Morgunblaðið - 26.09.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1980
37
Sigga mágkona mín var góð
kona, glöð og kát í vinahópi og
barngóð var hún svo um var talað,
öll systkinabörnin hennar minn-
ast hennar með þakklæti. Engan
var eins gott að heimsækja og
Siggu, ávallt káta og glaða og
ánægða með að sjá fólkið sitt.
Sigga var barn að aldri þegar ég
kom í fjölskylduna. Mér finnst
sem góð systir sé kvödd. Við
hjónin munum sakna hennar sem
var svo fljótt kölluð burtu.
Sérstakar kveðjur frá dætrum
okkar sem í fjarlægu landi búa og
geta ekki verið við útför hennar.
Eg bið góðan Guð að styrkja
eiginmann hennar, einkadóttur og
barnabörnin.
Bjargey Stefánsdóttir.
Kveðja frá bekkjarsystrum
EnKÍnn timi. enginn staður,
enxinn hiutur dauða ver.
Bú þis héðan burt, ó, maður,
hrautarlensd þú eisi sér.
Vera má, að vegferð sú
verði skemmri en ætlar þú.
/Eakan jafnt sem ellin skundar
eina leið til banastundar.
Þetta erindi í sálmi sr. Björns
Halldórssonar í Laufási minnir
okkur á það, hve lífið endar
stundum snögglega. Og alltaf
stöndum við eftir í undrun og
spurn: Hvers vegn er kippt í burtu
lífsglöðu fólki, sem enginn veit til
að hafi kennt sér nokkurs mein?
E.t.v. er skýringin sú, að meiri
þörf sé fyrir það á öðru tilveru-
stigi.
Veikindi Sigríðar Guðmunds-
dóttur, sem í dag, 26. sept., verður
kvödd hinztu kveðju frá Hafnar-
fjarðarkirkju, bar að mjög óvænt.
Hún missti skyndilega meðvitund
á heimili sínu og andaðist fáum
dögum síðar á Borgarspítalanum
án þess að hafa komizt til meðvit-
undar.
Sigríður fæddist í Reykjavík 18.
ágúst 1929. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðmundína Oddsdóttir og
Guðmundur Grímsson, fisksali,
sem bjuggu lengi á Laugavegi 74,
en eru nú bæði látin. Sigríður var
yngst sex systkina, en eitt þeirra
lézt á barnsaldri. Hún ólst upp við
mikið ástríki foreldra sinna og
samband systkinanna var alla tíð
óvenju gott.
Haustið 1944 settist Sigríður í 1.
bekk Kvennaskólans í Reykjavík
og lauk þaðan prófi 1948. Hóf hún
þá vinnu á skristofu Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík, en vann þar
ekki lengi, því að 7. jan. 1950
giftist hún Ingva Jóhannessyni og
fluttist þá til Hafnarfjarðar og
byggðu þau hjónin sér hús við
Hringbraut 34 og hafa búið þar
síðan. Þau Ingvi og Sigríður eign-
uðust eina dóttur, Jónu, sem
búsett er í Florida.
Fyrir um það bil fimmtán árum
hóf Sigríður störf á bæjarskrif-
stofunum í Hafnarfirði og vann
þar til dauðadags.
Sigriður var barngóð, alltaf
hressileg og kát og leit björtum
augum á lífið og tilveruna. Hún
var mjög félagslynd og átti auð-
velt með að blanda geði við fólk og
kynnast því. Hún tók virkan þátt í
starfsemi Slysavarnafélags ís-
lands um margra ára skeið og sat
í stjórn slysavarnadeildarinnar
Hraunprýði í tólf ár. Ennfremur
var hún formaður kvenfélags
Hafnarfjarðarkirkju í sjö ár.
Sigríður sótti mjög vel reglulega
fundi okkar bekkjarsystranna og
kæmi hún ekki, lágu til þess ærnar
ástæður. Hún bar alltaf með sér
hressilegan andblæ og engin logn-
molla var í kringum hana. Víst er
um það, að við munum sáriega
sakna hennar úr hópnum, en hún
er sú fyrsta okkar, sem kveður
þennan heim. Vissulega hefðum
við kosið að eiga lengri samleið
með henni, en minningin lifir og
við bekkjarsysturnar eigum að-
eins góðar minningar um Sigríði,
og góðar minningar eru alltaf
mikils virði.
Nú að leiðarlokum viljum við
bera fram innilegar þakkir okkar
fyrir hartnær 40 ára vináttu.
Feðginunum Ingva og Jónu og
dóttursonunum báðum, svo og
systkinum Sigríðar, sendum við
innilegar samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að styrkja þau í sorg
þeirra.
t Bróöir okkar, HARALDUR GUÐMUNDSSON, Hétúni 10 b, lést 25. september. Filippus Guómundsson, Skúli Guömundsson, Kjartan Guömundsson.
t Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN S. BJÖRNSSON, fré Laufési, Sólvallagötu 17, lést miövikudaginn 24. september. Agnes Oddgeirsdóttir, Magnús Jónsson, Sigríöur I. Jónsdóttir.
t Eiginmaöur minn, faöir og afi, ÁGÚST KRISTJÁNSSON, bókbandsmeistari, Vföimel 51, lézt aö heimili sínu 23. sept. sl. Fyrir hönd vandamanna. Sigrfóur Þ. Viggósdóttir.
t Faöir mlnn, FRIÐRIK HANNESSON, fré Sumarliöabæ í Holtum, Njélsgötu 60 B, lést á Landakotsspftala 20. september. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Trausti Sig. Friöriksson.
t AOALSTEINN BALDVINSSON, fré Brautarholti, Álfhólsvegi 82, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. september kl. 10.30. Aóstandendur.
t ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Saurum, Helgafellssveit, veröur jarðsunginn frá Helgafellskirkju laugardaginn 27. sept- ember kl. 2. Systur hins látna.
t Útför systur okkar, KRISTÍNAR BOGADÓTTUR, fyrrum kaupkonu, sem lést 17. september, verður gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. september kl. 1.30. Ólaffa Bogadóttir Breiófjörð Indriöi Bogason.
t Faöir okkar, MAGNÚS STEINBOUCK, bakari, Bjargarstfg 3, Reykjavfk, sem lést 14. þ.m., verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. þ.m., kl. 4.30 e.h. Sigrún og Oddfrfóur Magnúsdætur.
t
Útför fööur okkar,
HALLDORS SVEINSSONAR,
frá Sævarenda,
Hjaröarhaga 32,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. sept. kl. 13.30.
Hjördfs Halldórsdóttir,
Valdfs Halldórsdóttir.
J
t
Móöir okkar,
ANNA EIRÍKSDÓTTIR,
Fagurgeröi 4, Selfossi,
sem lést í Landspítalanum mánudaginn 22. september sl. veröur
jarösungin frá Selfosskirkju á morgun, laugardag 27. september
kl. 3 síödegis.
Aldfs Bjarnardóttir,
Anna Guörún Bjarnardóttir,
Baldur Bjarnarson,
Björn Bjarnarson,
Sturla Bjarnarson.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ELÍS R. GUDJÓNSSON,
Garðabraut 13,
Akranesi,
ér andaöist 20. þ.m. verður jarösunginn frá Akraneskirkju
þriöjudaginn 30. sept. kl. 14.15.
Blóm og kransar afbeöin, en þeim sem vilja minnast hins látna er
bent á Akraneskirkju.
Ómar Elísson, Ingibjörg Þorleifsdóttir,
Guórún M. Elísdóttir, Sverrir Jónsson,
Vilborg Elfsdóttir, Sigurbjörn Sigurjónsson,
Pétur Elísson, Guóríöur Jónsdóttir,
Vilhelmína Elísdóttir, Jón B. Sigurösson,
Ingvar Elfsson, Birna Óskarsdóttir,
Guöbjörg Elísdóttir, Jón Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓN HELGASON,
Tryggvagötu 2, Selfossi,
verður jarösunginn 27. september. Athöfnin hefst í Selfosskirkju
kl. 1.30. Jarðsett verður á Eyrarbakka.
Halldóra Bjarnadóttir,
Bjarni Jónsson, Guórún Jóhannsdóttir,
Erna Kristín Jónsdóttir, Bjarnfinnur Hjaltason
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR,
Háagerði 33,
andaöist á Borgarspítalanum 24. september. Veröur jarösungin
frá Fossvogskirkju 1. október kl. 3.
Péll Sigurósson frá Skarödal,
Helgi Pálsson,
Sigurbjörn Pálsson,
Jónína Pálsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Hinum fjölmörgu vinum okkar, sem vottuðu konunni minni og
móöur okkar,
LILJU PÁLSDÓTTUR,
viröingu sína og okkur samúö viö fráfall hennar og útför, færum
viö okkar hjartanlegustu þakkir. Læknum og hjúkrunarfólki
Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun og ástúö í veikindum
hennar. Konunum í Kirkjunefnd Akraneskirkju þökkum viö
sérstaklega fyrlr þeirra miklu og ómetanlegu hlutdeild. Þakklæti
okkar til þeirra verður vart meö orðum tjáö.
Guð blessi ykkur, vinir, fyrir hana og okkur.
Jón M. Guöjónsson og systkinin.
Vegna jaröarfarar
HALLDÓRS SVEINSSONAR,
verður skrifstofa okkar lokuð e.h. í dag, föstudag.
Gunnar Eggertsson hf.
Bæjarskrifstofurnar
í Hafnarfirði
verða lokaðar frá kl. 13.30 í dag vegna jarðarfarar
Sigríðar Guömundsdóttur.
Bæjarstjóri.