Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 33 Hafin er bygging nýs skólahúss. Alagningarheimild útsvara ekki fullnýtt hér Hvað er helzt á döfinni hjá bæjarfélaginu í ár? Stærsta málið er bygging nýs grunnskóla og það er stefnt að því að í ár verði teknar í notkun tvær nýjar kennslustofur í því húsnæði. í nýja skólahúsinu, sem byggt verður í áföngum, verður einnig aðstaða fyrir ýmis konar félagsstarfsemi. Einnig er verið að ljúka byggingu elliheimilis og ráðhúss og hefur starfsemi í báðum húsunum þegar hafizt. Gatnagerðaframkvæmdir hafa dregist nokkuð saman, er bæjar- félaginu nokkuð þröngur stakkur sniðinn í fjármálunum, enda var álagningarheimild útsvara ekki fullnýtt. Hér er mikil gróska í húsbygg- ingum og hér hefur nýtt hverfi einbýlishúsa risið á skömmum tíma. Bærinn hefur einnig farið nokkuð inn á byggingu söluíbúða og í vor var sex íbúða raðhús afhent kaupendum, þrátt fyrir þetta virðist ailtaf vera hörgull á húsnæði hér. Nokkuð fjölbreyti- legt atvinnulíf Hér búa um 1.250 manns og nú virðist vera nokkur lægð í fólks- fjölguninni, sem var umtalsverð fyrir 2 til 3 árum. Atvinna hefur verið nokkuð mikil í sumar, en þó var starfsfólk frystihússins sent í sumarfrí í sumar eins og víða annars staðar. Þetta byggist að mestu upp á sjávarútveginum, þó fjölbreytni sé nokkur. Kaupfé- lagið er hér stærsti atvinnurek- andinn og á þess vegum eru frystihús, sláturhús, bílaverk- stæði auk verzlana þess. Nokkrir smærri aðiljar stunda einnig fiskverkun hér og má þar nefna rækjuvinnslu Söltunarfélags Dalvíkur. Hér eru einnig tré- smíðaverkstæði, sauma- og skinnastofur, netagerð, steypu- stöð og bókhaldsskrifstofur. Héðan eru gerðir út tveir skut- togarar. einn rækjutogari, sex 60 til 100 tonna bátar og fjöldinn allur af trillum og ég held að triliuútgerðin hafi aukizt á und- anförnum árum og nú eru margir sem hafa þetta að aukastarfi og sér til gamans. Nóg af heitu vatni I fyrra var gert mikið átak í útbreiðslu hitaveitunnar og var þá lagt í hús, sem standa dreift utan byggðarkjarnans. Það var fjárfrek, en nauðsynleg fram- kvæmd. Það er til nóg af heitu vatni, fyrir 2 til 3 árum var boruð ný hola á Hamri og þá kom upp það mikið vatn að duga mun næstu árin, því það sem til er er ekki enn fullnýtt. Hitaveitan gerir staðinn nokkuð girnilegri en ella og ég held ég megi segja að upphitun sé ekki dýr hér á Dalvík. Félagslíf hér á Dalvík er nokk- uð blómlegt, hér eru starfandi hin ýmsu félög og klúbbar. Bridge-félagið sá um Norður- landsmótið í sumar og mikil gróska er í skíðafélaginu. Félag- ar í því hafa unnið mikið við uppsetningu aðstöðu og skíða- lyftu og er skíðaíþróttin mikið stunduð. Nýbúið er að endurreisa Ferðafélagið og hefur það efnt til nokkurra gönguferða, en hér í nágrenninu er mikið um skemmtilegar gönguleiðir. Félag- ið hefur byggt skála, sem stendur til að flytja upp á Tungnahrygg, sem er á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Leikfélagið er mjög virkt og setur minnst upp eitt verk á hverju ári. Ungmennafélag hefur verið starfandi, en gengið erfiðlega vegna hins mikla kostnaðar, sem keppnisferðum fylgir. Kvenfélag staðarins sinnir svo menningar- og mannúðarmálum á staðnum og starfar bæði mikið og vel.“ til þess að safnið rísi undir nafni verður fólk að gefa því skjöl og ýmislegt annað sem það hefur undir höndum. Safnið er til húsa í nýbvggðu ráðhúsi Dalvíkur og stefnt er að því að þetta verði bæði sjálfstætt og verulegt safn. Þetta er stórt skref í átt til þess að verða menningarlega sjálfstæðir, en hingað til höfum við orðið að sækja allt af þessu tagi inn til Akureyrar. Við erum vissir um að fólki mun líka það vel að fá þessa aðstöðu til að leita sér ýmis konar upplýsinga og fróðleiks og þá er svona safn ómetanleg gullnáma fyrir skóla- fólk, því snar þáttur í námi þess er heimildasöfnum og gerð heimilda- ritgerða." Safnaði rödd- um fólks Þú minntist á Dalvíkursöguna áðan, hvað er að frétta af henni? „Skráning heimilda í Dalvíkur- söguna hefur staðið yfir í meira en 25 ár. Kristinn Jónsson byrjaði fyrstur á þessu og hann safnaði einnig röddum fólks og mun það líklega hafa verið einsdæmi á sínum tíma. Síðan hefur svo verið starfandi efnissöfnunarnefnd sem síðar varð að útgáfunefnd. 1. bindi er þegar komið út og 2. er væntanlegt eftir áramótin, það 3. kemur svo eitthvað seinna. Mjög vel hefur gengið að selja söguna og við höfum nú orðið um 800 fasta áskrifendur auk þess sem alltaf er nokkuð keypt af bókum þar fyrir utan. Það má því segja að Svarfdæl- ingum séu að verða gerð nokkuð góð skil í rituðu máli. Svarfdæla hin gamla liggur náttúrulega fyrir, tvö bindi af Svarfdælingum komin út, Dalvíkursagan vel á veg komin og Héraðsskjalasafnið að verða að veruleika. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir þá sem æt.tir sínar eiga að rekja á þessar slóðir að geta fundið margs konar fróðleik, upplýsingar og annað sér til ánægju og gagns, í öllum þessum ritum. Jóhann Antonsson, framkvæmdastjóri: Vaxtakostnaðurinn orðinn óeðli- lega hátt hlutfall rekstrarkostnaðar „Söltunarfélag Dalvíkur var stofnað 1943 og þá eingöngu til síldarsöltunar og hélt það henni áfram allt til að sildin hvarf 1966 til '67, þá lagðist atvinnurekstur- inn alveg niður þar til fyrir fimm árum að byrjað var á rækjunni,“ sagði Jóhann Antonsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Höfum lagt áherzlu á djúprækjuna Þegar við fórum af stað með rækjuvinnsluna var varla um aðra veiði að ræða en innanfjarðar, en þá var mjög lítið af rækjunni hér. Snorri Snorrason hafði hins vegar reynt fyrir sér á djúprækjunni meira og minna á hverju ári og það lofaði svo góðu að okkur þótti ástæða til að fara út í djúprækj- una og vinnslu hennar í landi. Við höfum alla tíð síðan lagt áherzluna á djúprækjuna gagn- stætt öðrum, sem byggt hafa á grunnslóðarveiðum sem eru mun jafnari og árvissari. Rækjuvinnslan í íullum gangi. 1976 byrjuðum við svo eigin rækjuútgerð og vorum þá með tvo 60 og 100 tonna báta, '77 fengum við svo rækjutogarann Dalborgu og seldum þá minni bátinn, en 100 tonna báturinn hefur verið frá í sumar vegna bilana og við höfum fengið leyfi stjórnvalda til að skipta á honum og nýrri bát af svipaðri gerð, en ekki er Ijóst hvenær af því verður. Aflinn í sumar hefur því verið nokkuð minni vegna þessa og einnig vegna þess að afli Dalborgarinnar á Dornbanka hefur farið minnk- andi, vegna gengdarlausra veiða Grænlandsmegin og ef ekkert verður að gert verða þessi mið vafalaust eyðilögð. Þetta hefur svo komið niður á vinnslunni í landi og komið í veg fyrir að hún yrði samfelld. Við höfum að vísu verið með nokkra fiskverkun, bæði í salt, skreið og frystingu og frá 5. ágúst höfum við saltað síld og hefur þetta hjálpað verulega og gert okkur kleift að halda nær samfelldri vinnslu í landi. Jóhann Seljum rækjuna bæði á inn- og erlendan markað Afkastagetan hér á landi er um fjögur tonn á dag og þá er rækjan soðin, pilluð og lausfryst og í nokkrum tilfellum soðin niður. Megnið af afla Dalborgarinnar er soðið og lausfryst um borð og fer þannig á erlendan markað, en það sem unnið er í landi fer bæði á markað hér heima og erlendis. í landi vinna að meðaltali 20 til 25 manns og þegar bæði skipin eru í gangi vinna við útgerðina um 20 manns, en á annatímum verður þetta oft meira. Samskiptin við ríkið hafa geng- ið svona upp og ofan, en í flestum tilfellum hafa þau verið góð. Það hefur tekið nokkurn tíma að vinna þessum veiðum og vinnslunni grundvöll og því hefur það einnig tekið dálítinn tíma að ná því, sem í hefðbundnum atvinnugreinum er talin sjálfsögð fyrirgreiðsla. Erfitt hefur verið að halda uppi samfelldri vinnslu Það sem erfiðast hefur verið er að afla nægilegs hráefnis til að halda uppi samfelldri vinnslu, sérstaklega þegar annað skipið er frá veiðum, en það er vonandi að leysast. Rekstrarfjárskortui er svo eilífðarvandamál og \á\ta- greiðslur eru að verða einn af okkar stierstu kostnaðiirl ;;m. Vaxtahlutfallið í útgjiddni.um hefur vaxið gífurlega und i’ iurin ár, miklu hraðar en launakosu ð- urinn. Það sem hefur i ' ra vcikt rckstrargrundvöl! sa fyrirtækis, eins og a inargra annarra, er hw ... a- kostnaður er orðinn óeðlileg.i itt hlutfall rekstrarkostnaðai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.