Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
Erindi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur 6. ágúst
Björn Friðfinnsson:
Vaxandi flótta-
mannastraumur
Það er gömul saga og ný, að fólk
taki sig upp frá heimkynnum
sínum og haldi á aðrar slóðir.
Þannig hefur mannkynið dreifst
um plánetuna og saga þess fjallar
mikið um einstaka atburði á þeirri
vegferð. Ástæður slíkra þjóðflutn-
inga eru margvíslegar; styrjaldir,
stjórnarfar, hungur og drepsóttir
eða sú ástæðan, sem Loftur heit-
inn Guðmundsson rithöfundur
hnyttilega nefndi í þessum ljóðlín-
um:
»fríð er i draumi dalakarls
dajfsláttan sunnan heiðar.“
Eftir því sem mannkynið hefur
margfaldast og uppfyllt jörðina,
Á ég
„ónumdum" landssvæðum hefur
fækkað og landamæri og yfirráða-
svæði hafa orðið áþreifanlegri,
hafa fleiri tálmar risið fyrir því
fólki, sem flytja vill sig úr stað. Á
sama tíma hefur sá hópur stöðugt
farið stækkandi.sem ekki telur sér
vært af ýmsum ástæðum í ætt-
löndum sínum.
Mannkynið er nú um 4 milljarð-
ar manna og á hverju ári hækkar
talan um ca. 80 milljónir. Þrýst-
ingur af völdum fólksfjölgunar-
innar ásamt afleiðingum af hrað-
fara þjóðfélagsbreytingum eru
meginástæða þess, að samfélag
þjóðanna glímir nú við vaxandi
flóttamannavandamál.
Níu milljónir
flóttamanna
Meðlimir Sameinuðu þjóðanna
hafa gengizt undir takmarkaða
samábyrgð, sem ekki þarf að rekja
hér, en sem byggir á þeirri
meginreglu, að menn skuli gæta
bróður síns. Það boðorð er svo
misjafnlega haldið, jafnt nú sem
áður. En samþykktir Sameinuðu
þjóðanna leiða til afskipta sam-
takanna af flóttamannamálum og
telja þau nú að vandamál um 9
milljóna flóttamanna séu nú
óleyst. (Þar af eru 6 milljónir
skilgreindar sem flóttamenn —
refugees og 3 milljónir sem upp-
flosnað fólk — displaced persons).
Af þessum fjölda eru 1,8 millj-
ónir Palestínumanna, 1,6 milljónir
Ethíópíumanna, a.m.k. 700 þús.
Afghana, 350 þús. Víetnama, 290
þús. Kambodíumanna, 100 þúsund
Haítimanna og 85 þúsund manna
frá ríkinu Chad í Afríku. Er þá
ekki allt talið, svo sem flóttamenn
frá Rhódesíu, sem nú streyma
heim frá nágrannaríkjunum og
flóttamenn frá ýmsum ríkjum
Suður- og Mið-Ameríku, þar sem
stjórnmálaókyrrð hefur farið vax-
andi að undanförnu.
I samanburði við þessar tölur,
voru „þjóðflutningarnir miklu",
sem svo eru nefndir í mannkyns-
sögunni, harla Iítilfjörlegir að
tölunni til.
Pólitískir flóttamenn
og flóttamenn af
efnahagslegum
ástæðum
Flóttamenn má^lokka á marg-
an veg. Eftir þeim ástæðum, sem
knúið hafa þá til að flýja ættland
sitt, er þeim m.a. skipt í pólitíska
flóttamenn og flóttamenn, sem
flýja af efnahagslegum ástæðum.
Ég hefi stundum skýrt þessa
skiptingu með því alvörulitla
dæmi, að í fyrri flokknum séu t.d.
hagfræðingar, en í þeim seinni
fórnarlömb þeirra. Um fyrri
flokkinn er til alþjóðasamþykkt
frá 1951 með viðauka frá 1968,
sem fjöldi ríkja er aðili að. Hún á
rætur sínar að rekja til vanda-
mála þess fjölda fólks, er flosnaði
upp í tveimur stórstyrjöldum Evr-
ópuþjóða á þessari öld og stjórn-
málaástandinu í. Evrópu milli
styrjaldanna og eftir síðari heim-
styrjöldina.
Um síðarnefnda flokkinn gilda
engar alþjóðasamþykktir og sann-
ast sagna, standa menn nú nær
ráðþrota gagnvart því vandamáli.
íslendingar eru aðilar að sátt-
málanum um pólitíska flótta-
menn, en segja má, að það sé fólk
sem flúið hefur heimalandið af
stjórnmálalegum ástæðum og fær
ekki aftur snúið í bráð án þess að
eiga refsingu yfir höfði sér. Sátt-
málinn hefur að geyma nánari
skilgreininaratriði, ákvæði um
rétt og skyldur viðtökulands slíkra
flóttamanna og um réttindi flótta-
mannanna. (Nýlega flutti próf-
essor dr. Hans Gammeltoft-
Hansen frá Kaupmannahafnar-
háskóla athyglisvert erindi hér á
landi um ýmis úrlausnarefni
flóttamannaréttar og um alþjóða-
sáttmála þar að lútandi).
íslendingar tóku við nokkrum
flóttamönnum, sem hingað flúðu
vegna ofsókna, sem þeir áttu yfir
höfði sér í þriðja ríki Þýzkalands,
tekið var við nokkrum flótta-
mönnum, sem fluttir voru hingað
úr flóttamannabúðum í Austur-
ríki eftir að hafa flúið frá Ung-
verjalandi í uppreisninni 1956 og
nú nýlega höfum við tekið við
litlum hópi flóttamanna frá Víet-
nam, sem flúið höfðu land, ýmist
vegna fyrri tengsla við stjórnvöld
S-Víetnams eða sökum þess, að
þeir eru af kynstofni, sem talinn
er „óæskilegur" af nýjum valdhöf-
um. I tveimur síðarnefndu tilvik-
unum hefur reynt á samnings-
skyldur okkar skv. áðurnefndum
alþjóðasáttmála. Auk þess hefur
stundum reynt á sáttmálann í
sambandi við einstaklinga, sem
hingað hafa borist með ýmsu
móti.
Vandamál pólitískra flótta-
manna er erfitt úrlausnar, en það
er þó aðeins brot af flóttamanna-
vandamálinu í heild. Flestir þeirra
flóttamanna, sem í dag dvelja í
flóttamannabúðum eru á flótta
undan tímabundnum vandamál-
um, er ógna lífi þeirra og afkomu.
Margir þeirra hyggja á heimför,
þegar núverandi ástandi léttir í
upprunalöndum þeirra, en aðrir
flýja í von um leyfi til búsetu í
öðru ríki.
Flóttamannafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna
Sameinuðu þjóðirnar hafa frá
stofnun fjallað um málefni flótta-
manna. Komið hefur verið á fót
embætti flóttamannafulltrúa, sem
á enskri tungu nefnist United
Nations High Commissioner for
Refugees, skammstafað UNHCR. í
því embætti situr í dag danski
stjórnmálamaðurinn og guðfræð-
ingurinn Paul Hartling og hefur
hann gegnt því af miklum dugn-
aði. (Þjóðabandalagið glímdi einn-
ig við vandamál flóttamanna, m.a.
frá Rússlandi og Tyrklandi. Fyrsti
flóttamannafulltrúi þess var
Norðmaðurinn Fridthiof Nansen,
sem skipaður var árið 1921.)
UNHCR hefur aðsetur í Genf og
er þar um að ræða fámenna
stofnun, skrifstofu, sem reynir að
hafa yfirlit um flóttamannavanda-
mál, er upp koma og að samræma
störf hjálparstofnana við úrlausn
þeirra. Stofnunin hefur sjálf ekki
yfir neinu hjálparliði að ráða, það
sækir hún til hinna ýmsu hjálpar-
stofnana, sem starfa á alþjóðleg-
um grundvelli. Hún annast hins
vegar stundum skipulagningu
fjáröflunar til flóttamannaaðstoð-
ar og hún er í stöðugu sambandi
við hinar ýmsu ríkisstjórnir í gegn
um sendifulltrúa þeirra í Genf.
Hjálparstarfið við flóttamenn
er í flestum tilvikum framkvæmt
Björn Friðfinnsson.
Nokkur
orð um
flóttamanna-
vandamálið
af hjálparstofnunum, sem fá fé til
starfsemi sinnar með frjálsum
framlögum einstaklinga um allan
hinn vestræna heim svo og frá
ríkistjórnum bæði þar og í sósíal-
ískum ríkjum. Hér má nefna
stofnanir eins og Rauða krossinn,
sem reyndar greinist í tvennt,
annars vegar Alþjóðaráð Rauða
krossins (ICRC), sem er hinn
svissneski hluti hreyfingarinnar
og hins vegar Alþjóðasamband
Rauða kross félagá (LRCS), sem
er samband allra landsfélaga
Rauða krossins. Einnig má hér
nefna ýmis hjálparsamtök, sem
eiga sér bakhjarl í trúfélögum eins
og t.d. Caritas, þ.e. hjálparstofnun
kaþólsku kirkjunnar og Hjálpar-
stofnun Lútherska heimssam-
bandsins. Þá má sérstaklega geta
um brezku hjálparstofnunina Ox-
fam.
Hjálparstofnanirnar semja yf-
irleitt við UNHCR um yfirtöku á
einstökum verkefnum, sem þær
kosta síðan og framkvæma undir
yfirumsjón UNHCR, er greiðir
fyrir starfinu með heildarskipu-
lagningu og diplómatískum sam-
böndum sínum. Einnig koma fleiri
stofnanir Sameinuðu þjóðanna oft
inn í myndina, svo sem Alþjóða
heilbrigðisstofnunin (WHO) og
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF), en þær hafa mjög
takmarkaða fjármuni til ráðstöf-
unar miðað við verkefni þeirra.
Kostnaður við hjáiparstarfið er að
langmestu leyti borinn af hjálpar-
stofnunum, en oft á tíðum styðja
ríkisstjórnir líknarsamtök í ríkj-
um sínum til þátttöku í starfinu
með fjárframlögum og með þvi að
lána starfslið og tæki til þeirra. Af
stjórnmálalegum ástæðum er auð-
veldara fyrir alþjóðlegar hjálpar-
stofnanir að sinna aðstoð við
flóttamenn, en fyrir hjálparlið,
sem erlendar ríkisstjórnir kynnu
að senda beint.
Þáttur íslendinga
í hjálparstarfi
við flóttafólk
Aðildarríki Sameinuðu þjóð-
anna greiða nokkur framlög til
embættis flóttamannafulltrúans í
Genf, en þar er um tiltölulega
lágar fjárhæðir að ræða. (Framlag
íslands 1980 er 8 mkr. auk 6,5 mkr.
framlags til aðstoðar við Palestínu-
flóttamenn). Hins vegar hafa
ýmsar ríkisstjórnir svo sem í
Skandinavíu, Hollandi og Austur-
ríki lánað embættinu starfslið, því
að kostnaðarlausu. Hefur þetta
einkum verið nú upp á síðkastið,
en að öðrum kosti hefði flótta-
mannafulltrúinn eigi getað sinnt
hlutverki sínu án margföldunar á
fjárframlögum aðildarríkjanna.
Islendingar geta ekki vikist
undan því að taka þátt í hjálpar-
starfinu fremur en aðrar þjóðir,
sem bera höfuðið hátt í alþjóða-
samskiptum. Krafan um sam-
ábyrgð og samkennd manna er ein
af þeim grundvallarreglum, sem
við höfum kosið að starfa eftir,
jafnt í þjóðfélagi okkar sem á
alþjóðavettvangi. Aðstoð við flótta-
fólk er líka mikilvægur liður í því
að viðhalda friði í heiminum og
mætti e.t.v. segja, að við værum að
kaupa okkur nokkra tryggingu
gegn ófriði með því að verja
fjármunum til aðstoðar við flótta-
menn.
Ég ætla að nefna hér sérstak-
lega nokkur atriði í þessu sam-
bandi.
Aðstoð við Flótta-
mannaíulltrúa Sam-
einuðu þjóðanna
1. íslendingar gætu léttilega lagt
meira af mörkum til embættis
flóttamannafulltrúans, bæði
með fjármunum og með því að
lána því starfsmenn, sem
launaðir væru af íslenzka rík-
inu. Lán á hæfum starfs-
mönnum kemur sér ekki ein-
göngu vel fyrir flóttamanna-
stofnunina, sem þarfnast auk-
ins starfsliðs við ýmis skipu-
lags- og stjórnunarstörf. Það
kemur sér einnig vel fyrir þær
ríkisstjórnir, sem starfsemina
lána, þar eð starfsmennirnir
öðlast þar verðmæta þjálfun
og innsýn í torleyst vandamál,
sem lengi verður ofarlega á
baugi í alþjóðlegum samskipt-
um. Þeir öðlast einnig ýmis
persónuleg sambönd, sem að
gagni geta komið síðar á
embættisferli. íslendingar eru
í hópi þeirra þjóða, sem njóta
trausts á alþjóðavettvangi og
ekki verða grunaðir um „heim-
svaldastefnu", sem margar
þjóðir, er hjálpar njóta eru
mjög á varðbergi gegn.
Aðstoð við
hjálparstofnanir
2. Islendingar hafa iðulega lát-
ið verulegt fé af hendi rakna
við hjálparstofnanir, bæði við
Rauða krossinn og við Hjálp-
arstofnun kirkjunnar, fé, sem
síðan hefur verið varið til
hjálparstarfs við flóttamenn
eða til þeirra, sem orðið hafa
fyrir miklum áföllum af völd-
um náttúruhamfara og styrj-
alda.
Á sl. ári var talsverðu fé
safnað hér á landi til hjálpar-
starfs á meðal flóttamanna
frá Víetnam og Kambódíu.
Rauði krossinn lagði einnig
fram fé til þessa málefnis af
öðrum tekjum sínum. Auk
aðstoðarinnar við flóttafólk í
SA-Asíu, sendi hann lækni til
Rhodesíu um þriggja mánaða
skeið, sem m.a. starfaði við að
hlúa að fólki, er flosnað hafði
upp af völdum borgarastyrj-
aldarinnar þar.
Ríkisstjórnin lagði eins og
kunnugt er fram fé til þess að
sækja og taka við hópi 34
flóttamanna og hún lét einnig
aukaframlag af hendi rakna
til hjálparstarfa við flótta-
menn í SA-Asíu.
Rauði krossinn sendi hjúkr-
unarlið til Thailands á síðasta
ári og starfaði það þar við að
hlúa að flóttafólki frá Kambó-
díu um 3ja mánaða skeið.
Rauði krossinn tók síðan upp
samstarf við RK-félög hinna
Norðurlandanna um að senda
samnorrænt hjúkrunarlið til
Thailands.
Er íslenzk hjúkrunarkona nú að
ljúka starfi sínu í slíku norrænu
liði og önnur hjúkrunarkona er á
leiðinni héðan til Thailands í því
skyni að leysa hana af. Þá starfar
nú íslenzkur verkfræðingur á veg-
um Rauða kross íslands við rekst-
ur flóttamannabúða í Indónesíu.
Þess skal getið, að nú hefur náðst
samkomulag við ríkisstjórnina um
að heilbrigðisyfirvöld greiði laun
hjúkrunarfólks, sem sent verður.
til aðstoðar við flóttafólk skv.
nánari samkomulagi, en Rauði
krossinn mun greiða annan kostn-
að.
Hjálparstarfið við flóttafólkið
frá Víetnam og Kambódíu og
hjálparstarfið innan Kambódíu er
erfitt og risavaxið verkefni, sem
enn sér ekki fyrir endi á.
Flóttafólkið frá Víetnam getur
ekki snúið heim á ný og því verður
að útvega rétt til búsetu í öðrum
ríkjum. Erfiðlega gengur að koma
því fyrir, enda verulegur kostnað-
ur því samfara fyrir viðtökuríkin.
Þó skal þess getið, að hér er um að
ræða fólk, sem fellur vel inní
vestræn samfélög og hefur hvar-
vetna á sér orð fyrir dugnað og
góðar gáfur. íslendingar voru á sl.
ári beðnir að taka við 50 flótta-
mönnum úr þessum hópi og stóð
það í sambandi við aðgerðir flótta-
mannafulltrúa Sameinuðu þjóð-
anna til að fá ríkisstjórnir Malay-
síu og Indónesíu til þess að sýna
flóttafólkinu aukna mannúð, en
Úr flóttamannabúðum á Bidon-eyju undan strönd Malasíu. Ljó«m. Mbl. Eltn Pálmadóttir.
að gæta bróður míns?