raunar fullu nafni Martinus Thomsen. En kaus alveg gegn landsvenjum þjóðar sinnar að ganga fram til frægðar undir fyrra nafni sínu. Hann fæddist í Vendsyssel á Fjóni. Og var einkasonur ein- stæðrar móður, sem dó meðan hann var enn barn að aldri. Hann ólst því upp hjá frænda sínum, sem skaut skjólhúsi yfir munaðarleysingjann. Ekki virt- ist hann til afreka valinn né ættaður. Hjá fósturforeldrunum ólst hann upp við ástríki, guðsótta og góða siði. En þau voru fátæk og menntunarlaus og hirtu vart um að hann lærði að lesa, hvað þá meira. Samt var hann svolítið í skóla sjö ára gamall. En 12 ára varð hann smali. En það hæfði honum lítt, og hann átti að verða smiður, en var of kraftalítill til þeirra starfa. Næstu árin vann hann sem vinnumaður í sveit þar til hann gjörðist starfsmaður á mjólkurbúi. Og þá atvinnu stundaði hann árum saman við góðan orðstír, ötan þess tíma, sem hann varð að stunda her- þjónustu, sem var honum þvert um geð. Hann var trúr í starfi og talinn nokkuð trúhneigður, en skar sig lítt úr fjöldanum á nokkurn hátt. En var þó sér- stæður nokkuð sem æskumaður. Oft ekki vel ánægður með sjálf- an sig. Hugði lítt til skemmtana og langaði ekki til að kvænast né stofna heimili. Einu sinni datt honum samt í hug að gerast kristniboði. En það fór með hann eins og Albert Schweitzer. Hann var ekki ánægður með kenningakerfi kirkjunnar og helgisiði. Og kirkjunnar þjónar ekki heldur hrifnir af honum sem sínum sendiboða. Svo líður að páskum 1921. Hann er orðinn þrítugur að aldri, nokkuð lesinn en ekkert lærður í einu eða neinu. Á þessum páskum lánaði einn vin- ur hans honum litla bók, þar sem bent var á hugleiðslu sem leið til að finna „uppsprettu" lífsins. Þetta hugðist Martinus reyna. En varla hafði hann sezt niður þegar undrið gerðist, sem veitti honum þá stórkostlegu „upplifun", sem nefnd hefur ver- viö gluggann eftirsr. Árelius Níelsson ið heimsvitund (kosmisk bevidsthed). Með henni hafði hann eignast andlegt viðsýni, sem enginn hefur getað skýrt á þann hátt, sem nefnt er raun- veruleiki. Hann gat með aðstoð vina breytt um aðstöðu. Og nú er hann allt í einu orðinn sannur spekingur — spámaður síns tíma stígur hann fram á ritvöllinn. Og vissulega er persóna Krists gimsteinninn í allri hans speki og heimsmynd, geislandi ímynd hins starfandi kærleika. Því meira sem lesið er af heimspeki Martinusar því und- ursamlegra verður allt hans hugarfar, tákn hans, kerfi og heimsmynd öll. Það er sannarlega undur, að venjulegur vinnumaður á okkar mælikvarða skuli hafa náð tök- um á ráðgátum mannsandans á þann hátt, sem tjáð er á blaðsíð- um í Livets Bog. En voru ekki lærisveinar Krists bara fiski- menn? Sem dæmi um rökfærslur á lífsskoðun Martinusar langar mig að vitna hér í örfáar setn- ingar úr ritum hans, þar sem hann bendir á þverstæður sam- félagsins og segir: „Menn setja lög um að lífláta ekki. En þeir hafa jafnframt handbærar atomsprengjur og vetnissprengj- ur til að eyða öllu lífi. Þeir refsa morðingjum með því að myrða þá, og heiðra enga meira í stríði en þá sem flesta hafa líflátið. Þeir hafa lög, sem banna auðgun á annarra kostnað með þjófnaði og innbrotum, en láta samtímis blómgast í viðskiptum öllum, fjölda tilbrigða af sams konar glæpum í dulbúningi og telja slíkt nauðsyn til viðgangs samfélaginu. Hervald, auðvald og einræði heldur þessu uppi hvert á sinn hátt, hvarvetna á jörðinni." „Að lifa Guði er ekki í því fólgið að flýja mennina og á náðir einverunnar, heldur hitt að leita manna til að veita hina verðugustu kærleiksþjónustu." Martinus hefur sex sinnum heimsótt ísland og síðast átt- ræður 1970, og var þá enn sem miðaldra maður að öllu. Næstu daga mun dvelja hér á landi sænskur menntamaður, sem flytja mun erindi um lífs- speki og heimsmynd Martinusar. Ættu Islendingar sem jafnan áður að kynnast þessum spá- manni 20. aldar á Norðurlöndum sem bezt. Þess er hann virkilega verður. Eftir að hafa kynnst honum og bókum hans nokkuð, fyrir mörg- um árum vil ég ljúka þessari afmælisgrein um hann níræðan, með sömu orðum, sem ég sagði þá um hann í Morgunblaðinu: Martinus er meðal dular- fyllstu persónuleika í heimi nú- lifandi fólks. Frjálslyndi hans, dirfska og innsæi varpa nýju og áður óþekktu ljósi yfir ýmis torskilin atriði heilagrar Ritningar og tilverunnar allrar. „öll tilveran er ritning hans, rituð fingri Guðs með eilífri fegurð, speki og kærleika." Þarna hafa árin engu breytt um mína skoðun. Heill sé þessum spámanni Guðs á okkar atomöld. Lifi orð hans og lífsskoðun sem lengst. Reykjavík, 11. ágúst 1980. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.