Morgunblaðið - 12.10.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.10.1980, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 taka í notkun nýjar meðaldrægar kjarnorkueldflaugar, sem beint er að höfuðborgum V-Evrópu. Það væri í sjálfu sér virðingarvert að taka kjarnorkuvopn úr notkun, en, — eins og einn ræðumanna komst að orði, — „við hreinsum okkur og ætlumst til, eins og önnur ríki V-Evrópu, að kjarnorkuvopn Bandaríkjanna veiti okkur vernd.“ Tony Benn — himnasending til Thatcher Antony Wegdwood Benn hefur staðið að baki vinstribyltingunni í Blackpool og er ótvíræður leiðtogi vinstri arms flokksins. Frétta- skýrendur eru sammála um, að ef Benn yrði formaður flokksins, þá mundi hann tapa fylgi. Ýmsar hugmynda hans eiga lítt upp á pallborðið hjá brezkum kjósend- um, svo sem víðtækar þjóðnýt- ingar, kommisarakerfi með ráð- herrum, nokkurs konar eftirlits- kerfi þingmanna með einstökum ráðherrum og ráðuneytum, afnám lávarðadeildarinnar, afnám einka- skóla, afnám einkapraxíss lækna, úrsögn úr EBE, einhliða afvopnun og svo framvegis. Fréttaskýrendur eru sammála um, að Tony Benn yrði sem sendur af himnum ofan til bjargar Margréti Thatcher í vandræðum hennar. Tony Benn er lýst sem pólitískum draumóra- manni og skoðanir hans eiga lítt skylt við raunveruleika bresks Shirley Williams — fyrrum fé- iagsmáiaráðherra — fer hún úr fiokknum? efnahagslífs. Sú hætta sé, að Verkamannflokkurinn einangrist undir stjórn Tony Benn — enginn flokkur á Bretlandi gæti gengið til samstarfs við Verkamannaflokk, sem hefði það á stefnuskrá sinni, að ganga úr EBE og afvopna Breta. Það er vissulega raunhæfur möguleiki, að málamiðlun um leið- togaval verði uppi á teningnum. Einkum eru þeir Peter Shore og John Silkin nefndir í því sam- bandi, menn, sem hugsanlega hin- ir hófsamari í flokknum geta sætt sig við. Hinar dökku hliðar Bretlands Hið virta Lundúnablað, The Times, birti leiðara um þingið í Blackpool undir fyrirsögninni, „Hin dökka hlið Bretlands". Þar sagði m.a.: „Enginn, ekki einusinni harð- asti íhaldsmaður, á að gleðjast yfir atburðarásinni í Blackpool. Það sem gerst hefur skaðar ekki aðeins Verkamannaflokkinn og verkalýðshreyfinguna, heldur allt Bretland. Þróun mála í Blackpool er án nokkurs vafa afleiðing félagslegrar, pólitískrar og efna- hagslegrar hnignunar. Hættu- merkin eru til staðar: Fyrirboðinn er ógnvænlegur." Blaðið segir það tákn nútímans, þeirrar hnignun- ar, sem átt hefur sér stað í bresku samfélagi, að Verkamannaflokk- urinn er nú klofinn í herðar niður. Blaðið var gagnrýnið á vinstri arm flokksins og sagði vinstri mennina hafa sýnt eindrægni og þvermóðsku. Meðal annars skrif- aði The Times: „Þeir sem fóru til Blackpool komust ekki aðeins að hinu neikvæða, heldur átti sér stað einstæður atburður. Á stund- um var líkast sem Blackpool væri í órafjarlægð frá veruleikanum, reikistjarna full af vitfirringum. Fulltrúarnir voru sjálfir lengstum eðlilegir. Þeir eru hinu dæmigerðu Bretar, sem eiga sínar fjölskyldur og íbúð og finnst gott að fá sér bjórglas á sunnudagsmorgni, rétt eins og gengur og gerist, en þrátt fyrir það vaða þeir vinstrivillu, — allt í senn uppfullir heilagri reiði, hugarburði, grunsemdum, móður- sýki, hatri í garð kollega, sem greinir á í smáatriðum, hvað þá í stórum málum, hræsni og fráleitri vandlætingu, sem ekki hefur þekkst í Bretlandi frá því á 17. öld.“ Formaður kommún- istaflokks Bret- lands stjórnaði á bak við tjöldin Verkamannaflokkurinn sam- anstendur af mörgum skoðana- hópum. Þar eru harðir trotskyist- ar og marxistar jafnframt því að innan flokksins eru margir hægri-kratar. Þetta hefur í senn verið veikleiki og styrkur Verka- mannaflokksins. Það vakti mikla athygli, að Mick McGahey, „Rauði Mick“, vara- formaður sambands námamanna og formaður breska kommúnista- flokksins var í Blackpool og freist- aði þess að tjaldabaki, að breyta samþykktum námamanna í kosn- ingum innan Verkamannaflokks- ins. „Rauði Mick“ átti ekki sæti á landsþinginu en í fjarveru Joe Gormley, formanns sambands námamanna, kallaði „Rauði Mick“ nefnd sambandsins saman og ætl- aði að freista þess, að fá hana til að breyta afstöðu sinni til leið- togavalsins. Fyrir landsþingið höfðu námamenn samþykkt að þingflokkur Verkamannaflokksins skyldi kjósa formann fiokksins. „Rauða Mick“ tókst ekki að fá vilja sínum framgengt, og sam- þykkt var með 20 atkvæðum gegn 17 að halda fyrri samþykkt. Fjölmargir fulltrúar urðu æfir, þegar þeir fréttu, að kommúnistar væru að tjaldabaki og reyndu að hafa áhrif á samþykktir lands- þingsins. „Ég mun ekki líða það, að kommúnistaflokkurinn geti haft áhrif á leiðtogaval Verka- mannaflokksins," sagði Shirley Williams, einn þremenninganna, þegar fréttist af tilraun kommún- ista til að hafa áhrif á það, hvernig leiðtogi flokksins skuli kosinn. Verkamannaílokkur- inn á krossgötum — og barmi klofnings Verkamannaflokkurinn stendur nú á krossgötum. Vinstriarmur flokksins, sem hingað til hefur orðið að láta sér nægja að mót- mæla, hefur nú undirtökin í flokknum. I krafti þessa hefur hann hert tökin á flokknum og náð að knýja fram samþykktir, sem líklega einangruðu flokkinn og yrðu til þess, að Verkamann- aflokkurinn missi það fjöldafylgi sem hann hefur notið. Flokkurinn stendur á barmi klofnings. Láti vinstrisinnar kné fylgja kviði og takist þeim að ráða vali leiðtoga flokksins, þá er ljóst, að margir flokksmenn munu segja sig úr flokknum. Þar fara fremstir „þremenningarnir" en einnig má nefna Roy Jenkins, sem var um árabil einn helsti leiðtogi flokks- ins og framkvæmdastjóri EBE. Frjálslyndi flokkurinn lítur ágirndaraugum á þessa liðhlaupa og vel er hugsanlegt að óánægðir verkamannaflokksmenn gangi í raðir frjálslyndra, með fyrirsjáan- legri fylgisaukningu flokksins. Framtíðin ein sker úr um atburða- rásina. FÆREYJAR DETTIFOSS FER TIL FÆREYJA 16. 10. Vörumóttaka í A-skála fram til kl. 15.00 15. 10. EIMSKIP SIMI 27100 AF HVERJU HAFA SVO MARGIR ÍSLENDINGAR NOTFÆRT SÉR fllltú HITABLÁSARA? m. a. vegna þess að rafhitun er HAGKVÆMARI en olíukynding. fflltD fflltD fflltD fflltD fflltD fflltú fflltD hitablásarar hafa verið notaðir hér á landi í mörg ár og hitað upp frystihús, verksmiðjur. iðnaðarhúsnæði hvers konar, vöruafgreiðslur, bílskúra, og fjárhús bænda. hitablásarar eru nýtnir orkugjafar. hitablásarar eru hljóðlátir. hitablásara er auðvelt að flytja milli staða. hitablásara er hægt að tímastilla. hitablásarar eru vinsælir, koma þægilega á óvart og uppfylla ströngustu hitagjafakröfur. hitablásarar. 2—30 kW eru ávallt til í birgðum okkar. ./^/"KÍÍLghf '. Simi 84000 - 104 R*yk(avik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.