Morgunblaðið - 26.08.1980, Síða 27
Henryk Jankowski, kaþólski biskupinn i Gdansk, tekur i hönd
Leszeks Walesa, leiðtoga verkfallsmanna, og blessar hann. Myndin
er tekin á sunnudag. (Símamynd AP)
Hópur verkíailsmanna i Gdansk les kröfur þær, sem settar hafa verið fram af hálfu verkamanna, en
þeim var dreift á fjölrituðum blöðum, sem hengd hafa verið upp víða.
Við uirnurn iyrstu lotuna44
Varsjá, 25. áRÚst. AP.
EDWARD Gierek, formaður
pólska kommúnistaflokksins,
tilkynnti I gær I sjónvarps-
ávarpi til þjóðarinnar að stjórn-
völd myndu koma til móts við
verkfallsmenn og ræða kröfur
þeirra. Áður hafði verið gefin
út tilkynning um miklar breyt-
ingar á skipan stjórnarnefndar-
innar og ríkisstjórnarinnar.
Meðal annars var Edward Babi-
uch forsætisráðherra rekinn úr
starfi ásamt þremur aðstoðar-
ráðherrum. Ennfremur voru yf-
irmenn upplýsinga- og áróðurs-
deildar ríkisins og sjónvarps-
og útvarpsstöðvarinnar reknir
úr starfi. Nokkrar tilfærslur
voru gerðar á stöðum annarra
nefndarmanna og ráðherra. Er
litið á aðgerðir þessar sem
siðustu tilraun Giereks til að
reyna að koma á eðlilegu
- segja verkfallsmenn í Póllandi eftir fyrsta
fund sinn með pólskum stjórnvöldum
ástandi i landinu og binda enda
á verkföllin.
Ræðum allt nema stjórn-
arskrárbreytingar
í sjónvarpsávarpi sínu sagði
Gierek að ríkisstjórninni hefði
mistekist að vinna traust al-
mennings og ekki náð tökum á
efnahagsvanda þjóðarinnar.
„Við höfðum reiknað með því
að geta rétt við efnahag landsins
á nokkrum árum. En almenning-
ur hefur ekki stutt þessar áætl-
anir okkar,“ sagði Gierek.
Gierek sagði að stjórn sín gæti
ekki fallist á þær kröfur sem
verkfallsmenn gerðu um breyt-
ingar á stjórnarskrá ríkisins.
Ibúar Varsjár
áhyggjufulíir
Varsjá, 25. ágúst. AP.
VEGNA verkfallanna í norð-
urhluta Póllands, eru ibúar
höfuðborgarinnar, Varsiár,
mjög áhyggjufullir. Otti
þeirra kemur fram í miklu
hamstri á matvörum og kald-
hæðnislegum skrítlum.
Sykur, hveiti, hrísgrjón,
brauð og dósamatur er á
þrotum vegna þess að aldrei
áður hefur fólk hamstrað mat-
væli sem nú.
„Ástandið versnaði til muna
fyrir nokkrum dögum,“ segir
húsmóðir ein í Varsjá. „í
síðustu viku keypti fólk 10 kíló
af öllu, en í dag er aðeins hægt
að kaupa tvö kíló í einu.
Brauð er oftast aðeins keypt
fyrir einn dag í einu, en nú
virðist hver og einn kaupa
brauð til heillar viku í einu.“
Hún sagði, að venjulega
tæki það sig um hálftíma að
versla inn, en nú þyrfti hún að
fá mann sinn og vinkonu í lið
með sér, því að í hverri verslun
væri að minnsta kosti hálf-
tíma bið eftir afgreiðslu.
Meðan fólkiö bíður í versl-
ununum, drepur það tímann
með því að segja skopsögur og
hæðast hvert að öðru: „Hvers
vegna kaupir þú svona mik-
ið??“
Sumir brandararnir eru
kaldhæðnislegir eins og þessi:
„Veistu að þeir eru þegar
farnir að klæða rússnesku
hermennina í búning pólska
hersins?"
En það er fleira en matvæii
sem skcrtir. Námsmenn, sem
voru nýkomnir til Varsjár
eftir mánaðar sumarleyfi,
sögðu að mjög erfitt væri að fá
bensín og í raun og veru væri
skortur á öllum vörum.
Hjón nokkur frá Moskvu,
sem voru í verslunarferð fyrir
pólska vini sína, voru mjög
undrandi yfir litlu vörufram-
boði. Sögðust þau hafa heyrt
um að verkföll væru í norður-
hluta Póllands, en þau vissu
ekkert meira um þau.
Ungur verslunareigandi í
Varsjá segir: „Ég veit, að eldra
fólkið gengur á milli búðanna
og reynir að fá meira en þessi
tvö kíló sem hver fær að
kaupa. Það hræðist það, að
verkföllin muni ná til Varsjár.
Það veit ekki hvað um er að
vera.“
Verkamaður, sem stóð í bið-
röð fyrir utan bakarí eitt í
Varsjá, sagði álit sitt á
ástandinu afskaplega einfalt.
„Þegar þú bruggar bjórinn,
verður þú líka að drekka
hann.“
Hann lofaði verkfallsmönnum
því hins vegar að fram gætu
farið lýðræðislegar og leynilegar
kosningar til stjórna verkalýðs-
félaganna.
„Við viljum heyra sjónarmið
fólksins í landinu áður en við
tökum ákvarðanir varðandi
vinnumarkaðinn," sagði Gierek
ennfremur. „Við höfum þegar
tekið skref í þá átt og erum
reiðubúnir að ræða frekar við
þjóðina, þar á meðal fulltrúa
verkfallsmanna. Við erum reiðu-
búnir að ræða kröfur þeirra, þó
ekki þær sem ganga í berhögg
við stjórnarskrá landsins," sagði
hann.
Gierek fór lofsamlegum orð-
um um verkfallsmenn fyrir að
halda stillingu sinni.
„Við látum ekki
blekkjast“
í Lenín-skipasmíðastöðinni,
miðstöð verkfallsmanna, voru
menn ekki ánægðir með ræðu
Giereks.
„Aðeins frjáls verkalýðsfélög
geta fært okkur fullan sigur og
gert okkur ánægð,“ sagði leiðtogi
verkfallsmanna, Leszek Walesa,
á fundi með verkfallsmönnum
eftir að þeir höfðu hlýtt á ræðu
Giereks. „Stjórnin blekkir okkur
ekki, við gefum henni ekki tæki-
færi til þess,“ sagði hann.
Samt sem áður virtust sumir
úr röðum verkfallsmanna vera
ánægðir með ýmsar breytingar á
skipan stjórnarnefndarinnar og
ríkisstjórnarinnar. Virðast þeir
helst vera ánægðir með að Stef-
an Olszowski, fyrrum utanríkis-
ráðherra, skuli nú vera kominn í
sljórnarnefndina og einnig eru
þeir ánægðir með nýjan forsæt-
isráðherra, Jozef Pinkowski, sem
tók við af Babiunch. í miklum
pólitískum sviptingum í febrúar
sl. var Olszowski vikið úr hárri
stöðu innan pólska kommúnista-
flokksins og honum fengin staða
sendiherra í A-Berlín. Sumir
fréttaskýrendur segja Olszowski
líklegan til að taka við af Gierek
mistakist að binda endi á verk-
föllin.
Vonbrigði
Mieczyslaw Jagielski hélt til
Varsjár á sunnudaginn, eftir að
hafa átt fund með fulltrúum
verkfallsmanna í Lenín-skipa-
smíðastöðinni. Var það fyrsti
fundur stjórnvalda með verk-
fallsmönnunum. Á fundinum
hélt Jagielski ræðu sem verk-
fallsmenn voru ekki ánægðir
með og sögðu að gagnger breyt-
ing þyrfti að koma til ef samn-
ingar ættu að nást.
Jagielski lofaði efnahags-
legum tilslökunum „að nokkrum
tíma liðnum“ en sagði kröfu
verkfallsmanna um launahækk-
un sem nemur um 33.000 krónum
íslenskum á mánuði, vera mjög
óraunsæja.
Jagielski gaf verkfalls-
mönnum ekki góðar vonir um
réttindi til að mynda frjáls
verkalýðsfélög en sagðist samt
skilja það að stokka þyrfti upp í
reglunum um verkalýðsfélög.
Mikill hluti fundarins fór í að
ræða þær aðgerðir stjórnvalda
að slíta öllu síma- og telexsam-
bandi milli Varsjár og verk-
fallssvæðanna. Um tíma leit út
fyrir að fundurinn leystist upp
vegna þeirra umræðna.
Eftir fundinn var mjög óljóst
hvert yrði næsta skref stjórn-
valda, og verkfallsmenn voru
ekki ánægðir með gang mála.
„Þetta fór á annan veg en við
höfðum búist við,“ sagði Walesa.
En hann tók það jafnframt fram
að hvað sem því liði, myndu
verkfallsmenn ekki snúa aftur
til vinnu sinnar fyrr en stjórn-
völd kæmu til móts við kröfur
þeirra.
„Þrátt fyrir allt höfum við
unnið fyrstu lotuna, stjórnvöld
eru nú farin að ræða við okkur.
Það gefur okkur aukinn styrk og
sigurvonir."
Kröfur verkf allsmanna
Listi með 16 kröfum verkfallsmanna í Gdansk í Póllandi var gefinn út af hópi
andófsmanna í Varsjá. Listi þessi fylgir hér á eftir:
• Síma- og telexsambandi verði komið á á
svæðinu kringum Gdansk.
• Tryggð verði réttindi til verkfalla og öryggi
verkfallsmanna tryggt.
• Prentfrelsi og frelsi til að tjá sig í töluðu orði
verði tryggt og ritskoðun afnumin.
• Öllum pólitískum föngum verði sleppt.
• Samningur Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga
verði virtur að fullu en hann felur í sér heimild til
starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga.
• Öllum trúfélögum verði heimilt að sækja
messur.
• Stjórnvöld hætti öllum afskiptum af starfsemi
verkalýðsfélaga.
• Þjóðin verði að fullu upplýst um efnahags-
vanda Póllands og þannig tekið skref í átt til
lausnar. Öllum stéttum í pólsku þjóðfélagi verði
gert kleift að ræða áætlanir um umbætur.
• Afnumin verði forréttindi þeirra sem starfa
við öryggisþjónustu. Hætt verði rekstri verslana
sem aðeins eru opnar lögregluþjónum og embætt-
ismönnum á vegum kommúnistaflokksins.
• Afnumið verði það kerfi að kjöt skuli aðeins
selt í vissum verslunum á háu verði.
• Innanlandsmarkaði verði fullnægt en útflutt
aðeins það sem afgangs verður.
• Upp verði tekin kjötskömmtun til að gera
markaðinn stöðugri.
• Laun hækki um 2000 zlotys (33.000 ísl. kr.) á
mánuði til að vega upp á móti hækkuðu vöruverði.
• Orlofsfé verði greitt á verkfallstíma.
• Laun hækki í samræmi við hækkun vöruverðs.
• Greint verði frá verkfallinu í útvarpi, sjón-
varpi og blöðum og sagt frá stofnun verkfalls-
nefndarinnar.
rx»Tur
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
ÖXT