Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.08.1980, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 HiiiiiiMiiiiM/MiiMiiiniiiMiiinMMmimnMnmMiii | Fólk og fréttir í máli og myndum Motorkross í sviðsljósi ◄---------- ÞAÐ HEFUR vakið athygli í nokkrum af siðustu knattspyrnu- leikjunum i 1. deild, að vélhjóla- kappakstur hefur verið á boðstól- um í leikhléi. Hefur farið fram meistaramót i „mótorkrossi" og i hálfleik leiks Vikings og Fram fór fram úrslitakeppni. Kepptu þar 6 ógnar kraftmikil vélhjól og verður að segjast eins og er, að keppnin var æsispennandi og mikið má vera ef íþrótt þessari vex ekki fiskur um hrygg eftir auglýsinguna sem hún fær af þessu. Heimir Barðason sigraði í lokakeppninni og var honum klappað lof i lófa af mórg hundr- uð áhorfendum á Laugardalsvell- inum. Sýnist vera snjallræði að kynna á þennan hátt tiltölulega lítt þektar iþróttagreinar. Mynd- ina tók Kristinn ólafsson. Kampakátir ÍR-ingar —--------------► LIÐ ÍR SEM SIGRAÐI í BIK- ARKEPPNI FRÍ Á DÖGUNUM. — Á þessari mynd er hinn vaski hópur frjálsíþróttamanna og kvenna úr ÍR sem sigraði í Bikarkeppni FRÍ um helgina. en Íað var níunda árið i röð að R-ingar unnu bikarinn, og hlutu þeir þvi þriðja bikarinn til eign- ar. í aftari röð eru (f.v.): Þorvald- ur Þórsson, Stefán Þ. Stefánsson, Friðrik Þór óskarsson, Sigurður Magnússon, Ágúst Ásgeirsson, Jóhann Jóhannsson, Gunnar P. Jóakimsson og Guðmundur Þór- arinsson þjálfari. í fremri röð eru (f.v.): Oddný Árnadóttir, Þór- dis Gisladóttir, Bryndis Hólm, Sigriður Valgeirsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Katrin Atladóttir og Guðrún Harðardóttir. Á myndina vantar óskar Jakobs- son og Lilju Guðmundsdóttur. Ljósm. Hafsteinn Askarsson. Bjórinn hans Simonsen • Alan litli Simonsen rakst óþyrmilega á það fyrir skömmu. að það er ekki sama hvaða bjór maður umgengst. Kappinn gerði auglýsingasamning við bjórfyr- irtæki nokkuð. Kom síðar i Ijós, að danska knattspyrnusamband- iö hafði nokkru áður gert sam- ning við annað bjórfyrirtæki, helsta keppinautinn. Nú stendur til að velja ekki Simonsen i landsliðið meðan hann er á mála hjá umræddu bjórfyrirtæki... • Það er varla hægt að segja hér, að góður biti fari i hundskjaft. Svona eru ólátabelgir afgreiddir á knattspyrnuvöllum i Vestur- Þýskalandi. Sýnist sitt hverjum um aðfarirnar, en bóka má þó, að stráksi hugsar sig um tvisvar áður en hann stofnar til óláta aftur. Nýr Péié --------► • Þessi peyji þykir minna á engan annan en sjálfan Pele. Enda er þetta enginn annar en sonur knattspyrnugoðsins. Strákurinn heitir Edson eins og pabbi gamli. sem var einn besti knattspyrnumaður allra tima. Hvort að stráksi fylgir i fótspor- in kemur i ljós, en hann þykir efnilegur strax á kornunga aldri. 'i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.