Morgunblaðið - 26.09.1980, Page 11

Morgunblaðið - 26.09.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 11 „Á báðum skipum þessum munu samtals 26 menn hafa haft atvinnu. Ekkert er það, sem e.t.v. sýnir betur og sannar, hve þil- skipaveiði er ábatasöm og heilla- vænleg en kaupstaðarreikningar þeirra, sem á þilskipunum hafa atvinnu. Á þessum aflaleysisár- um hafa kaupstaðarskuldir manna vaxið svo, að fádæmum þykir sæta, eins og kunnugt er. Af þessum 26 mönnum, sem eru á skipum Geirs eru margir heimilisfeður, og vér höfum fyrir satt, að reikningar þeirra standi svo í búð þeirri þar sem þeir hafa aðalverzlun sína, að skuldir séu ekki teljandi. Sumir eiga inni, en sumir skulda dálítið, og þegar reikningar skipshafnanna eru skoðaðir í einu lagi, þá mun allt jafna sig svo hér um bil, eða skipshafnirnar heldur eiga lítið eitt inni í verzluninni." Geir gamli Zoega og eiginkona hans Helga áttu fimm börn: Geir, sem lézt aðeins þriggja ára að aldri, þá þrjár dætur Guð- rúnu, Hólmfríði og Kristjönu og yngstur var Geir, en hann fædd- ist 1896 eða síðar það sama ár og Geir bróðir hans lézt. Yngsti sonurinn, Geir Soéga gengur enn til starfa á skrifstofu sinni að Vesturgötu 10, en það hús byggði faðir hans einnig. Hann segir þó sjálfur, að sonur hans sjái í raun um þetta allt, eins og hann orðaði það. Við hittum Geir að máli og spurðum hann hvaða mynd hann bæri í huga sér af verzlun föður síns frá barnæsku. „Slæmt að byggja upp ofan frá“ „Ég man að pabbi sagði, að það væri slæmt að byggja upp stór fyrirtæki í landinu ofan frá og með erlendum peningum. Á þessum tíma voru tvö stór maga- sín í Reykjavík, Thomsen-maga- sín og Edinborg og þau voru byggð upp með enskum pening- um. Pabbi varð fyrstur til að rita verzlunarbækur á íslenzka vísu. Ég man líkast til aftur til ársins 1903. I búðinni var þá matvara, vefnaðarvara, vaðmál og pabbi hafði líka allt í íslenzka búning kvennanna. En ég vildi verða sjómaður, verzlunin heillaði mig ekki. Lík- lega fékk ég aldrei tækifæri til að læra af föður mínum. Hann var 66 ára að aldri þegar ég fæddist. Ég fór síðan aðra braut. Geir sagði að húsasamstæðan frá Vesturgötu 6 og upp að Vesturgötu 10 hefði verið byggð í mörgum áföngum, eftir því sem umfang atvinnurekstrarins jókst. Þar sem Naustið er í dag var í þann tíma geymdur þurrk- aður fiskur, en verzlunin sjálf var alla tíð í neðsta hluta húsalengjunnar. Þá keypti Geir gamli húsið Hól, sem er litla húsið næst Naustinu. Síðar kom húsið þar við hliðina og byggði Geir gamli ofan á það 1913 fyrir Verzlunarskólann, er skortur varð á húsrými fyrir skólann. Ekki er unnt í stuttri blaða- grein sem þessari að rekja sögu Verzlunar Geirs Zoega þessi 100 ár. Verzlunin er í dag í eigu afkomenda Geirs gamla Zoega og er hún enn í gamla húsnæð- inu að Vesturgötu 6. Miklar breytingar hafa þó orðið á rekstrinum og í dag er að finna í Verzlun Geirs Zoéga postulín og leir- og glervörur frá þekktum fyrirtækjum, aðallega dönskum og finnskum. Messur á sunnudag DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Dóm- kórlnn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Hjalti Guömunds- son. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10. Organleikari Birgir Ás Guömundsson. Sr. Hjalti Guömundsson. ÁRBJEJARPRESTAKALL: Guösþjón- usta í safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guömundur Þorsteins- son. ASPRESTAKALL: Messa kl. 11 árd. aö Noröurbrún 1. Sr. Grímur Gríms- son. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Fjöl- skylduguösþjónusta í Breiöholtsskóla kl. 2. Skólafólk, ung hjón, fermingar- börn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Sr. Lárus Halldórs- son. BÚSTADAKIRKJA: Messa kl. 11 Organleikari Guöni Þ. Guömundsson. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 10 árd. Sr. Sig. Haukur Guöjónsson messar. FELLA- OG HOLAPREST AKALL: Guösþjónusta í safnaóarheimilinu aö Keilufelli 1 kl. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjudagur kl. 10:30. Fyrirbænaguösþjónusta. Beðiö fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Organleikari Orthulf Prunner. KOPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd. (Ferming og altarisganga). Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAK ALL Guös- þjónusta kl. 2. Organleikarl Jón Stef- ánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guö- jónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Þriöjudagur 30. sept.: Bænaguös- þjónusta kl. 18 og æskulýðsfundur kl. 20:30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guósþjónusta ki. 11. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2 e.h. Prestur sr. Þorsteinn Björnsson. Organleikari Sigurður ísólfsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guös- þjónusta kl. 20. Samúel Ingimarsson talar. Fíladelfíukórinn syngur. DOMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síöd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síöd. i októbermánuöi veröur lesin Rósakransbæn eftir lágmessu kl. 6 síöd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga- skóli kl. 10 árd. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræöis- samkoma kl. 20.30. NÝJA POSTULAKIRKJAN: Háaleit- isbr. 58: Messa kl. 11 árd og 17. KAPELLA St. Jósefssystra í Garóa- bæ: Hámessa kl. 2 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Virka daga er messa kl. 8 árd. KAPELLAN St. Jósefsspitala í Hatn- arfirói: Messa kl. 10 árd. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Guös- þjónusta í Hábæjarkirkju kl. 2.síðd. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir sóknar- prestur. INNRA-HÓLMSKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síöd. Sr. Hugh Martin predikar. Sr. Björn Jónsson. A eftir... Við viljum ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað nútímaþróun varðar, hvorki í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði né verslun. Bætt skipulag og endurbættur vélakostur hafa stöðugt aukið framleiðslugetu þjóðarinnar. Hlutverk verslunar er að koma framleiðslu hinna atvinnuveganna á neytendamarkað. Aðbúnaður verslunarinnar þarf því að vera í samræmi við aukna framleiðslugetu og þarfir neytenda. Hún gegnir hér stóru hlutverki í okkar daglega lífi - hugsaðu um það næst þegar þú ferð út í búð Búum betur að verslunirmi. Þaö er okkar hagur. viðskipti &verzlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.