Morgunblaðið - 26.09.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Haustsýning FÍM á Kjarvalsstöðum
Haustsýning FÍM opnar að Kjarvalsstöðum á
morgun laugardag, 27. sept. kl. 15. Ekki eru
þeir FÍM menn klárir á því, hversu gamlar
uppá ár haustsýningarnar eru, en það var byrjað á
stríðsárunum, segja þeir, og haustsýningar FIM hafa
verið flest árin síðan.
NÝJABRAGÐIÐ
Sýningin nú verður með nýju sniði, þannig að gestir
hennar verða fimm og þeir mynda kjarna nú í
sýningunni. Þessir gestir eru Ásgerður Búadóttir,
Guðmundur Benediktsson, Leifur Breiðfjörð, Valtýr
Pétursson og Þórður Hall.
Formaður sýninganefndar, Örn Þorsteinsson, sagði
að annars væri hverjum og einum frjálst (líka
utanfélagsmönnum FÍM) að senda myndir til sýn-
ingarinnar sem dómnefnd veldi síðan úr.
LÍKA PÓSTKORT
Sýningin er fjölbreytt mjög; málverk, teikningar,
vatnslitamyndir, glermyndir, vefnaður, myndir unnar í
leir, pastelmyndir, höggmyndir o.fl.
Og í tilefni nýja bragðsins á haustsýningu FIM,
hefur félagið látið prenta fimm póstkort af verkum
gestanna og verða þau seld á sýningunni, ennfremur
póstkort af verkum Sigurjóns Ólafssonar, sem FÍM lét
vinna í sumar.
— Er eitthvað skemmtilegt sem FÍM menn vilja
segja að lokum?
— Neí, okkur vantar Valtý.
FÍM menn og þrír af kjarnanum sitjandi, Leifur, Ásgerður og Þórður. Ljósm. ól. K.M.
r
Vid minnum á
vctrar
skodunina
eigendur SKODA og ALFA ROMEO
Auk mælingar á 28 gangstigum vélarinnar með fullkomnum mælingartækjum er
vélarþvottur, vélarstilling, Ijósastilling og athugun á 26 öðrum atriðum bifreiðar-
innar innifalið í skoðuninni, sem er seld á föstu gjaldi, kr.38.000 með söluskatti
og gildir fram til 1. desember n.k.
Markús Úlfsson, móttökustjóri þjónustu-
deildar. tekur við bókunum og veitir allar
frekari upplýsingar um vetrarskoðunina.
Með fullkomnum rafeindamælitækjum sem
tengd eru við vélina og rafkerfi hennar má
mæla ÖH gangstig af mikilli nákvæmni.
Auk þess sem „Vetrarskoöunin" ætti að
fyrirbyggja alls kyns hugsanleg óþægindi
sem óneitanlega fylgja vetrarakstri, er
ástæöa til að vekja athygli bifreiða-
eigenda á þeim bensínsparnaði sem rétt
stillt vél hefur í för með sér. Vanstillt
vél getur hæglega kostað eigandann tug-
þúsundir króna ( óþarfan bensínkostnað
á tiltölulega skömmum tíma.
JÖFUR hf
AUOBREKKU 44-46 - KOPAVCX5I - SÍMI 42600
*
Þá FÍM menn vantaði Valtý í eigin persónu, en áttu hann í
þessari útgáfu. Þorp 1978 e. Valtý Pétursson.
Þakkir til
Gísla í Ási
Við undirritaðar sendum Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra og
frú, ásamt starfsfólki þeirra, hjartanlegustu þakkir fyrir
sæluvikuna svokölluðu, þ.e. höfðinglegt boð á einu af hinum
myndarlegu Ás-heimilum í Hveragerði.
Megi Guð og lukkan fylgja starfsemi Gísla Sigurbjörnssonar
framvegis, sem hingað til.
Margrét Jóhannesdóttir,
Randí Þórarinsdóttir
Rósa Guðmundsdóttir
Sigurlaug Helgadóttir
Snjófriður Jónsdóttir
Svava Schiöth
Svíi í FÍM-salnum
LARS Hovsjö opnar á morgun
sýningu í FIM-salnum að Laug-
arnesvegi 112. Hann er Svíi, og
hefur fengist mikið við skreyt-
ingar opinberra bygginga. Hann
hefur haldið fjölda einkasýn-
inga í heimalandi sínu, og á
öðrum norðurlöndum, og var
formaður Norræna myndlistar-
bandalagsins um árabil.
Á sýningu Lars Hovsjö í
FÍM-salnum verða teikningar af
stórum veggskreytingum hans,
vatnslitamyndir, grafík og
nokkur veggteppi. Sýningin
stendur til 12. okt. og verður
opin virka daga frá kl. 17—22 og
14—22 um helgar.