Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 16
16 Bjartar nætur FERÐALEIKHÚSIÐ heldur áfram sýningum á „Light Nights" að Fríkirkjuvegi 11. Sýningarnar eru fjórar í viku fram til 31. ágúst, það er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum, og hefjast þær kl. 21 öll kvöldin. Sýningar þessar eru einkum ætlaðar enskumælandi ferðamönnum. Sveinn Sigfús Nina Kjarvalsstaðir: Nína, Sveinn og Sigfús ÞESSA dagana stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning þriggja listamanna, Nínu Gautadóttur, Sveins Björnssonar og Sigfúsar Halldórssonar. Nina Gautadóttir sýnir nú í fyrsta sinn hérlendis. A sýning- unni eru 13 veggskúlptúr-verk, sem gerð eru á árunum 1975— ’80. Nína lærði á listaskóla í París þar sem hún er einnig búsett nú. í myndir sínar notar hún aðallega netagarn og hamp. Verkin eru öll til sölu. Sveinn Björnsson hefur mál- að frá árinu 1964 og lærði við akademíuna í Kaupmannahöfn. Hann hefur mikið verið til sjós, en er nú rannsóknarlögreglu- maður. Sveinn á margar sýn- ingar að baki, en síðast sýndi hann í Kaupmannahöfn 1978. Sigfús Halldórsson hóf nám í málaralist 16 ára gamall og lærði þá hjá Birni Björnssyni og Marteini Guðmundssyni. Árið 1944 fór hann til Englands og lærði leiktjaldagerð, auk þess sem hann tók húsamálun sem aukagrein. Þetta er þriðja sýn- ing Sigfúsar. Alls eru 84 málverk eftir hann á sýningunni, þar af 52 til sölu. Sýningargestir á Kjarvals- stöðum munu fá aukaglaðning á sunnudagskvöld kl. 21, en þá munu þau Sigurveig Hjaltested og Kristinn Bergþórsson taka lagið við undirleik Sigfúsar Halldórssonar. Sýning listamannanna er opin alla daga frá kl. 14—22 og stendur til 24. ágúst. „Undirbúningsvinna er talsverð," sagði hann, „því fyrst þarf ég að fara út í skóg að finna efnivið og gera hann smíðahæfan. Síðan hefst smíðin sjálf, við skurð á trénu, sam- setningu og saumaskap. Öskjurnar eru saumaðar saman með tágum eða birkitrjárótum, sem ég hef fyrst þurrkað og rúll- að upp og síðan bleytt áður en ég nota þær. Því næst ber ég fernisolíu á Hér á landi er nú stadd- ur norskur maður, Johan Hopstad að nafni, sem þessa dagana sýnir í bókasafni Norræna húss- ins handunna muni, gerða með vinnuaðferðum frá víkingatímanum. í samtali við blm. Mbl. sagðist Johan vera u.þ.b. viku að smíða sauma- skrínu. Þar sem ekki væri hægt að vinna stöðugt að hverjum hlut yrði hann að hafa fleiri í takinu í senn. öskjuna og bíð síðan þar til hún er þornuð. Þá strýk ég yfir hana með sandpappír, þannig að hún verði ekki hrjúf við- komu.“ Johan Hopstad var spurður um áhuga fólks á þessari starfsemi. Kvað Askja sem Johan Hopstad smíð- aði sérstaklega fyrir íslands- ferðina. Eins og sést á mynd- inni eru öll samskeytin saumuð saman en ekki límd. Norðmaðurinn Johan Hopstad sem um þessar mundir sýnir ýmsa gagnsmuni úr tré og næfri i bókasafni Norræna hússins. „Þó að vinnu- aðferðin sé aldagömul þá tel ég að menn eigi að fylgja kröfum tímans66 hann mikla aðsókn vera að námskeiðum sem hann héldi og kæmust færri að en vildu. „Ég tek aðeins átta nemendur í einu því ég vil að þeir læri þessi handbrögð vel, og ég vil geta sinnt þeim, svarað spurningum þeirra, þann- ig að þeir geti síðar meir leiðbeint öðrum og þessi handbrögð gangi frá einni kynslóð til annarrar. Það er mér sérstök ánægja hve ungt fólk sýn- ir þessu mikinn áhuga og ég held að það sé orðið þreytt á allri fjöldafram- leiðslunni og vilji skapa eitthvað sjálft, en ekki taka við einhverju fjölda- framleiddu sem er notað aðeins í skamman tíma og síðan hent. Þó að vinnuaðferðin sé aldagömul þá tel ég að menn eigi frekar að fylgja kröfum tímans en smíða eingöngu eftirlíkingar af safngripum. Það er mín skoðun að menn eigi að reyna að skapa eitthvað nýtt, því það er mannin- um áskapað. En það er alls ekkert verra að kunna að smíða muni eins og þeir voru í gamla daga.“ Johan Hopstad er þrænskur að uppruna en býr nú í Bodö. Hann hefur stundað handavinnu- kennslu en hann fékk áhuga á þessari gömlu vinnuaðferð fyrir aðeins nokkrum árum. Hann er algjörlega sjálfmenntaður á þessu sviði því að enginn sinnti þessari iðju áður en hann hófst handa. Á síð- astliðnum tveimur árum hefur Johan haldið sex sýningar og allsstaðar vakið mikla eftirtekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.