Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 Hreinskilin skoðanaskipti segir Hannes Hafstein um fund íslenskra og sovéskra diplómata AFGHANISTANMÁLIÐ, öryggi diplómata, Palest- ínudeilan, stjórnarfarið í Kamphutseu og mörg fleiri mál voru til umræðu á fundi íslenskra og sov- éskra diplómata í gær, að því er Ilannes Ilafstein skrifstofustjóri utanríkis- ráðuneytisins tjáði blaðamanni Morgunblaðs- ins í gær. Af hálfu íslend- inga tóku þátt í viðræðun- um þeir Hannes Hafstein og Sveinn Björnsson, en auk túlks voru frá Sovét- ríkjunum þeri Farafanov yfirmaður Skandinavíu- deildar sovéska utanríkis- ráðuneytisins í Moskvu, Þorleifur Þórðarson látinn ÞORLEIFUR Þórðarson fyrrver- andi forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins er látinn. Þorleifur var fæddur 27. apríl 1908 í Ólafsvík. Hann lauk námi við Verzlun- arskóla ísiands, nam síðan erlend- is og auk forstjórastarfa við Ferðaskrifstofu ríkisins kenndi hann við Samvinnuskólann um árabil. Tolstov sendiráðunautur og Streltzov sendiherra. Hannes Hafstein sagði fund- inn hafa verið hreinskilinn, þar sem menn ræddu málin og skýrðu stefnu og sjónarmið ríkja sinna í hinum ýmsu mál- um er til umræðu verða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði. Kvað Hannes réttara að nefna fundinn „skoðana- skiptafund" en „samráðsfund", og hann kvaðst ekki búast við að neinar breytingar yrðu á af- stöðu ríkjanna tveggja til marg- víslegra alþjóðamála eftir fund- inn. Varðandi innrás Sovétmanna í Afghanistan, sagði Hannes, að Islendingar hefðu sérstaklega tekið það fram, að stefna ís- lensku ríkisstjórnarinnar í því máli væri óbreytt, og myndu íslendingar því styðja tillögu 32ja ríkja þriðja heimsins, um að málið yrði tekið til sérstakrar umfjöllunar á Allsherjarþing- inu. Farafanov og menn hans hafa einnig átt viðræður við íslenska utanríkisþjónustustarfsmenn um Madrid-ráðstefnuna, þar sem fjalla á um þróun mála eftir ráðstefnuna i Helsinki á dögun- um. Af hálfu íslenskra stjórn- valda tóku þátt í þeim viðræðum þeir Níels P. Sigurðsson, Ólafur Egilsson og Sveinn Björnsson. Dagsbrún samþykkir verkfallsheimild FJÖLMENNUR félagsfundur Dagsbrúnar samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum gegn fimm, verkfallsheimild til handa stjórn og trúnaðar- mannaráði. Á fundinum var ákveðið að boða til félagsfundar að nýju, ef eitthvað sérstakt gerðist í samningaviðræðunum. kvæmda þótt þeim skildist að búið væri að ákveða fram- kvæmdina. Símagjöldin við útlönd: „Vonumst eftir að hækkunin komi ekki til“ segir yfirverkfræðingur Landsímans MORGUNBLAÐIÐ kannaði hvort búið væri að ákveða hækkun á simagjöldum til út- landa með tilkomu jarðstöðv- arinnar, en til athugunar hef- ur verið hjá stjórnvöldum að leggja söluskatt á þau sámtöi. Ólafur Steinar Valdimarsson í samgönguráðuneytinu kvað ekkert ákveðið í þessum efn- um, en Gústaf Arnar yfirverk- fræðingur hjá pósti og sima kvað margt benda til að hér yrði um erfitt mál að ræða.“ „Ríkissjóður sleppir sjaldan því, sem hann getur náð í,“ sagði Gústaf, „en við vonumst til þess ennþá að þetta geti orðið jákvæð afgreiðsla og hækkunin komi ekki til.“ Aðspurður svaraði Gústaf því í sambandi við skrefataln- ingu á innanbæjarsímtöl að ekki hefði ennþá verið ákveðið hvenær hún kæmi til fram- Frá fundi íslenskra og sovéskra embættismanna í gærmorgun í utanríkisráðuneytinu. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sveinn Björnsson, Hannes Hafstein, Farafanov, Streltzov, túlkur frá sovéska sendiráðinu í Reykjavík og Tolstov, sendiráðunautur. Ljósm.: Emiiía Björnsd. Síldarstofninn leitar á fornar slóðir við Island og Jan Mayen — nái hann ákveðinni stærð, segir Gunnar Flóvenz „MÉR koma aðgerðir Norð- manna varðandi norsk- íslenska síldarstofninn, ekki á óvart, enda hef ég fylgst allnáið með framkomu þeirra í þessum málum, í langan tíma,“ sagði Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri Sildarút- vegsnefndar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi, er hann var spurð- ur álits á svari Eyvinds Bolle til Steingrims Hermannsson- ar. „Um frammistöðu okkar manna almennt í þessum samskiptum við Norðmennina vil ég ekkert segja að sinni, því það yrði aðeins til að veikja stöðu okkar eins og hún er í dag,“ sagði Gunnar ennfremur. „Af sömu ástæðu hef ég ekki talið rétt að gera athugasemdir við svar Ólafs Jóhannessonar utanríkis- ráðherra við grein minni í Morg- unblaðinu þann 10. júlí. Mér er kunnugt um að Ólafur Jóhannes- son hefur bæði fyrr og nú reynt að hafa áhrif á Norðmennina til þess Drukknaði í Norðurá MAÐURINN sem drukknaði í Norðurá s.l. fimmtudagskvöld þar sem hann var við veiðar á báti ásamt félaga sínum, hét Atli Þór Helgason. Hann var þrjátíu ára gamall til heimilis að Vallholti 13 á Akranesi og lætur eftir sig konu og þrjú börn. að leysa síldveiðimálin á viðun- andi hátt fyrir okkur, þótt það hafi ekki borið árangur til þessa. Aftur á móti virðist svo sem Ólafi hafi ekki verið skýrt nægi- lega vel frá því, sem gerðist á fundum norsk-islensku síldveiði- nefndarinnar í júní. Ég fagna því hins vegar, að Islendingar eru nú loksins að átta sig á því, þótt seint sé, að uppbygging norsk-íslenska síldarstofnsins getur skipt sköp- um um efnahagslega afkomu okkar í framtíðinni. Fiskifræð- ingar eru sammála um það, að nái þessi stofn ákveðinni stærð, muni hann halda á haf út í ætisleit að lokinni hrygningu, og benda allar líkur til þess að hann haldi þá á fornar slóðir við ísland og Jan Mayen,“ sagði Gunnar Flóvenz að lokum. Islenska andóísnefndin: Maimréttindi verði virt MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá islensku andófsnefndinni. Islenzk stjórnvöld hafa dagana 7.-8. ágúst setið að viðræðum við sérlegan sendimann Sovétstjórn- arinnar um alþjóðamál, þar á meðal lokasamþykkt um örygg- ismál Evrópu, svonefndan Hels- inki-sáttmála. Eins og kunnugt er hafa sovézk stjórnvöld þverbrotið mikilvægustu ákvæði hennar þ.e. a.s. ákvæði um mannréttindi. ís- lenzka andófsnefndin telur óeðli- legt að íslenzk stjórnvöld sitji að þessum viðræðum án þess að krefjast þess opinberlega að sov- ézk stjórnvöld virði undirritaðan sáttmála og sleppi úr haldi þeim mönnum, sem fangelsaðir hafa verið vegna baráttu sinnar fyrir því, að mannréttindaákvæði Helsinki-sáttmálans séu höfð í heiðri i Sovétríkjunum. Skemmdarverk í Hafnarfirði SKEMMDARVERK voru unnin í nýbyggingu við Brekku-byggð í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Brotnar voru 11 rúður með tvöföldu gleri, sem biðu ísetningar. Nemur tjónið hundruðum þúsunda króna. Grun- ur leikur á að krakkar hafi þarna verið að verki og er málið í rannsókn. Hitaveitustjóri um stjórnvöld: „Beðið eftir hægu andláti44 MORGUNBLAÐIÐ innti Jó- hannes Zoega hitaveitustjóra álits i gær á því að ríkis- stjórnin hefur enn einu sinni frestað afgreiðslu á beiðni Hitaveitu Reykjavíkur um gjaldhækkun. „Ég hef ekkert um það að segja," sagði Hitaveitustjóri, „það virðist vera beðið eftir hægu andláti flestra atvinnu- hátta og tiltekta í þjóðfélag- inu. Við því er víst ekkert að segja, við höfum ekkert fregn- að frá stjórnvöldum og vitum ekkert hvað þeir hugsa sér, en hjá okkur er allt í hnút og við getum ekkert hreyft okkur.“ Furðufyrirbæri yf ir Ægissíðunni „KLUKKAN var liðlega 12 á mið- nætti og mér var litið út um gluggann sem snýr út að sjónum við /Egissiðuna og þá sá ég hvar eitt- hvað sem liktist disk eða feikna stóru hjóli fór með ofsalegum hraða um himininn og leiftraði út frá þvi með eldglæringum eins og á sér stað þegar sjornuljós brennur,“ sagði Sóiveig Jónsdóttir Fornhaga 26 i samtali við Morgunblaðið i gær, en atburður þessi átti sér stað föstu- dagskvöldið 24. júli s.l. „Ég náði strax í sjónauka," hélt Sólveig áfram, „og gáði að þessu aftur en það hafði horfið bak við nálægt hús, en þá sá ég hvar eitthvað fyrirbrigði stóð kyrrt á himni á svipuðum slóðum og ég hafði séð fyrra fyrirbærið og þegar ég bar sjónaukann að því var það að sjá í útliti eins og feikn stórt grill á bíl með fjórum luktum með sterkum ljósum. Smástund var þetta kyrrt en þaut síðan burtu með ofsahraða í suðvesturátt. Aldrei fyrr hef ég séð neitt kynlegt, en með þessu fylgdist ég í 1—2 mínútur og þar sem ég sá mikinn mun á síðara fyrirbærinu með sjónaukanum hefur það ekki verið óralangt í burtu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.