Morgunblaðið - 26.08.1980, Side 44

Morgunblaðið - 26.08.1980, Side 44
^SÍminn á afgreiöslunni er 83033 JlUreunbtabib GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JH«r0unbI«bib ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 HREINDÝRAVEIÐAR standa yfir þessa dagana, en frá 1. ágúst til 15. september er heimilt að skjóta 1 þúsund dýr í N-Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og A-Skaftafellssýslu. Misjafnt er hve mörg dýr er leyfilegt að veiða í hverjum þeim 31 hreppi, sem veiðileyfi fengu í haust, eða allt frá 8 hreindýrum í Fjalla- og Skeggjastaðahreppi og 90 í Fljótsdals- og Jökuldalshreppum. Þennan 40 dýra hóp var að finna á Eskifjarðarheiði um helgina. Ljósmyndarinn skaut að þeim með myndavél sinni, en skömmu áður höfðu tvö dýr verið drepin úr þessari fallegu hjörð með banvænum skotum úr rifflum veiðimannanna. Grundarfjörður: Búið að setja okkur upp við vegg - vinnubrögð sem ekki verða þoluð - kennarar telja afskipti menntamálaráðherra torvelda samkomulag KENNARAR og skólastjóri grunnskólans í Grundar- firði sátu langan fund saman í gær og reyndu að ná sáttum, en eins og komið hefur fram í fréttum hafa kennarar sagt upp störfum vegna endurkomu skóla- stjórans úr ársleyfi. Fundurinn hófst kl. eitt eftir hádegi í gær og stóð fram að kvöldmat og hafði þá lítið þokað í samkomulagsátt að sögn eins kennarans. Þá var gert fundarhlé til kl. átta og var stefnt að því að ná einhverri niðurstöðu um kvöldið, en þegar Mbl. fór í prentun síðla kvölds hafði engin niðurstaða fengist. 500 stærstu fyrir- tæki Norðurlanda: Fimm ís- lenzk fyr- irtæki í þeim hópi Heildarvelta þeirra um 476 milljarðar kr. VELTA 500 stærstu fyrir- tækja Norðurlanda var á síðasta ári um 889.000 milljónir sænskra króna, eða 105.791.000 milljónir íslenzkra króna, en það er að jafnvirði um 80% þjóð- arframleiðslu landanna, að því 'er segir í frétt frá sænska viðskiptaráðuneyt- inu. Flest fyrirtækin í þessum 500 fyrirtækja hópi eru í Svíþjóð, eða 189. Finnar koma í öðru sæti með 107 fyrirtæki, Danir í þriðja sæti með 104 fyrirtæki. Þá koma Norð- menn með 94 fyrirtæki og Islend- ingar reka svo lestina með 5 fyrirtæki, þ.e. Samband íslenzkra samvinnufélaga, Eimskipafélag íslands, Flugleiðir, Oiíufélagið og Skeljung, en heildarvelta þessara fimm fyrirtækja er sögð vera um 4.000 milljónir sænskra króna, eða sem næst 476 milljörðum ís- lenzkra króna. Stærsta fyrirtæki Norðurlanda er sænska fyrirtækið Volvo, en sænsk fyrirtæki raða sér ennfrem- ur í fimm næstu sætin. Það er svo danska fyrirtækið Östasiatiske Kompagni, sem er í sjöunda sæti, sænskt fyrirtæki í áttunda og finnska fyrirtækið Kesko í níunda sæti. Innlent berjavín á markað? „MÁLIÐ er i athugun og því ekki hægt að segja um það á þessari stundu hvort verður farið út í einhverja framleiðslu vina úr innlendum berjum i haust,“ sagði Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, i samtali við Mbl. i gærdag. Hreppsnefnd Eyrarhrepps boð- aði kennara, skólastjóra og for- eldra barna í grunnskólanum til umræðufundar um málið á sunnu- dag. Að sögn Guðmundar Ósvalds- sonar sveitarstjóra varð niður- staða þess fundar sú, að boðað var til áðurnefnds sáttafundar í gær. Tillaga þess efnis að starfsmenn skólans reyndu til þrautar að ná sáttum kom fram frá hreppsnefnd og var hún samþykkt með 67 atkv., 13 seðlar voru auðir og 17 ógildir og má sjá af atkvæðafjöldanum að fundurinn hefur verið fjölmennur. Mbl. náði sambandi við Birgi Guðmundsson kennara í fundar- hléi í gærkvöldi, en hann er einn þeirra kennara, sem sagt hefur upp störfum. Sagði hann að lítið hefði miðað í samkomulagsátt, en stefnt væri að því að ná einhverju samkomulagi fyrir miðnætti. „Það sem hefur reynst erfiðast í þessu máli öllu eru afskipti mennta- málaráðherra og ráðuneytis. Ým- islegt sem menntamálaráðherra hefur látið frá sér fara hefur torveldað mjög allar samkomu- lagsumleitanir. Það er sem sé búið að setja okkur kennarana upp við vegg og þetta eru vinnubrögð sem ekki verða þoluð hér eftir. Við höfum ákveðið að láta ekkert eftir okkur hafa fyrr en þetta mál er komið í höfn, og við ræðum málin alfarið inn á við,“ sagði hann. Ekki tókst að ná sambandi við Örn Forberg skólastjóra í fundar- hléinu, en Garðar Eiríksson for- maður skólanefndar, sem sagði af sér vegna málsins, hafði eftirfar- andi að segja um afskipti mennta- málaráðherra, Ingvars Gíslasonar og ummæli hans í Mbl. vegna máls þessa: „Blessaður karlinn er stór- orður í annarra garð en ekki sinn eiginn. En málið er það, að enginn vildi gera neitt, fyrr en allt var komið í óefni. Við munum mjög fljótlega svara opinberlega þess- um ummælum Ingvars." Þá sagði Garðar: „Það er hart, þegar opinberir embættismenn sem menntamálaráðherra og ráðuneytismenn vilja ekki leysa mál sem þetta með góðu og að það þurfi að ákæra menn og draga fyrir dómstólana. Við ætluðum að komast hjá öllu slíku. Þá er annað í þessu máli. Skólanefndin bar málið undir ráðuneytið í upphafi, þ.e. í maí sl. Ráðuneytið bað þá kennarana að biða með uppsagnir sínar og bannaði okkur m.a. að auglýsa eftir nýjum kennurum þar til Örn kæmi til landsins. Örn kom síðan til landsins, en fór snarlega út til Danmerkur aftur, eftir stutta viðkomu, og án þess að neitt hefði verið leyst af hendi ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ekki gert annað frá upphafi en að hella olíu á eldinn og það er hörmulegt að embættismanna- valdið skuli vera svo algjört." Garðar sagði í lokin: „Við höfum ákveðið að sitja þar til önnur skólanefnd verður kjörin, eða tryggt verður að börnin fái viðun- andi kennslu og samkomulag næst. Það leysist ekkert af þessum vanda með því að ráða nýja kennara, því ekkert húsnæði er fyrir þá, aðeins tvær litlar íbúðir og núverandi leiguhafar þeirra hafa rétt á þriggja mánaða upp- sagnarfresti." Óvissa ríkir um nýtt búvöruverð Gleypti og smyglaði verjum með hassolíu FÍKNIEFNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur upp- lýst mjög óvenjulegt smygl á 20 grömmum af hassolíu nýverið, en söluverðmæti þess hér er um ein milljón króna. 22ja ára gamall maður gleypti hassoli- una skömmu áður en hann lagði upp i flugferð hingað frá Kaup- mannahöfn og þannig komst hann með fikniefnið inn í land- ið. Skömmu áður en maðurinn lagði upp í flugferðina setti hann hassolíuna í fjórar gúmmíverjur og að því búnu gleypti hann verjurnar. Þegar maðurinn var kominn til Islands skiluðú verj- urnar sér rétta leið í gegnum meltingarfærin með hassolíuna. Einhver bið varð á því að síðustu verjurnar skiluðu sér og olli það manninum miklum áhyggjum eins og gefur að skilja, enda stórhætta á ferðum ef þær springa í meltingarfærunum. En manninum til mikils léttis skil- uðu verjurnar sér áður en skaði hlaust af. Nokkru eftir þetta var maður- inn handtekinn ásamt tveimur félögum sínum, þar sem þeir voru að selja hassolíu fyrir utan veitingahús í Reykjavík. Voru 10 grömm af efninu gerð upptæk. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzka fíkniefnalögreglan sannar smygl af þessu tagi hingað til lands, en aðferð þessi mun vera alþekkt erlendis. Fíkniefnalögreglan hefur síðan fengið vitneskju um að hassolíu hefur áður verið smyglað hingað á þennan hátt. NÝTT verð á landbúnaðarafurðum hefur enn ekki verið reiknað út, en sexmannanefnd seljenda og neytenda hefur setið á stöðugum fundum undanfarna daga. Er enn ráðgerður fundur í nefndinni í dag og kvað Gunnar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs land- búnaðarins allt í óvissu með nýtt verð, hvenær það tæki gildi og hvort samstaða næðist í nefndinni og kvaðst Gunnar ekki mjög bjartsýnn á að samkomulag tækist. Verðlagsgrundvöllur landbún- aðarvara, eða samningstímabilið við framleiðendur, rennur út hinn fyrsta september og leggja fram- leiðendur áherslu á að nýtt verð á mjólkurafurðum liggi fyrir strax um mánaöamótin. Verðlagning sauðfjárafurða er ekki alveg eins bráð, þar sem slátrun hefst ekki fyrr en kringum miðjan mánuð. Að sögn Torfa Ásgeirssonar, fulltrúa neytenda í sexmanna- nefndinni, er ógerlegt að segja til um hve mikil hækkunin þarf að verða. Kvað hann það markast af því, hvaða samkomulag tækist við framleiðendur, hver hækkunar- þörf dreifingaraðila yrði og hverj- ar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar yrðu í sambandi við niðurgreiðsl- ur. Sagði Torfi, að aðstaða til að fjalla um nýjan verðlagsgrundvöll væri nú allt önnur en áður vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar um fóðurbætisskatt og kvótakerfi. Guðmundur Sigþórsson í land- búnaðarráðuneytinu sagði að ekki væri hægt að segja um hvenær nýtt verð tæki gildi. Jafnvel þótt áhrif 8,57% launahækkunar væri vituð, væru aðrir þættir í óvissu, en hann taldi hugsanlegt að málin skýrðust nokkuð að loknum fund- inum í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.