Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 177. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tyrkland: 22 dæmdir til dauða í einu Adana. Tyrklandi, 8. ágúst. AP. HERDÓMSTÓLL í Tyrklandi dæmdi i dag 22 hægrisinnaða ofgamenn til dauða fyrir að hafa borið ábyrgð á dauða 111 manna í átökum. sem brutust út miili hægri og vinstri sinna i desember 1978. Fjórtán sakborningar voru dæmdir i ævilangt fangelsi og 304 fengu styttri fangeisisdóma. Aðrir sakborningar, 411 að tölu. voru sýknaðir af ákærum. Ekki Pólland: hafa áður verið jafnmargir i einu á sakborningabekk i dómsmáii i Tyrklandi. Saksóknarar í málinu höfðu krafizt dauðadóms yfir 330 hinna ákærðu, en þeir eru félagar í hægri sinnaðri hreyfingu Múham- eðstrúarmanna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í eitt ár og á meðan hafa tveir sakborningar látizt og tvær konur í hópi hinna ákærðu alið börn. Enn verkföll Varsjá, 8. ámist. AP. SORPHREINSUNARMENN í þremur borgarhverfum i Varsjá eru i verkfalli og hafa krafizt hærri iauna og tryggingar fyrir auknu kjötframboði, að þvi er heimildir i röðum andófsmanna greindu frá í dag. Verkfalismenn Kennedy vongóður New York, 8. ágiist. AP. EDWARD Kennedy öldunga- deildarþingmaður fullyrti i dag við komu sina á landsþing demókrata i New York, að hann ætti enn góða möguleika á að hreppa útnefningu flokks sins til forsetaframboðs. Sagði Kennedy starfsmenn sina hafa rætt þessi mál við fjölda væntan- legra fulltrúa á þinginu og gæfu þau viðtöl sér góðar vonir. Landsþing demókrata hefst á mánudag í New York. Kennedy kemur á þingið með 1234 full- trúa, en Carter forseti hefur tryggt sér stuðning 1985 fulltrúa. Til að hljóta útnefningu í for- setakjör þarf stuðning 1666 full- trúa. Stuðningsmenn Kennedys beina nú kröftum sínum að því að fá þingsköpunum breytt á þann veg, að fulltrúar geti gengið óbundnir til fyrstu atkvæða- greiðslu. Kennedy hefur neitað að lýsa því yfir að hann muni styðja Carter í kosningabaráttunni hljóti Carter útnefningu flokks- hafa einnig krafizt launauppbót- ar fyrir heilsuspiilandi störf. Borgaryfirvöld hafa fengið aðra verkamenn til að hreinsa sorpið í borgarhverfunum þremur, en það hefði ella legið í haugum og rotnað í hitum sumarsins. Að sögn and- ófsmanna fengust þeir sem nú hreinsa sorpið aðeins til þess á grundvelli þess, að þeir væru að koma í veg fyrir að sjúkdómar bærust út. Sömu heimildir greindu frá því í dag, að á fimmtudag hafi lokið verkföllum ýmissa starfshópa í spunaverksmiðjum í borginni Lodz, um 140 kílómetrum frá Varsjá. Verkföllunum lauk með því að verkfallsmenn fengu launa- hækkanir, en ekki er Ijóst hve miklar þær eru. Fellibylurinn stefnir á Texas FELLIBYLURINN Allen stefnir nú á ofsahraða á suðurströnd Texas og var í gærkvöldi búist við að hann skylli á ströndina laust fyrir hádegi í dag, laugardag. 87 manns hafa látizt af völdum fellibylsins á eyjum í Karíbahafi undanfarna daga. Allen fer með um 30 km hraða á klukkustund en vindhvið- urnar eru um átta sinnum öflugri. Loftþrýstingurinn í miðju fellibyls- ins er um 900 millibör og hefur aðeins einu sinni áður mælzt minni loftþrýstingur í fellibyl á þessum slóðum. A efri myndinni má sjá hvernig Allen lítur út á mynd, sem tekin var frá gervitungli og neðri myndin sýnir fjallháar öldurnar, sem felli- bylurinn myndar. (AP myndir) Bakhtiar stofnar samtök gegn valdhöfum í Iran Teheran, París, 8. ájfúst. AP. SHAPOUR Bakhtiar íyrrum forsætisráðherra írans til- kynnti i Paris í dag, að hann hefði stofnað samtök til að berjast gegn núverandi vald- höfum í Teheran. í yfirlýs- ingu, sem send var frá heimili Bakhtiars i Paris, skoraði hann á alla írani að taka þátt i þessari baráttu og frelsa iand- ið úr klóm þeirra spilltu, fávisu einræðisafla, sem nú réðu þar rikjum. íransstjórn hótaði í dag að kalla heim sendiherra sinn í Moskvu, hætti Sovétmenn ekki stuðningi sínum við Irak. Iranski sendiherr- Nota Sovétmenn sýkla- vopn í Afganistan? Wa.shinKt«n. Nýju Delhi, 8. águst. AP. BANDARÍSKA utanrikisráðu- neytið birti i dag skýrslu, þar scm greint er frá rúmlega 100 atvikum, þar sem sannað þykir að sovézkum sýklavopnum hafi verið beitt i Afganistan, Laos og Kambódiu. Segir i skýrsl- unni, að sum þessara vopna geti valdið dauða, en önnur ýmsum sjúkieika. Dregið hefur úr bardögum í Afganistan undanfarið, að því er vestrænar heimildir í Kabul herma, en útvarpið í Kabul skýrði þó frá því í dag, að stjórnarherinn hefði banað 28 uppreisnarmönnum í einu norð- urhéraða landsins. Afganski herinn hefur verið látinn skerast í leikinn og jafna deilur milli bíleigenda, leigubíl- stjóra og annarra þeirra, sem þurfa að nota benzín í Kabul. Benzín hefur mjög verið af skornum skammti í Afganistan undanfarið og hefur hver kaup- andi aðeins getað fengið kevpta fimm lítra í einu. Hefur oft komið til handalögmála í Kabul vegna þessa, að því er vestrænir heimildarmenn segja. ann í Moskvu sakaði Sovétmenn í dag um að senda Irökum vopn, sem notuð séu til árása á tran og sagði að eðlilegt stjórnmálasam- band milli Sovétríkjanna og írans gæti ekki haldið áfram á meðan þannig væri í pottinn búið. Búizt er við því að Bani-Sadr forseti írans tilnefni nýjan for- sætisráðherra á næstu dögum. Teheran útvarpið gerði því í dag skóna, að Muhammed AIi Rajaie menntamálaráðherra yrði fyrir valinu. Bani-Sadr dró nýlega til baka fyrri tilnefningu sína í þetta embætti. íransþing mun fjalla um tilnefninguna og sætti það sig við ákvörðun forsetans getur það því næst snúið sér að því að fjalla um örlög bandarísku gíslanna í land- Um 800 íranskir námsmenn og stuðningsmenn þeirra fóru í dag í göngu í Washington til að lýsa yfir stuðningi við stjórn Khomein- is. Gangan fór friðsamlega fram, en mikið lögreglulið var viðbúið því að grípa í taumana, ef á göngumenn hefði verið ráðizt. ítalska lögreglan tók í dag í sína vörzlu 22 írani sem efnt höfðu til mótmæla í Péturskirkjunni í Róm. Vildu íranimir ná tali af páfa og mótmæla meðferð á írönskum stúdentum í Bandaríkjunum og Evrópulöndum. 70 þúsunda minnzt í dag í Nagasaki í DAG eru 35 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél varp- aði kjarnorkusprengju á borgina Nagasaki í Japan. Mikil minn- ingarathöfn verður í borginni af þessu tilefni og verður hún til- einkuð vonum manna um allan heim um frið. Sjötíu þúsund manns fórust 9. ágúst 1945 í kjarnorkuárásinni á Nagasaki. Þremur dögum áður var sams konar sprengju varpað á Hiro- shima og fórust þá um 100 þúsund manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.