Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 47

Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 47 með nýju grænmeti og myntu sem íranir nota í allan mat. Svo komu fyrstu ávextirnir á árinu, fyrstu agúrkurnar. Hver sölumaður lýsti vörum sínum með söng og hver grænmetistegund átti sinn söng. A sumrin fór fólk á vögnum út til Shemiran að borða undir beru lofti og matreiddi kjöt á teini og glóðaði maís. í þessa daga fannst mér að heimili okkar, húsið og garðurinn væri mjög stórt. Nú þegar ég er fullorðin býst ég við að maður sjái þetta á annan veg. Þegar ég fer á slóðir sem ég kynntist barn, undr- ast ég oft hve allt er lítið og smátt í sniðum, sem í endurminningunni virðist stórt og mikið. í garðinum okkar uxu rósir, stórar með höfg- um ilmi. Á sumrin ræktuðum við pipar og myntu í garðinum og í einu horni hans höfðum við dúfur og nokkrar kindur. Mér hefur alltaf þótt vænt um hunda og sem lítil stúlka átti ég það til að taka hunda sem ég fann á rjátli á götunni og fara með þá heim. Mamma leyfði mér að hafa þá um tíma, en svo annað tveggja rak hún þá burtu eða gaf þá. Henni fannst óþrif af þeim. Það vakti gremju mína í hennar garð. En meðan faðir minn lifði áttum við stóran hund sem hét Tchorni og þýðir á rússnesku Surtur. Mömmu tókst að hrekja hann í burtu en mörgum dögum síðar tókst honum að rata aftur heim til okkar ... Þeirri stund gleymdi ég aldrei. Fyrstu bernskuminningar mín- ar eru bundnar húsinu sem við bjuggum í, en eftir að faðir minn dó varð lífið erfiðara og við urðum að flytja þaðan. Það er sérkennilegt, en mamma mín sagði mér ekki frá því, að faðir minn væri dáinn. Nú á dögum er það allt með öðrum hætti. Börn fá að vita sannleik- ann, en hún hlýtur að hafa staðið í þeirri trú, að þetta myndi valda mér mikilli sorg því að mér þótti ákaflega vænt um hann. En ég gizkaði á sannleikann með því að hlusta á tal þjónustufólksins eða fjölskyldumeðlima. Jafnskjótt og einhver nefndi hann, var sussað á viðkomandi. Mér varð ljóst að það - var eitthvað bogið við þetta og var mjög sár vegna þess. „Hvers vegna þegir mamma mín yfir þessu gagnvart mér?“ hugsaði ég. Það skrítnasta var, að ég talaði ekki við móður mína um hann, fyrr en daginn sem ég hélt af stað til Parísar til að halda áfram námi mínu; með öðrum orðum við töluð- um ekki um hann frá því ég var níu ára og þar til ég var sautján ára! Fyrst sagði hún að hann hefði farið til Evrópu sér til lækninga og ég trúði því. Það var meira að sejga uppspretta nokkurs stolts hjá mér, vegna þess að á þeim tíma var slíkt heldur sjaldgæft. En áður en langt um leið komst ég að því að paþbi var dáinn. Ég komst að því með því að spyrja mömmu þegar hún var að leika við mig. Hún hafði sagt mér að maðurinn sem væri dáinn væri fjarskyldur frændi og ég spurði hana: „Ef hann er svona fjar- skyldur okkur, af hverju ertu þá daprari en allir hinir? Og hvers vegna skrifar pabbi okkur ekki?“ Hún svaraði að hann væri veikur og ég sagði: „Annað fólk er veikt, en það getur nú skrifað." Upp frá þessu töluðum við aldrei um það. Við urðum að flytja úr húsinu og búa í minni íbúð. I efnalegu tilliti varð hagur okkar þrengri. En svo batnaði þetta smám saman. Móðir mín átti vitanlega ekki sjö dagana sæla. Hún var ein um að ala mig upp, varð að vera mér bæði móðir og faðir. í íran leggja allir mikið upp úr því hvað aðrir hugsa: „Hvað heldurðu að fjöl- skyldan segi — hvað skyldu allir segja?“ Og mamma var töluvert ströng hvað snerti lærdóm minn, hegðun mína, val á vinum. Hún varð mjög æst þegar ég þurfti einu sinni að taka upp próf vegna lélegs árangurs. Ég hef verið ellefu ára og hafði fengið núll. Hún gerði óskaplegt veður út af þessu, rétt eins og ég hefði svívirt fjölskyld- una. Það var hreint ótrúlegt! Mér fannst að ég hefði drýgt meiri- háttar glæp og ég var viss um að ég væri bæði vanþakklátt og illa innrætt barn. Ég grét svo að augun bólgnuðu upp, og ég gat ekki opnað þau. Móðir mín hélt þessu leyndu fyrir fjölskyldunni, eins og þetta myndi um aldur og ævi vera blettur á sóma fjölskyld- unnar, ef það spyrðist. Víst var hún ströng, en senni- lega hefur hún gert rétt þegar öll kurl koma til grafar, því að hun var alltaf skilningsrík á þarfir mínar. Ég fékk leyfi til að vera skáti, enda þótt bæði drengir og stúlkur væru í flokknum. Ég lærði að synda í opinberri sundhöll og ýmsir meðlimir fjölskyldunnar dæstu yfir því. „Þú sendir ekki dóttur þína innan um hóp drengja." Mamma leyfði einnig að ég legði stund á ýmsar íþróttir. Og ég þef margt að þakka henni því að ég fékk leyfi til að gera margt sem var óhugsandi að telpum leyfðist á þessum tímum. Það er engum vafa undirorpið að móðir mín barðist oft í bökkum peningalega. En ég var alltaf ljómandi dús við það sem ég fékk. Mér finnst eftir á að mig hafi aldrei skort neitt og ég gat leyft mér að eignast ýmsa smáhluti, sem börnum nú þykja kannski ekki nema sjálfsagðir, en vöktu með mér djúpa ánægju þá. (lautlaga þýtt: h.k.) Farah Diba urnar sem voru í „stelpuleikjum". Lífið var öðruvísi þá. Kannski frumstæðara, en stundum feg- urra. Það var ekki vatn í húsinu og drykkjarvatni var ekið út á hest- vögnum. Það var sjarmi yfir því, þegar maðurinn kom með brúsana og hrópaði hástöfum: „Vatnspóst- urinn er kominn", dyrnar voru opnaðar og hann kom inn og fyllti öll ílát. Það var óhreint og grugg- ugt, en ég man hvað við vorum frá okkur numin þegar við fengum vatn og gátum baðað okkur í stórum bölum. Teheran var smábær miðað við það sem nú er. Mér þótti sérstak- lega gaman að leika mér úti á götunum við nágrannakrakkana. Foreldrar mínir bönnuðu mér það, en jafnskjótt og þeir sneru við mér bakinu gekk ég út og tók þátt í leikjum þeirra, ellegar ég settist á dyraþrepin og horfði á. Bílar voru fáséðir og röskuðu ekki ró okkar að neinu ráði. Einstöku sinnum kom ísvagninn og við krakkarnir flykktumst að honum í sömu svipan. Væntanlega hefur varan ekki uppfyllt mjög strangar hrein- lætiskröfur og hefðu foreldrar okkar vitað! en auðvitað var það bara til að auka á kætina. Lífið var litríkt, götulífið iðandi og margbrotið. Sölumenn gengu um og buðu vörur sínar falar syngjandi hástöfum, tilboðin breyttust eftir árstíðum, á vet- urna rauðrófur, á vorin körfur Ef áyldi m kéngurim hm“ Keisarahjónin með tvö elztu börn aín. Myndin tekin 1965. liggur það hærra en miðborgin. Mér þótti gaman þarna á sumrin og húsið var alltaf fullt af fólki. Allir — fjölskyldan, þjónustufólk, gestir — söfnuðust þangað. Menn komu og fóru ákaflega fyrirhafn- arlaust, sumir voru nótt og nótt. Ég naut þess hve þarna var mikið líf og fjör og ég bauð iðulega þangað vinum mínum. Það var búið um okkur á gólfinu í stofunni eða úti i garði undir flugnaneti. Þá voru fá hús í Shemiran. En þar voru víðáttumiklir akrar og engi, ár og lækir. Við riðum á ösnum, hlupum um í víðáttunni og fórum í gönguferðir um nágrennið. Þar sem ég var hresst og athafnasamt barn fannst mér skemmtilegra að leika við frændur mína en frænk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.