Morgunblaðið - 26.09.1980, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
Minning — Þuríður
Kristín Árnadóttir
Fædd 7. júní 1898.
Dáin 14. september 1980.
Á morgun laugardaginn 27.
þ.m., verður Þuríður Kristín
Árnadóttir, fyrrum húsfreyja í
Króki í Víðidal, lögð til hinztu
hvílu í Víðidalstungu. Hún fædd-
ist að Stóra-Hvarfi í Víðidal 7.
júní 1898, dóttir hjónanna Árna
Vernharðs Gíslasonar, Finnssonar
á Fremri-Fitjum og konu hans,
Sigríðar Guðmundsdóttur, ættaðri
úr Mosfellssveit. Þau Árni og
Sigríður hófu búskap á Stóra-
Hvarfi 1893 og bjuggu þar tii
ársins 1904, að þau fluttu að
Neðri-Fitjum í Víðidal og bjuggu
þar til ársins 1934, en þá andaðist
Árni 63 ára að aldri. Þeim hjón-
um, Árna og Sigríði, varð 10 barna
auðið, og komust 8 til aldurs. Af
þeim eru nú iátnir 3 bræður, Gisli,
Hálfdán og Guðmundur.
Á Neðri-Fitjum dvaldi Kristín í
stórum og glaðværum systkina-
hópi til ársins 1917. Þá giftist hún
frænda sínum, Skarphéðni Skarp-
héðinssyni, Finnssonar á Fremri-
Fitjum. Hann ólst upp hjá móður
sinni Þuríði Jóhannesdóttur, og
seinni manni hennar, Jóhannesi
Kristóferssyni bónda þar. Einnig
ólst þar um albróðir Skarphéðins,
Jakob, síðar bóndi að Þverá í
Núpsdal, d. 1941, og sömuleiðis
mörg hálfsystkini þeirra bræðra,
börn Þuríðar og Jóhannesar.
Á þessum árum lágott jarðnæði
til búskapar ekki á lausu, og varð
efnalítið fóik að láta sér nægja
kot, þar sem þröngt var til allra
átta, eða þá landstórar, harðbýlar
heiðajarðir, og þann kost tóku
ungu hjónin. Þau festu kaup á
heiðarbýlinu Króki í Víðidal. Þar
er vetrarríkið mikið, en grösugt og
kjarnmikið beitarland, vel fallið
til sauðfjárbúskapar. Ekki var þar
tún, aðeins grænkublettir næst
gripahúsum, ef hús skyldi kalla,
því útihús voru nánast torfhrúgur
einar, baðstofa lítil var skást
húsa, er var í senn svefnhús,
eldhús og gestastofa. Fyrsta verk
nýju ábúendanna var því að færa
útihús í betra horf og byggja ný til
að geta hýst búféð, þó fátt væri
fyrstu árin. Og þannig liðu árin
við þrotlaust strit vinnufúsra
handa. Skurðir voru grafnir, girð-
ingar reistar, tún ræktað og byggð
hús, og þar kom, að kotið varð að
góðri bújörð með 74 dagsláttna
túni, stórum og vönduðum fénað-
arhúsum, heyhlöðum, verkfæra-
geymslum, steinsteyptu íbúðar-
húsi, símasambandi og bílvegi í
hlað. Það var með ólíkindum, hve
miklu var komið í verk á þessu
bóndabýli, sem vitnar um af-
burðadugnað, verklagni og þraut-
seigju. Það má segja, að þessi hjón
hafi „aukið degi í æviþátt/ aðrir
þegar stóðu á fætur“ eins og
Klettafjallaskáldið kvað.
Skarphéðinn og Kristín eignuð-
ust 5 dugmikil börn, er snemma
léttu undir með foreldrum sínum í
lífsbaráttunni og urðu þeim síðar
stoð og stytta, þegar á þurfti að
halda, og töldu það ekki eftir, því
eining var alla tíð mikil innan
fjölskyldunnar og umhyggja for-
eldra og barna gagnkvæm.
Börnin eru: Þuríður, gift Guð-
mundi Ellert Erlendssyni reið-
hjólasmið, Reykjavík. Þau eiga tvö
börn. Sigríður, gift Magnúsi
Jónssyni bónda, Huppahlíð, Mið-
firði. Þau barnlaus, en Sigríður á
dóttur, gifta og búsetta í Svíþjóð,
Skarpheiði Kristinu að nafni, ólst
upp hjá ömmu og afa í Króki.
Árni, starfsmaður hjá Isal, bú-
settur í Reykjavík, óvkæntur, en á
dóttur, Þuríði Kristínu að nafni,
ólst að mestu upp hjá afa og
ömmu frá Króki.
Anna, gift Ragnari Olsen, fyrr-
verandi veghefilsstjóra, Reykja-
vík. Þau eiga tvö börn.
Baldur Ragnar, bóndi Þórukoti
Víðidal, kvæntur Ingibjörgu Daní-
elsdóttur. Þeirra börn tvö.
Skarphéðinn og Kristín brugðu
búi 1968 og dvöldu fyrstu misserin
hjá börnum sínum, en keyptu svo
íbúðarhús á Hvammstanga árið
1969 og dvöldu bar til dánardæg-
urs. Skarphéðinn lézt 2. febrúar
1978, kominn á 86. ár, f. 2. júní
1892.
Eins og að líkum lætur, þá hefur
staða einyrkjakonunnar oft verið
erfið, þegar húsbóndinn var fjar-
verandi í nauðsynjaferðum í mis-
jöfnum veðrum að vetrarlagi, t.d.
kaupstaðarferðum. Þá varð hún
jöfnum höndum að annast hirð-
Fæddur 26. janúar 1889.
Dáinn 19. september 1980.
Menn koma og fara, það er
lífsins saga. Skáldið orðar þetta
þannig: „Að hryggjast og gleðjast,
hér um fáa daga, að heilsast og
kveðjast, það er lifsins saga“.
Þegar við lítum til baka yfir
farinn veg finnst okkur árin hafa
verið svo undra fljót að líða. Þetta
allt sem eitt augnablik.
Einn góðvinur minn, sem ég
hafði af náin kynni um tuttugu
ára skeið, verður kvaddur hinstu
kveðju í dag. Halldór Sveinsson
hét hann, til heimilis að Hjarðar-
haga 32 hér í borg. Við vorum
sambýlismenn, þannig að við
bjuggum á sama stigagangi og
höfðum svo að segja dagleg kynni.
Halldór var fæddur 26. janúar
1889 að Sævarenda í Fáskrúðs-
firði. Á þeim stað dvaldist hann til
ársins 1952 að hann flutti til
Reykjavíkur. Hann giftist árið
1927 Guðnýju Þorsteinsdóttur
ættaðri úr Skaftafellsssýslum.
Hún andaðist árið 1979. Þau
eignuðust tvær dætur: Valdísi
gifta Gunnari Eggertssyni
frkv.stj. í Reykavík og Hjördísi
kennara, gifta Eiði Magnússyni,
búsetta í Ormskoti í Fljótshlíð.
Fósturdóttur, Þóru H. Jónsdóttur,
ólu þau upp frá unga aldri.
Andlát manna sem náð hafa
jafn háum aldri og Halldór kemur
ekki eins á óvart og þegar ungt
fólk fellur í valinn. „Ungur má, en
gamall skal“. Halldór var mikið
þrekmenni til líkama og sálar. Það
sem hér hefur verið sagt er aðeins
ingu búfjárins og gæta ungra
barna. Það, sem mest þjakaði þó,
var óttinn við, að eitthvað kæmi
fyrir eiginmanninn, því fátt segir
af einum, alltaf getur eitthvað
hent, þó þrek og kjark vanti ekki.
En allt fór vel í þessum ferðum,
ekkert kom fyrir, sigri var fagnað
af hetjum, sem létu ekki bugast í
harðri lífsbaráttu.
Kristín Árnadóttir var meðal-
kona á vöxt, fríð sýnum, hlýleg í
viðmóti, orðvör og laus við for-
dóma, tók svari þeirra, er almenn-
ingsálitið dæmdi, og færði slíkt
umtal til betri vegar, og sagði þá
gjarnan með ákveðnum rómi: „Það
er nú ekki allt að marka, sem talað
er.“
Við fráfall Kristínar Árnadótt-
ur, hinnar fórnfúsu og umhyggju-
sömu móður, tengdamóður og
ömmu, er mikill söknuður kveðinn
að hennar venzlafólki. Það er
margs að minnast og margt að
þakka. Mikill verður söknuður
Jónínu systur hennar. Með þeim
var ástriki mikið frá árdegi
bernskunnar og alla stund síðan.
Það var ánægjulegt, að þessar
góðu systur gátu verið samvistum
þrjú síðustu árin, líkt og á vordög-
um ævinnar. J.B.
stutt skýrsla um lífshlaup þessa
framliðna manns. En segir vitan-
lega fátt um manninn, manngerð-
ina sjálfa en það er þó það sem
skiptir mestu máli.
Mér fannst Halldor um margt
sérstæður. Prúðmennska hans og
snyrtimennska var með afbrigð-
um. Framkoma hans var svo fáguð
að af bar. Hann vandaði hvert
verk sem hann snerti á og elju-
semi hans var einstök. Hann var
aldrei óvinnandi. Þá vakti það
ekki síður eftirtekt hve vel hann
var að sér á bóklega sviðinu. Hann
var þó óskólagenginn. Mig minnir
að hann segði mér að hann hefði
setið þrjá mánuði á skólabekk.
Hann las og skildi norðurlanda-
málin og talsvert í ensku og
frönsku. Franskir sjómenn voru
tíðir gestir á Austfjörðum á æsku-
árum hans og mun hann hafa að
nokkru numið af þeim.
Hann skrifaði mjög fagra rit-
hönd og furðanlega rétt. Fram á
síðustu ár leit hann daglega í
orðabók. Það var hans tómstunda-
iðja. En aldrei var hann óvinn-
andi. Síðastliðinn vetur, þá 91 árs,
mokaði hann iðulega snjó frá
útidyrum, ef þess þurfti með, og
tilburðir voru það hraustlegir að
fáa mundi hafa grunað að þar
stæði maður á tíræðisaldri að
verki.
Róleg gjörhugul athygli ein-
kenndi allt sem Halldór sagði. Mér
fannst hann yfirvega hverja setn-
ingu sem hann lét frá sér fara.
Síðustu orðin sem hann sagði
voru þessi „Menn koma og fara“.
Hann hélt fullri skynjun til síð-
ustu stundar en mátti ekki mæla
síðustu klukkustundirnar. Þessi
síðustu orð Halldórs lýsa hinni
tiginbornu ró sem ætíð fylgdi
þessum sérstæða og fágaða gáfu-
manni. Ég hygg að hann hafi
kvatt með sama hugarfari og
sálmaskáldið fræga: „Dauði, ég
óttast eigi, afl þitt né valdið gilt.I
Kristí krafti’ ég segi: Kom þú sæll,
þá þú vilt“.
Við hjónin kveðjum Halldór
með inniiegu þakklæti fyrir góða
viðkynningu á umliðnum árum.
Dætrum hans, fósturdóttur,
barnabörnum og öðrum nákomn-
um ættingjum vottum við samúð
okkar. Ágúst Vigfússon.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför,
BJÖRNS JÓNASSONAR,
á Völlum.
Sigríöur Kjartansdóttir,
Gíslína Björnsdóttir, Ingvar Christiansen,
Kjartan Björnsson, Sigríöur Siguröardóttir,
Jónas Björnsson, Ásdís Frímannsdóttir
og barnabörn.
Halldór Sveins-
son - Kveðjuorð
• Táæ A * ' /rfl iPaánm |
|
Þessi mynd er tekin á Borgarspitalanum í Reykjavík. en þar rekur
kvennadeild RKÍ nýjustu sölubúð sína. Við afgreiðslu eru fjórir
sjálfboðaliðar deildarinnar. Því miður vitum við ekki nöfnin á
konunum.
Afrikuhjálpin 1980:
Kvennadeild Reykjavíkur-
deildar RKÍ gaf 3 millj. kr.
FORMAÐUR kvennadeildar
Reykjavíkurdeildar Rauða
kross íslands, Helga Einars-
dóttir, afhenti 3 millj. kr. á
skrifstofu Rauða krossins í gær
sem gjöf deildarinnar til
Afríkuhjálparinnar 1980. Hafa
þvi nú þegar safnast á fimmta
millj. kr„ en söfnunin hefst
ekki skipulega fyrr en upp úr
næstu mánaðamótum.
Framkvæmdanefnd söfnunar-
innar er kvennadeildinni afar
þakklát fyrir þetta myndarlega
framlag, segir í fréttatilkynn-
ingu frá nefndinni. Þá bendir
nefndin á, að skipulögð söfnun
sé ekki hafin, og að ekki verði
gengið í hús á vegum Rauða
krossins fyrr en um miðjan
næsta mánuð. Hins vegar er
gíróreikningur opinn fyrir alla
þá, sem vilja hjálpa strax. Núm-
er reikningsins er 120200.
Stundarfriður:
Sýnt í heild í sjón-
varpi Júgóslavíu
„FERÐIN hcfur í alla staði geng-
ið mjög vel, og okkur hefur verið
afskaplega vel tekið,“ sagði
Sveinn Einarsson Þjóðleikhús-
stjóri i samtali við Morgunblaðið
i gær, um leikför Þjóðleikhússins
með Stundarfrið eftir Guðmund
Steinsson til þriggja landa. — En
eins og fram kom i Morgunblað-
inu i gær hefur Þjóðleikhúsið
sýnt leikinn i Júgóslaviu og
Finnlandi og er nú á förum til
Sviþjóðar.
„Gagnrýnandi útvarpsins í
Júgóslaviu sagði Stundarfrið vera
bestu sýninguna á hátíðinni enn
sem komið væri — en fleiri eiga
eftir að sýna þar,“ sagði Sveinn
ennfremur. „Þá var leikritið sýnt í
fyrrakvöld í heild í sjónvarpinu í
Júgóslavíu, og var það fyrsta
verkið á leiklistarhátiðinni sem
sýnt var í heild. Hér hafa menn
minnst á hinar góðu viðtökur er
Inuk fékk á sínum tíma, og talið
þessa för vera eins kona staðfest-
ingu á því að eitthvað sé um að
vera hjá okkur í leiklist. Okkur
hefur verið boðið að koma aftur,
en þess má geta að á þessari hátið
vorum við eina norræna leikhúsið
sem fékk boð um að koma. — Þá
hefur okkur verið boðið að koma
til fjölmargra annarra landa, og í
gær fékk leikritið mjög góðar
undirtektir hér í Helsinki," sagði
Sveinn.
Sveinn sagði að lokum, að á
laugardaginn yrði Stundarfriður
sýndur í Borgarleikhúsinu í
Stokkhólmi, en að því loknu yrði
haldið heim á leið.
Bob Magnússon
leikur á Sögu
í KVÖLD klukkan 21 til 01 munu
Bob Magnússon og félagar hans
leika jazz á Hótel Sögu, en Magn-
ússon er hér á landi í boði
Jazzvakningar, í tilefni fimm ára
afmælis félagsins. Bob er af ís-
lenskum ættum, en býr í Los
Angeles í Kaliforníu í Bandarikj-
unum.
Með honum hér á landi hafa
leikið þeir Guðmundur Ingólfsson,
Guðmundur Steingrímsson, Rúnar
Georgsson og Viðar Alfreðsson.
í gærkvöldi og í fyrrakvöld lék
Bob Magnússon á Hótel Loftleið-
um, einnig á vegum Jazzvakn-
ingar.
t
Við þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug vlö andlót og
útför,
ÁSMUNDAR STURLAUGSSONAR,
fré Snartartungu.
Fyrir hönd aöstandenda.
Svava Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Bob Magnússon