Morgunblaðið - 26.09.1980, Síða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUM
217. tbl. 68. árg.
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Khorramshahr og^ hluti
Abadan á valdi íraka
^ (ienf. UaKhdad. Beirút. 25. september. AP.
ÍRASKT herlið náði stórum hluta Aba-
dan, hinnar mikilvægu olíu- og hafnar-
borgar írans, á sitt vald í dag, og
fögnuðu íbúar hermönnunum innilega er
þeir óku inn í borgina, að sögn sendi-
herra íraks í Sviss í kvöld. Einnig náði
íraskt herlið hinni mikilvægu olíu- og
haf narborg Khorramshahr á sitt vald að
sögn útvarpsins, í Baghdad. Fyrr um
daginn höfðu írakar náð undir sig
járnbrautinni er tengir Khorramshahr
og Abadan við Teheran. írakar um-
kringdu Abadan og Khorramshahr á
þriðjudag.
Séu fregnir þessar sannar, hafa
írakar unnið meiriháttar sigur í
dag í átökunum við írani, að sögn
fréttaskýrenda. Hafa þeir þá kom-
ið í veg fyrir að Iranir komi
vopnum og liðsstyrk til Abadan á
láði eða legi.
Síðdegis varpaði útvarpið í Te-
heran út sírenuhljóði og hvatti
íbúa borgarinanr til að leita skjóls
þar eð loftárás væri yfirvofandi.
Um sama leyti hætti útvarpið
sendingum, og töldu ýmsir í borg-
inni sér trú um, að árás hefði verið
gerð á bústað Khomeinis erki-
klerks. Útvarpið hóf sendingar að
nýju stundu seinna og tilkynnt að
um æfingu hefði verið að ræða.
í fregnum frá Baghdad segir, að
óverulegt mannfall hafi orðið í
átökum írana og íraka í dag.
Fregnir um töku Khorramshahr
og hluta Abadan voru ekki stað-
festar í Teheran, en Pars-frétta-
stofan sagði að íranir hefðu frem-
ur sótt í sig veðrið og herlið íraka
hörfað er til harðra átaka kom á
Qasr Shirin-svæðinu þar sem
a.m.k 40 skriðdrekar íraka voru
eyðilagðir. íranskar orrustuþotur
gerðu loftárásir á gashreinsun-
arstöðina í Ayn Zala, norðvestur
af Baghdad, að sögn útvarpsins í
Baghdad, og sjálfir sögðust íranir
hafa tekið landamærabæ í írak.
í bréfi yfirvalda í írak til
Sameinuðu þjóðanna, er kunngert
var í kvöld, sagði, að írakar hefðu
Rússar
sprengja
Stokkhólmi. 25. september. AP.
SOVÉTMENN sprengdu í
morgun þriðju kjarnorku-
sprengjuna á hálfum mánuði
á tiiraunasvæðinu i Semipal-
atinsk i Síberíu og komu
skjálftar af völdum spreng-
ingarinnar fram á jarð-
skjálftamælum i Hagfors
rannsóknarstöðinni í mið-
hluta Svíþjóðar.
Skjálftar af völdum spreng-
ingarinnar jafngiltu jarð-
skjálfta af stærðargráðunni
4,9 stig á Richter-kvarða, en
síðastliðinn laugardag komu
fram merki um álíka stóra
sprengingu á mælum stöðvar-
innar í Hagfors. Fyrir hálfum
mánuði sprengdu Rússar hins
vegar enn öflugri sprengju,
sem jafngilti sjö stiga skjálfta
á Richter-kvarða, sem er
meiriháttar skjálfti.
enga landvinninga í íran í huga,
hér væri fyrst og fremst um
sjálfsvarnaraðgerð að ræða, og
væru yfirvöld reiðubúin að skýra
afstööu sína fyrir Öryggisráðinu,
en búizt er við að ráðið komi
saman á morgun, föstudag, til að
fjalla um átök Irana og Iraka.
Tarek Aziz, varaforsætisráð-
herra Iraks, sagði á fundi með
fréttamönnum í París í dag, að
Irakar væru þess fúsir að hætta
bardögum og hverfa á brott með
lið sitt úr íran að undangengnum
ýmsum skilyrðum. Hins vegar
sagði sendiherra íraka í Indlandi,
að írakar hættu aðeins bardögum
ef „sanngjarnar breytingar yrðu
gerðar á landamærum ríkjanna"
en í því sambandi er átt við að
írakar fái vesturbakka ósa Shatt-
Al-Arab-fljótsins og þrjár eyjar
við mynni Hormuz-sunds.
Saudi-Arabía og ýms önnur ríki
við Persaflóann settu heri sína í
viðbragðsstöðu í öryggisskyni og
af ótta við að átök írana og íraka
eigi eftir að magnast og breiðast
út, að sögn háttsettra embætt-
ismanna í Bahrain.
Hin opinbera fréttastofa Iraks sendi þessa mynd frá sér i dag og sagði hana vera af braki úr „enn
einni íranskri" orrustuþotu sem írakar hefðu skotið niður i nágrenni Baghdad. Símamynd-AP.
Komust á
kaðalstiga
yfir múrinn
Bírlin. 25. september. AP.
TVEIR Austur-Þjóðverjar
flýðu í dag yfir Berlínarmúr-
inn með hjálp vestur-þýskra
félaga.
Aðstoðarmennirnir höfðu
komið sér fyrir uppi á þaki við
múrinn. I þann mund sem
flóttamennirnir nálguðust
múrinn, hentu þeir kaðalstiga
yfir hann. Öðrum flóttamann-
anna tókst að komast klakk-
laust yfir múrinn, en sá síðari
datt úr stiganum. Komst hann
yfir múrinn í annarri tilraun,
en þá höfðu landamæraverðir
komið auga á hann og hafið
skothríð. Manninn sakaði ekki.
Brunalið varð að koma á
staðinn með stiga til að ná
aðstoðarmönnunum niður af
þakinu. Og fréttir herma að
þegar lögregla og herlið komu á
staðinn hafi austur-þýskir
landamæraverðir verið að fjar-
lægja kaðalstigann.
Reza til
í slaginn
París, 25. september. AP.
REZA Pahlavi prins, sonur
fyrrum íranskeisara, hefur
sent íranska hernum boð, þar
sem hann segist vera fús til að
fórna lifi sinu i haráttunni við
iraska herliðið.
I tilkynningu sem gefin var út
í París, segir Reza:
„Ég er viss um að ef faðir minn
hefði verið við völdin í íran nú,
hefði hann skipað mér að berjast
samkvæmt skyidu minni sem
herliðsforingja."
Reza, sem er 19 ára, var við
orustuflugþjálfun í Bandaríkjun-
um, þegar föður hans var steypt
af stóli.
íranskir útlagar
undirbúa innrás
írakar styðja útlagastjórn
Atlanta. GeorKiuriki. 25. september. AP.
ÍRAKAR ætla að viðurkenna íranska útlagastjórn undir forsæti
Shahpour Bakhtiar. fyrrverandi forsætisráðherra, og Gholam Oveissi
hershöfðingja. sem bráðabirgðastjórn írans, að því er blaðið „Atlanta
Constitution" hefur eftir irönskum útlögum í dag.
írani, búsettur í írak, Ayatollah
Khoeei, verður leiðtogi klerka-
stéttarinnar samkvæmt fréttinni.
Kunnir trúarleiðtogar í írak og
íran, sem eru andvígir Khomeini
trúarleiðtoga, ætla að fordæma
Khomeini á þeirri forsendu að
hann sé falsspámaður og skora á
Shiita að slíta trúnaði við hann.
Irakar hafa leyft Bakhtiar og
Oveissi að útvarpa daglega til íran
frá Bagdad á undanförnum mán-
uðum. Irakar hafa einnig aðstoðað
íranska útlagaleiðtoga og her-
menn, sem fylgja þeim að málum í
tilraunum þeirra til að ná aftur
völdunum í íran, samkvæmt frétt-
inni. írakar hafa ennfremur
hjálpað Kúrdum, sem hafa barizt
gegn írönum með stuðningi
Bakhtiar og Oveissi.
Samkvæmt öðrum írönskum
heimildum safnast nú þúsundir
íranskra liðsforingja og her-
manna, sem flúðu vegna ofsókna
Khomeinis, saman víða á Vestur-
löndum til undirbúnings innrás í
Iran, undir forystu Oveissi og
annarra útlægra íranskra herfor-
ingja.
í París sagði Bakhtiar í útvarps-
viðtali, að hann hefði komið
„mörgum sinnum“ til Bagdad und-
anfarna tólf mánuði, en ekki verið
þar um helgina. Hann vildi ekki
segja frá því, hvar hann hefði
dvalizt um síðustu helgi, en sagði,
að hann hefði verið „mjög langt
frá Bagdad".
Bakhtiar lagði áherzlu á and-
stöðu sína gegn stríðinu og sagði,
að hann mundi ekki láta af hendi
„einn þumlung íransks lands".
I Williamstown, Massachusetts,
Bandaríkjunum, sagði fyrrverandi
lífvörður fyrrverandi íranskeis-
ara, David Balfour jr., að 19 ára
gamall sonur keisarans tryði því
staðfastlega, að hann kæmist ein-
hvern tíma aftur til valda í íran.
Prinsinn hyggst fara aftur til
náms í Massachusetts.