Morgunblaðið - 26.09.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 26.09.1980, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 V erzlun Geirs Zoega 100 ára Geir ZoeKa. I>rir ættliðir, afkomendur Geirs Kamla Zoéga, og allir bera þeir nafn hans. Myndin var tekin, er afkomendurnir komu saman 26. maí sl. í Naustinu til að fagna 150 ára fæðingarafmæli Geirs gamla. Þessi mynd er tekin árið 1916. Geir Gamli Zoéga stendur i dyrum verzlunar sinnar, á bak við hann stendur sonur hans og nafni. Verzlun Geirs Zoega í dag. - Ljdsm. Mbi. rax í DAG eru liðin 100 ár írá því athafna- og útgerðarmað- urinn Geir Zoéga opnaði sölubúð í geymsluskúr hjá íhúðarhúsi sínu í Reykjavík. Vistarvera þessi mun ekki hafa verið sérlega reisuleg, en kröfur manns voru einnig fremur litlar í þá daga, en svo segir í bókinni íslenzkir athafnamenn I, útgefinni af Akranesútgáf- unni 1946. Geir Zoéga var fæddur 26. maí 1830 og lézt 25. marz 1917. Geir var einn af okkar mestu athafnamönnum þess tíma, og var upp á sitt bezta er örlítið fór að rofa til hér í landi eftir alda eymd og áþján erlendrar kúgunar. Geir stundaði síðan verzlun sína í litla geymsluskúrnum unz þar kom að húsakynnin reynd- ust ónóg, er viðskipti tóku að vaxa. Þá reisti Geir hús það, sem enn stendur við Vesturgötu og verzlunin er enn þann dag í dag. Þó var húslengjan sem þar er, ekki reist öll í einu, heldur aukin smám saman, eftir því sem skipum Geirs fjölgaði og þörf var á auknu pakkhúsrúmi. Margar sögur eru til af hnittnum tilsvörum Geirs og eitt sinn er hann var spurður, hvort hann ætlaði að sætta sig lengi við gömlu búðina, þar sem hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja. Hann hlyti að reisa bráðlega stórhýsi, eins og keppi- nautur einn, sem reist hafði stórt og veglegt verzlunarhús og hugðist auka viðskiptin stór- lega. Ekki hafði þó sú aukning komið svo skjótt og ríkulega sem hann hugði. Geir svaraði að bragði: „Ég kann nú betur við að græða í lítilli búð, en tapa í stórri." Blaðið ísafold getur um það, er Geir opnaði fyrst verzlun sína. Þar segir svo: (Isafold 16. okt. 1880): „Geir Zoega dannabr.m. hefur í húsi sínu hjá Glasgow byrjað verzlun með segldúk, færi, kaðla o.fl., er snertir sjávarútveg, allt frá Englandi, einnig með kaffi og sykur. Vér höfum frétt — og það mun satt vera — að þessar nauðsynjavörur hans séu vand- aðar og góðar, og að hann selji þær við lægra verði en menn hafa átt að venjast og einnig að hann hafi í sumar keypt fyrir peninga talsvert af saltfiski með fullt eins háu verði og kaupmenn hafa gefið, þó að þeir ekki borgi peninga fyrir hann, heldur ýmsar misjafnlega nauð- synlegar vörur." Þá mun Geir hafa verzlað með áfengi í fyrstu, en hætti því skjótt og sagði ástæðuna þá, að • Ljúsm. Mbl. Kristján. Geir Zoega sýnir okkur hér viðskiptamannabók föður síns frá árinu 1872. Ljósm. Mbl. R.A.X. í verzlun Geirs Zoega er í dag að finna postulfn og glervörur. Verzlunarstjóri og einn eigenda er Þóra Magnúsdóttir t.h. á myndinni. Asamt henni starfar i verzluninni Auður Jónsdóttir t.v. hann vildi ekki borga mönnum laun í áfengum drykkjum, en Geir var ætíð mikill reglumað- ur. Þá stundaði hann einnig landbúnað og oft varð hann mönnum til bjargar er hey- skortur var. Öðrum kaupmönnum birgari Þegar verzlunin tók að dafna, hóf Geir þann sið, að fara utan í viðskiptaerindum svo oft sem þurfa þótti. Hélt hann þá til Englands og dvaldist þar um skeið. Oft fór hann einnig til Kaupmannahafnar. Kostaði hann kapps um að hafa jafnan miklar birgðir mætvæla og út- gerðarvarnings í verzlun sinni. Skýrir blaðið Suðri svo frá í febrúar 1885 að fáist hvergi steinolía eða kol nema í verzlun Geirs Zoega. Er oftar vikið að því í blöðum um þetta leyti, að Geir sé öðrum kaupmönnum birgari af ýmsum vörum. Um þetta leyti var árferði heldur bágborið og afkoma tómthúsmanna í Reykjavík mjög léleg. Kom þá glögglega í ljós, að útgerð Geirs Zoega, en hann gerði þá út tvö þilskip, Gylfa og Reykjavík, veitti stórum betri afkomuskilyrði en nokkur önnur útgerð. Svo svo m.a. í Suðra 20. sept. 1885:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.