Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 ÍR-sveit sló íslandsmet SVEIT ÍR setti í fyrrakvöld nýtt íslandsmct í 1500 metra boöhlaupi á innanfélagsmóti ÍR á frjálsíþróttavellinum i LauKardal. Hljóp svcitin á 3:24,4 mínútum og bætti eldra metið um hálfa sek- úndu en það mct var i eigu tveggja KR-sveita og komið verulega til ára sinna. {sveit ÍR hlupu Stefán t». Stefáns- son (100). Jónas Egilsson (200), Gunnar P. Jóakims- son (400) og Ágúst Ásgeirs- son (800). í svigum er til- greind vegalengd sem hver hlaupari hijóp. Sveinasveit frá IR reyndi við eigið ald- ursflokksmet i hlaupinu, en lauk ekki keppni. Best aftur til Hibs GEORGE Best, fyrrverandi knattspyrnusnillingur, er nú kominn aftur til skoska liðsins Hibernian og var honum þar vel tekið. Átti Best að mæta á sina fyrstu æfingu hjá Hibs á þriðjudaginn og er ekki vitað betur en að Best hafi mætt. Best, sem nú er 33 ára gamall, hefur að undanförnu leikið i bandarfsku deildarkeppninni með liði San Jose Earthquakes. Best gekk til liðs við Hibs undir lok siðasta keppnistimabils, lið- ið var i bullandi fallhættu og tókst Best ekki að afstýra voðanum sem fyrir dyrum var. En Best lék 13 leiki, skoraði 3 mörk og þótti hafa staðið fyrir sinu. Það siðasta sem hann gerði áður en hann hélt tii San Jose, var að lýsa yfir eigin áfengisvandamáíi. Fór hann i nokkurra vikna meðferð og fer fáum sögum af drykkjuskap hans síðan. • % v.#- Þjálfarinn og miðvörðurinn dæmdir í bann FYLKISMENN íóru ekki var- hluta af leikbönnum þeim sem aganefnd KSÍ útbýtti í fyrra- kvöld. Einar Hafsteinsson, mið- vörður liðsins, var dæmdur í tveggja leikja bann og þjálfari liðsins i eins leiks bann. Þá var Nói Björnsson, leik- maður með Þór á Akureyri, dæmdur i eins leiks leikbann. Firmakeppni KR-inga HIN árlega firmakeppni knattspyrnudeildar KR verður haidin helgina 20. og 21. sept. Keppt verður í riðlum. En úrsiitakeppnin verður viku siðar. Keppt er utanhúss Skulu 7 leikmenn vera i hverju liði auk 4ra skipti- manna, leiktimi er 2x15 min. Þátttöku skal tilkynna i sima 22195, þriðjud., mið- vikud. og föstud. frá kl. 2—4 e.h. fyrir 18. sept. „Leikmaóur íslandsmótsins 1980“ Spennandi keppni fimm leikmanna FIMM leikmenn í 1. deild berjast um titil Morgunblaðsins, „leik- maður íslandsmótsins i knatt- spyrnu“. Ein umferð er eftir á íslandsmótinu og eru þeir Sig- urður Grétarsson hjá UBK og Trausti Haraldsson hjá Fram efstir og jafnir með 104 stig hvor úr 15 leikjum. Það gerir 6,9 i meðaleinkunn. Marteinn Geirs- son kemur fast á hada þeirra með 117 stig úr 17 leikjum, eða 6,8 i meðaleinkunn. Auk þessara þriggja, eiga aðrir tveir góða möguleika. Það eru þeir Magnús Bergs og Guðmundur Þorbjörnsson hjá Val. Magnús hefur 115 stig úr 16 leikjum, eða 6.6 í meðaleinkunn og Guðmundur hefur 97 stig úr 15 leikjum, eða 6,5. Ragnar Margeirsson ætti mikla möguleika ef hann gæti leikið síðasta leik IBK. Ragnar hefur 115 stig úr 17 leikjum, eða 6.7 í meðaleinkunn, en hann hefur lokið þátttöku sinni í mótinu. Hann tekur út leikbann er félagar hans freista þess að halda sæti sínu í 1. deild gegn ÍA um helgina. írar sigruðu Hollendinga ÞRÍR LEIKIR fóru fram i gær- kvöldi i riðlakeppni HM. Á Wembley léku Englendingar við Norðmenn og sigruðu Englend- ingar, 4—0, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 1—0. Voru leikmenn enska liðsins i hinum mestu vandræðum með að brjóta norsku vörnina niður. í siðari hálfleik gekk mun betur og þá hafði enska liðið yfirburði á vellinum og sigraði mjög sann- gjarnt, 4—0. Mörk Englendinga skoruðu McDermott 2, Woodcock 1 og Mariner 1. Lið íriands sigraði Hollendinga mjög óvænt, 2—1. Hollenska lið- inu gekk illa í leiknum og átti vörn liðsins erfitt með írsku framlínu- mennina sem gerðu oft usla í vörn Hollands. Mörk íra skoruðu Daley og Lawrenson. Mark Hollendinga skoraði hinn kunni leikmaður Thahamata. Vestur-þýska landsliðið sigraði lið Sviss, 3—2, eftir hörkuleik. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Sviss. Mörk Sviss skoruðu Botter- on og Pfister. Mörk Þjóðverja skoruðu Múller 2 og Magath 1. SKOTLAND SIGRAÐI SVÍÞJÓÐ, 1—0, mark Skota skoraði Gordon. Leikurinn var jafn lengst af og sýndu bæði liðin góða knatt- spyrnu. Badmintonfólkið stoð sig ÍSLENSKA landsliðið i badmint- on fór i ágætlega heppnaða keppnisferð til Austurrikis og Ungverjalands fyrir skömmu. Lék liðið tvo opinbera landslciki við viðkomandi þjóðir, auk tveggja leikja gegn úrvalsiiðum. ísland sigraði Ungverja 6—5 í landsleik og var það líklega mesta afrek ferðarinnar. Hinn landsleik- vel ytra urinn var gegn Austurríki og sigraði heimaliðið, 5—2. Leikurinn var ekki eins ójafn og ætla mætti í fljótu bragði, því að allir tapleik- irnir töpuðust á oddahrinum. ís- lenska liðið lék einnig gegn úr- valsliðum Vínarborgar og Stier- mark. Sigraði ísland fyrrnefnda liðið 6—5 í spennandi keppni, en síðarnefnda liðið 7—2 og sýndi þá meiri yfirburði. • Rainer Bonhof (t.v.) o'g Herbert Neumann þykja afburða góðir knattspyrnumenn. en þeir mæta báðir Skagamönnum á Laugardals- vellinum á þriðjudaginn. „Ef Köln leikur vel sést ekki betra liö“ VOLKER Hofferbert, þjálfari, sem náð hefur mjög góðum árangri með Valsliðið i sumar, lærði iþróttafræði i Köln. Hann hefur þetta að segja um lið Kölnar: „Þegar ég var að læra í Köln fylgdist ég auðvitað mikið með Kölnarliðinu. Min skoðun er sú, að á góðum degi geti liðið leikið frábærlega vel, ekkert verr en landsliðið. Ef liðið fær hins vegar mikla mótspyrnu er eins og leikmenn Köln gleymi hvað þeir geta i rauninni spilað vel, þeir verða taugaóstyrkir og andstæðingarnir eiga þá möguleika. En ef Köln leikur vel sést ekki betra lið. Styrkleiki liðsins liggur í frábærum framlínumönnum og tengiliðum. Dieter Múller og Woodcock eru geysilega skæðir í framlínunni og Littbarski er að verða einn af bestu framlínu- mönnum Þýskalands. Á miðjunni eru þeir Schuster, Botteron, Bonhof eða Cullmann, allt geysisterkir leikmenn og aukaspyrnur Bonhofs eru frægar. Vörnin er aftur á móti veikari og þess vegna er ekki óvanalegt að Köln vinni leiki sína t.d. 5:2 og 4:3, liðið skorar jafnan mikið en fær líka á sig of mikið af mörkum. Yfirleitt er þá ekki við markvörðinn Schumacher að sakast, hann er að mínu mati besti markvörður Þýskalands nú. Ég held að það væri rétt hjá Akranesliðinu að leika fasta vörn, maður á mann, og liðið verður að vera óhrætt að sækja að marki Kölnar og reyna að finna veiku blettina á vörninni." Óskar og Hreinn sigruðu í kúlunni ÍTALIR sigruðu íslendinga i landskeppni i kastgreinum um síðustu helgi, en keppt var á Sikiley. íslendingar,sigruðu aðeins í einni grein, kúluvarpi, en þar sigraði Óskar Jakobsson og Hreinn Halldórsson varð annar. Varpaði Oskar kúlunni 20,08 metra, en Hreinn varpaði 20 metra slétta. F.C. Köln er talið dýrasta knattspyrnulið Evropu í dag v> Markvörður F.C. Köln, Harald Schumacher. lék sinn fyrsta landsleik i knattspyrnu á Laug- ardalsvellinum. er ísland mætti Vestur-Þýskalandi. FYRRI leikur Akraness og 1. FC Köln i UEFA-keppninni i knattspyrnu fer fram á Laugar- dalsvelli þriðjudaginn 16. sept- ember og hefst klukkan 18. Dóm- ari verður norður-irskur, Jim Haughey og linuverðir eru einnig norður-irskir. Forsala aðgöngu- miða að þessum stórleik verður i verzluninni Óðni á Akranesi á mánudag og þriðjudag og á Laugardalsvellinum frá klukkan 13, daginn sem leikið er. Akurnesingar hafa áður keppt við 1. FC Köln. Það var i Evrópukeppni meistaraliða árið 1978. Þá vann Köln fyrri leikinn úti í Köln 4:1 en jafntefli varð i seinni leiknum, 1:1, á Laugar- dalsvelli. Þóttu Skagamenn standa sig mjög vel i leikjunum gegn Köln. 12 landsliðsmenn Margir þekktir leikmenn voru í Kölnarliðinu þegar það kom hingað 1978 en í dag eru ennþá frægari menn hjá félaginu. Má sem dæmi nefna að af 26 leik- mönnum á launaskrá eru 12 lands- liðsmenn. Kevin Keegan, knatt- spyrnumaður Evrópu, hefur sagt í blaðaviðtali að hann telji Köln besta lið Vestur-Þýskalands og þau orð standa þrátt fyrir slaka byrjun hjá Köln í deildarkeppn- inni, sem hefur komið verulega á óvart. Frægustu leikmenn 1. FC Köln eru eflaust þeir Rainer Bonhof, sem varð heimsmeistari með liði Vestur-Þýskalands 1974, enski landsliðsmiðherjinn Tony Wood- cock og Bernd Schúster, nýjasta stórstjarnan í þýskri knattspyrnu og nú þegar einn besti knatt- spyrnumaður Evrópu, aðeins 20 ára gamall. Schúster var var- amaður þegar Köln kom hingað síðast, en hann lék með vestur- þýska landsliðinu á Laugardals- vellinum í fyrravor, þegar Þjóð- verjarnir unnu 3:1. Annar kappi í Kölnarliðinu lék þá sinn fyrsta landsleik, markvörðurinn Harald Schumacher. Hann kom inn á í hálfleik í staö grínfuglsins Sepp Maier. Kölnarliðið er talið dýrasta knattspyrnulið Evrópu og það má einnig nefna, að fyrir auglýsinga- samning sinn við Pioneer fær Köln meiri peninga en nokkurt annað þýskt lið fær fyrir auglýs- ingar, eða 300 milljónir ísl. kr. á ári. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.