Morgunblaðið - 26.08.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
35
Þorsteinn á Hrólfsstöðum var
yfirlætislaus maður og lítt fyrir
það gefinn að láta á sér bera.
Hann var talsverður skapmaður,
en stilltur vel, dagfarsprúður og
viðmótshlýr. Oftast var hann
glaður og léttur í lund, gaman-
samur og glettinn, án þess að
græsku kenndi nokkru sinni hjá
honum.
Heiðríkur svipur hans vitnaði
ótvírætt um hjartað sanna og
góða, sem í barmi hans bjó.
Vorið 1970 fluttu þau Þorsteinn
og Margrét á Hrafnistu í Reykja-
vík og dvöldu þar upp frá því.
Þorsteinn bar aldurinn vel og
klæddist fram á síðasta dag.
Hann verður jarðsunginn í dag
frá Fossvogskirkju.
Eiginkonu hans, Margréti
ömmusystur minni, dætrum og
fjölskyldu þeirra og eftirlifandi
systkinum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið þeim
öllum blessunar Guðs í bráð og
lengd.
Björn Jónsson.
Þau voru nokkuð mörg sumrin
hér á árum áður sem ég dvaldist í
skjóli móðurömmu minnar og
hennar fólks að Sólheimum í
Blönduhlíð.
í þann tíð voru þrír atburðir
nokkurn veginn árvissir og í
mínum augum stóð af þeim ámóta
ljómi og af sjálfri jólahátíðinni.
Númer eitt var að fá að fara
einsamall alla leið út að Hrólfh-
stöðum í eins konar orlofsferð. í
annan stað voru það töðugjöldin
heima í Sólheimum og síðast en
ekki síst Ásgarðshátíðir hennar
Lilju á Víðivöllum, en um þær
samkomur mætti skrifa langt mál.
Hrólfsstaðarferðir mínar voru
eiginlega hálfgerðar heimsreisur
þar sem við vorum einir á ferð
Gráni gamli og ég, hann einhvers
staðar á þrítugsaldrinum og ég um
eða innan við tíu ár. Takmark
ferðalagsins var að heimsækja
þau Möggu og Steina frænda minn
og heimasæturnar þrjár.
Á Hrólfsstöðum var ég eins og
prinsinn í ævintýrunum. Ég var
allt í einu orðinn að heimsnaflan-
um sem allt snerist í kring um.
Húsfreyjan bar fram súkkulaði og
rjómafroðu ásamt hrokafullum
diskiim af alls kyns tertum og
bakkelsi. Dæturnar léku við mig
og sýndu mér gullin sín. Sam-
komuhaldið þarna heima á
Hrólfsstöðum komst svo á há-
punkt þegar Steini frændi lagði
frá sér amboðið og bað mig að
heyra sig út undir bæjarvegg.
Sem við sátum frændurnir
norðan undir vegg í samfélagi við
baldursbrár, sóleyjar og fífla og
hann sagði mér sögur, kenndi mér
nöfn á fjöllum og kennileitum og
jafnvel endursagði heilu kaflana
úr Sturlungu, þá gerðist tvennt í
sama mund: Mér fannst ég verða
dálítið fullorðinn og ég skynjaði
fjörðinn fagra sem hringleikahús
þar sem persónur og atburðir
mótuðust í huga mér og eru mér
enn í Ijósu minni. Það var aldrei
lærdómshroki í frásögninni hjá
Steina frænda. Hverju orði í
ræðunni fylgdi ylur og væntum-
þykja og það fór raunar aldrei á
milli mála að fjörðurinn með
fjöllunum, dölunum, bóndabýlun-
um snotru og flatlendinu grösuga
var hans heimur og þar undi hann
sínum hag.
Nú er hann Steini móðurbróðir
minn og sparifrændi allur. Hann
hallaði sér útaf að kvöldi þess 15.
ágúst sl. og sofnaði svefninum
langa. Hann var kominn á tíunda
aldurstuginn, blindur og þreyttur,
m.a. vegna fötlunar, sem hann átti
við að búa frá tólf ára aldri, en
hugsunin var skír og klár. í
mínum huga var Steini frændi
hamingjumaður og við hlið eigin-
konu sinnar Margrétar Rögn-
valdsdóttur naut hann lífsins til
hinsta andartaks.
Um leið og ég sendi eftirlifandi
ættingjum og vinum frænda míns
samúðarkveðjur, þá er vissa mín
sú, að fjörðurinn fagri norðan
fjalla, fagni syninum hreinlund-
aða, sem var alla tíð með hugann
einhvers staðar í grennd við Mæli-
fellshnjúk og Glóðafeyki.
B. Bjarman.
Fangelsið að Litla-IIrauni.
Betrunarvist eða refsivist
Alltaf hvarflar í huga minn
aðstaða þeirra ógæfubarna, sem
nefnast fangar og afbrotamenn.
Örlög þeirra voru mér svo tengd
í vetur. Og enn betur sannfærist
ég um, að þar á svonefnd refsi-
vist að vera úr sögunni sem
fortíðarfyrirbrigði vanþróaðra
þjóða og samfélaga, þótt auðvit-
að verði að takmarka frelsi
þeirra, sem brjóta gegn samfé-
íaginu, meðan hjálp eða lækning
fer fram. Það er gert við alla
sjúka, sem leita á vegu hins
opinbera til hjálpar og er auðvit-
að eðlileg ráðstöfun. Þó verður
öll slík frelsisskerðing að vera
undir yfirskriftinni betrunar-
vist og allt að stefna að tak-
marki gæfu og heiila bæði við-
komandi einstaklingi eða afbrot-
amanni og um leið því samfélagi,
sem elur hann og óttast hann.
Fyrst vil ég minna á þá
fjarstæðu og hneyksli, sem ríkir
í okkar annars ágæta samfélagi
hér á íslandi. En það er aðstaðan
gagnvart geðsjúkum afbrota-
mönnum. Þar erum við á algjöru
miðaldastigi svo minna mætti á
íran eða einhver svipuð miðald-
amyrkur nútímans. Sjúklingur í
fangaklefa, já, allslausri „cellu“
án alla hjúkrun og læknisaðstoð
er ægilegri tilhugsun en flesta
gæti grunað. Óskiljanlegast er
þó af öllu, að geðlæknar og
geðsjúkrahús og þeir, sem þar
ráða, skuli geta neitað þessum
aumustu allra um aðstoð, mót-
töku og aðhlynningu nú á 20. öld
í okkar allsnægtalandi. Er þetta
löglegt athæfi?
Skora ég á alla, sem þarna
eiga hlut að máli, með
dómsmálaráðuneytið í broddi
fylkingar, sem er raunar um leið
kirkju mála — og þá líknarmála
— æðsta valdsvið á íslandi, að
gera þar strax algjöra yfirbót og
byltingu til hins betra.
En svo eru allir hinir.
I örstuttri grein „við glugg-
ann“ minn er ekki um full skil að
ræða til bendingar um betrun-
arvistir. Samt vil ég minna á
þrjú atriði hér. Gæti kannske
síðar gert hverju þeirra nánari
skil. Þótt ýmislegt þyki að í
Ameríku, og einmitt nú hina
síðustu áratugi komið fram
ströng gagnrýni á aðbúð fanga
og fangelsin þar, þá má þaðan fá
hin fegurstu fordæmi.
Hið fyrsta er nefnt:
„Fangelsið, sem gefur föngun-
um nýja framtíð":
En það er fangelsið, sem heitir
„Butnerbúðirnar" í North Caro-
lína. Þar er ekki langt síðan
vistmenn voru sendir til nauð-
ungarvinnu, hlekkjaðir saman
vi6
gluggann
eftirsr. Árelius Níelsson
undir eftirliti vopnaðra varð-
manna. En nú er þessari refsi-
vist snúið í hina áhrifamestu
betrunarvist. Þar eru nú engar
girðingar, engir múrar, verðir né
byssur, — ekki einu sinni lim-
gerði að sögn. Fangar búa í
hvítmáluðum, einnar hæðar hús-
um og búðirnar eru á hæð með
útsýni til allra átta. Þarna eru
nálægt 100 vistmenn hverju
sinni. Flestir á aldrinum 16—25
ára. Afbrot eru ýmisskonar, allt
frá smávegis innbrotum til
morða. En flestir eru á frumstigi
síns afbrotaferils og svonefndir
síbrotamenn eru varla sendir
þangað.
„Éngar hömlur. Engin innilok-
un,“ er yfirskrift. Og takmarkið
er frjáls og dáðríkur samfélags-
þegn að nýju. Náið samband við
umhverfið og samfélagið tilheyr-
ir dagskránni. Kirkjugöngur,
leikhúsferðir, „skógartúrar“ og
skemmtikvöld, íþróttir og heim-
sóknir í skóla og menningar-
stofnanir eru dagleg viðfangs-
efni auk fjölbreyttra starfa við
jarðrækt og iðnað og samband
fanga við ættingja sína og fjöl-
skyldur eftir hætti. Auðvitað er
þetta allt undir eftirliti úrvals-
manna og kvenna og allt sem
frjálslegast. Þessi starfsemi
hófst fyrir nær þrem áratugum
undir forystu fágæts mannvinar,
sem hét Jim Waite og var þá um
fertugt. Þetta hefur gefið mjög
góða raun. Þótt flestir séu fullir
beizkju og haturs við komu sína
í búðirnar, þiðnar sá klaki yfir-
leitt bráðlega. Segja má, að mjög
fáir bregðist því trausti, sem
þeim er sýnt, og verði á ótrúlega
skömmum tíma dugandi þegnar
þjóðfélagsins. Reynt er að út-
vega öllum starf við hæfi áður
en þeir hverfa á braut úr búðun-
um. Eina hegning, sem þarna
þykir eftirminnileg, er sú að
enginn, sem strýkur, er tekinn
aftur til baka nema einu sinni, ef
hann kemur þá sjálfur og biður
afsökunar.
Það næsta til að byggja upp
betrunarvist er „Stóri bróðir-
inn“, sem svo er nefnt. Það er
raunar miklu eldra fyrirbæri í
fangelsismálum,- Það var stuttu
eftir síðustu aldamót, að nokkrir
menntamenn tóku sig saman að
stofna „Stórubræðrasamtökin”.
Þeir gefa kost á því, að taka að
sér afbrotadrengi úr hælum og
fangelsum. Veita þeim umsjá og
vináttu og yfirleitt allt, sem
stuðlað getur að góðu uppeldi.
Drengimir eru á aldrinum 10—
16 ára, en geta verið eldri, þótt
það sé talið erfitt. Fangaverðir
og forstjórar uppeldisstofnana
hafa samband við einhvern úr
samtökum „bræðranna" og út-
vega þeim „litla bróður".
Takmarkið er:
Aðstoð við afbrotaunglinga.
Hún hefur bjargað hundruðum
þúsunda frá ógæfu og afbrotum
og er talin meðal merkustu
hjálparstofnana í heimi. Ekki
veit ég samt til, að hún hafi
starfað hér á íslandi eða verið
stofnuð opinberlega. Fátt er for-
eldralausum og heimilislausum
hollara, en eignast slíkan leið-
toga og verndara, sem „Stóri-
bróðirinn" getur verið. Samt var
Oscar Clausen sannarlega slíkur
bróðir, enda brautryðjandi i
fangahjálp hér á landi.
Eina ráðið, sem „Stórabróð-
urnum" er alltaf gefið, er eitt-
hvað á þessa leið:
„Reyndu ósköp rólega að veita
drengnum vináttu þína, með
alúð og fórnarlund, finna áhuga-
mál hans og kynnast fjölskyldu
hans, ef hún er einhver."
Sem betur fer eiga Butnerbúð-
irnar óbeina hliðstæðu í aðbúð
fanga eða afbrotamanna hér á
landi en þar á ég við „Skilorðs-
eftirlitið", sem heldur hundruð-
um utan fangelsa, sé miðað við
lengri tíma, útvegar vinnu og
aðstöðu, gefur góð ráð og veitir
allskonar aðstoð. Þar lagði
Clausen grunninn. En andi og
kraftur slíkrar handleiðslu þarf
að komast inn á fangelsin sjálf
og leitast við að tæma þau, gera
þau óþörf ,í stað þess að byggja
sífellt fleiri og stærri. Segja má
einnig, að Vernd gegni að vissu
leyti hlutverki „Stórubræðr-
anna“. Og er þar enn arftaki
Oscars Clausens, með Þóru Ein-
arsdóttur í fararbroddi.
Næsta og stærsta verkefnið til
að breyta refsivist fangelsanna
er, að stofna nokkurskonar
hjálparstöð í anda Clausens og
Þóru, sem væri líkt og „sæluhús“
á heiðinni eða leiðinni milli
fangavistar og samfélagsins. Þar
yrði tekið á móti öllum að
lokinni afplánun, áður en þeir
fengju fullt athafnafrelsi í sam-
félaginu. Það væri eins ákveðin
skylda miðað við dóma eins og
fangavistin sjálf. Gæti verið
tnisjafnlega langur tími eftir
aðstöðu og þroska afbrota-
manna, en varla styttri tími en
mánuður. Þar væri þeim leið-
beint um atvinnu og íbúðir eða
verustaði, haft samband við fjöl-
skyldur og vini þeirra. Gerðar
áætlanir um efnahag og litið
eftir, að þeir peningar, sem þeim
hafa áskotnazt í fangavist eða
þeir áttu frá fyrri tíð, væru
notaðir á heppilegan hátt til að
grundvalla góða framtíð eða
styðja til átaka, meðan leitað er
atvinnu og samastaðar. En ann-
ars vill oft fara svo, að peningar
án eftirlits og góðra ráða, verða
fremur til freistinnar og falls í
umsvifum og óskum hins ný-
fengna frelsis. Svona eftirlits-
stöð á leiðinni til gæfu og gengis
að nýju er algjörlega nauðsyn-
legur hlekkur milli þeirra ólíku
aðstæðna, sem fangavist og
frelsi hafa í för með sér. Hún og
stofnun hennar, sem allra fyrst í
algjöru samstarfi við „Skilorðið"
annars vegar og „Vernd" hins
vegar, er langt um nauðsynlegri
en ný og stærri fangelsi, sem nú
er talað um og óskað eftir.
Væri rétt á málum haldið, og
þær fórnandi hendur og góðvild,
sem nú þegar hefur sýnt sig hjá
einstaklingum og félögum sbr.
starf „Verndar" og fangahjálpar
fyrr og síðar, tekið til samstarfs,
myndi framtíðin sanna, að við
Islendingar þurfum ekki fleiri
fangelsi. Ekki sízt ef betur yrði
búið að heimilum og reynt að
takmarka áfengisneyzlu og eit-
urnautnir, sem fylla fangelsi
frjálsra þjóða öllu öðru fremur,
einnig hér. Brennivínið fyllir
fangelsin.
Sköpum íslenzku þjóðinni skil-
yrði til framtíðar án afbrota.
Burt með alla refsivist. Gefum
ógæfubörnum samfélagsins
kost á skynsamlegri betrunar-
vist. Þar skal valinn — útvalinn
maður skipa hvert starfssvið
föðurhöndum og móðurum-
hyggju.
Rvík, 10.7.1980
Árelius Nielsson