Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 27 Jens í Kaldalóni: Fóðurbætisskattur og f íf lalæti Svo hart sem hin íslenska nátt- úra — veðurfar, eldgos og hafís- þök hafa frá örófi alda hrjáð okkar íslensku bændastétt — pól- itískir angurgapar hrellt hana og misboðið með innantómu og rak- alausu kjaftaþvaðri, — sem ómenni væru á ómagajötu, — árum saman og áratugum hafa þó bændur þessa lands paufast af þolgæði og þrautseigju mót hverj- um brotfaldinum af öðrum til þess sér og sínum að lífi halda, og talið sig vera í þeirri stétt manna þessa íslenska þjóðlífs, sem tilheyrði því nafni, að teljast sem atvinnustétt á borð við aðra þegna þessa lands, að mega með erfiði sinna handa skapa sér viðurværi til lífsins þarfa. Nærri því ekkert af þessu öllu hefur þó jafn sárt undan sviðið og þeim óhemju þjösnahætti, sem nú í sumar var á sett, — af misvitrum mannavöldum gert, — og á ég þá við þá áþján sem í þeim fantalög- um finnast, þá er að baki þeirra var í laumi skreiðst með hinn svokallaða fóðurbætisskatt. Svo afdráttarlaust sem bændur stóðu á móti þessari plágu, skyldi þeim ekki sú frjálshyggja líðast, og skyldi því sem þjófur úr skoti skjótast að þeim úr launsátri, og engan láta þar um vita fyrr en áhlaupið var gert með valdbeit- ingu „brýnnar nauðsynjar". Allar þeirra bestu kýr, sem áratugi tekið hefir upp að rækta í þann munað að gefa góðan arð, skal nú á einu bretti upp þurrkast, þá af sér hafa holdin mjólkað, og upp veslast af efnaskorti, — þá enga næringu þær lengur fá til samræmis þeirri framleiðslu, sem gerðar eru þær fyrir, en þær einar lífi halda, sem rúmlega mjólkað geta kálfi sínum. Hér eru svo fantaleg fíflalæti innleidd í okkar aðra bestu at- vinnustétt að undrun sætir, að þegar í upphafi skuli ekki sú uppreisn yfir gengið, að ekki verði hjá komist niður að drepa þær vanhugsuðu vitleysu gerðir, sem jafnvel fábjánum flestum myndi ofbjóða þær afleiðingar, sem af gætu hlotist. Þrautalending bænda nú er eng- in önnur til, en að láta nú uppúr miðjum september allar kýr steingeldast, og halda í þeim, sem ekki verður fargað í komandi sláturtíð, — líftórunni í vetur sem geldneyti væru, og mætti þá svo fara, að einhver skynjaði afleið- ingar þeirra gerða sem hér um ræðir, og þá ekki síður finna gildi þess, sem hinn magnþrungni kostamatur mjólkurafurðanna hefur á lífsþrótt og tilveru ungra og aldna. Slíkar einhliða háskagerðir sem þessar eru í eðli sínu svo varasam- ar, að víst gátu bændur sagt öllum mjólkurbílum til fjandans að fara tómum til baka, því mjólkin væri þegar í flórinn farin, — og vatns- dropann bláan þeir gætu sötrað, sem að þessum verkum staðið hefðu. Og enda þótt bændur séu þolgóðir í margri raun, svo sem ekki síður sjómenn þessa lands, — þá skal enginn fyrir það loku skjóta, að ekki gætu þeir orðið þungir á bárunni þá að þeim er vegið með jafn óverjandi óskamm- feilni sem nú hefur gert verið. Offramleiðsla verður á engan hátt læknuð í neinni starfstétt með slíku fári, — þar verður til að koma mannleg dómgreind og heil- brigð skynsemi. Það fer enginn lifandi maður í gustukaskyni einu saman að kaupa mél fyrir 400 þúsund krón- ur tonnið til þess eins að fólk fái mjólk útá grautinn. Mjólk er ekki hægt að framleiða frekar en aðra vöru, nema í atvinnulegu tilliti, til þess upp að skera lífvænlegt lifibrauð þeim til handa, er að því vinna. Að ætla að bjarga grasköggla- framleiðslu og smábændum með skatti af fóðurbæti sem svo er með okurverði orðinn, að enginn getur keypt hann, eru tilgangslausir hugarórar sem hvergi standast heilbrigða dómgreind, og ef aðrar aðgerðir stjórnunar framleiðslu- mála okkar eru byggðar á svipuð- um forsendum og fávizku, er ekki von að vel fari. Fyrir einn smábónda með 300 ærgildi = 15 kýr, sem gæfi kúnni 1 tonn af méli á ári, sem ekki óhóflegt getur talist, kostar þessi hækkun á mélinu hjá honum um 4,5 milljónir á ári. Með slíkri spilamennsku þýðir ekki að reyna til að vinna nokkurt geim. Það eru sjálflögð niður spilin. Það segir sig sjálft að engin leið er útúr þessum ógöngum önnur en að bændur eru neyddir til að láta kýrnar stein- geldast nú á haustnóttum, og þar með verða algert afurðatap og mjólkurskortur. Þetta hefðu allir skynibornir menn mátt fyrir- fraam vita. Þetta jaðrar algerlega við innflutningsbann á þessari vöru, og að básúna sem hroða- legustu vandræði, að við íslend- ingar skulum fá niðurgreiddan fóðurbæti, og telja það til þjóðar- plágu jafnvel, er svo frámunalega ógeðfellt hugarfar, og fásinna sem að baki liggur, að furðu gegnir að forráðamenn nokkurrar þjóðar skuli svo úr rót slitnir úr tilveru hins daglega lífs, svo sem við hérlendir bændur búum við eitt hið ótryggasta veðurfar, sem nokkur mennsk þjóð verður við að búa, óþurrka oft, kal og harðindi, svo jafnvel liggur við á stundum, að heilir landshlutar fari í auðn, og er ekki lengra til að jafna en síðustu haustnátta, þá heyskapur í heilu héraði lá undir kafsnjó, þá vetur var að genginn. í Þjóðviljanum 22. júlí stendur þetta: „Skattinum var aldrei ætlað að vera tekjuöflunarleið fyrir einn né neinn heldur var hann hugsað- ur sem leið til að stjórna mjólkur- framleiðslunni." Þarna er þó nokkuð sannleikskorn. Hann var helst ætlaður til að drepa niður mjólkurframleiðslu þjóðarinnar, og sem harkalegust stríðsárás á hendur bænda, að ófyrirsynju og ástæðulausu, og gat orðið stór- hættuleg árás, ef bændur hefðu tekið honum sem maklegt hefði verið, og gæti orðið ennþá. Land- búnaðarráðherra hefir hinsvegar margsagt, að hann eigi að vera til að styðja við graskögglaverk- smiðjurnar og létta broddinn af kvótakerfinu hjá þeim sem minnst hafa búin. Er þá ekki þessi vitlausasti skattur, sem á hefur verið lagður, orðinn að tekjulind fyrir þessa aðila. En vitanlega fær smábóndinn aldrei neitt raunhæft til sinna tekna úr vitleysunni þeirri arna, enda þolir hann þetta langverst, því 4,5 milljónirnar, sem að framan getur eru bein tekjuskerðing hjá honum, auk þess sem rándýrir vextir gleypa til sín ótalin hundruð þúsunda frá því mélið væri keypt og þar til Jens GuAmundsson greiðsla kæmi frá fóðurbætis- skatti, ef þá nokkurntíma yrði um greiðslu þaðan að ræða. Hér ber því allt að sama brunni, — sem sé að skákað er í því sama skjólinu, að hvað oft sem roðið er harðsnúið fyrir bændur að naga, þá jóðla þeir á því möglunarlaust, og það nota þeir sér, sem ráðlausir standa til nokkurrar raunhæfrar úrlausnar vandamálum þeirra, og þjóðarinnar í raun allrar. Svo er ég stórorður um sögu þessa, að mér finnst hér ómaklega verið hafa vegið að okkar bænda- stétt og ómannlega að staðið, langt umfram nokkra þörf eða vit. Ráðvilltir menn rölta um þann eymdarveg, — sem úr öllum tengslum er löngu frá slitinn því litríka lífi, sem þeir í huga sér mættu þó í fjarska líta fegurra auga, — en svo, — að báðum þeir lokuðu fyrir afdrifum þeim öllum, sem af gætu hlotist, og röltu sem blindir væru að þeirri feigðar- strönd, sem auðnin ein speglaði vanmátt þeirra og þekkingarleysi á þeirri raunhyggju sem ekki verður framhjá gengið í tímans rás, hvort sem manni líkar svo betur eða verr. Slík stjórnun er ekki óáþekk þá 5 milljarðar séu á einu bretti settir á herðar atvinnutækja þjóð- ar okkar, — þá ein hitaveita þarf til sinna þarfa 2 milljarða til framtíðarheilla sínu byggðarlagi. Væri vart umtalsverður áhall- inn, þá báðir slíkir ráðsmennsku- postular væru á sinn klakkinn settir á Brúnku gömlu, og myndi þá sl. aldrei um snarast, en miklu frekar augun opnast fyrir því hversu hér hefðu mislukkaðir menn í pokann látnir verið. Verksmiójusala I i Rnvnr á allo alrliircliAria r —:> Buxur a alla aldurshopa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góð kaup í úrvalsvöru. Opið virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. a Skipholti 7. Sími 28720. Þú getur dregið hlutina - og tapadl Kauptu SANYO litsjónvarp í dag. Okkur tókst aö semja um ótrúlegt verð á nokkrum SANYO litsjónvörpum. CTP 6213 Verö aoeins 668.000- (gengi 2.9. 80). Staogr. 629.500.- (gengi 2. 9. 80) CTP 6217 Veroaoeins 769.500.- (Fullkomin fjarstýring). Þetta eru ódýrustu litsjónvörpin — og þau eru japönsk gæðavara fkaupbæti. Þú skalt athuga þaðlll Gunnar ÁsgeírSSOn h/f. Suöurlandsbraut 16, sími 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.