Morgunblaðið - 26.08.1980, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980
>4K> V
M0RgUK/-,~v'
MreiNU V
í' -íC-'í_ ________ cZ,
Ast er...
Hljómar fáránlega, en hann
dreymir um að verða fakir!
IL-14-
... að hugsa til hans
áður en þú ferð að
sofa.
*TM R«g..U S Paf. Off — att rtght* r«Mrv*d
• 1978 Los AngetM Tlmee Syndlcate
■1
Hvað ég geri? — Nú ég er þræll!
Hann kvað þetta um daginn,
eftir 77. áreksturinn!
Óðal feðranna ...
góð mynd
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
U (.l,VS|\(. \
SIMIW KK:
22480
©PIB
COSPER
m--
COSPER - .
Lágmarkskurteisi er það eina sem ég fer fram á hér.
— Og mundu, ég er atvinnuveitandinn þinn!
Mér finnst Óðal feðranna að
mörgu leyti góð mynd, og eiga
erindi til okkar. Saga þessarar
fjölskyldu, er í raun saga íslend-
inga í einangrun og átthagafjötr-
un verðbólgu og yfirvinnubasli
sem engan endi tekur.
Það má endalaust ræða einstök
atriði myndar, en heildin skiptir
megin máli. Mér finnst hún lofa
góðu.
Að myndin sé gerð fyrst og
fremst til að seljast og sýni m.a.
þess vegna mikið af fallegu lands-
lagi, finnst mér í fyrsta lagi alls
ekki rétt. Hitt ætti að vera okkur
ánægjuefni, ef islensk kvikmynda-
gerð (með íslensku landslagi eða
án) nær að dafna og auka menn-
ingu okkar og gæti þar að auki
orðið okkur tekjubót, því ekki mun
nú veita af.
Unnandi islenskra kvikmynda.
Það er undarlegt hve Seltirn-
ingar hafa getað haldið bænum
sínum hreinum. Þó er ein undan-
tekning á því, en það er Mel-
abrautin. Hún er í rauninni til
háborinnar skammar, og þá sér-
staklega fyrir utan Nesval. Það
mætti halda að þessi gata væri
aldrei sópuð eða hreinsuð á einn
eða annan hátt, og er það dálítið
furðulegt, þar sem þetta er ein
aðalgata okkar Seltirninga. Því
eins og við vitum flest verzla
Reykvkingarnir oft hjá okkur í
Nesvali um helgar. Nú vil ég
hvetja forráðamennina til að taka
sig til í andlitinu og sjá til að
þetta verði lagfært hið skjótasta.
• Framtíðar-
ástand
I vor sem leið hóf hitaveitan
(?) framkvæmdir við Eyrarland á
móts við Dalaland. Var gangstétt
grafin upp á kafla og væntanlega
einhverjar leiðslur kannaðar. íbú-
ar í nágrenninu kipptu sér ekki
mikið upp við þetta enda alvanir
því að við eitthvað þurfi að gera.
En nú eru liðnir um það bil þrír
mánuðir síðan starfsmenn hófu
aðgerðir á staðnum og ekkert
hefur verið gert í allt sumar. Sem
íbúa Fossvogshverfis langar mig
að spyrja hvort þetta ástand eigi
að vara mikið lengur eða hvort hér
sé um framtíðarástand að ræða.
5248-4679.
MYNDAMÓT HF.
ADALSTHÆTI C — 8CYKJAVIK
PftiNTMYNOAGEAO
OFFSFT FILMUft OG ftlöTUft SlMI 17112
AUGlÝSlNGATEIKNISTOFA SlMI 2S810
Komu 190
manns í
stað 50
til 60
VEGNA ferðar á vegum Ferðafé-
lags íslands til gosstöðvanna
v/Heklu 18. ágúst sl„ viljum við
undirrituð, er vorum fararstjórar í
umræddri ferð taka eftirfarandi
fram:
Þennan umrædda dag efndi
Ferðafélag Islands til tveggja ferða
á gosstöðvarnar. Voru þær ákveðnar
um morguninn og auglýstar í út-
varpi. Þar sem fleiri aðilar höfðu
auglýst ferðir til Heklu sama dag,
var áætlað að þátttakan yrði 40—60
manns, eða sem rúmaðist í einum
stórum fólksflutningabíl. Allar áætl-
anir, sem gerðir voru miðuðust við
þann fjölda.
I útvarpi og samkvæmt öðrum
upplýsingum var talið bezt að virða
gosstöðvarnar fyrir sér frá Selsundi
eða nágrenni þess. Því var ákveðið
að aka þangað, dvelja þar eða í
nágrenninu nokkuð fram yfir mið-
nætti og halda síðan áleiðis til
Reykjavíkur.
Þegar halda átti af stað frá
Reykjavík kl. 19 reyndist fjöldi
þátttakenda um 190 alls. Þá hefði
verið viturlegast að hætta við ferð-
ina, en hvernig hefði þeira, sem
mættir voru litist á það? Hefðu allir
verið því samþykkir? Nægur bíla-
kostur var fyrir hendi, svo að ekið
var af stað með þennan hóp í fjórum
bílum.
Þegar komið var að Selsundi var
mjög lítið gos sjáanlegt í suðvestur-
hlíðum fjallsins, en samkvæmt öll-
um fréttum átti þar að vera mikið
gos. Þá hefði verið skynsamlegt að
hætta við gönguferðina, sem fyrir-
huguð hafði verið og snúa rakleitt
við til Reykjavíkur. En hvernig hefði
fólki líkað það? Hefðu menn ekki
mótmælt? Því var ákveðið að halda
við fyrirhugaða áætlun í trausti
þess, að hún gengi eftir.
í þessari ferð voru þrautþjálfaðir
göngugarpar, miðaldra fólk og smá-
börn, sem þurfti að bera. öllum var
það sameiginlegt að reyna að fá sem
bezta sýn yfir eldsumbrotin. Því
hröðuðu þeir dugtegustu sér af stað
og náðu takmarki sínu. Öðrum
veittist gangan miður eins og geng-
ur, en eitt var ljóst frá byrjun, þessi
hópur gat ekki átt samleið, til þess
var hann of sundurleitur.
Fólkið kom síðan til bílanna aftur
eftir misjafnlega langan tíma. Eng-
inn villtist og ekki þurfti að gera leit
að neinum. Þegar síðustu fararstjór-
arnir komu til baka voru allir
komnir í bílana.
Við skiljum vel að margir eru
óánægðir með þessa ferð, og það
erum við líka. Hún fór öðruvísi en
ætlað hafði verið í upphafi. Við
vonum að allir réttsýnir menn kynni
sér þau atriði, sem við höfum nefnt
hér að framan, og felli ekki sinn dóm
fyrr en að því loknu.
Það er ávallt vani okkar, þegar við
þurfum að fara yfir tún, eða nálægt
bæjum í gönguferð, að biðja forráða-
menn um leyfi. En í þetta sinn gafst
ekki tími til þess í tæka tíð. Við
þökkum löggæslumönnum, sem
dvöldu við Selsund og höfðu kveikt á
ljóskösturum fólkinu til leiðbein-
ingar og voru reiðubúnir til frekari
aðstoðar, en sem betur fór reyndist
þess ekki þörf.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík 20. ágúst 1980.
Einar Haukur Kristjánsson
Tómas Einarsson
Þórunn Þórðardóttir.