Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKT0BER 1980
Tónlistarskóli
F. I. H. Brautarholti 4
Fullorðinsfræðsla
í tónlist
Fyrsta námskeiö fulloröinsfræösludeildar tónlistarskóla
F.Í.H. hefst þriöjudaginn 14. október næstkomandi.
Námskeiöiö tekur alls níu vikur og er kennt einu sinni í
viku. Innritaö verður í tvo hópa sem skiptast á þessa
daga:
A — þriöjudaga kl. 20—22.
B — fimmtudaga kl. 18—20.
Námskeiðið skiptist sem hér segir:
1., 2. og 3. vika:
Atli Heimir Sveinsson spjallar um sinfóníu klassíska
tímabilsins.
4., 5. og 6. vika:
Jón Múli Árnason rekur sögu djasstónlistarinnar.
7. og 8. vika:
Kvöld meö Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara.
9. vika:
Manuela Wiesler kynnir flautuna og tónlist hennar.
Skráning í námskeiðið fer fram, í dag og næstu daga, aö
Laufásvegi 40 milli kl. 14 og 17 eöa í síma 23780 á sama
tíma.
aukne cht
eldavél med
blástursofni
Blásturofn ★ Kældur með loftstreymi ★ Tímarofi
Barnaöryggislæsing^ Nýtískulegt útlit^ Bakstur
auðveldur, hægt að baka á fjórum plötum sam-
tímis^ Auðvelt að losa innréttingu og hurð sem
gerir þrif auðveld. Hæð 85 cm Dýpt 60 cm Breidd
60 cm ★ Blásturofn notar 32% minna rafmagn til
steikingar ★ Blásturofn notar 48% minna rafmagn
til baksturs. ★ Sér geymsluhólf fyrir potta og
pönnur.
Utsölustaðir DOMUS,
og kaupfélögin um land allt
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900
Þráinn Sigurðsson og Ásmundur Ásgeirsson aö tafli.
Ljósm. Mbi. Kristján.
íslandsmeistarar frá
1931 til 1980 á helgar-
móti Skáksambandsins
Helgi — Ingi R. 1—0
Margeir — Jóhann 'k— 'k
Stórmeistararnir tefldu úr-
slitaskák mótsins. Friðrik, sem
hafi hvítt, blés snemma til
sóknar og lét síðan kné fylgja
kviði í góðri sóknarskák. Skák
Helga og Inga var mjög svipt-
ingasöm. Eftir athyglisverða
byrjun varð Helgi peði yfir, en
hann gerðist síðan of bráður á
sér og Ingi átti kost á þvingaðri
vinningsleið. Hann missti hins
vegar af því tækifæri og Helgi
gaf honum ekki annað. Margeir
náði sókn, en missti af vinningi í
tímahraki.
Staðan fyrir síðustu umferð
var því sú, að Friðrik hafði þrjá
vinninga, Helgi tvo og hálfan,
Guðmundur og Jóhann tvo, Mar-
geir einn og hálfan og Ingi einn.
5. umferð:
Jóhann — Friðrik xk — xk
Guðmundur — Helgi 'k — 'k
Ingi — Margeir 'k — 'k
Friðrik víxlaði leikjum í byrj-
uninni og varð að teljast góður
að fá jafntefli eftir það. Helgi
tefldi hvasst gegn Guðmundi, en
varð um síðir að gera sig ánægð-
an með jafntefli. Ingi fékk erfiða
stöðu eftir byrjunina, en tefldi
vörnina vel og gaf sig hvergi.
Lokastaðan varð því þessi:
1. Friðrik 3 'k v. 2. Helgi 3 v.
3—4 Jóhann og Guðmundur 2'k
v. 5. Margeir 2 v. 6. Ingi 1 'k v.
Friðrik var óneitanlega mjög
vel að sigrinum kominn og virð-
ist vel undir skákmótið í Buenos
Aires búinn, en þangað heldur
hann á næstunni. Helgi hefur
teflt betur í sumar, en var þó
jafnan fljótur að hugsa á tvísýn-
um augnablikum að vanda.
Broddinn virtist vanta hjá Guð-
mundi, en Jóhann kom á óvart,
t.d. velgdi hann stórmeisturun-
um undir uggum. Fimm jafntefli
gefa þó ekki rétta mynd af
skákstíl hans og e.t.v. bar hann á
köflum fullmikla virðingu fyrir
andstæðingum sínum. Margeiri
og Inga R. tókst heldur ekki að
vinna skák, er. réyndu þó báðir
mikjð Fjno Qg Jóhan.n þ. Jóns-
son skákstjóri benti á eftir mótið
hefði ekki þurft mikið til þess að
gæfuhjólið færi að snúsat í
gagnstæða átt við það sem uppi
varð á teningnum. Ingi R. hefði
t.d. orðið efstur ásamt Friðriki
hefði hann nýtt vinningsstöðu
sína gegn Guðmundi og gripið
tækifæri það sem Helgi gaf
honum.
Efst í kvennaflokki varð Guð-
laug Þorsteinsdóttir, en aðrir
þátttakendur í kvennaflokki
voru þær Ólöf Þráinsdóttir, Ás-
laug Kristinsdóttir, Birna Nor-
dahl. Islandsmeistari kvenna,
Sigurlaug Friðþjófsdóttir og
Svana Samúelsdóttir.
Skáksamband íslands gekkst
um helgina fyrir æfingaskák-
móti fyrir þátttakendur Islands
á Ólympíumótinu á Möltu í
vetur. Mótið fór fram í Víghóla-
skóla í Kópavogi og var teflt í
þremur flokkum, karlaflokki,
kvennaflokki, en í honum tóku
þátt fjórir kunnir meistarar af
eldri kynslóðinni. Það voru þeir
Ásmundur Ásgeirsson, Baldur
Möller, Sturla Pétursson og Þrá-
inn Sigurðsson. Þeir voru meðal
þeirra sem riðu á vaðið fyrir
hönd íslands hvað þátttöku í
Ólympíumótum varðaði, en nú
eru liðin fimmtíu ár síðan Is-
lendingar tóku fyrst þátt í þeirri
keppni. Urslit í heiðursflokknum
urðu þessi:
1. umferð:
Sturla — Baldur 0—1
Þráinn — Ásmundur 1—0
2. umferð:
Ásmundur — Baldur 'k — 'k
Þráinn — Sturla 'k — 'k
3. umferð:
Baldur — Þráinn 'k — 'k
Sturla — Ásmundur 'k — 'k
Úrslitin urðu því þau að þeir
Baldur og Þráinn hlutu tvo
vinninga hvor, en Ásmundur og
Sturla einn hvor. Allir komust
fjórmenningarnir því býsna vel
frá mótinu, en eins og gefur að
skilja háði æfingarleysi þeim á
köflum, sérstaklega Ásmundi,
sem ekkert hefur teflt lengi. Þeir
Sturla og Þráinn eru enn býsna
seigir hraðskákmenn, þó úthald-
ið sé aðeins farið að minnka og
Baldur Möller virtist litlu hafa
gleymt.
Þess má geta að þátttakendur
á Víghólaskólamótinu hafa sam-
tals verið Islandsmeistarar í 28
ár! Ásmundur Ásgeirsson varð
fyrst íslandsmeistari 1931 og
Jóhann Hjartarson er nú ís-
landsmeistari, fimmtíu árum
síðar! Ásamt Eggert heitnum
Gilfer hefur Baldur Möller
oftast orðið íslandsmeistari eða
sjö sinnum, en fast á hæla þeirra
koma þeir Friðrik Ólafsson og
Ásmundur Ásgeirsson, sex sinn-
um hvor. Mótið í VíghólaskÓia
var því gagnmerkt fyrir margra
hlúta sakir, og verður vonandi
endurtekið eftir nokkur ár.
í karlaflokknum tefldu fimm
af sjö titilhöfum íslands auk
Jóhanns Hjartarsonar, ís-
landsmeistara. Vonir höfðu stað-
ið til um að allir titilhafarnir
gætu verið með, en því miður
forfölluðust þeir Jón L. Árnason
og Haukur Ángantýsson. Mesta
athygli vakti þátttaka Inga R.
Jóhannssonar, en hann hefur
lítið sem ekkert teflt síðan á
Reykjavíkurskákmótinu 1976
þar sem hann stóð sig með prýði.
1. umferð:
Friðrik — Margeir 1—0
Sigurvegarinn, Friðrik ólafsson
Fremur friðsæl umferð þar
sem öryggjð virtist 3itja í fyrir-
rúrr.i á öllurc borðtim.
3. umferð:
Guðmundur — Jóhann 'k — 'k
Helgi — Margeir 'k — 'k
Ingi — Friðrik 'k — 'k
Viðureign gömlu keppinaut-
anna Inga og Friðriks vakti
mesta athygli. Báðir ætluðu
greinilega sjálfum sér stóran
hlut, en jafnteflið varð ofan á
eftir nokkrar sviptingar. Helgi
missti peð í byrjuninni, en Mar-
geir lék síðan illa af sér og hélt
síðan aðeins naumlega jafntefli.
Jóhann sótti fast að Guðmundi,
sem þó sem fyrr var fastur fyrir
í vörninni.
4. umferð:
Friðrik — Guðmundur 1—0
Helgi — Jóhann 'k — 'k
Ingi R. — Guðmundur 0—1
Margeiri voru illa mislagðar
hendur í byrjuninni og sá aldrei
til sólar. Helgi náði betri stöðu
snemma, en lék síðan af sér og
varð að berjast hatrammlega
fyrir jafnteflinu. Af skák þeirra
Inga og Guðmundar er það
skemmst að segja að Ingi yfir-
spilaði stórmeistarann af miklo
öryggi og fékk gjörunnið tafl, en
undir lokin sagði æfingarleysið
til sín og Inga tókst á ótrúlegan
hátt að klúðra skákinni í tap.
2. umferð:
Jóhann — Ingi 'k — 'k
Margeir — Guðmundur 'k — 'k
Friðrik — Helgi 'k — 'k