Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 11 Godod eftir JOHANN HJÁLMARSSON áfram. Eins konar örlagavald- ur verksins er Apal sem alltaf vill sofa. Hann gerir sér grein fyrir hvert stefnir, en gerir ekkert til þess að koma í veg Að leiðarlokum: Gunnar Rafn Guðmundsson (Climando). Eggert fyrir það. Hann vaknar öðru Þorleifsson (Apal) og Þröstur Guðbjartsson (Lögreglumaður). Arrabals er dauðinn Umrenningarnir Mita og Climando: Guðrún Gisladóttir og Gunnar Rafn Guðmundsson. hverju til að leggja á ráðin og ráð hans eru til þess fallin að koma félögum hans í vanda. Önnur ráð virðast ekki vera til. Arrabal hefur gaman af orðaleikjum eins og fram kem- ur í rökræðum Climandos og Gamla flautuleikarans. Spænskur uppruni hans segir til sín í ljóðrænum súrreal- isma sem bregður fyrir. Text- inn er víða hnyttinn, ýmist einfaldur eða margræður. Mest áberandi meinlegt háðið. í Þríhjólinu reynir mikið á þann sem leikur Climando. Hið barnslega og einlæga í fari hans tókst Gunnari Rafni Guðmundssyni að túlka, en eitthvað skortir þó. Gunnar Rafn hefur hvella rödd sem getur orðið of há. Ég býst við að þetta sé auðvelt að laga með því að leikarinn gæti hófs, enda ætti leikstjórinn að geta bent honum á það. Guðrún Gísladóttir er leik- kona sem leikur á marga strengi og átti hún auðvelt með að setja sig inn í heim Mítu sem gleðst þótt veröld hennar sé að hrynja. Viðar Eggertsson náði mjög góðum tökum á Gamla flautu- leikaranum, minnir á ösku- tunnugramsara sem allar borgir eiga nóg af. Apal Eggerts Þorleifssonar var gagnhugsað hlutverk. Lögreglumanninn sem talar annað mál en umrenningarnir lék Þröstur Guðbjartsson og dró upp sannfærandi mynd af fulltrúa kerfisins, þ.e.a.s. dauðans samkvæmt skilgrein- ingu Arrabals. Þríhjólið er dæmigert verk sjötta áratugar. Leikstjóri, ljósamaður og leikmyndasmiður eiga ásamt leikurunum þakkir skildar fyrir hve upprifjun hins dap- urlega andrúmsloftg þessa tíma tekst vel. Þýðingin er góð, en ívið hátíðleg á köflum. Alþýðuleikhúsið: ÞRIHJÓLIÐ eftir Fernando Arrabal. Þýðing: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen. UMRENNINGAR Arrabals minna um margt á umrenn- inga Becketts. Þríhjól Arra- bals var frumflutt 1958, Beðið eftir Godod eftir Beckett 1953. Hugsa mætti sér að þríhjól- ið sé eins konar svar við Beðið eftir Godod. Leikrit Becketts endar á því að biðin heldur áfram. Arrabal lætur „frelsi" umrenninganna frá niðurlægj- andi lífi birtast í komu lög- reglunnar sem fer með tvo þeirra í fangelsi, en ljóst er að síðan verða þeir líflátnir. Hin- ir sem eftir verða fá þríhjólið og auk þess yfirhöfn og stígvél sem hinir dauðadæmdu hafa ekkert með að gera. Tveir hverfa úr þessu lífi, tveir eru hinir kátustu yfir framvind- unni. Lífið er að vísu tilgangs- laust, en þó ekki með öllu. Umrenningar Arrabals eru flestir þyrstir í að lifa, en aftur á móti setur þreytan mark sitt á umrenninga Beck- etts. Godod Þríhjólsins er enginn Guð heldur dauðinn. Umrenn- ingarnir sem kunna ekki mun á réttu og röngu myrða mann til þess að geta leigt hjólið Lelkllst fi húsgögn kynna I ■fHllBfllHtMaifBHfllllP Höfum opnað glæsilega húsgagnasýningu í verzlun okkar að Langholtsvegi 111. Gífurlegt úrval húsgagna á 800 fermetrum. Við höfum m.a. byggt heila íbúð á svæðinu sem gefur góða hugmynd um hvernig raða má húsgögnunum. Opið frá kl. 9—9 í dag Sýningin stendur yfir frá 23. ág. — 7. sept. -húsgögn Símar 37010 — 37144

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.