Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 5 Bragi hjá nokkrum verka sinna sem verða á yfirlitssýninKunni. Ljósmynd Mbl. RAX. Bragi undirbýr yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum „MÉR þætti vænt um að komast í samband við fólk sem telur að það eigi markverð verk eftir mig,“ sagði Bragi Ásgeirsson listmálari sem mun opna yfirlits- sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum laugar- daginn 18. október nk. og þar mun hann sýna mikinn fjölda verka í öllu húsinu. „Eg hef verið andvaralaus við að skrá niður hvert verk mín hafa farið og bið þá, sem þau eiga, vinsamlega að hafa sam- band við mig. Best er að hringja á kvöldin og spyrja eftir syni mínum, Fjölni Geir, sem sér um þessa hlið fyrir mig. Ég veit ekki í öllum tilvikum hverjir eiga verk eftir mig sem marka tímamót og ég vildi gjarnan fá að hafa á yfirlitssýningunni og til dæmis hef ég ekki ennþá fundið fjögur verk sem Nína Sæmundsdóttir myndhöggvari keypti af mér árið 1956.“ „Er þessi sýning af ákveðnu tilefni?" „A næsta ári kemst ég á miðjan aldur og það er m.a. tilefnið. Ég hafði hugsað mér að halda sýninguna þá en þá verða nokkrar mikilvægar myndir eftir mig úr einkasafni komnar til útlanda og þar sem ég vil hafa þessar myndir á yfirlitssýningunni dreif ég mig í þetta. Það eru mörg fleiri tímamót sem tengjast þessari sýningu. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan ég hóf listnám og odda- talan 3 og jafna talan 6 eru happatölur mínar. Tuttugu og fimm ár eru síðan ég hélt fyrstu sýningu mína í Lista- mannaskálanum og 18 ár eru síðan ég hélt grafiska sýningu eingöngu en þrisvar sex eru átján! Fleira kemur til, en að sjálfsögðu er þetta ekki loka- mark heldur mikilvægur áfangi, ég hyggst hrista upp í hlutunum, líta yfir sviðið pg brjóta allar brýr að baki. Ég vona að ég eigi enn 33 þroskaár eftir í listinni af fullum krafti, en maður hefur gott af því að líta til baka og sjá hvar maður stendur og hvað maður hefur gert.“ „Þú ætlar að leggja Kjarvals- staði undir verk þín.“ „Sem fyrr segir legg ég allt húsið undir mig og sýningin stendur yfir í tvær vikur, þ.e. þrjár helgar. Þessar 10 daga sýningar eru allt of stuttar. Ég óttaðist í fyrstu að mér tækist ekki að sanka að mér nægilega mörgum myndum, en ég sé hins vegar fram á það að ég er búinn að sprengja húsið, en vona að Ein af eldri myndum Braga sem hann veit ekki hvar er niður- komin. þetta verði markverð yfirlits- sýning. Ég legg áherslu á að hafa hana vel skipulagða. Ég stefni nú að því að byrja nýtt líf á margan hátt og m.a. hyggst ég hverfa um stund frá upphleyptu myndunum, fara í klassísku greinarnar, tvívíð málverk, grafik og skúlptúr. Þá langar mig að setjast á skóla- bekk aftur og læra veggmynda- gerð. Myndlist er símenntun allt lífið í gegn og maður verður aldrei fullmenntaður." „Er það ekki óhemju mikið verk að setja upp yfirlitssýn- ingu?“ „Jú, og best væri í rauninni að vera iaus við slíkt, laus við allt nema að mála og skapa, en þó held ég að það sé mjög heilbrigt að málarinn sjái sjálf- ur um slíka sýningu, íáti ekki aðra marka sér bás og ákvarða hver þróunin hafi verið. Það er fátítt hér að listamenn á besta starfsaldri haldi yfirlitssýn- ingar þó slíkt sé algengt erlend- is og það á einnig að vera sjálfsagður hlutur hér. Þar eru mörg dæmi þess að menn á aldrinum 35—40 ára haldi yfir- litssýningar. Dregið saman í hnotskurn legg ég áherslu á það að fólk sem á myndir eftir mig láti mig vita og gefi mér tækifæri til að hafa þær með á yfirlitssýningunni svo hún verði eins yfirgripsmikil og mögulegt er.“ OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD OG 12 Á MORGUN J er nú til eftir allt. ... á stór-útsölumarkaðnum Sýningarhöllinni — Bíldshöfóa Takið vel eftir Byrjunar- verð U!ræ': / 6 6 Þaö er eins og vina; / nyja kronan se komin í gildi ^ íí Hér borgar sig aö + + \ gefa sér góöan ■ ■ Prúttiö \ tíma«* einstaklega X. 77 skemmtilegur viöskiptamáti j j T* □ Dömublússur □ Herraföt flestar stæröir . □ Terelyne-buxur herra öll númer 49.300. 13.900, : □ Stakir herrajakkar flestar stæröir .. 31.900.- □ Dömuullar-buxur lítil og stór númer 8.900.- □ Herraskyrtur öll númer .. 6.900.- 6.900. - 8.900. - öll númer ............... □ Riflaður flauelisbuxur margir litir. flest númer □ Kakhi-buxur flest númer margir litir .............................. 7.900.- D Vesti margir litir og gerðir .. ............. 3.900.- □ Sportjakkar margar geröir flest númer 13.900.- □ Fallegt úrval af skóm í litlum númerum □ Ullarefni ........................ 4.000.- '□ Terelynefni ...................... 4.000.- □ Fínflauel ....................... 4.200.- \ □ Fóðurefni ......................... 1.300, □ Anorakkaefni .... ................... 1.300, □ SkyrtuefniD GardínuefniD Kjólaefni 'J\ V mör9um 'itum °9 geröum □ Ungbarnafatnaður — Plaköt □ Nýlegar hljómplötur og kassettur frá 500.- >Verðgildi krónunnar þinnar margfaldast Og þú mátt PRUTTA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.