Morgunblaðið - 12.10.1980, Side 26

Morgunblaðið - 12.10.1980, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 „Flest finnsk ungmenni vilja heimsækja IslancT Heimsfræjíur finnskur harna- or unKlingakór, Tapiolakórinn. gisti ís- land í sl. viku ok hélt nokkra tónleika. Söng kór- inn m.a. á Ilvolsvelli, i Norræna húsinu, Há- teÍKskirkju ok við messu á Bessastöðum. Tapiolakórinn er nokk- urs konar skólakór frá horginni Tapiola í Finn- landi (8 kílómetra norður af Ilelsinki). Fyrir þrettán árum vann hann keppni harnakóra á Norðurlönd- unum oK árið 1971 alþjóð- legu kórakeppnina „Let the People Sin>j“. Eftir þá sijjra hefur kórinn ferðast víða um heiminn, m.a. haldið tónleika í Banda- ríkjunum ojí Japan. Stjórnandi og stofnandi kórsins er Erkki Pohjola tónlistarkennari við grunnskólann í Tapiola. Blaðamaður ræddi við hann og spurði fyrst að því hvað hefði orðið til þess að kórinn var stofnaður: „Áður en ég kom til Tapiola hafði ég kennt tón- list og stjórnað barnakór- um í tveimur litlum bæjum í Finnlandi. Þegar ég kom til Tapiola var ég ákveðinn í að stofna kór sem sýndi það og sannaði að finnsk börn geta sungið vel. Ég hafði heyrt í mörgum frá- bærum barnakórum víðs vegar að úr heiminum og var sannfærður um að finnsk börn hefðu jafn mikla sönghæfileika og þau. En tilgangurinn með kórnum er ekki aðeins að fá fram góðar kórraddir. Flest börnin í kórnum læra líka á eitthvað hljóðfæri svo þau geti bæði tjáð sig í söng og hljóðfæraleik. Kórinn æfir aðeins einu sinni í viku en öll börnin eru þess utan við tónlistarnám, annað hvort einkanám eða við tónlist- arskóla. Við viljum þjálfa upp góða tónlistarmenn og höfum þegar fengið að sjá nokkurn árangur. Tveir af fyrrverandi kórfélögum eru nú tónskáld að atvinnu, 6 hafa náð einleikaraprófi og marglr aðrir eru á leið með að verða góðir atvinnutón- listarmenn." — Er kórstarfið hluti af tónlistarmenntun barn- anna? „Kórstarfið er hluti af tónlistarmenntun innan grunnskólans í Tapiola. Flest börnin eru úr þeim skóla og í byrjun voru kórfélagar aðeins úr hon- um. Nú er kórinn hins vegar opinn öllum þeim sem vilja taka þátt í kór- starfinu. En við verðum að takmarka fjöldann og börnin verða að standast - Rætt við Erkki Pohjola stjórnanda Tapiola kórsins ingar frá níu ára aldri til tvítugs og aðstoðarmenn mínir tveir eru komnir yfir tvítugt." — Hver er ástæðan fyrir komu ykkar hingað? „ísland er eitt þeirra landa sem flest finnsk ung- menni vilja heimsækja. Okkur finnst líka mikil- vægt að styrkja það menn- ingarsamband sem er milli Norðurlandanna. Egill Friðleifsson stjórnandi kórs Öldutúnsskóla í Hafn- arfirði er mikill vinur minn og hann skipulagði ferðina fyrir okkur. Við höfum átt ánægju- lega daga hér. Sérstaklega hefur okkur fundist ánægju- legt að búa á íslenskum heimilum og kynnast þann- ig Islendingum betur en ella.“ — Kórinn hefur unnið mikla sigra og sungið víða um heiminn. Hver er stærsta stund þín með kórnum? strangt inntökupróf til þess að fá að syngja með kórn- um. Það er algengt að börnin hætti í kórnum um leið og þau hafa lokið námi í grunnskólanum. Nú eru í kórnum þó börn og ungl- „Ferð okkar til Japans árið 1977 er mér efst í huga þessa stundina. Við héldum þar 30 tónleika á 6 vikum. Við sungum þar m.a. fyrir keisarafjölskylduna. Sú ferð er mér minnisstæðust af öllum ferðum sem kór- inn hefur farið hingað til,“ sagði Erkki Pohjola að lok- um. Minna Pekonen og Matti-Petteri Kontu: „Ferðirnar eru lang skemmtilegastar.“ Jsland hefiur vinninginn “ „Ég hef lika farið til Sviss með kórnum en mér finnst miklu skemmtilegra að vera hér. ísland hefur örugglega vinninginn,“ sagði Matti-Petteri Kontu 9 ára gamall kórfélagi í Tapiola-kórnum er blm. ræddi við hann og Minnu Pekonen 16 ára. Matti hefur sungið í kórnum í eitt ár en Minna i 2 ár. Minna var einnig ánægð með Islandsdvölina. Hún sagði að landslagið hefði heillað sig sérstaklega, það væri svo frábrugðið því í Finnlandi. — En hvers vegna fóru þau að syngja með kórnum? „Mig langaði til að syngja í góðum kór,“ sagði Minna. „Ég hafði heyrt mikið talað um Tapiola kórinn og ákvað því að reyna að komast í hann.“ Og hún sagðist ekki hafa verið svikin. Það væri mjög gaman og mikil upplifun að syngja með Tapiola kórnum. „Ferðirnar eru lang skemmtilegastar en stundum svolítið þreytandi. í Finnlandi byrja t.d. allir tónleikar kl. 7 á kvöldin en hér ekki fyrr en kl. 8.30. Og ekki nóg með það heldur er klukkan hér tveimur klukkustundum á eftir klukkunni í Finnlandi," sagði hún. Matti sagðist hafa byrjað að syngja í kórnum vegna þess að tvær eldri systur hans syngja þar líka. Hann var sammála Minnu um að ferðirnar væri það lang skemmtilegasta við kórstarfið þótt hann hefði ekki farið í þær margar. En hann sagðist líka oft verða þreyttur á ferðalögunum. Þau Minna og Matti eru bæði við tónlistarnám og leika bæði á píanó. Minna var ákveðin í að leggja ekki píanóleik fyrir sig í framtíðinni en Matti vildi ekkert um það segja. Að lokum voru þau spurð um það hvers konar lög kórinn syngi. „Við syngjum aðallega nútímatónlist. Mörg finnsk tónskáld semja sérstaklega fyrir kórinn, mestmegnis nútímatónverk." — Og finnst ykkur gaman að slíkri tónlist? „Auðvitað," svöruðu þau bæði fljótt og ákveðið. Errki Pohjola. Tapiola kórinn á æfingu fyrir tónleikana i Norræna húsinu. Nokkrir kórfélaganna hafa þegar Vuokko kjólum sem voru sérstaklega hannaðir fyrir kórinn. ' i f klæðst einkennisfötum kórsins, bláum Ljósm. Emilia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.