Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 18

Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980: Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Stjórnarskútan í tundurduflabelti l-I Helsta einkenni stjórnarsamstarfs vinstri manna á -“--•-íslandi er, að fyrr en síðar byrja aðilar þess að leggja tundurdufl hver fyrir annan. í síðustu vinstri stjórn voru það kratar, sem stjórnuðu lagningu duflanna og miðuðu við það, að þau springju á ákveðnum dögum. Þótt þáverandi forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson reyndi að sigla bil beggja og draga til skiptis taum komma og krata splundraðist stjórn hans að lokum á eigin dufli. Nú er það eftirmaður Ólafs í formannssæti Framsóknar- flokksins, Steingrímur Hermannsson, sem stjórnar lagningu tundurduflanna. Yfirlýsingar hans um nauðsyn gengisfell- ingar í síðustu viku og að hækkunaráhrif hennar skuli ekki koma fram í verðbótum á laun eru fyrsta lífshættulega duflið fyrir ríkisstjórnina. Steingrímur notar sömu aðferð og kratarnir og segir sprengjuna verða virka í kringum 1. september. Kommar hafa snúist gegn formanni Framsókn- arflokksins fyrir yfirlýsingar hans og forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen hefur skipað sér við hlið þeirra. Stjórnarskútan stefnir sem sé á bakborða og óvíst, hvort hún kemst fram hjá duflinu. Ræðst sú för ekki síst af því, hvort Steingrímur Hermannsson lætur hótunina eina duga að sið krata á fyrstu mánuðum síðustu vinstri stjórnar. í útvarpsfréttum á fimmtudaginn skýrði Steingrímur Hermannsson skoðun sína á aðsteðjandi vanda, gengismál- um, vísitölubótum og verðbólgu. Hann sagði, að óbreytt stefna myndi leiða til 50-60% verðbólgu og bætti svo við „og þá held ég hún endist ekki lengi ríkisstjórnin." Sjónarmið Steingríms eru ekki ný af nálinni. Öllum hefur verið ljóst, að ríkisstjórnin hefur ekkert raunhæft aðhafst. Öllum nema meirihluta ráðherranna í ríkisstjórninni, ef marka má viðbrögð forsætisráðherra og Alþýðubandalagsins. Að öllu óbreyttu verður verðbólgan ekki 50-60% eins og Steingrímur Hermannson telur, heldur á bilinu 60-70%, svo að vitnað sé til spár Vinnuveitendasambands íslands. Ríkisstjórnin hefur sjálf stuðlað að slíkum verðbólguvexti með samningum sínum við BSRB. Merkilegt er, að sjá formann Framsóknarflokksins og höfund niðurtalningarstefnunnar hafna þeirri sömu stefnu eftir aðeins sex mánaða framkvæmd. Orðhákar Alþýðu- bandalagsins vanda honum ekki kveðjurnar fyrir þá sjálfsgagnrýni. Þeir segja formann Framsóknarflokksins „blaðra". Engu er líkara en þeir telji hann persónugerving efnahagsvandans. Verðbólgumeinsemdinni verði helst út- rýmt með því að svipta hann málfrelsi. Stjórnarmálgögnin Dagblaðið, Tíminn og Þjóðviljinn bregðast misjafnlega við hinni nýju stöðu. Dagblaðið velur aumasta kostinn. Blaðið huggar sig við það, að þessi ríkisstjórn sé líklega ekki verri en hver önnur og slær eftirfarandi föstu, stjórninni og forsætisráðherra til máls- bóta: „Það er föst venja stjórnmálamanna að taka ekki mark á flokkssamþykktum, þegar þeir eru í stjórn." Þjóðviljinn birtir forsíðuárás á Ólaf Jóhannesson, utanríkisráðherra, og huggar sig að sið gjaldþrota kommúnista við talnaspeki, þar sem með tölulegum umsnúningi er látið að því liggja, að allt sé í himnalagi. Tíminn einn reynir að koma fram af heiðarleika, hann fjallar í uppgjafartón um ástandið og segir, að kauphækkunin 1. september næstkomandi sé „ekkert annað en öfugmæli, og allir vita það. Hún er nákvæmlega sama vitleysan og viðgengist hefur hér um árabil." Hlýtur þessi játning að vekja mikla athygli, þegar haft er í huga, að í nærfellt heilan áratug hefur Framsóknarflokkurinn setið við stjórnvölinn. Menn bregðast mismunandi við aðsteðjandi hættu. Sumir leggja árar í bát og bíða örlaga sinna, aðrir leita sér huggunar í sjálfsblekkingu og enn aðrir játa mistök sín og segjast alltaf hafa vitað að hverju stefndi. Öll þessi þrjú viðhorf koma fram í stjórnarmálgögnunum, þegar stjórn- arskútan er komin inn á eigið tundurduflabelti. Greinilega er enginn sameiginlegur vilji fyrir hendi til að leita að skynsamlegustu leiðinni út úr sjálfskaparvítinu. Úrræða- leysið verður til þess, að enn um sinn mun ríkja algjör óvissa imtíðina. . ....................... , , Ib vl*i. OL '+K ,*** ».t, ,t.« «,*, Ó M. JTA O »> II • * ♦.' *.« •'♦. \é.s ♦.♦ *1 „Allir flokkar verða að ræða hið alvar- lega efnahagsástand44 Stokkhólmi. 25. áiníst. frá Guðfinnu Kagnarsdottur. fréttaritara Mbl. SÆNSKA aukaþingið var sett kl. 11 í dag. Auka- þing hefur ekki verið kall- að saman í Svíþjóð síðan seinni heimsstyrjöldin hrauzt út. Það var for- maður jafnaðarmanna- flokksins, Olof Palme, sem hafði krafizt þess, að aukaþing yrði kallað sam- an til þess að fjalla um efnahagstillögur Thor- björns Fálldin forsætis- ráðherra og ríkisstjórnar hans og þá m.a. tillöguna um að hækka virðisauka- skattinn um 3%. „Allir stjórnmálaflokkar verða að koma saman 'til að ræða hið alvarlega efnahagsástand landsins," sagði Olof Palme. Bæði jafnaðarmenn og komm- únistar eru á móti hækkun virðisaukaskatts og for- maður kommúnistaflokks- Sænska aukaþingið sett Thorbjörn Fálldin ins, Lars Werner, harmaði á aukaþinginu að flokkur sinn væri of lítill til þess að geta lýst vantrausti á stjórnina, en undirstrikaði að öll stjórnarandstaðan ætti að krefjast þess, að stjórnin færi frá völdum. Forsætisráðherrann, Thorbjörn Fálldin, lagði eins og áður áherzlu á að tillagan um hækkun virð- isaukaskatts væri aðeins einn liður í víðtækri úr- bótaáætlun. Aukaþingið mun einnig fjalla um hækkun á olíu og benzíni og á morgun mun ákvörðun verða tekin um hækkun á verði áfengis og tóbaks. Allir flokkarnir eru sammála um þá hækk- un. 5. og 6. september mun aukaþingið taka ákvörðun um hækkun virðisauka- skattsins. Aðalþingið í haust verður svo sett 7. október. Ferming í fjallakirkju Ilúsavík. 20. ágúst. VÍÐIIIÓLSKIRKJA — kirkja fjallabúanna á Hólsfjöllum — stendur ekki í alfaraleið, heldur um 11 km frá Grímsstöðum, en ekki langt frá Nýhól, sem enn er í byggð, þó þar hafi aðeins vetursetu bóndinn og meðhjálparinn Ragnar Guðmundsson. Kirkjan var reist 1926 og er henni „. . , vel við haldið, þrátt fyrir að í sókninni eru aðeins 17 Prófastunnn sr. 5 igurður, ferm ingarbarnið Lára Osk og Sigurður Leósson. gjaldendur. Altaristaflan er ævagömul og merkileg. Síðastiiðinn sunnudag fór fram ferming í þessari háfjalla- kirkju og fermt var eina barnið, sem á fermingaraldri er í sókn- inni, Lára Ósk Sigurðardóttir, dóttir hjónanna í Hólsseli, sem er næsti bær við Grímsstaði. „Ekki löng bæjarleið, 8 km,“ sagði bóndinn í Hólsseli, Sigurð- ur Leósson, en til kirkju er 19 km akstur. Prófasturinn í Þingeyjarpróf- astsdæmi, séra Sigurður Guð- mundsson að Grenjaðarstað fermdi að viðstöddum öllum íbúum sóknarinnar og auk þess 40—50 gestum, vinum og ætt- ingjum Hólsselsfjölskyldunnar. Þessi athöfn var mjög hátíðleg og kirkjusöngurinn bar ekki vott fámennis safnaðarins, en honum stjórnaði organistinn, Kristín Axelsdóttir, Grímstungu, sem hefur um árabil verið organisti þessarar kirkju og kirkjunnar í Möðrudal. Að athöfninni lokinni sátu aliir kirkjugestir veglegan veizlufagnað hjónanna í Hóls- seli, Guðrúnar Jóhannsdóttur og Sigurðar K. Leóssonar. Það væri okkur íbúum þéttbýl- isins verðugt íhugunarefni þær aðstæður og þeir erfiðleikar, sem þessir harðduglegu fjallabúar hafa við að búa, eins og til dæmis að vetri til, þegar þeir þurfa að fara 40 km leið til aðdráttar mjólkur og annars nauðsynjavarnings, sem ekki er hægt að birgja sig upp með að hausti. Víðihólskirkja Ljósm. Mbl. SigurAur P. Bjbrnssun. Fréttaritari. Lára ósk og fjölskylda hennar á kirkjutröppunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.