Morgunblaðið - 26.09.1980, Side 32

Morgunblaðið - 26.09.1980, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980 tnmmA muuðrt ídagkynnir i/* • ^ - _ *_ matreiósiumabur viöskiptavinum okkar ijúffenga œrkjötsrétti. AUIAFiIfíPtm mzKm. VERSUJNARMIÐSTÖÐ óskast í eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 30. september 1980, kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúní 7: Volvo P-144 fólksbifreið ..........................árg. 1974 Volvo P-144 fólksbifreið ..........................árg. 1974 Ford Cortina L-1600 fólksbifreið ..................árg. 1975 Ford Cortína L-1300 fólksbifreið ..................árg. 1972 Ford Bronco torfærubifreið ........................árg. 1974 Ford Bronco torfærubifreið ........................árg. 1974 Volkswagen 1200 fólksbifreið ......................árg. 1975 Volkswagen 1200 fólksbifreið ......................árg. 1972 Volkswagen 1200 fólksbifreið ......................árg. 1972 Volkswagen 1200 fólksbifreið ......................árg. 1972 Lada Sport 2121 fólksbifreið ......................árg. 1978 Lada Sation 2102 fólksbifreið .....................árg. 1977 GMC Rally 35 árg. 1977 GMC Rally 35 árg. 1977 Chevrolet Suburban sendiferðabifreið .............árg. 1972 Chevrolet Suburban senndif.bifr. ógangf...........árg. 1973 Chevy Van sendiferðabifreið .......................árg. 1974 UAZ 452 torfærubifreiö ............................árg. 1973 Land Rover bensín, lengri gerð ....................árg. 1972 Pontiac Firebird fólksbifreið, skemmd eftir árekstur .............................. árg. 1971 Clark gaffallyftari diesel ........................árg. 1965 Til sýnis hjá birgöageymslu Pósts og Síma, Jörfa: Evinrude 16 vélsleði, ógangfær. Volvo Penta d-47 dieselvél, slitin. Bílhús, 10 sæta. Ford Econoline sendiferðabifr. árg. 1974, skemmd eftir árekstur. Til sýnis hjá áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi: Mercedes Bens LAK-1519 vörubifr. 4x4 árg. 1972, ógangfær. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboðum, sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Björn Jónsson frá Felli — Minning Fæddur 30. apríl 1906 Dáinn 18. sept. 1980 í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Björn Jónsson frá Felli, fyrrum húsvörður í Útvegs- banka Islands í Reykjavík. Hann andaðist í Borgarspítal- anum árla morguns 18. september síðastliðinn. Björn Jónsson fæddist að Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu 30. apríl 1906. Hann var sonur Jóns Péturssonar bónda í Valadal Pálmasonar. Eru þeir af hinni kunnu Valadalsætt. Móðir Björns var Sölveig Eggerts- dóttir. Faðir hennar, Eggert, var sonur Jóns Sveinssonar prests á Mælifelli en hans faðir Sveinn Pálsson læknir. Kona Sveins Pálssonar var Þórunn Bjarnadótt- ir Pálssonar, landlæknis, dóttur- dóttir Skúla fógeta. Kona séra Jóns á Mælifelli var Hólmfríður Jónsdóttir frá Reykjahlíð. Þau Jón Pétursson og Sólveig Eggertsdóttir eignuðust tólf börn, sem upp komust til fullorðinsald- urs. Á lífi eru þrjú, tvíburasystk- inín Pálmi fyrrum skrifstofustjóri í Kvöldúlfi og Steinunn húsfreyja á Akureyri og einnig yngst þeirra systkina, Herdís, búsett á Selfossi. Frá Nautabúi lá leið Björns með foreldrum sínum til Eyhildarholts í sömu sveit og ólst hann þar upp við algeng sveitarstörf til 17 ára aidurs. Þá fluttist fjölskyldan til Sjávarborgar í Skagafirði. Veitti hann búskap foreldra sinna, sem þá gerðust fullorðin og vinnumædd, mikla og góða aðstoð við búreksturinn, sem hann unni af áhuga og dugnaði og varð hans ævistarf meðan líf og líkamsheilsa leyfði. Vorið 1927 réðist Björn ráðs- maður að Bollastöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu og dvaldi þar til 1938, fyrst ráðsmaður og síðan bóndi. Á þeim bæ var fædd og uppalin Sigurbjörg Tómasdóttir, er giftist Birni í ágústmánuði 1930. Þau eignuðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Eina dóttir misstu þau fyrir nokkrum árum en hin lifa. Barnabörnin eru níu. Árið 1938 festu þau Sigurbjörg og Björn kaup á stórbúinu Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Þar ráku þau mikið fyrirmyndarbú allt til ársins 1963 að þau brugðu búi vegna heilsubrests húsbóndans. Á Felli var fjöldi hesta, naut- gripa og fjárhópurinn var stór. Gestafjölda bar mikinn að Felli og öllum tekið af einlægum fögnuði. Gestrisni þeirra hjóna var annál- uð um allan Skagafjörð. Björn Jónsson naut aðeins fábreyttrar barnafræðslu í far- skóla. Eigi að síður var hann oft og tíðum valinn í forystustörf fyrir sveitarfélag sitt. Hann átti m.a. um áraraðir sæti í hrepps- nefnd og var löngum sýslunefnd- armaður fyrir Fellshrepp. Sem fyrr segir brá Björn búi að Felii í Skagafirði 1963 og fluttist til Reykajvíkur. Þar stundaði hann í fyrstu ýmis lausastörf, unz hann réðist þann 1. júlí 1964 í þjónustu Útvegsbanka Islands, og Minning: Elis Rík- harð Guðjónsson Fæddur 27. janúar 1906. Dáinn 20. septcmber 1980. Næstkomandi þriðjudag, þann 30. sept, verður Elís Guðjónsson jarðsunginn frá Akraneskirkju. Hann hafði um nokkurt skeið verið veill fyrir hjarta og varð bráðkvaddur að heimili sínu, Garðabraut 13. Elís var Borgfirðingur að ætt, fæddur að Sanddalstungu í Norð- urárdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Jónsson og Guð- björg Jónsdóttir, búendur þar. Elís var yngstur at átta börnum þeirra hjóna, og eru þrjú þeirra enn á lífi. Ungur fór Elís að heiman úr foreldrahúsum. í allmörg ár dvaldist hann að Melkoti í Staf- holtstungum hjá frændfólki sínu. En fljótt eftir fermingu fór hann að vinna fyrir sér og sjá fyrir sér sjálfur. Var hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum í Borgarfirði á unglingsárum sínum. Senmma hneigðist hugur hans að sjónum og þótti hans rúm á þeim vettvangi jafnan svo vel skipað, að þar varð vart á betra kosið. Varð sjósókn hans ævistarf. Fyrst var hann á opnum bátum, en síðar á vélbátum og togurum. Hann var harðduglegur við öll sín störf, velvirkur, traustur og trúr í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Árið 1931 giftist Elís Guðlaugu Guðjónsdóttur frá Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Þau settust að á heimili Guðlaugar og bjuggu þar með foreldrum hennar, Guð- jóni Péturssyni útvegsbónda og Margréti Jónsdóttur, ljósmóður. Árið 1938 andaðist Guðjón, en þau Elís og Guðlaug héldu búskapnum áfram til ársins 1946. Þá fluttust þau til Akraness og bjuggu þar, ásamt Margréti, sem Elís reyndist sérstaklega vel, á meðan leiðirnar lágu saman. Þau Elís og Guðlaug eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi. Elstur er Ómar Alfreð, sjómaður á Akra- nesi, kvæntur Ingibjörgu Þorleifs- dóttur, þá er Guðrún Margrét, húsmóðir á Akranesi, gift Sverri Jónssyni, Vilborg, búsett í Banda- ríkjunum, gift Sigurbirni Sigur- jónssyni, Guðlagur Pétur Brekkan trésmiður á Akranesi, kvæntur Guðríði Jónsdóttur, Vilhelmína Steinunn, húsmóðir á Akranesi, gift Jóni Sigurðssyni, Ingvar, raf- var þar húsvörður, þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Björn Jónsson rækti störf sín af stakri trúmennsku og stundvísi, enda eljumaður og vandaður til orðs og æðis. Þau ár er hann starfaði í Útvegsbanka íslands og síðar meðan hann hafði fótavist og ferðaþrek til þess að heimsækja gamla starfsfélaga í bankanum var honum ávallt fagnað sem einlægum og góðum vini og starfs- félaga. Björn Jónsson frá Felli var ljúfmenni í fasi og framkomu. Hverjum manni glaðari í viðkynn- ingu og hugljúfi mikill. Hann var vel meðalmaður vexti, nokkuð grannvaxinn með silfurgrátt hár hin síðari ár, hafði bjart og fallegt andlitsyfirbragð. Öllu starfsfólki Útvegsbankans var undur hlýtt til Björns Jóns- sonar og mun ávallt minnast hans með þökk og virðingu fyrir sam- verustundirnar. Eiginkonu, börnum, barnabörn- um, öðrum ættingjum og ástvin- um votta ég einlæga samúð. Adolf Björnsson. Nokkur kveðjuorð Ég man hann fyrst þegar ég var barn að aldri, hinn unga glaðlega frænda minn. Árin liðu, leiðir skildu, en svo lágu leiðir okkar saman á ný og sl. 15—20 ár hefi ég átt því láni að fagna að eiga samleið með honum — ég segi láni, því ég tel það happ bæði mér og öðrum að kynnast manni eins og Birni Jónssyni, manni sem ætíð lagði gott til allra mála og reyndi alltaf að sjá betri hliðar hvers máls. 1 mínum huga var Björn frændi minn einn sá mesti sóma- maður sem ég hefi kynnst og hreinn ljúflingur í allri umgengni og viðmóti við annað fólk. Gæti ég valið, vildi ég ekki öðrum fremur líkjast. Góða ferð föðurbróðir, mættu sem flestir ættmenn þínir líkjast þér. Ég þakka af alhug samfylgdina. Maria Pétursdóttir virki í Reykjavík, kvæntur Birnu Óskarsdóttur og yngst er Guð- björg Jóna, búsett í Noregi, gift Jóni Jónssyni. Allt eru þetta góð og elskuleg börn, sem hafa reynzt vel í hvívetna, og er síst ofmælt, þótt sagt sé, að þau hjónin hafi átt miklu barnaláni að fagna. Á Akranesi stundaði Elís sjóinn af miklum dugnaði til ársins 1952. Þá fór hann að starfa við fiskverk- un hjá Sigurði Hallbjörnssyni útgerðarmanni. Um 1960 gerðist hann starfs- maður hjá Akraneskaupstað og vann hann þar upp frá því á meðan heilsan leyfði. En 2 síðustu árin var heilsu hans þannig hátt- að, að hann var óvinnufær að mestu leyti. Konu sína, Guðlaugu, missti Elís árið 1968. Elís Guðjónsson var einn þeirra manna, sem ekki lét mikið á sér bera á liðinni ævileið. Hann var skyldurækinn, og samviskusamur við öll sín störf, hógvær og prúður í framkomu, ljúfur og viðmóts- hlýr, hjálpsamur og greiðvikinn og alveg einstaklega trygglyndur. Félagslyndur var hann og glaður í góðra vina hópi. Glettinn var hann oft og gæddur góðri kímnigáfu. Hann var drengskaparmaður, sem sífellt óx við nánari kynni. Það fundum við ætíð, sem vorum honum tengd og áttum samleið með honum, — og þá skýrast, þegar þörfin fyrir framrétta hjálparhönd og hlýjan bróðurhug var allra mest og brýnust. Sá styrkur, sem við nutum hjá hon- um gleymist ekki og verður ekki þakkaður svo sem vert væri. Við leiðarlokin minnumst við okkar kæra vinar með hljóðri og hlýrri þökk fyrir kynnin góðu og allar samverustundirnar í gleði og sorg og biðjum af alhug börnum hans og öðrum ástvinum blessun- ar Guðs. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.