Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 Lífiö tilheyrir okkur! Viö eig- um líka tilkall til þess! Viö verðum aö- eins aö kunna aö berjast fyrir því! Rísum upp, menn og konur, og berjumst fyrir lífi okkar! Sérhver móöir skal verða Ijónynja, sem ver afkvæmi sitt! Enginn faöir skal lengur horfa á börnin sín deyja! Sérhvert hús skal veröa aö virki! Rísum upp og berjumst! Frelsunin býr í barátt- unni! Sá, sem berst, kann aö bjargast! Rís- um upp vegna þeirra, sem eru hjálparvana, þeirra, sem viö berum fyrir brjósti, og þeirra, sem viö veröum aö hvetja til baráttu! (Úr dreifirlti andspyrnu- hreyfingar Gyöinga). Síöustu Gyðinjfunum í ghettóinu i Varsjá smalað saman. Þeir voru siðan sendir í gasklefana. Ragnarök í Varsjá SÝNINGUM myndarinnar Helfararinnar er nú lokið. íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að fylgjast með örlögum Weiss- fjölskyldunnar, sem varð fórnarlamb mestu fjöldamorða, sem menn hafa nokkru sinni lagt á ráðin um. Saga Weiss-fjölskyldunnar átti sér í raun upphaf og endi á cinum stað, í Gyðingahverfinu eða ghettóinu í Varsjá. Sérstök hverfi Gyðinga hafa tiðkast um aldaraðir í evrópskum borgum en ghettóið í Varsjá var annars eðlis. Það var biðsalur dauðans, áningarstaður á leið í útrýmingarbúðirnar. Hér verður nokkuð sagt frá uppreisninni í Varsjá, þegar Gyðingarnir gripu loksins til vopna gegn böðlum sínum. Ghettóin ákveðin A fundi, sem helstu foringjar nasista héldu með sér eftir hina frægu Kristalsnótt, lagðist Rein- hard Heydrich, yfirmaður SS, gegn því, að Gyðingum yrði smal- að saman í sérstök hverfi og taldi það alltof viðamikið verkefni fyrir lögregluna. Fyrir árslok 1939 hafði þó Gestapo komist að þeirri niðurstöðu, að það þjónaði best hagsmunum þýska ríkisins og lögreglunnar að aðskilja Gyð- ingana alveg frá fólki af öðrum uppruna. Aætlun um ghettóin var hrund- ið í framkvæmd af mikilli hörku og nákvæmni. Milljónir Gyðinga voru lokaðir frá umheiminum með múrum, gaddavír og öðrum víg- girðingum og þeir, sem reyndu að flýja, voru umsvifalaust teknir af lífi. Fyrir lok ársins 1942 hafði verið komið upp 55 Gyðingahverf- um í Póllandi. Hungrið sverfur að Þegar ghettóunum hafði verið komið upp fékk SS annað vanda- mál til meðfeðar, sem var hvernig auðveldast væri að útrýma íbúum þeirra. Himmler átti hugmyndina að því að láta þá svelta til bana og vissulega tókst það að nokkru leyti. Hans Frank, sem var lands- tjóri Þjóðverja í Póllandi, ákvað upp á eigin spýtur, að daglegur brauðskammturinn, 143 gr. á mann, væri allt of rausnarlegur og skar hann niðurí 20 gr. á dag. I dagbókina sina skrifaði hann stuttaralega: „Vafalaust mun dauðsföllunum fjölga í vetur, enda mun stríðið hafa í för með sér algera útrýmingu allra Gyðinga." Árið 1941 urðu 44.630 manns hungurvofunni að bráð en eins og mörgum öðrum „hugsjónamönn- um“ í röðum nasista fannst Hans Frank árangurinn harla lítill. Hann lagði til, að hafin yrði alger uppræting Gyðinga hvar og hven- ær sem til þeirra næðist. I dag- bókina sína skrifaði hann: „Ef einhver júðsku kynþáttanna lifir stríðið af, höfum við aðeins unnið hálfan sigur." í Gyðingahverfinu í Varsjá voru saman komnir 400—450 þúsund manns. Hverfið var fjórir km á lengd og hálfur þriðji á breidd og þar töldust vera 27.000 íbúðir og Uppreisn Gyðinganna 19. apríl 1943 til jafnaðar tvö og hálft herbergi í í hverri íbúð. Það hafa því verið rúmlega sex manneskjur í hverju herbergi. Börnin héldu lííi í fólkinu Eins og áður hefur komið fram, þótti Þjóðverjum hungurvofunni sækjast seint verkið og furðuðu sig á því hvernig nokkur hundruð þúsunda manna fóru að því að tóra á hungurlúsinni, sem þeim var skömmtuð daglega. Skýringin á þessu var sú, að það voru börnin, sem héldu lífinu í fólkinu. Börnin, sem voru nógu lítil til að komast eftir skolpleiðslunum út úr hverf- inu þar sem þeim áskotnaðist matur á ýmsan hátt. Fleiri útgönguleiðir voru reyndar einnig til, að vísu ekki eins fjölfarnar og skolpleiðslurnar og eftir þeim gátu Gyðingarnir dregið að sér ýmislegt, sem þá vanhagði um, en fyrir okurfé. Ef hægt var að útvega nógu mikið fé var jafnvel unnt að kaupa vopn af pólsku andspyrnuhreyf- ingunni, sem síðan var smyglað inn í hverfið. Riffla, skammbyssur og handsprengjur, sem stolið hafði verið frá þýska hernum og ítalskri herdeild, sem hafði aðsetur í Lvov. Upplýsingar um þessi vopnakaup bárust um síðir þýsku leyniþjón- ustunni og Heinrich Himmler fannst tími til kominn að hraða útrýmingunni. Borgarráði Gyð- inga var skipað að afhenda 60.000 manns, sem sagt var að ættu að fara í nauðungarvinnubúðir, og SS-menn voru sendir á vettvang til að smala saman fólkinu. Þegar hér var komið sögu hafði andspyrnuhreyfing verið stofnuð meðal Gyðinga í Varsjá og innan hennar voru menn sem vissu hvaða örlög biðu þeirra, sem fluttir voru á brott. Þrátt fyrir það vildu fæstir trúa frásögnum þessara manna og hlýddu möglun- arlaust fyrirskipunum SS um brottflutninginn. En smátt og smátt fór það þó að renna upp fyrir Gyðingunum hvert fyrir- heitna landið væri: Gasklefarnir í Treblinka. Þáttaskil 18. janúar 1943 gerðist undar- legur atburður í ghettóinu í Varsjá. Hópur Gyðinga, sem SS- menn höfðu smalað saman til brottflutnings, dró skyndilega skammbyssur undan klæðum sín- um óg tók að skjóta á verðina. Siðan tóku þeir á rás og leituðu skjóls í nálægum byggingum. Yfirmaður SS-sveitanna í Var- sjá, Ferdinand von Sammern- Frankenegg, varð miður sín af bræði við þennan atburð og skip- aði svo fyrir, að fyrirvaralaust yrði ráðist inn í Gyðingahverfið og haft uppi á sökudólgunum. Þeir fundust þó hvergi og Frankenegg varð að láta sér lynda að sprengja upp nokkrar byggingar í hverfinu. Himmler let það nú ekki drag- ast miklu lengur að koma því í verk að leggja ghettóið i rúst. Hann treysti þó ekki Frankenegg til að annast það svo vel væri, heldur fól það verk SS-foringjan- um Júrgen Stroop, sem Himmler vissi að mátti treysta vel til slíkra verka. 19. apríl 1943 hélt Stroop inn í Gyðingahverfið í Varsjá með her- mönnum sínum. Stroop gaf Himmler seinna skýrslu um at- burðina í ghettóinu og nú skulum við gefa honum orðið: Uppreisnin í Varsjá: Stroop-skýrslan „Áður en við hófum aðgerð- irnar létum við umkringja hverfið til að koma í veg fyrir að nokkur kæmist þaðan. I fyrstu atlögu okkar að hverf- inu urðum við frá að hverfa vegna harðrar mótspyrnu Gyð- inganna, sem skutu á brym vagnana úr öllum áttum ... I annarri atlögunni tókst betur til og okkur heppnaðist, þrátt fyrir ákafa skothríð, að hreinsa til í nokkrum húsa- samstæðum. Andstæðingarnir neyddust til að flýja ofan af húsþökunum ... og hörfa ofan í kjallara og holræsi. Til að koma í veg fyrir, að Gyðingar gætu safnast saman í holræs- unum, reyndum við að fylla þau vatni en þeir sáu við þeirri fyrirætlan með því að sprengja upp fyrirstöðurnar ... Meginstyrkur uppreisnar- mannanna, en í þeirra hópi voru einnig pólskir skæruliðar, hörfaði nú til Muranovski- torgsins þar sem þeir virtust staðráðnir í að verjast hvað sem það kostaði. Gyðingafán- inn og pólskir fánar voru dregnir að húni á byggingum sem hvatning til fólksins um að koma til liðs við þá ... Mér var nú farið að skiljast, að upphafleg áætlun okkar fékk ekki staðist. Gyðingarnir höfðu allt sem þeir þurftu: efni til sprengjugerðar, föt og skot- færi frá okkar eigin her, vopn af öllum tegundum, einkum SS-foringinn Jiirgen Stroop. Honum var falið að má Gyðingahverfið i Varsjá af yfirborði jarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.