Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 27 íslendingar skulda landinu enn helmnginn af þeim gróðri sem hér var við landnám UM þessar mundir er áburðardreifingu með flugvél- um Landgræðslu ríkisins í landgræðslugirðingum víða um land að ljúka. Dreift hefur verið hátt á þriðja þúsund smálesta af áburði, og er þá lokið að dreifa áburði sem keyptur hefur verið fyrir þjóðargjöfina svonefndu. Að sögn Stefáns H. Sigfússonar fulltrúa landgræðslustjóra eru þó vonir bundnar við að ekki verði dregið úr áburðardreifingu í landgræðslugirð- ingum, þótt þjóðargjöfin sé uppurin, heldur verði gerð ný áætlun um landgræðslu- og gróðurvernd, sem tekið verði til við á næsta ári, því ennþá skuldi Islendingar landinu helminginn af þeim gróðri sem hér var við landnám. Morgunblaðsmenn skruppu að Gunnarsholti í vikunni, en þar er miðstöð áburðardreifingarinnar sunnan jökla. Var skroppið í dreifingarflug með stærri dreif- ingarvélinni, Páli Sveinssyni, sem tekur fjórar smálestir af áburði í hverri ferð. Flugmenn í ferðinni voru þeir Ingi Olsen og óskar Sigurðsson, sem alla jafnan stjórna DC-8 þotum á N-Atlants- hafsflugleiðinni, en eins og svo margir aðrir flugmenn gera yfir sumarmánuðina, lögðu þeir í þetta skipti ókeypis fram krafta sína þeim tilraunum að græða upp landið. Þeir voru í sinni 12. ferð er Morgunblaðsmenn slógust í för- ina, og skyldi nú haldið inn að Sölvahrauni milli Valfells og Þjórsár. Með í ferðinni var Stefán H. Sigfússon, sem hefur yfirum- sjón með dreifingunni. Á ferðinni uppeftir var flogið yfir svæði þar sem áburði hefur verið dreift á undanfarin ár og kom þá betur í ljós en okkur hafði órað fyrir hver árangur hefur orðið af þessu uppgræðslustarfi. Þar sem áður var örfoka land og berangur mátti nú sjá gróður- ræmur eins og strik á blaði, hlið við hlið, hverja af annarri á stórum svæðum. Þarna höfðu fræ- in fest rætur, og með tíð og tíma gróa ræmurnar saman og mynda samfelld gróðurbelti. Stefán Sigfússon sagði að alls væru landgræðslugirðingarnar um 2% af heildarflatarmáli landsins, og væri nú svo komið, að vart þyrfti að sá frekar í sumar þeirra, þær væru nær fullgrónar. Stefán sagði að fyrst og fremst væri sáð í foksvæði, og jafnframt væri reynt að styrkja mótstöðuafl þess gróðurs sem fyrir væri, eða næði að skjóta rótum. ísland væri harðbýlt land, þar sem óblíð veðrátta og fokgjarn eldfjallajarð- vegur gerði stór svæði viðnámslít- il gegn hvers kyns álagi eða nytjum. Talið væri, að fljótlega eftir að landið var fullnumið, hefði tekið að halla undan fæti fyrir gróðurlendum landsins á stórum landsvæðum. Ljóst væri að í sumum landshlutum, eins og í Þingeyjarsýslum og í Rangár- þingi, hefði gróðureyðing geysað um aldir, og að allt fram til síðustu aldamóta hafi menn ekki fengið rönd við reist. Áburðar- dreifingin færi nú einkum fram í þessum landshlutum, en einnig væri dreift á t.d. Reykjanesi. Markmiðið væri hefting jarð- og sandfoks og græðsla góðurlausra og gróðurlítilla landsvæða. Upp- haf og orsakir jarðvegseyðingar væru nokkuð mismunandi, en oftast leggðust þó margir þættir á eitt, einkum versnandi loftslag, öskugos og eldvirkni. Viðnáms- þróttur landsins gegn þessum eyð- ingaröflum réðist oft af því hversu mikið beitarálagið á hin ýmsu svæði væri. Smávægilegar breyt- ingar á meðalhita gætu þó ráðið því hvort nýgræðingur festi fót- festu eða hvort eyðingaröflin væru allsráðandi. Reynslan hefði sýnt að girða þyrfti af foksvæðin og friða þau og væru nú 100 svæði af því tagi í 12 sýslum landsins. Áburðarflugvél var fyst tekin í notkun árið 1957, en bylting varð í afköstum þegar Douglas DC-3 vélin, Páll Sveinsson, var tekin í notkun 1973. Það kom fram í heimsókninni að Gunnarsholti, að vegna land- græðslustarfsins væri gróðureyð- ingin nú mun hægari en áður. Þó væri gróður sumsstaðar nýttur af handahófi og víða umfram það sem hann þolir. Enn fyki úr víðáttumiklum sandflæmum og veldur það stórskemmdum á nær- liggjandi gróðurlendum, og væru verkefnin á sviði áburðardreif- ingar og landgræðslu því enn óþrjótandi. Gróður og jarðvegs- eyðing væri örust á milli 100 og 400 m hæðar yfir sjávarmáli, og væri uppblástursjaðarinn víða kominn niður fyrir 400 metra hálendislínuna. Hefting jarðvegs- eyðingar á hálendi væri stórum örðugri en á láglendi sökum lé- legri gróðurskilyrða, snjóþyngsla, skorts á hæfum plöntum, o.fl. Því hafði höfuðáherzla verið lögð á að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu í byggð, þ.e.a.s. á því landi sem væri fyrir neðan 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Það tók ekki langan tíma að losa Pál Sveinsson við fjórar smálestir af áburði yfir Sölvahrauni, en líklega verður árangurinn af dreifingunni þó varanlegri. Hver ferð tók aðeins rúmar 20 mínútur, og á meðan flogið var inneftir blönduðu vaskir piltar áburöinn í sérstakt trog á bifreið, sem sér- staklega hefur verið úr garði gerð til að fylla áburðartanka flugvél- arinnar. Þegar vélin hefur numið staðar á flugvellinum er bifreið- inni ekið upp að flugvélinni og áburðinum dælt um sérstakan stút í op á þaki flugvélarinnar. Aöeins tekur fáar mínútur að fylla geyma vélarinnar, og því hægt að dreifa tugum tonna á degi hverj- um. Einnig er notuð flugvél sem ber 850 kg í hverri ferð, TF-TÚN, ný flugvél sem keypt var til landsins í vor, og flýgur hún venjulega aðeins í tveggja til fimm metra hæð yfir jörðu, en „Þristurinn" flýgur jafnan ekki niður fyrir 200 fet yfir jörðu. Páll Sveinsson er merkileg flugvél fyrir þær sakir, að hann er fyrsti „þristurinn" sem íslend- ingar eignast, keyptur af banda- ríska hernum árið 1946. Hefur vélinni samtals verið flogið í tæpar 24 þúsund klukkustundir frá því að hún var smíðuð á seinni hluta árs 1942, en ekkert var vélinni þó flogið á árunum 1948 tii 1954, þar sem hún var þá í lamasessi eftir að hafa skemmst við það að lenda út af braut á Keflavíkurflugvelli í hálku. Skekktist hún þá m.a. en var svo byggð upp hér á landi aftur, og reyndist enn hinn besti farkostur. —ágás. Meðan Páll Sveinsson er í flugi blanda starfsmenn Land- græðslunnar næsta skammt i sérstakt trog á þar til gerðum bíl. Á myndinni má sjá Pál Sveinsson i flugtaki. Uósm. Mbl. RAX Stefán H. Sigfússon og Ingi ólsen virða fyrir sér árangurinn af áburð- ardreififiuginu i landgræðslugirðing- um á leið upp i Sölvahraun i dreififlug. Fylling sett á áburðartank Páls Sveinssonar á flugvellinum i Gunn- arsholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.