Morgunblaðið - 26.09.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
EGYPTALAND
OG ÍSRAEL:
Deng Xiao-ping, forsætisráðherra Kína, sagði
nýlega í viðtali, að ástandið í Miðausturlöndum
gæti orðið kveikja nýrrar heimsstyrjaldar. Mikil
ólga hefur ríkt fyrir botni Miðjarðarhafs, síðan
gyðingar hófu að fljtjast til Palestínu á fyrri hluta
þessarar aldar og Israel var stofnað 14. maí 1948.
Fjórum sinnum hefur komið til ófriðar milli
ísraelsmanna og Arabaþjóðanna á svæðinu síðan
þá.
Yfirvofandi skortur á olíu hefur
gert þjóðir á Vesturlöndum, ojí í
heiminum öllum, háðar Araba-
löndunum. Sífelldar verðhækkanir
á olíu og hótanir um að stöðva
olíuframleiðslu hafa aukið spenn-
una á svæðinu. Byltingin í Iran
fyrir tæpum tveimur árum og
innrás Sovétríkjanna í Afganistan
fyrir tæpu ári bættu gráu ofan á
svart.
Israel hefur löngum verið undir
verndarvæng Bandaríkjanna og
átt tryggan stuðning þeirra. Stríð-
ið milli Arabaþjóðanna og Israels
1973 leiddi til beinnar þátttöku
Henry Kissingers, þv. utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, í frið-
arviðræðum, og síðan hafa Banda-
ríkin verið aðilar að þeim.
Anwar Sadat, forseti Egypta-
lands, ávarpaði þing Israels-
manna, Knesset, í Jerúsalem í
nóvember 1977. I september 1978
hittust hann og Menachem Begin,
forsætisráðherra Israel, í boði
Jimmy Carters, Bandaríkjafor-
þeirra, sannfærðu Sadat um, að
gagn yrði að nýjum samningavið-
ræðum. Grunur leikur á, að
ákvörðun Israelsmanna um að
reisa aðeins fjórar nýbyggðir til
viðbótar þeim, sem fyrir eru á
vesturbakkanum og láta þar stað-
ar numið, og loforð Verkamanna-
flokksins, sem er í stjórnarand-
stöðu, um að beita sér gegn tillögu
í Knesset um innlimun Golan-
hæða í Israel, hafi fengið Sadat til
að fallast á samningaviðræður.
Óstaðfestar fréttir herma, að Beg-
in hafi einnig gefið í skyn, að hann
mundi ekki flytja skrifstofu sína
til Austur-Jerúsalem í náinni
framtíð, en hann hefur neitað
þeim orðrómi.
Linowitz sagði eftir heimkom-
una, að Sadat og Begin hefðu
fallizt á nýjar viðræður, því „þeir
væru báðir friðarsinnar". Aðilar í
báðum löndunum fengu tillögur
Bandaríkjanna til umræðu. Lino-
witz lagði áherzlu á, að Bandarík-
in myndu ekki þröngva sínum
Lehanon
Vesturbakkinn
Jórdanáin
■■ Jerúsalem
-i Dauðahafið
Jórdanía
ísrael 1917
ísrael eftir
vopnahléssamningana
1949.
Samningar
virðast langt undan
seta, í Camp David og undirrituðu
samning, sem átti að vera undir-
staða frekari samningaviðræðna í
framtíðinni um lausn ófriðarins
fyrir botni Miðjarðarhafs. Síðan
hefur litlu verið áorkað. En von-
arneisti var kveiktur á ný í byrjun
september, þegar leiðtogar land-
anna féllust á að hefja samninga-
viðræður að nýju.
Fallist á
nýjar viðræður
Sol M. Linowitz, sem er sérstak-
ur sendiboði Bandaríkjaforseta til
Miðausturlanda, fékk Anwar Sad-
at til að fallast á nýjar samn-
ingaviðræður við ísraelsmenn í
ferð sinni til Israels og Egypta-
lands í byrjun september. Utan-
ríkisráðherrar landanna munu
hittast í New York í lok mánaðar-
ins, og viðræður munu væntanlega
standa fram yfir miðjan október.
Fjallað verður um framtíð svæð-
anna, sem ísraelsmenn hertóku í
Sex daga stríðinu 1%7. Leiðtogar
landanna munu síðan hittast í
Washington eftir bandarísku for-
setakosningarnar.
Camp David-samningurinn
leiddi til friðarsáttmála Egypta-
lands og Israels, sem var undirrit-
aður í mars 1979. Eftir það áttu
viðræður um rétt Palestínumanna
og herteknu svæðin að hefjast.
Ekki varð af því vegna megnrar
óánægju Sadats með sífellt fleiri
nýbyggðir ísraelsmanna á her-
teknu svæðunum, sérstaklega þó á
vesturbakka árinnar Jórdan. Hon-
um var síðan öllum lokið, þegar
Knesset samþykkti í júlí sl. að
innlima austurhluta Jerúsalem í
eitt skipti fyrir öll í ísrael, og
Begin ákvað að flytja skrifstofu
sína í þann hluta borgarinnar,
sem var hertekin 1967.
Linowitz átti á ferð sinni fyrst
fund með Begin í Jerúsalem.
Hugboð, sem hann fékk á fundi
skoðunum fram, heldur yrðu lönd-
in sjálf að finna lausn, sem þau
gætu búið við. Bandaríkin væru
tilbúin að veita þá aðstoð, sem
óskað væri eftir. Hann sagði, að
Sadat hefði óskað eftir öðrum
fundi leiðtoganna þriggja, og
Carter hefði fallizt á það. Begin
mun verða í Bandaríkjunum í
einkaerindum í nóvember og mun
hitta Carter 11. nóvember. Sadat
hefur þegið boð til landsins um 20.
nóvember.
Samningaviðræðurnar munu
snúast um herteknu svæðin og
framtíð Palestínubúa. Linowitz
sagðist vera vongóður um, að
Palestínumenn myndu hugsa al-
varlega um nýjar tillögur Banda-
ríkjamanna, áður en þeir sneru
bökum við þeim, en þeir hafa
hingað til ekki viljað taka þátt í
samningaviðræðum Egypta og
Israelsmanna og gagnrýnt þær
harðlega. Linowitz sagðirað samn-
ingarnir yrðu að höfða til Pale-
stínubúa til að geta komið að fullu
gagni. Hann sagði, að enn væri
Anna Bjarnadóttir skrifar frá Bandaríkjunum
ekki rétti tíminn kominn til að
ræða framtíð Jerúsalem. Hann
sagðist vona, að viðræðurnar
fengju frið til að takast, en vildi
ekki spá neinu um útkomu þeirra,
heldur yrðu allir „bara að bíða og
sjá hvað setur".
Jerúsalem og
herteknu svæðin
Jerúsalem er helgur staður
kristnum mönnum, múhameðstrú-
armönnum og gyðingum. Allir
vilja hafa rétt til að heimsækja
hinn helga stað óhindrað. Múham-
eðstrúarmenn sætta sig ekki við,
að borgin öll sé höfuðborg ísraels
og gyðingar ráði þar einir lögum
og lofum. Jerúsalem var skipt
milli Israels og Jórdaníu við
vopnahléssamningana 1949, eftir
Begin
stofnun Ísraelsríkis. í stríðinu
1967 hertóku Israelsmenn austur-
hluta borgarinnar, og í sumar
ákvað Knesset að innlima þann
hluta borgarinnar í Israel með 65
atkvæðum gegn 12. Um 100.000
arabar búa í austurhluta Jerúsal-
em.
Akvörðun þingsins leiddi til
deilna í Sameinuðu þjóðunum.
Öryggisráðið samþykkti með 14
atkvæðum gegn engu að skora á 13
aðildarlönd SÞ, sem höfðu sendi-
ráð sín í Jerúsalem, að flytja þau
til Tel Aviv í mótmælaskyni.
Hollendingar þráuðust við, en
gáfu undan þegar Saudi-Arabía,
Irak, Kúwait og Líbýa hótuðu
sambandsslitum og stöðvun olíu-
sölu til Hollands. Edmunds
Muskig, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, gagnrýndi samþykkt
Sadat
ráðsins í ræðu, en Bandaríkin sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna og
beittu ekki neitunarvaldi sínu.
Begin brást illa við afstöðu
Bandaríkjanna og kallaði hana
„furðulega".
Miklar breytingar urðu í Pale-
stínu, þegar gyðingar hófu að
flytjast þangað í byrjun þessarar
aldar og streymdu til svæðisins
um og eftir daga Hitlers. Þeir
reistu sér nýbyggðir og ræktuðu
landið. Svæðið var þá undir stjórn
Bretlands, en 1947 lagði sérstök
Palestínunefnd Sameinuðu þjóð-
anna til, að svæðinu yrði skipt
milli gyðinga og araba. Útlínur
ísraels voru dregnar í kringum
nýbyggðirnar, sem gyðingar höfðu
reist, og ísrael var stofnað 1948.
Til ófriðar kom við araba á
svæðinu. ísrael bætti nokkru
landsvæði við sig og hlaut t.d.
Galileu og hluta Jerúsalem við
gerð vopnahléssamninganna 1949.
í stríðinu 1967 bættu ísraels-
menn enn við sig. Þeir tóku Gaza
og Sinai-skagann frá Egyptalandi,
Golan-hæðir frá Sýrlandi og vest-
urbakka Jórdanárinnar frá Jór-
daníu. Mestar deilur ríkja um
framtíð vesturbakkans. Þar búa
um 720.000 manns . auk hinna
100.000 í Austur-Jerúsalem. Síðan
svæðið var hertekið, hafa ísraels-
menn reist 72 nýbyggðir. Þær hafa
lengi þótt standa í vegi friðarvið-
ræðna. Stjórn Carters Banda-
ríkjaforseta er andvíg þeim, en
mikið fjaðrafok varð á síðasta
vetri, þegar sendiherra Carters í
SÞ studdi tillögu, sem skoraði á
ísraelsmenn að hverfa frá ný-
byggðunum. Carter sagði síðar, að
Bandaríkin hefðu átt að sitja hjá
við atkvæðagreiðsluna, þar sem
tillagan náði einnig til Jerúsalem.